Morgunblaðið - 29.07.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.07.1967, Blaðsíða 28
FERÐA-OG FARANGURS TRYGG NG ALMENNAR TRYGGINGAR £ POSTHUSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 mfgttttlilafrife LAUGARDAGUR 29. JULI 1967 RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA • SKRIFSTOFA SÍMI ID'IOD i Banaslys á Akureyri Akureyri, 28. júlí. FJÓGURRA ára drengur varð fyrir fólksbil norðarlega í Helga margastræti kl. 19.15 í kvöld og mun hafa látizt samstundis. Tveir drengir á svipuðu reki voru staddir þarna við götuna og sáu bílin nálgast. Annar þeið þess að bíllinn færi fram hjá, en hinn hljóp skyndilega í veg fyrir bílinn og lenti framan á honum miðjum. Drengurin var samstundis fluttur í sjúkrahús í sjúkrabíl, en var látinn, þegar þangað kom. Talið er að bíllinn hafi verið á eðlilegum hraða, en enginn fullorðin vitni eru að slysinu. Lögreglan vill ekki að svo stöddu birta nafn og heimilis- fang drengsins. — Sv. P. IMorðanátt ÞESSI sérstæða Þingvalla- mynd var tekin eitt góðviðr- er iskvöld nú í vikunni. Horft frá útsýnisskífunni. í hægra horni myndarinnar er Konungshúsið, sem nú er sumarbústaður forsætisráð- herra. (Ljósm.: — m.f.) UVTI helgma Tilraunir gerðar á íslandi nýr áfangi í eldfjallarannsóknu NORÐANÁTTIN, sem gengið hefur yfir landið undanfarna daga, mun standa fram yfir helgina, að vísu miklu mild- ari, samkvæmt áliti veður- fræðinga. Hún náði hámarki sínu á austanverðu Norður- landi í fyrrinótt með mikilli úrkomu. Rigningin nam 35 mm á Egilsstöðum, 15 á Mán- árbakka og 14 á Staðarhóli. Hitinn var við frostmark á Grímsstöðum á Fjöllum og á Hveravöllum var eins stigs frost og snjókoma í gærmorg- un, en hitinn víðast 3—4 stig á láglendi. Þegar leið á dag- inn var hitinn 4—5 stig á Norðurlandi og úrkomulítið, en bjartviðri og 12—14 stig á Suðurlandi. 8 skip með 2.245 tonn I GÆRMORGUN höfðu 8 skip tilkynnt um síldarafla frá sól- arhrignum áður, alls 2.245 tonn. Fékkst síldin á miðunum suð- vestur af Bjarnareyjum. Eftirtalin skip tilkynntu um afla: Örfirisey RJE 310, Örn RE 420, Héðirnn ÞH 220, FyQikir RE 190, Jón Garðar GK 380, Hóknanes SU 165, Guðm. Péturs ÍS 160. Magnús Ólafsson GK 400. Unnt að segja fyrir um eldgos með infrarauðum myndatökum og mælingum? • TILRAUNIR, sem gerðar hafa verið með infrarauðar mælingar eða myndatökur á jarðhitasvæðum á íslandi, m. a. á Surtsey, hafa leitt í ljós, að hugsanlegt er að segja fyrir um eldgos, áður en þau hefjast. • 1 frétt, sem Morgunblaðinu barst í gær frá Washington, seg- ir, að bandarískir og íslenzkir vísindamenn hafi gert tilraunir með sérstaka myndatækni, þar sem beitt er infrarauðum gaisl- um. Hafi þeir tekið myndir af Surtsey, er þar var nýhafið gos, með infrarauðum myndavélum og mælitækjum, bæði á jörðu og úr flugvél og einnig hafi sJíkar myndir verið teknar úr gervi- hnetti. Á myndum þessum hafi komið fram hitasvæ'ði neðansjáv ar, sem ekki sáust á venjulegum ljósmyndum. Þessar infrarauðu myndavélar taka inn hitageisla í stað venjulegra ljósgeisla og sýndu í þessu tilfelli eins konar net af hraunálum, sem lágu eins og armar undir eynni og umhverfis, langt út fyrir eld- gíginn sjálfan. Þessi tegund myndatöku hefur lengi verið notuð í næturflugi flugvéla og gervihnatta, en þetta mun í fyrsta sinn, sem hiti frá eldgíg hefur verið athugaður í senn af jörðu, úr lofti og úr geimnum. Nánari tildrög þessa máls eru þau, að því er fram kemur í fréttinni og samkvæmt upplýs- ingum, sem blaðið hefur fengið hjá Jóni Jónssyni, jarðfræðingi, að sl. haust, í ágúst og septem- ber voru hér á landi staddir í boði íslenzkra yfirvalda nokkr- ir bandarískir vísindamenn frá Landfræðirannsóknarstofnun Bandaríkjanna í Cambridge í Massachusetts. Þeir höfðu sam- ráð við Raforkumálastofnunina og fylgdust þeir Guðmundur Pálmason, verkfræðingur og Jón Jónsson, jarðfræðingur, lengst af með rannsóknum þeirra. Að því er Jón Jónsson sagði, flugu þeir yfir helztu jarðhita- svæði á landinu að næturlagi og tóku infrarauðar myndir. Hér er ekki um að ræða myndatöku í venjulegum skilningi, að því er Jón sagði, heldur mældu þeir in- frarau'ðu útgeislunina og hitamis Framlhald á bls. 27 í gær og fyrrinótt Snarpur kippur í Flóa — bækur hrundu úr hillum í Þingdal JARÐSKJÁLFTAKIPPIR fund- ust enn í fyrrinótt og í gær bæði nyrðra og syðra. Mjög snarpur 550-570 unglingar starfa hjá Vinnuskóla Rvíkur Allir 14-16 ára unglingar, sem sótt hafa um, hafa nú fengið vinnu AÐ loknu sumarleyfi hjá Vinnu- skóla Reykjavíkurborgar var ákveðið að taka í vinnu þá ung- Hnga á aldrinum 14—16 ára, sem voru á biðlista hjá Ráðningar- stofu borgarinar. Unglingar þessir voru á biðlista, þar sem þeir sóttu ekki um vinnu innan auglýsts umsóknartíma sl. vor. Öllum unglingum 2. og 3. bekkjar gagnfræðastigs í Reykja vík, sem sótt hafa um vinnu, hefur nú verið séð fyrir henni hjó Vinnuskólanum. Þó kann að vera, að ekki hafi ennþá náðzt til allra sem hlut eiga að máli, og mun Ráðningarstofan senni- lega ljúka því nk. mánudag. Með þessari aukningu munu vera starfandi hjá Vinnuskóla borgarinnar milli 550 og 570 ung lingar. Stúlkurnar vinna m.a. mikið við gróðursetningu og áiburðár- Enn iarðskjálftakippir kippur á þessum slóðum kl. 15.36 í gærdag og hefði hann mælzt 4.8 stig á Richter-kvarða og verið litlu minni en sá. sem varð skammt frá Villingaholti í fyrrinótt. Ragnar kvað jarðskjálftana fyTÍr austan Fjall hafa átt upp- tök sín í grennd við Villinga- holt, eða 60 km. frá Reykjavík. Fjorðarheiði tepptist í gæimorgun Egilsstöðuím, 28. júlí MIKLAR rigningar hafa ver- ið hér undanfarna daga og hefur allt verið á floti af þeim sökum. 1 nótt snjóaði í fjöll, en þá voru f jallvegir sæml- Iega færir nema Fjarðarheiði, sem tepptist alveg í morgun fyrir fólksbíla og minni bíla. Einn vörubíU varð að snúa við. Vegaigerðin ætlaði í dag, eft ir hádegi, mieð hetfil til þess að koana veginumn í samt lag, en segja miá að veðirið sé ekiki beinlinfe uppörvandi fyrir Ausrbfirðiiniga. — ha. dreifingu i Heiðmörk og Öskju- hlíð, annast snyrtingu í görðum borgarinnar og barnagæzlu á leikvöllum. Piltarnir vinna við lagfæringu og endurbætur á íþróttavöllum, ennfremur við hreinsun og snyrt ingu á opnum svæðum í öllum hverfum borgarinnar. Þá má geta þess, að flokkur pilta hefur í sumar unnið í Salt- vík, sem er jörð á Kjalarnesi í eigu borgarinnar. Þar hafa pilt- arnir hreinsað öll hús, málað og endurbætt, eins og vegfarend ur um Vesturlandsveg mega sjá. kippur varð kl. 15.35 í grennd við Villingaholt í Flóa og mun fólk að bænum Þingdal, sem er skammt frá Villingaholti, hafa fundið einna mest fyrir honum. Hrundu þar m.a. bækur úr hill- um. Ekki urðu skemmdir á hús- um. Samkvæmt upplýsingum Ragn ars Stefánssonar, jarðskjálfta- fræðings Tijá Veðurstofunni, fannst jarðskjálftakippur kl. 2.48 í fyrrinótt í Grímsey og einnig á Siglufirði og Húsavík. Mældist hann 4.2 stig á svo- nefndan Richter-kvarða. Einnig mældust minni jarð- skjálftakippir kl. 3.40 og kl. 5.17 í fyrrinótt á sömu slóðum. Upp- tökin voru skammt suður af Grimsey í 320 km fjarlægð frá Reykjavík. Ragnar Stefánsson skýrði einn ig frá því, að kl. 10.23 í gær- morgun hefði fundizt jarð- skjiálftakippur austan Fjalls og hefði hann fundizt sérstaklega greinilega í Villingaholti og víð- ar í Flóanum. Þá hefði orðið mjög snarpur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.