Morgunblaðið - 29.07.1967, Side 15

Morgunblaðið - 29.07.1967, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1967 15 X stói utn 'SltlS Elsa G. Vilmundardóttir: VEIÐIVÖTN Á LANDMANNAAFRÉTTI norð- an og vestan Tungnaár er þyrp- ing stöðuvatna, stórra og smárra, sem nú eru alltaf nefnd Veiði- vötn, en hétu til fiorna Fiskiivötn, að minnsta kosti í munni Skiaft- fellinga. Vötn þessi og umlhverfi þeirra er sérkennilegt og fagurt. Flest þeirra eru í botni fornra eldigíga, sem eru hluti af hinu mikla eldgosabelti, sem liggur þvert gegnum landið og stefnir norðaustur-suðvestur á Suður- l'andi og norð-isuður á Norður- landi. Flestir kiannast við Veiðivötn og fjölmargir hafa komið þar á síðari árum eftir að ferðalög um hálendið urðu auðveldari. Jafn- hliða hinum bættu samgöngum hefur viðlhorf manna til Veiði- vatna breytzt frá því, sem áður var. Áður veiddu menn þar sér til lífsbjargar, en nú eru þau vettvangur þeirra, sem veiða sér til skemmtunar. Veiðivötn voru á fyrri öldum matarkista fólfes í uppsveitum Rangárvallasýslu og Skaftár- tungu. „Áður fyrr var silungs- veiðin í vötnum þessum lögð að jöfnu við heila vertið í Vest- mannaeyjum“, segir Sveinn PáJis- son í frásögn sinni, Ferðin til Fiskivatna 1795. Hann segir enn- fremur, að veiðin ihafi í fyrri daga verið stunduð þar að haust- iniu og síðari hluta vetrar og var aflinn hertur í byrgjum, sem menn hlóðu úr hraungrýti við vötnin. Veiðivötn hafa verið mönnum kunn frá ómuna tíð. Þeirra er fyrst getið í Njálu undir nafninu Fiskivötn. Líklega hefur verið veitt í þeim nokk- urn veginn óslitið allt frá land- námstíð, en lengst hlé á veiði- skap, sem sögur fara af, var á síðari hluta 18. aldar. Var veðr- átta óhagstaeð og jöklar í örum vexti og hefur Tungnaá verið slæmur farartálmi. Reglubundn- ar veiðifierðir lögðust niður um 1740, en menn fóru af og til síð- sumars eftir það og þá einkum til álftaveiða. Það voru Skafitár- tungumenn, sem lengst stunduðu veiðina á 18. öldinni, en svo lögðust Vatnaferðir alveg niður í Skaftáreldum 1783 og lágu niðri eitthvað firam yfir aldamótin 1800. Hefur aska frá Skaftáreld- um sjálfsagt spillt mjög veiði og gróðri á Veiðivatnaisvæðiniu á þeasu tímabili. Vatnaferðir Skaftártungumanna lögðust al- veg af í Skaftáreldum og hafa legið niðrd síðan, en Landmenn hófu veiðiferðir að nýju á 19. öld og Ihefur veiðin upp frá þvi verið stunduð að sumrinu, eink- um í ágúst. f Árbók Ferðafélags- ins 1940 er greinargóð lýsing á Veiðivötnum og umhverfi þeirra eftir Guðmund Árnason. Hann segir meðal annars um veiðina í vötnunum: „Veiði í Veiðivötn- um er aðeins urriði, sem virðist hreinn heimalningur. Fyrir 1920 gat aðgætinn maður oftast ekorið úr, eftir lit og lögun, úr hvaða vatni fullvaxinn urriði var veidd ur. 1918 spjó Katla svo mikilli ösku yfir vatnasvæðið, að nærri kaáfði allan gróður. Þá þvarr svo í vötnunum, að eigi fékkst nema einn og einn „gamall horslápur", en beinagrindur lágu með lönd- unum. Efitir 4—5 ár fór að votta fyrir unigviði og fór svo vaxandi næsta áratug. Þó telja Vatna- menn, að silungur hafi enn ekki náð sér að stærð og gæðum (ár- ið 1940). Hann virðist eiga frem- ur enfitt uppdráttar, því að reynslan hefiur ætíð verið sú, að sé veiði stunduð í stórum stíl, t.d. 30 hestburðir á ári í nokkur ár, þá hefur veiðin þorrið að miklum mun. Kom þá friðun af sjálfu sér. Það þótti eigi svara kostnaði að stunda veiðina“. Frá- sögn Guðmundar sýnir, að aflazt hefur misvel í Veiðivötnum, og hefur valdið því 9kortur á æti vegna öskufalla eða afveiði. Hef- ur þá þurft nokkurra ára hlé á veiði í vötnunum til þess að þau jöfnuðu sig. Áður fyrr var farið til Veiði- vatna á hastum og var það ströng dagleið úr byggð. Hin forna leið Land- og Holtamanna lá yfir Tungnaá hjá TangaÆossi og yfir Köldukvísl á Tryppavaðd og þaðan austur Þóristungur og um Blautukvíslarbotna og Vatns skarð til Veiðivatná. Var það sú leið, sem Sveinn Pálsson fór 1795, en leið þessi var lögð nið- ur og vöðin týndust. Annað fornit vað var Kvíslarvað neðan við Hnubbafossa í Tungnaárkrók. Er Landmenn hófu Vatnaferðir að nýju á 19. öld, fóru þeir Tungnaá á Bjallavaði. Er það nokkru austar og ofiar en hið forna Kvíslarvað og var það einnig fierjustaður. Standa enn byrgi með bátum báðum megin árinnar. Skaftártungumenn fóru hins vegar yfir Tungnaá austan við Veiðivötn, seinast á móts við Tröllið, en eins og fyrr segir lögðust Veiðivatnaferðir þeirra niður í Skaftáreldum. Nú eru hin fornu vöð ekki notuð leng- ur, en farið var að nota nýtt vað, Hófisvað, vestanundir Skyggni, sem er syðstur og mestur Vatna- öldugíganna, um 1950. Er það vel faert stórum bílum og jeppar komast það ef lítið er í ánni, en vandratað er yfir það og botn- inn mjög stórgrýttur. Þegar kom ið er yfir ána er ekið um svarba vikursanda vestanundir Vatna- öldum þar til beygt er inn á Veiðivatnasvæðið. Kláfferjan við Hald og brúin á Köldukvísl, sem byggðar voru árið 1964, opnuðu jeppum og jafnvel hæstu gerð- um fólksfoíla greiða leið í Veiði vötn, þótt sú leið sé miklu lengri en af fiarið er á Hófisvaði vegna þess hve brúin á Köldukvísl er norðarlega. Þegar komið er aust- ur fyrir Köldukvislarbrú, er um tvær leiðir að velja til Veiði- v'atna. Önimur liggur norður fyrir Þórisvatn þvert yfir hraunbreið una miklu, sem þar er, og yfir Heljargjá, en hún liggur suður fyrir Þórisvatn og er nær hinni fornu leið um Þóristungur og mun vera meira fiarin. Báðar leið irnar kosna saman á sandauðn- syðsti gíguirinn Skyggnir mestur þeirra. Er þaðan Ihið fegunsba útsýni yifir Veiðivötnin og reynd ar allt nágrennið. Snjóöldufjail- garður er milli Veiðivatna og Tungnaár. Margir leggja leið sína yfiir hann um slóð, sem liggur austan við Skálafell að Tröllinu, háum móbergsdrang, sem skagar út úr fjallshlíðinni. Blasir þar við breiður, marg- greindlur farvegur Tungnaár. Vatnasvæðið er um 5 bm breitt og 20 km lamgt frá norðausitri til suðvesturs. Vötnin eru í þétt- um þyrpimgum og flestöll vest- lægari vötnin eru í botni eld- gíga, en vötnin meðfram Snjó- öldufjallgarði eru ekki gígvötn, og eru þau yfirleitt stærri. Vötnin eru flest tengd saman með stuttum kvíslum og safnast vatn það sem frá þeim renmur í eina á, Vatnakvísl, sem felluir í Tumgnaá rétt austan við Syggni. Náttúra Veiðivatna á sér enga hliðstæðu á jörðinni eftir því sem ég bezt veit, ekki einu sinni á íslandi, sem þó er mjög au ugt af eldgosamyndunum. Þar hefiur gosið á a.m.k. fjórum sam síða þéttliggjandi sprungum a svæðinu frá Nýjavatni að Tjald- vatni og fléttast gígarnir ofit hver inn í annan. Gígarnir eru misgamiir, en ekki er vitað ná un hraunkviíkunnar hefur leitt! til mibilla öskugosa og hafa þá hlaðizt upp þessar lágu, víðu gígskálar, sem mynda hima ávöki bakka margra vatmanna svo sem vesturbakka Stóra-Fossvatns og bakka Skálavatms og Eskivatms. Veiðivatnahraun eru smáar hraunspýjur, sem eru komnair frá eldborgum, sem sums staðar eru innan í stóru gígumum svo sem við norðausturenda Stóna- Fossvatns. Auka hraunin og eld- borgirnar á fegurð og marg- breytileik náttúrunnar umhverfis vötnin. Gróður er umhverfis vötnin og í hraunumum og er þarna sann- kölluð vin í hinni miikLu eyði- mörk Tungnaáröræfa, þvl að umfoverfiis eru svartir samdiar, þar sem varla sér í stimgaradi strá og allt vatn hripar niður í gljúpan berggnunninn. Talsvert fuglalíf er við vötnin, en rruura hafa verið enn meira fyrrum. Meira að segja ernir verptu þar. Mikið er af mýi, og suma daga er varla vært við vötmin fyriir mývarginum. Ferðamannastraumur hefur mjög aukiat til Veiðivatna á seinustu árum bæði við vega- bæturmair og einnig við það, að Land- og Holtamenn, sem eiga veiðiréttinn, seija nú hverjum. Séð yfir Langavatn og Skálavatn. Skálafell og Ónýtafell í baksýn. inni miklu vestan við Vatnaöld- ur og er farið austur fyrir til Veiðivatnasvæðisins milli tveggja gíga í Vatnaöldugígaröðinni. Hið forma Vatnsskarð er ekki lengur farið, en það Lá töluvert sunnar. Sjálft Veiðivatnasvæðið liggur í Lægð, sem takmarkast af Vatna öldum að vestamverðu og Snjó- öldufjallgarði að austamverðu. Vatnaöldur setja mjög svip á um hverfi Veiiðivatna og auika á feg- urð þeiss. Þær eru gígaröð og er kvæmlega um aidur þeirra. Er líklegt, að þeir elztu séu um 2000 ára gamiir, en þeir yngstu, sem gosið hafa hraunum eru af Sig- urði Þórarinssyni tiaildir vera eitthvað yngri en Landnám ís- lands. Hinir stóru, víðu gígar, sem vötnin liggja í eru myndaðir á líkan hátt og elzti hluti Surts- eyjar. Áður en gos urðu á Veiði- vatnasvæðinu hafa einnig verið þar stöðuvötn og hafa gos orðið í þessum vötnum og vatnsblönd- Við Stóra-Fossvatn. (Ljósm.: Páll Jónsson) sem hafa vill, veiðileyfi í völn- umum. Ferðafélag íslands er að reisa þar sæluhús, og mun það sjálfeagt auka emn komur manraa til Veiðivatna. Veiðivatnasvæðið er einn af dýrgripum íslenzkrar náttúiu, og iífið verður að benjasit þar fyrir tilveru sinni við erfið skil- yrði í um 600 metra hæð yfir sjó og með æðandi flugsand á alla vegu. Ekki þarf mikið til þe9s að raska jiafnvægi þvi, sem er á milli iífs og hels þar. Er hætt við því, að mjög aukinn ferðamannaistraumur til Veiði- vatna hafi áhrif á það jafnvægi iífinu í cfoag. Vil ég mota tæki- færið og minma þá. sem til Veiði- vatna kcma, á það að vanda til hims ýtrasta umgsngmi sína og skilja ekki eftir ndn sár á Land- imu, því hætt er við, að þau mundu seint gróa og ef til vill leiða til eyðingar. Vart við ólög- lega netaveiðr NOKKUÐ hefur borið á ólögleg- legri netaveiði að undanförnu, bæði fyrir austan fjaill og í Borgarfirði, að sögn veiðimála- stjóra. Til dæmis voru sjö laxa- net tekin upp á Hafnarskeiði við Þorlákshöfn, en laxveiði er al- gjörlega bönnuð í sjó. Á þriðju- dag sL. flaug þyrla með veiði- eftirlitsmenn yfir Hvítá í Borg- arfirði, og varð þar einnig vart við ólöglega veiði. Bæði þessi máil eru til meðferðar hjá við- komandi sýsluyfirvöldum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.