Morgunblaðið - 29.07.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.07.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JULI 1907 LOKAÐ vegna sumarleyfa til 25. ágúst. ÁGÚST ÁRMANN H.F., Sími 22100. Kristmann Guðmundsson skrifar um: Danskarbækur Byggingarlóðir við Miðbæinn Tvær byggíngarlóðir í rólegu hverfi við Miðbæinn til sölu. Þeir, sem áhuga hafa á kaupum umræddra lóða leggi nöfn sín á afgreiðslu blaðsins merkt: „Góðar byggingarlóðir 5530“ fyrir 1. ágúst næst- komandi. Pening amenn Húseign til sölu í útjaðri Hafnarfjarðar, skammt frá sjónum. Kjörið fyrir þá sem leita hvíldar og friðar. Upplýsingar í síma 51558. Sími 14226 Til sölu er Hafnarvík í Grindavík. Grunnplata 510 fermetrar á 3.800 ferm. lóð við nýju höfnina. Út- lits- og járnateikningar fylgja, og verkfræðiteikn- ingar. Upplýsingar hjá Helga Vigfússyni í síma 8106, Grindavík og Kristjáni Eiríkssyni, Lauga- vegi 27, sími 14226. BRONCO árgangur 1966, ekinn um 7 þús. km., með driflok- um. Bíllinn er í ágætu ástandi og klæddur að innan, með sæti aftur í og sæti á milli framsæta. Sem sagt nýr bíll. Tilboð sendist í pósthólf 502. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. KARL BJARNHOF hefur nú alls gefið út ellefu bækur, og hafa að minnsta kosti tvær þeirra hlotið mikla frægð, bæði í heimalandi hans og erlendis: „Fölna stjörnur" og „Ljósið góða“, sem báðar hafa komið út í íslenzkri þýðingu hjá Almenna Bókafélaginu. Nýjasta bók hans er „Æsops betroelser“ (Danska Gyldendal), harla nýstárleg bók og skemmtileg, þótt hún risti kannski ekki djúpt sem skáld- verk. Bjarnhof er blindur, eins og kunnugt er, og hefur sér til að- stoðar einn ágætan hund, sem er sérstaklega þjálfaður til að leiða blinda menn um göturnar og varna þeim frá voða. Slíkar skepnur eru auðvitað mestu kon ungsgersemi, en ekki veit ég til að neinn þeirra hafi skrifað ævi- sögu sína, fyrri en þá nú að Bjarnhof færir í letur líf og við- horf hundsins síns, er heitir Æsop. Og aðalverðmæti þessarar bókar er einmitt það, hversu vel höfundinum tekst að setja sig í spor dýrsins og láta lesandann trúa á lýsinguna af veröld hans. Margir hafa gert góðar hunda- sögur, þar á meðal Jack London, en þessi er nokkuð sérstök í sinni röð. Hún er vel og létti- lega skrifuð, stíll og frásögn næsta ólík ævisögubókunum, enda bersýnilega ekki ætlun höfundarins að róa á sálarleg djúpmið. Grunntónninn er gam- ansemi, með ívafi alvöru og lífs- speki ;eins og menn tala um hundinn sinn, ræðir Æsop um manneskjuna sína, og þetta gef- ur Bjarnhof ágætt tækifæri til að skopast að sjálfum sér og göll um sínum, en jafnframt að gera hlut hundsins stórann, gera seppa að forvitnilegri persónu. Og um leið fær lesandinn að vita sitt af hverju um drenginn og unglinginn, sem lýst var í ævisögunni — hvernig hugarfar NITTO Hinir eftirsóttu japönsku hjólbarðar Eigendur vörubifreiða athugið: Afturdekkin NT-69 E hafa nú verið stórlega endurbætt, að því er snertir þykkt slitflatar og endingu, án þess þó að nein verðhækkun hafi orðið. Sams konar endurbætur hafa verið gerðar á NITO NT-510 framdekkjunum án verðhækkunar. Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til 22. Sendum um allt land. Gúmmívinnufatastofan hf. Skipholti 35, Reykjavík. — Sími 31055. hans og viðhorf til lífsins er orð ið á fullorðinsaldri. Við vitum að honum vegnaði framar öllum vonum, að hann varð heimskunnur rithöfundur, og að hann varð á ýmsan annan hátt liðtækur í bezta lagi í „ver- öld þeirra sem sjónina hafa“. Einnig af þeim ástæðum er gam an að lesa þessa bók. Það er hægt að lesa á milli línanna að hún er skrifuð af manni, sem er ánægður með líf sitt og nýtúr þess, þrátt fyrir þá miklu harm sögu sem skráð er í minninga- bókunum. Æsop hefur að vísu ýmislegt út á manneskjuna sína að setja, og lesandinn skilur of- boð vel hvað því veldur hverju sinni, en þegar öllu er á botn- inn hvolft er einnig hann ánægð ur með líf sitt og nýtur þess all vel. Snjöll og trúverðug er ást- arsaga hundsins, og meistara- höndum farið um tilfinningalíf skepnunnar á því sviði — en hundar, er slíka þjálfun hafa hlotið, eru vanaðir. Hvutti hef- ur því litla gleði af ástum sín- um, en hinni angursáru hrifn- ingu hans af kvendýrinu er frá- bærlega lýst. Bókin er ekki stórverk, en hún er skrifuð af mikilli leikni, og heldur athygli lesandans vak andi frá byrjun til enda. Dorrit Willumsen heitir ung, dönsk skáldkona, er áður hefur gefið út smásagnasafn, sem gerði nafn hennar dálítið kunnugt, Nýja bókin hennar nefnist „Stranden", (Danska Gylden- dal), meðalstór skáldsaga, er fjallar um mann, sem er á flótta undan hversdagsleikanum og leiðinlegu hjónabandi. Þetta er talsvert nýtízkuleg bók, og dá- lítið þokukennd á köflum, erfitt að átta sig á sumum greinum, en annar marg vel um hana. Les andinn skynjar lífsleiða og and- lega fátækt aðalpersónunnar, og hann grunar að konan hans hafi ekki verið sérlega skemmtileg, enda bersýnilega ílla gift. Höf- undur er allgott skáld og þótt hún ráði ekki fullkomlega við það form er hún hefur valið sér, er - verk hennar forvitnilegt og heildarútkoman góð. Skáldkon- an sýnir til dæmis með ágætum tilgangsleysi þess að flýja sjálf- an sig, á þann hátt að skifta um ytra umhverfi. Aðalpersónan er komin á suðræna sólarströnd og reynir að njóta þar lífsins og losna úr þeim fangahlekkjum, er honum finnst að hann beri. En gamla umhverfið er enn innra með honum, hann er enn þræll síns hversdagsleika, og konan hans er honum enn jafn örðug, þótt leiðir líkama þeirra séu skildar. Þetta sýnir og skýr- ir höfundur á trúverðugan hátt — lýsingarnar minna lesandann ósjaldan á flugugrei, sem hefur fest lappirnar á límpappír og reynir af veikum mætti að losa sig. Persónan er lítill karl, smá- menni á alla lund, en barátta hans er ekki síður raunveruleg fyrir það, og mannlýsingin oft forláta góð. Það er erfitt að lýsa svona aumingja og linkuræfli, svo að úr verði manneskja, er lesandinn skilur og tekur trúan- lega, en höfundur hreinsar sig af því. Lesandinn kynnist smám saman forsögu mannsins, og sam ræming hennar við viðbrögð hans gegn hinu nýja umhverfi er prýði leg vinnubrögð. Sál- fræðileg rannsókn bókarinnar er forvitnileg, stundum hæpin, en oftar góð. Hinu er svo ekki að leyna, að sagan er með köflum kyrrstæð, og umhverfislýsingar höfundar í daufara lagi. En hreinlega er gengið til verks, bókin er blessunarlega laus við allan óþverra. Þetta er heiðar- legur og allvel unninn skáld- skapur. „Den blinde vej“, eftir Hans Lyngby Jepsen, (Danska Gyld- endal), er ein af beztu sögunum er nýlega 'hafa borizt mér til um sagnar frá Danmörku. Hún fjall- ar um flakkara og drykkjusjúkl inga af samúð og skilningi, þekk ingu og innlifun, sem gerir les- andanum líf og aðstæður þessa fólks svo nærkomið, að við ligg- ur að honum finnist að hann hafi reynt þetta allt sjálfur. Aðalpersónurnar eru Harry, sem dregur hverfisteininn sinn um þjóðvegi Danmerkur og brýn ir hnífa bændanna, gegn vægu gjaldi. Honum fylgir konan Kamma, er lifir fyrir það eitt að ná sér í hæfilegan skammt af menguðum vínanda á degi hverj um. Þau eru elskendur og hafa fylgst að í mörg ár. Að vísu er nú lítið eftir af ástinni, sem aldrei hefur verið mikil, en eitt sinn hittust þau þó um vor og áttu saman sælar stundir. Við kynnumst þeim á leiðinlegum rigningardegi; haustið er að nálgast, allt er blautt og hrá- slagalegt, vegirnir og skógarnir, vatnið drýpur af laufi trjánna. Það líður að kvöldi og þau leita sér náttstaðar á bæ einum, þ.e. leyfi til að liggja í hlöðu bónd- ans og sofa úr sér þreytu og mæðu dagsins. Kamma er Flyt lækningastofu inína í Domus Medica 1. ágúst næstkomandi. Viðtalstími óbreyttur, sími 19120. Snorri Jónsson, læknir. Verzlunarpláss Höfum til sölu 75 ferm. verzlunarpláss í góðu stein- húsi við Njálsgötu. Málflutnings og fasteignastofa, Agnar Gústafsson, hrl., Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14. Sími 22870 og 21750. Utan skrifstofutíma 35455. Laxveiðimenn takið eftir! Hörðudalsá í Dölum er til leigu fyrir tvær steng- ur á dag. Upplýsingar gefur Guðm. Kristjánsson, Hörðubóii. — Sími um Sauðafell.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.