Morgunblaðið - 01.08.1967, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 01.08.1967, Qupperneq 11
MORGinsrBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1, ÁGÚST 1967 11 vandræðabarnið meðal Attstur- Evrópuþjóðanna, en nú eru þeir sléttir og felldir. I>ó eru þaxna ásjáleg málverk og sum mjög eftirtektarverð eins og eitt verk Kiejstut Bereznicki, Gdansk: kyTralífsmynd með blárri fí- gúru, þar sem allskonar smáhlut um ægir saman á stóru borði — og Wieslaw Garbolinski, Lodz: stúlka í glugga. Grafíkin hjá þeim var mjög skemmtileg eins og t.d. myndir Mieczyslaw Weij- man, Kraká, með hjólreiðar og vélamennsku sem „tema“ og Leszdek Rózga, Zgierz, með hjá- trúarfullar goðfræðilegar mynd- ir í tækni sem minir á Alfreð Flóka, en ríkari í blæbrigðum. Gestgjafinn A.-Þýzkaland er með deild sem rís einna hæst í höggmyndum Jochen Jastram og Fritz Cremer. Teiknara eiga þeir ágæta eins og Karl Erik Muller og Armin Munch. Málar- ar voru mjög misjafnir en at- hygli mína vakti „Willi Sitte“, Halle, sem stóra mynd er minnti mig að nokkru leyti í pop-list — óvænt! og lyrisk stúlkumynd eft ir próf. Otto Niemeyer Holstein. Að lokum sný ég mér að rúss- nesku deildinni, sem vissulega kom á óvart, þó hún virki mjög íhaldssöm á vesturálfubúa. Ég hefi oft áður séð rússneskar deildir á stórum alþjóðlegum Jochen Jastrum, A-Þýzkalandi: Steppuriddari (1966). sýningum og samanborið við þær var þessi sýning að mörgu leyti mjög móderne — og um leið sú jákvæðasta, sem ég hefi séð af þeirra hálfu. Þeir virðast vera farnir að fá nýjar hugmynd ir og vinna úr þeim, og eitt er víst og það er að Rússar' munu vera með listrænustu þjóðum veraldar og hið listræna eðli þeirra verður aldrei hægt að hemla. Þetta var allt hinn hreini realismi, en með miklu meiri áherzlu á sjálft málverkið og lögmál þess en áður. Þá eru myndir þeirra mjög vel unnar með alhliða þekkingu á hand- verkinu og gjörsneyddar ódýr- um brögðum. Verður fróðlegt að fylgjast með þróun lista hjá þeirri þjóð, ef svo heldur fram. Þeir eru í realisma sínum orðnir miklu fjölbreyttari og um leið mannlegri. Þetta er ekki lengur nein einstefna heldur er marg- breytileiki lífsins tekinn til með ferðar. Flöggin og spjöldin horf- in til hags fyrir lífið sjálft. Þeir hafa einnig meðvitað reynt að hafa sýninguna sem fjölbreytt- asta. Listaverkin eru frá Rúss- landi, Ukraínu, Litháen, Lett- landi, Eistlandi, Grúsíu og Arme níu. Þeir vekja athygli á því hve ólíkir þessir skólar eru, og vissu lega var það rétt. Malerískasti málarinn er vafalítið Minas Awe tisjan, Jerewan. Igor Obrosow, Moskvu, á skemmtilega uppstill ingu með kartöflum og eggjum. Af öðrum málurum vil ég nefna Boris Bersin, Riga, með mynd af dansandi fólki, Oleg Loschakow, Moskvu, Nána Meschidse, Tifils, Jonas Schwaschas, Wilnjus. Af myndhöggvurum Rafael Ambar- zumjan, Moskvu, Tatjana Sokol- owa, Moskvu, Adelaide Polog- owa, Moskvu var r.útknalegust, en mynd hennar minnti á stækk að danskt postulín. Af graflistar mönnum: Orest Wereiskij, Moskvu, og Wiwe Tolli, Tallin. Lýk ég svo þessu spjalii, en skýri frá umræðum um Biennal- inn og myndlist yíirleitt í ann- arri grein. Hjálpsamir tónsnillingar Það er almenn trú, og líklega á rökum byggð, að engin stétt manna kunni síður að fara með peninga en skáld og listamenn, enda er stafróf hagfræðinnar fjarri þeirra sjónarhól. Hins vegar eru þessir andans frömuð- ir víðkunnir fyrir gjafmildi jafnvel þó þeir hefðu litla getu til að gefa. í Kaup- mannahöfn gerðist sú saga á þessari öld, að eitt skáldið lán- aði öðru spánnýjan vetrarfrakka til þess að veðsetja hann hjá handveðslánaranum — og gekk sjálfur í gömlum slitnum frakka vetri lengur en ætlað var. Tónlistarmenn eru yfirleitt taldir hjálpsamastir allra lista- manna, enda er það eðlilegt, því að list þeirra er allra lista alþjóð legust og fegurst, allt fram á yfirstandandi „pop- og bítla“ öld, er hugkvæmir fjárbralls- menn tóku upp á því framleiða glymskratta og vælusöngvara og kalla þetta músík. (Glymskratti er orð, sem dr. Helgi Pétursson bjó til um grammófóna, en það hæfir betur þeirri framleiðslu hljóða, sem leggur mesta áherzlu á að orga sem hæst). Nú skal litið aftur í tímann, til ýmsra góðra manna, sem urðu svo heimsfrægir fyrir verk sín, að jafnvel glymskrattinn hefur ekki útrýmt þeim, þó vissulega hafi hann valdið því, að verk- um Bachs, Beethovens, Mosarts, Brahms, Schuberts og fleiri er ekki veitt sú athygli, sem vera skyldi. Norski tónlistarsögufræð ingurinn Alf Due skrifar eftir- farandi um „hjálpsama musik- menn“. — Svo að segja allir tónlist- armenn hafa einhverntíma léð góðgerðarstarfseminni lið með því að halda hljómleika í henn- ar þágu. Hitt er ekki eins títt, að tónlistarmaður hjálpi bróður í neyð, en hins vegar segir tón- listarsagan ýms dæmi þess, og eru þau orðin fræg. Þegar Ole Bull heyrði í fyrsta sinn ungan mann, sem hét Ed- vard Grieg leika, sagði hann: — þú ferð til Leipzig og verður tónlistarmaður! þessi orð hans urðu svo þungvæg, að Alexand- er Grieg, faðir tónskáldsins, sem var efnamaður, kostaði námi upp. á Edvard son sinn. Þess má geta, að það var annað norskt tónskáld, Johan Svend- sen, sem opnaði Grieg dyrnar að stærsta músikforlagi heims- ins, Peters í Leipzig, en þetta greiddi mikið framabraut Gri- egs — leiðina til heimsfrægðar- innar. Og Peters varð fljótt svo ánægður með viðskiptin, að sagt er að hann hafi dregið upp flagg hvenær sem hann fékk nýtt hefti af „Lyriske stykker" frá Grieg. Robert Schumann var fram- sýnn maður og ósíngjarn. Þegar hann heyrði miðlungs góða tón smíð eftir PólverjEinn Fryderyk Chopin, — tilbrigði um Reich mir dein hand, Zerlina" — aríu úr „Don Juan“ Mozarts — varð hann svo hrifinn að hann sagði: „Takið þið ofan! Þarna er snill- ingur!“ Sömu spekina sýndi hann er hann kynntist Johann- esi Brahms, sem þá var ungur. „Það er hann, sem hlaut að koma!“ sagði hann. — Chopin var alla æfi fremur fár gagn- vart Schumann, en Brahms var vinur hans til dauðadags. Franz Liszt var einstaklega hjálpsamur gagnvart mörgum, en þó einkum í garð Richards Wagners. Þegar Wagner, sem var í góðri hljómsveitarstjóra- stöðu í óperunni í Dresden, gerð ist byltingasinni vorið 1848 og varð að flýja, er byltingin var kæfð, leitaði hann á náðir Liszts í Weimar. Liszt útvegaði honum falskt vegabréf til að komast til Sviss, og gaf honum peninga. En þetta var ekki í síðasta skiptið, sem Wagner -— óráðdeildarsam- ur og síngjarn — bað Liszt um hjálp — og fékk hana. Wagner hlýtur að hafa átt töframátt á þá, sem voru nærri honum. Þó hann stæli konunni frá píanósnillingnum og hljóm- sveitarstjóranum Hans von Biil- ow — Cosimu Wagner — stjóm- aði von Búlow síðar hljómleik- um, sem haldnir voru til ágóða fyrir bækistöðina „Wagners Festspiellhaus í Bayreuth. Arin eftir 1860 stjórnaði Nik- olay Rubinstein tónlistarskólan- um í Moskva. Þar bjó um þær mundir afar rík, mjög músikölsk en afar einkennileg frú, Madj- esja von Meck. Meðal nemenda Rubinsteins var ungur piltur, sem hann hafði trú á — Peter Tsjaikovskij. Hann var bláfá- tækur. Einhvern tíma lék Rubin- stein tónsmíð eftir hann fyrir frú von Meck. Hún varð svo hrifin að hún afréð að hjálpa þessum pilti. Hún lét hEinn gera umritanir fyrir píanó af ýmsum tónsmíðum, síðan veitti hún honum styrk, sem fór hækkandi ár frá ári, til þess að fullkomna sköpunargáfu hans. En eitt skil- yrði setti hún fyrir styrknum: að þau mætti aldrei sjást — hún og þessi Peter Tsj .... Jóhannes Brahms, þessi bjarti og sterki persónuleiki, varð að berjast lengi unz nýju tónarnir, sem voru í för með honum, féllu í náð listdómaranna og al- mennings. En í dag hejrrast oft fjórar symfóníur hans. tveir píanókonsertar og fiðlukonsert, auk allra laganna. Hsmn varð efnaður maður áður en ævi lauk. En hann gerði ekki mikið úr peningunum. Hann studdi fjöl- skyldu sína í HEimborg, en með skemmtilegum hætti. Þegar fað- ir hans, sem lék á kontrabassa, og er frægur fyrir setninguna: „Hreinn kontrabassatónn er ein- ber tilviljun", hafði fengið tón- smíð eftir Hándel- §enda frá syni sínum fylgdi þetta bréf með: „Athugaðu þetta vel, þú hefur gagn af því: En innan í Hándel-verkið hafði Brahms lagt stóran peningaseðil. — En það voru fleiri, sem nutu hjálp- semi Johs. Brahms. Maður er nefndur Anton Dvorak, sem kall aður var „heimsins mesti musi- kant“. Hann var bláfátækur í þá daga. Brahms vildi koma honum til Wien, því að þær væri meiri framtíð. En Dvorak hafnaði því vegna þess að börnin hans töl- uðu tékknesku en ekki þýzku. Brahms sagði: „Það sem ég á, stendur þér til boða!“ Því tilboði hafnaði Dvorak líka. En með því að greiða götu Dvorafc til riótna forlagsins Simrock, hjálpaði Brahms honum betur en mikið fé hefði gert. Það var Simrock, sem hvatti Dvorak til þess að nótufesta „Slavneska dansa“, sem í dag keppa við „Ungversku dansana“ hans Brahms. Simrock borgaði nálúsarlega þá fyrstu, en þóknunin hækkaði og DvorEik varð vel fjáður, áður en lauk. Og frægur. Einu sinni fékk Brahms þökk, sem hann sízt af öllu átti von koma úr Englandsför og hEifði á. Vinur hans, fiðluleikarinn frægi, Joseph Joachim, var að meðferðis gjöf til Brahms. Rík- ur Englendingur og aðdáandi Brahms, hafði ánafnað honum þúsund pund. Þeir höfðu aldrei sézt, Brahms og gefandinn. — Þetta var velkomin hjálp! sagði Brahms. Nú get ég gefið þetta einhverri stöfnun sem þarf á þessu að halda! — Kringum árið 1880 bjó í Wien tónlistarkona, sem hét Maria Theresia von Psiradies. Hún hét í höfuðið á meykeis- aranum í Wien, sem hafði ver- ið skírnarvottur að henni. Þeg- Eir MEtria Theresia hin yngri var fimm ára, varð hún blind. Fað- ir hennar, háttsettur embættis- AUGLYSIN6AR SÍIVII 22.4*80 maður, sá henni fyrir beztu tón- listEirkennslu sem völ var á. Hún samdi tónsmíðar, sem eru í gildj enn í dag, t.d. „Sicilienne“ og hún hélt tónleika í mörgum lönd um, sem snillingur, bæði á fiðlu og slaghörpu. Árið 1784 var hún í hljómleikaferð og lék fyrir hirðina í París London, Brússel, Hannover og Berlín. Tekjurnar af þessum hljómleikum gaf hún til fyrstu blindrastofnunarinnar í veröldinni, sem stofnuð var í París af Valentin Hauy. Giuseppi Verdi, konungur . allra óperuhöfunda, veit af fá- tæku bergi brotinn, eins og margir afreks-listamenn. Hann háði hsirða baráttu um ára skeið, en lifði það að vinna hvern sig- urinn eftir annan og vsirð for- ríkur maður áður en lauk. En í sigurgleðinni gleymdi hsmn aldrei þeim, sem höfðu stutt hann.Hann stofnaði í Milano „Heimili verðugra, gamalla tón- listarmanna". Og þegar hann var á gamals aldri ^purður, hver væri sú bezta „opera“ (verk) sem hann hefði samið, þá svaraði hann: „Heimili .... gamalla listamanna." BiLAKAUP^ Vel með farnir bílar til sölu 1 og sýnis í bílageymslu okkar að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup.. — Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. Taunus 12 M, árg. 1964. Moskwitoh, árg. ’63. Cadilac, árg. ’56. Buick Special, árg. ’56. Mercedes Benz 190, nýinn- fluttur, árg. ’63. Willy’s Wagoneer, árg. ’63 Chevrolet Bel Air, árg. ’65. Volvo Buett station, árg. ’63. Comet sjálfskiptur, árg. ’63, ’64. Hillmann Imp, Éirg. ’65. Volkswagen sendibíll með hliðargluggum, árg. ’62. Ford F 500 vörubifreið, árg. ’59. Cortina, árg. ’65, ’66. Fiat 1800, árg. ’59. Falcon, einfcabíll, árg. ’64. Mercedes Benz 220 S Iárg. ’60. Taunus 20 M, árg. ’65. Tökum góða bíla í umboðssölul Höfum rúmgott sýningarsvæði [ innanhúss., UMBOÐIÐ SVEINN EGILSS0N H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 BINDINDISMÓTIÐ í GALTALÆKJARSKÓGI um verzlunarmannahelgina- Fjölbreytt dagskrá. Góð skemmtiatriði. íþróttakeppni — Leikir. Rió-tríóið — Alli Rúts — Gunnar og Bessi. DAIMSAÐ í STÓRU TJALDI Forsala sætaferða í Góðtemplara- húsunum í Reykjavík og Hafnarfirði í dag og næstu daga kl. 5—7. MÓTSNEFND. PÓNIK og EINAR ásamt ERNUM úr Hvera- gerði leika fyrir dansi, bæði kvöldin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.