Morgunblaðið - 29.07.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.1967, Blaðsíða 10
í 10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JT?Lf 1987 Greinargerö frá Náttúruverndarráöi varðandi vegarstæði við Reykjahlíð við Mývatn Náttúruverndarráð fékk um þa'ð vitneskju á s. L vori, að í ráði væri að ákveða vegi þessum stað gegnum Reykjahlíðarhverf- ið og meðfram vatninu í átt til Grímsstaða. M. a. af þessu til- efni gekkst náttúruverndarráð fyrir að haldinn var fundur um mál þetta að Hótel Reynihlíð hinn 17. ágúst s. 1. Á fundi þess- um mættu af ráðsins hálfu þeir Birgir Kjaran, formaður ráðsins, dr Finnur Guðmundsson, dr. Sigurður Þórarinsson, Sigui'ður Thoroddsen og Eyþór Einarsson, og auk þeirra Jón Gauti Péturs- son, fyrrverandi oddviti Mý- vatnssveitar, Sigurður Þórisson núverandi oddviti og Helgi Hall- grímsson, náttúrugripasafninu á Akureyri. Á fundi þessum var þetta bókað um málið: „Fyrst var rætt um legu vænt- anlegs vegar milli Mývatnssveit- ar og Húsavíkur og þá einkan- lega þann hluta hans, sem skipu- lagsuppdráttur af fyrirhuguðu Reykjahlíðarþorpi sýnir milli Reynihlíðarhótels og vatnsins. Mývetningar skýrðu frá því, að þeir hefðu einmitt gert athuga- semd við þetta atriði skipulags- uppdráttarins, en engu fengið um þokað. Kom fram hjá fund- armönnum mikil óánægja með að vegurinn skyldi fyrirhugáður svo nálægt vatninu, og var um það rætt að reyna að fá þessu breytt hjá skipulagsyfirvöldun- um“. 1 framhaldi af þessum fundi við Mývatn var haldinn fundur 1 náttúruverndarráði hinn 14 sept. Þar voru mættir allir þeir sömu ráðsmenn og áður, að við- bættum Hákoni Bjarnasyni, skógræktarstjóra. Um málið var þetta bókað: „Þá var rætt um staðsetningu hins nýja vegar við norðaustur- horn Mývatns eins og skipulags- uppdráttur af Reykjahlíðarþorpi sýnir hana milli Reynihlíðarhót- els og vatnsins. Málið var rætt fram og aftur og voru allir sam- mála um að reyna að fá þá á fimd sem fyrst, skipulagsstjóra og vegamálastjóra til að ræða málið, og koma sjónarmiðum og skoðunum náttúruvemdarráðs á framfæri við þá og reyna að fá þessu atriði uppdráttarins breytt". Um efni þetta var enn haldinn fundur í náttúruverndarráði mánudaginn 19. sept. Á fundi þessum voru mættir: Birgir Kjaran, formaður, dr. Finnur Guðmundsson, dr. Sigurður Þór- arinsson, Eyþór Einarsson og Sigurður Thoroddsen, allir úr náttúruvemdarráði, en auk þeirra þeir Zophonias Pálsson skipulagsstjóri, Hrafnkell Thor- lacius, starfsma'ður skipulags rík- isins og Snæbjöm Jónasson, deildarverkfræðingur vegamála- skrifstofunnar. Um umræður á þessum fundi var þetta bókað: „Formaður setti fundinn og lýsti tilefni hans. Á dagskrá þessa fundar er Mývatnssvæðið frá ýmsum sjónarmiðum, og lagði skipulagsstjóri fram kort af þessu svæði. Rætt var um vegar- stæði, bæði á þeim leiðum, sem nú orðið eru lagðar vegum, og eigi síður um það, á hvem hátt megi í framtfðinni haga vegar- lagningum með sérstöku tilliti til þess að þær trufli eigi nátt- úru staðarins, — og þá sérstak- lega fuglalífið — meira en nauð- synlegt er. Báru ráðsmenn fram þau etndregnu tilmæli til skipu- lagsstjóra og yfirstjórnar vega- mála, að gefinn yrði góður gaum ur að þessari hlið málsins, áður en endanlegar ákvarðanir yrðu teknar. Dr Finnur Guðmundsson lagði áherzlu á, að þetta ætti fyrst og fremst vi'ð um svæðið milli Reykjahlíðar og Gríms- staða, þar eð þetta svæði væri nú orðið hið eina griðland fugls- ins, vegna nólægðar vegarins við vatnið alls staðar — e'ða víð- ast hvar annars staðar. Zoponias Pálsson bar fram fyr- irspurn um, hvort eigi væri hægt að friða svæðið austanvert við vatnið fyrir akandi umferð og nota nýja veginn vestan við vatnið með tengslum við Akur- eyri og aðra sta'ði norðanlands austan Akureyrar. Málið rætt frá ýmsum sjónarmiðum en engin ályktun gerð.“ Enn var haldinn fundur um málið í náttúruverndarráði mið- vikudaginn 26. okt. Voru þar mættir allir ráðsmenn að und- anskildum Steingrími Steinþórs- syni, en auk þess mætti á fund- inum Snæbjörn Jónasson deild- arverkfræðingur. Á fundinum var bókað um málið: „Rætt um vegarstæði til aust- örs frá Reykjahlíð við Mývatn og til Húsavíkur. Snæbjörn skýrði frá tillögum og sjónar- miðum heima í héraði. Var mál þetta einnig rætt á fundi skipu- lagsnefndar mánudaginn 24. okt. að viðstöddum Gunnari Vagns- syni, dr. Finni Guðmundssyni og dr. Sigurði Þórarinssyni. Svo- hljóðandi tillaga kom fram: „Náttúruverndarráð gerir þá eindregnu tillögu til skipulags- nefndar, að fyrirhuguðum vegi verði ákveðið stæði sem næst gamla veginum neðan við brekk- urnar austan við Reykjahlíð og Reynihlíð." Tillagan samþykkt einróma. Enn kom þetta mál fyrir fund í náttúruverndarráði föstudaginn 27. jan. 1967. Um málið er bók- að í fundargerðarbók ráðsins: „Fyrir lá bréf skipulagsstjóra dags. 28. des., þar sem tilkynnt er, að skipulagsstjóri telji með hliðsjón af umsögn oddvita Skútustaðahrepps, að eðlilegast sé að leið, sem auðkennd er á við festu korti IB, verði valin. Er það vegarstæði aðeins fjær vatn- inu en upphaflega var fyrirhug- að. Lögð var fram og samþykkt tillaga, svohljóðandi, einróma: „Að gefnu tilefni vill náttúru- vemdarráð benda á, að það tel- ur það alvarleg náttúruspjöll, ef fyrirhugaður Kísilgúriðjuvegur yrði lagður niður í gegnum Reykjahlíðarhverfið og síðan til vesturs, skammt frá vatnsbakka. N.v.r. heldur því fast við fyrri tillögu sína um að hinn fyrir- hugaði vegur verði lagður sem næst núverandi vegi ofan Reykja hlíðarbyggðarinnar. Ef ekki verður fallizt á þá lausn máls- ins, gerir náttúruvemdarráð það að varatillögu sinni, að vegurinn verði lagður þvert vestur yfir hálsana norðan hins væntanlega Kísiliðjuþorps og norðan núver- andi vegarstæðis og Reykjahlíð- arbygg'ðarinnar.“ Með bréfi dags. 14. febr. s.l. óskaði náttúruverndarráð um- sagnar náttúruvemdarnefndar S.-Þingeyjarsýslu um mál þetta. Svar tveggja nefndarmanna barst með bréfi dags. 23. febr., svohljóðandi: „Ég vísa til bréfs náttúm- verndarráðs frá 14. þ. m., og sendi hér með endurrit af fund- argerð náttúruvemdarnefndar S.-Þingeyjarsýslu frá í gær. Nefndarmaðurinn Bjartmar Guðmundsson er í Reykjavík, á Alþingi, og gat ekki tekið þátt í fundi nefndarinnar, en ætlaði að kynna sér málið í Reykjavík. Skjölin, sem fylgdu bréfi nátt- úruverndarráðs, endursendast hér með“. Jóhann Skaptason. Endurrit. „Ár 1967, miðvikudaginn 22. febrúar kl. 11.30 kom náttúm- verndarnefnd Su'ður-Þingeyjar- sýslu saman á fund í skrifstofu sýslunnar í Húsavík. Mættir voru Jóhann Skaptason, sýslumaður, formaður nefndarinnar, og Jó- hannes Sigfinnsson, Grímsstöð- um við Mývatn. Aðrir gátu ekki mætt. Fyrir var tekið: Erindi náttúruverndarráðs varðandí veg meðfram Mývatni um Reykjahlíðarbyggð. Formaður leggur fram bréf náttúmverndarráðs, dags. 14. febr. 1967, ásamt þar greindum fylgiskjölum, þar á meðal upp- drátt af Reykjahlíðarbyggðinni og tillögum um vegarstæði. Jóhannes Sigfinnsson, sem frá blautu bamsbeini hefir kynnzt fuglalífinu vfð Mývatn, skýrir frá því, að hann álíti, að fugla- lífinu við vatnið stafi engin sérstök hætta af því, að vegur verði lagður þama nærri vatn- inu. Bæði sé mikil mannaumferð þarna við vatnið, vegna byggð- arinnar, svo að fuglar haldi þar lítið til, og svo venjist fuglarn- ir fljótt bílaumferð og láti lítið tmflast af henni, ef ekki sé stanzað og menn komi út úr bíl- unum. Þá kvéðst hann kunnugur snjóalögum og landinu, sem veg- urinn eigi að liggja um. Telur hann, að ef byggður yrði nokk- uð hár vegur á veglínu IV, ætti umferð um hann eigi að tefj- ast vegna snjóalaga. Hraunið þar norður undan sé tiltölulega slétt- ara en þar sem veglínur I. og II. séu áætlaðar. Það er hans álit, að vegur nr. IV muni fara bezt í umhverf- inu, ef vel yrði frá honum geng- ið. Hann telur, að velja beri milli veglína II og IV. Verði veglína II valin, leggur hann til, að hún yröi lögð aðeins fjær húsi Jóns Péturs Þorsteins- sonar, sem stendur á hraunjaðr- inum. Formaður nefndarinnar er samþykkur tillögum Jóhannesar, en mælir þó fremur með vali leiðar nr. II. Upplesið. Samþykkt. Fundi slitið. Jóhannes Sigfinnsson. Jóhann Skaptason Rétt endurrit vottar: Skrifstofu Þingeyjarsýslu, 22. febr. 1967. Jóhann Skaptason". Svar þriðja nefndarmanns- ins, Bjartmars Guðmundssonar, alþm., barst með bréfi dags. 29. marz 1967, svohljóðandi: „Náttúruverndarráðs hefur bréfi, dags. 17. marz, óskað um- sagnar minnar um fyrirhugaðan kísiliðjuveg um Reykjahlíð að GrímsstiJðum. Mín skoðun er sú, að æskileg- ast sé, að leið IV verði valin. Ef sú leið verður farin yrði að mestu sneitt hjá, að vegagerðin spillti sérkennilegu landslagi og merkilegum náttúrufyrirbærum. í öðru lagi virðist mér, að veg- ur þar uppfrá mundi fara um- hverfinu betur en leiðir I, II og III. Vegurinn hentar byggðinni betur á þeim stað þegar fram í sækir, en ef hann ver'ður lagð- ur við húsdyr þeirra gistihúsa, sem þama eru nú. Um snjóþunga á hinum ein- stöku leiðum, sem um er að ræða, dæmi ég ekki, en tel að umsögn Jóhannesar Sigfinnsson- ar í bréfi náttúruvemdamefnd- ar S.-Þingeyjarsýslu, dags. 22. febr. 1967, sé mjög athyglisverð. Jóhannes er þama þaulkunnug- ur og þekkir allar aðstæður. Hér með endursendi ég heiðr- uðu náttúruverndarráði öll þau skjöl, er það sendi mér um þetta mál, svo og alla uppdrætti". Með bréfi til Skipulagsstjóm- ar ríkisins dags. 19. júní s. L ítrekaði náttúruvemdarráð enn afstöðu sína á þessa leifö: „Með tilvísun til áður gerðra einróma samþykkta náttúru- verndarráðs þess efnis, að fyrir- hugaður vegur milli Reykjahlíð- ar og Grímsstaða verði lagður sem næst núverandi vegi ofan Reykjahlíðarbyggðar (lína m-. IV) eða, sem þó væri æskilegra, að vegurinn verði lagður þvert vestur yfir hálsana noi*ðan hins væntanlega Kísiliðjuþorps og norðan núverandi vegarstæðis og Reykjahlíðarbyggðarinnar, og ennfremur með vísun til rök- stuðnings fulltrúa náttúruvernd- arráðs á fundi í Reykjahlíð um þetta efni hinn 6. júní s. 1. skal yður, hr. skipulagsstjóri, hér með tjáð, að afstaða ráðsins er skýrt mörkuð og óbreytt frá því sem henni er lýst í bréfi til yðar dags. 1. febr. s. L Til enn frekari rökstuðnings skal tekið fram, að síðan sú sam- þykkt var gerð, hefur náttúru- verndamefnd S.-Þingeyjarsýslu fjallað um málið, og er álit nátt- úruverndarráðs eindregið stutt af meirihluta nefndarinnar og að verulegu leyti einnig af for- manni nefndarinnar, svo sem fram kemur í fundargerð Reykja hlíðarfundar þess, er áður getur. Sendist hjálagt Ijósrit af fund- argerð náttúruverndarnefndar svo og bréf Bjartmars Guð- mundssonar alþm. Á það má benda, að ein helzta mótbára af hálfu skipulags- stjórnar gegn leið nr. IV var sú, a’ð vegargerð á þeim stað væri nær útilokuð vegna snjóþyngsla. Að áliti Jóhannesar Sigfinnsson- ar á Grímsstöðum, sem er gagn- kunnugur á þessum slóðum, ættu snjóalög eigi að verða vegar- lagningu á leið IV til trafala, ef vegurinn væri upphækkaður nokkuð. Þau ein önnur rök hafa fram komið fyrir vegarlagningu eftir leiðum I eða II, að þá yrði byggð einungis öðrum megin vegarins og eigi þyrfti þá yfir hann að sækja í verzlanir éða skóla. Vandséð er, hvaða aðili getur ábyrgzt að eigi rísi byggingar vatnsmegin við veg eftir leið nr. II. Hið síðara er þá, að því er virðist, einu rökin fyrir því, að framin verði þau jarðfræðilegu og líffræðilegu náttúruspjöll, sem vegarlagning eftir leið II nefur í för með sér a'ð dómi náttúruverndarráðs. Náttúruvemdarráð beinir þeim eindregnu tilmælum til skipu- lagsstjómar, að hún fallist á til- mæli ráðsins um vegarlagningu eftir leið nr. IV. Verði niðurstað- an hins vegar sú, að vegurinn verði ákveðinn nær vatninu, áskilur náttúmvemdarráð sér rétt til þess að beita sér gegn því á grundvelli laga um nátt- úruvernd." Skriflegt svar við bréfi þessu hefur ekki borizt. Af því, sem nú var rakið, má glöggt sjá, að náttúruvemdarráð telur fyrir- hugaða vegarlagningu hin mestu náttúruspjöll, framin að óþörfu, þar eð snjóalög undir brekkun- um næst Reykjahlíð þurfa ekki, að áliti gagnkunnugra manna, að vera vegarlagningu þar til trafala. Mjög em einnig skiptar skoðanir um það, hvar vegurinn fari bezt í landslaginu, og nægir að benda á umsögn þeirra Jó- hannesar Sigfinnssonar og Bjart- mars Guðmundssonar þar að lút- andi. Heima í héraði virðast skoðanir um vegarstæðið bæði innan hreppsnefndar og utan mjög skiptar. Sá eini aðili, sem samhuga er um að leggja fjrrir- hugaðan veg um húsasund ná- lægt vesturbakka Mývatns, yfir tún Reykjahlíðarbænda og þvert yfir hið sérkennilega og fagra Eldhraun, er skipulagsstjórn rík- isins, sem knúið hefur fram þá lausn. Með þökk fyrir birtinguna. Náttúruverndarráð. Mynd tekin frá flugvellinum við Reynihlíð. Sýnir hún þéttbýlið þar og útsýni norður yfir. Hverfjall er á miðri myndinni, en Bláfjall í baksýn til hægri. — Ljósm.: Mats Wibe Lund, jr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.