Morgunblaðið - 29.07.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.07.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1967 17 drykkjusjúklingur, en Harry ekki. Reyndar hefur hann verið drykkfelldur áður fyrr, en losn- að undan því oki, og flakkar nú á sumrin vegna frelsisins, sem þessi börn þjóðveganna meta meira en allt annað. Og frelsis- þrá þeirra lýsir höfundurinn af mikilli snilld. Allir flakkarar verða á hausti hverju að leita sér skjóls á fátækrahælunum, þar sem þeir eru undir ströngum aga, en fá mat og húsaskjól. Prásagnargáfa Jepsens er al- veg framúrskarandi góð. Hið sama er að segja um umhverfis- og atburðalýsingar, og það, sem ekki er minnst um vert: mann- lýsingarnar. Lesandinn kynnist þessu fólki eins og hann hefði nauðþekkt það sjálfur, alla þess ævi! Þegar á fyrstu blaðsíðun- um — meðan Harry ræðir við bóndann, fær leyfi hans til að liggja í hlöðunni, og býr þar um sig, ásamt vinkonu sinni, verka flökkuhjúin gamalkunnug. Hann er enn í fullu fjöri, en Kamma hefur elzt fyrir tímann af þjóri sínu, og er ekki lengur neitt fyrir augað. En hún er nú einu sinni fylgikona hans, þótt sam- komulagið sé orðið bág'borið. Hún býr um þau í heyinu, eftir beztu getu, og hefur í fórum sín um dálítið af mat, sem hún hef- ur sníkt á bæjunum þennan dag. Þau matast í þögn, hann er svang ur og étur mikið, en Kamma að- eins nokkra munnbita. Hún flýt ir sér að ljúka máltíðinni og fer síðan að blanda kvöldvínið sitt: helming af ódýru ávaxtavíni og helming af brennsluspritti. Harry er argur yfir fylliríi kon- unnar, en fær ekki að gert, hún getur ekki án þess verið. Þau rlfast dálítið, eins og vani þeirra er, en brátt veltur hún útaf steinsofandi, þegar búið er úr pyttlunni. Hann fær sér <þá í pípu og hugsar líf sitt — þann- ig fær lesandinn að kynnast for- tíð hans og Kömmu, og nokkr- um vinum þeirra, af sama sauða húsi. Þetta sumar hefur verið votviðrasamt og þeim hefur oft liðið illa fyrir bragðið, en margt hefur samt skemmtilegt skeð. Eftir stundarkorn sér hann ljós- glætu gegnum gisna hurðina, milli hlöðunnar og fjóssins, og labbar þangað fram til að rabba við bóndann. En gamli maður- inn er ekki emn, dóttir hans er líka í fjósinu; þau eru að mjólka kýrnar. Hún verður seinni til en faðir hennar, að ljúka verki sínu, og þau, Harry og hún, verða um stund ein. Hann upp- götvar að annar helmingur and- lits hennar er skemmdur af sér staklega ljótu öri, og að hún tekur sér þetta lýti sitt mjög nærri. Að öðru leyti er súlkan myndarleg og geðfelld, og Harry, sem fyrir löngu er orðinn leiður á Kömmu sinni, hitnar um hjart að. Hann langar nú til að verða að nýjum og betri manni, og ger ir síðan heiðarlegar tilraunir til þess, er enda þó allar á einn veg. Stúlkan og hann hittast aftur í Kaupmannahöfn, og hún er ekki mótfallin því að bindast honum, ef hann fær sér fasta atvinnu. En það er erfitt fyrir börn þjóð- veganna að snúa aftur til borg- aralegs lífs, og allar tilraunir hans í þá átt mistakazt. Hann lendir aftur úti á vegunum — með Kömmu. BÍLAKAUR^» Vel með farnir bílar til sölu ] og sýnis í bílageymslu okkar að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup.. — Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. Buick special, árg. ’56. Mercedes Benz 190, nýinn- fluttur, árg. ’63. Willy’s wagoner, árg. ’63. Chevrolet Bel Air, árg. ’65. Volvo duett station, árg. ’63, Comet sjálfskiptur, árg. ’63, ’64. Öpel Record, árg. ’62. Hillman IMP, árg. ’65. Trabant, árg. ’64, Ohrysler, árg. ’62. Volkswagen sendibíll með | hliðargluggum, árg. 62. Ford F 500, árg. ’59. Prinz, árg. ’64. Bronco, klæddur, árg. 66. Cortina ’65, ’66. Fiat 1800, árg. ’59. Saab (skipti á ódýrum bíl) árg. ’65. Falcon (einkabíll), árg. ’64. Tökum góða bíla í umboðssölu| Höfum rúmgott sýningarsvæði innanhúss. I m&rfm umboðio SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 Þær hentugustu sem til eru á markaðnum. Allt í einni tösku fyrir 2-4-6. Sportvöruverzlun Kristins Benediktssonar, Óöinsgötu 1 Fleiri forvitnilegar persónur koma við sögu, svo sem Komm- ers og „Húsaren“. Hinn síðar- nefndi er einkar vel gerð per- sóna. Hann hefur verið bulla og slagsmálahundur al'lt sitt líf, mesti vandræðagem'lingur, en eigi að síður tekst höfundi að gera hann vel skiljanlegan les- andanum, jafnvel vekja samúð með honum — þegar elli gamla er tekin að mæða hann og hann verður loks að láta í minni pok- ann fyrir öðrum á fátækrahhæl- inu. En aðalpersónurnar, sem bera uppi alla söguna, eru Harry og Kamma. Þau eru meðal snjöll- ustu mannlýsinga í nýjustu dönskum bókmenntum, og les- andanum ógleymanleg, sökum þess hve höfundi tekst að gera þau lifandi og mannleg í allri þeirra niðurlægingu og aum- ingjaskap. Lesandinn tekur þátt í lífi þeirra, skilur þau, fylgist spenntur með þeim í gleði og sorgum — lifir nær því lífi þeirra, meðan á lestrinum stend ur. Mildir og sólríkir sumardag- ar, hlýjar nætur í ilmandi skóg inum, kuldinn og regnið, þegar haustar að, myrkrið í heyhlöð- unum og andstyggilegir morgn- ar, þegar timburmennirnir segja til sín —ral-lt verður þetta eign lesandans, fyrir snilld þessa ágæta rithöfundar. Við kynn- umst einnig fátækrahælunum, kostum þeirra og göllum, og skilj um fullvel hversu ómótstæði- leg frelsisþráin verður hinum villtu börnum þjóðveganna, sem neyðast til að dveljast þar yfir vetrartímann. Persónurnar eru yfirleitt hráslagalegt fólk, og til vera þess oft hörð og vægðar- laus, en það á líka sínar gleði- stundir, vonir og drauma, eins og aðrir. Þetta eru hfandi mann- eskjur -—■ og það bezta af öllu: Jepsen lýsir þeim og tilveru þeirra á hreinlegan hátt, án alls ruddaskapar í málfari, án tii- finningasemi og stóryrða. Máls- meðferðin er afrek, sem fáir myndu geta gert eftir, stíllina sérstæður, en hógvær og látlaus. Bókin er, í stuttu máli sagt, snilldarverk, sem fátt er út á að setja. \\ HVERJU KAUPA SVIARGiR HEICO-VATNSSfUR ■ Af mörgum HEICO eigendum segja þrír meiningu sína Frú Helga G. húsmóðir: Síðan ég byrjaði að nota HEICO-vatnssíu eru öll heitavatns vandamál mín leyst. Silfurtau mitt verður ekki svart lengur, ég þarf aldrei að fægja silfur, og ég nota heita vatnið beint úr krananum til þess að búa te, af því núna er vatnið bragð- og lyktarlaust. Og það sem mér finnst mikil- vægast er að nú myndast ekki húð innan í uppþvotta- vélina mína. Herra Jón S., bóndi. í vatninu hjá okkur eru mikil óhreinindi svo sem leir og ryð. En fyrir nokkr- um mánuðum keypti ég HEICOwatnssíu og er ég mjög ánægður með árang- urinn. Herra Gunnar M. skrif- stofumaður. I sumarbústað okkar höf- um við núna gott og heil- næmt vatn. Allt HEICO-vatnssíu að þakka. Ef þið hafið álíka vandamál, veitum við yður upplýsingar í síma eða persónulega á skrifstofu okkar. SIA SF. Vatnshreinsunartæki, Lækjargötu 6 b Rvík. Sími 13305. f ’BÍ LDUDALS” niOur.suOuvöriir eru bcztar i ÍVn>ala<|i<t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.