Morgunblaðið - 01.08.1967, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.08.1967, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1967 HREINDÝRIN ÞAÐ HEFUR verið auglýst í blöð um og útvarpi að hreindýra- veiðar hafi verið bannaðar á því herrans ári 1967 og vekur það furðu okkar Héraðsbúa Aðalástæðan er talin vera lítil fjölgun á stofninum. Talning á hreindýrum fór fram fyrir skömmu og fullyrtu taln- ingsmenn að þeim hefði ekki f jölgað nema um 165 dýr frá því á s.l. ári. Það má vera að þetta sé rétt, en þó vil ég leyfá mér á’ð efast um nákvæmni tölunnar. Það er rtokkuð undarlegt að dýr- unum skuli ekki hafa fjölgað meira en þetta, ef taldir hafa verið 534 kálfar. Þá virðist vanta frá því í fyrra 369 fullorðin dýr. Það þættu slæmar heimtur hjá bónda. Hvað veldur þessari fækkun? Ekki var leyft að veiða hreindýr s. 1. ár og þó það hefði verið leyft hefðu tæpast verið veidd fleiri dýr en 369, mfðað við veiðiskýrslu hreindýraeftir- litsmannsins frá árunum 1959 til 1964. Eru ekki til skýringar á þessu fyrirbæri. Það tala sumir um að mikið augnayndi sé að hreindýrunum, sérstaklega, þegar þau eru komin nálægt mannabyggðum, svo al- menningur geti séð þau. Svo er gaman fyrir okkar menningar þjóðfélag að hafa þessar villtu skepnur reikandi um öræfin og til að halda við veiðimannastétt- inni. Við, sem þekkjum hreindýrin, vitum að þegar þau sækja heim til mannabyggða, eru þau ekki að koma til að fá af sér mynd í blöðin eða halda á sér sýningu fyrir almenning, það er hungrið og yfirvofapdi hordauði, sem knýr — því sem næst — ör- magna skepnurnar heim til mannabyggða, þegar áfrerar hafa kaffært hvert lífsbragð í venjulegum gönguhögum. Þannig hefur því margur bóndinn, sem hefur haft haga af skornum skammti fyrir fé sitt úm vetur mátt horfa á þá al- þakta hreindýrum einn góðan veðurdag, og þau skilja ekki eft- ir neitt, sem sauðfé getur nærzt á. Síðan hefur bóndinn orðið að taka búsmala sinn á fulla inni- gjöf. Ég þekki líka þess dæmi að bændur á Jökuldal hafa bori’ð örmagna hreindýr til bæja til að reyna að lífga þau við, en þrátt fyrir góða hjúkrun hefur það ekki borið árangur, þau hafa undantekningarlaust drep- izt. Gæti nú ekki verið að einhver hluti af þessum 369 dýnrm væri í þessum kvóta. Hvað segir Dýraverndunarfé- lagið við þessu? Er það rétt að friða þessi dýr og fjölga stofn- inum til a'ð láta þau svo veslast upp úr næringarskorti á útmán- uðum? Mér er sízt í hug að fara að deila á friðun dýra. Ég er alinn upp í sveit og er dýravin- ur. En er þetta ekki að skjóta fram hjá markinu. Síðastliðinn vetur voru mörg hreindýr hér við Egilsstaði og nágrenni. Þau höfðu sæmilega haga og féll ekkert af þeim svo ég viti, og menn töluðu um hvað þau væru gæf og þökkuðu það að ekki hefði verið skotið á þau undanfarin ár. En ég held að skýringin sé ekki sú. Það er ekki eðli hreindýra að snúast Stykkishólmi 28. júlí: UNDANFARIN ár hefur ágang- ur togbáta á Breiðarfjarðarmið stöðugt farið vaxandi. í sumar hefir keyrt um þverbak og hafa togbátar bæði frá Snæfellshöfn- um og anarsstaðar að stundað togveiðar inn um allan fjörð, t.d. sækja þessir bátar allt inn á móts við Skor að norðan og inn- undir Selsker að sunnan. Hér er um að ræða síendurtekin land- helgisbrot og þrátt fyrir marg- ítrekaðar kærur og kvartanir virðist lítið vera gert af hálfu hin-s opinbera til að koma í veg fyrir þau, eða láta þá brotlegu sæta ábyrgð. Á sl. hausti sendi mikill meiri hluti útvegsmanna og sjómanna á Snæfellsnesi sjávarútvegsmála- ráðherra skriflega áskorun um að vernda Breiðarfjarðarmið fyr ir togveiðum. Enn hefir þó ekki verið ráð- in bót á þessu og tpgveiðunum heldur áfram. Eru Snæfellingar mjög gramir, sem vonlegt ,er yfir því sem er að gerast á þessu sviði, enda hér um að ræða eitt af stærstu hagsmuna- málum byggðarlagsins. Ég hef talað við smábátafor- menn hér í Stykkishólmi og ber öllum sa-man um að þessi háska- lega veiði megi ekki halda á- fram, hel-dur verði tafarlaust að kringum mannabyggðir og hér á Úthéraði er enginn gróður, sem hentar þeim. Ég er því mið- ur hræddur um að mannaást hreindýranna sé sprottin af skorti. Og sé litið á málin frá raun- sæju sjónarmiði, þá er það aug- ljóst að fá hrsindýr þurfa minna a'ð borða en mörg hreindýr. grípa í taumana. Ber þessum mörtnum saman um, að þverr- andi fiskafli í Breiðafirði sé að verulegu leyti a-f völdum þeirr- ar veiðiaðferðar sem hér hefir verið lýst. Höskuldur Pálsson, s-em um fjölda mörg ár hefir stúndað sjóinn á vélbátum héð- an úr Stykkishólmi, tók það djúpt í árinni, að hanm taldi, að ef þessu héldi áfram, sæi hann ekki fram á anað en að verða að hætta að sunda sjóinn á vél- bát sínum, sem er ca. 6 tonna trill-ubátur. — Fréttaritari. Gro-u-tville, AP. ALBERT J. Luthuli var jarðsett- ur á sunnudag í Groutville í S- Afríku, að viðstöddu-m þúsund- um s-vartra Afríkuimanna, s-em hrópuðu í sífe-llu „Uhuru — (freiLsi)". Luthuli hlaut friðar- verðlaun Nobels 1960 og síðan var hann undir eftirliti Apari- heids-tjórnarinnar í S-Afrítou. Lisisabon, AP. ENSKI kappakstursmaðurinn Tim Cash lézt í kappakstri í P-ortúgal á s-unnu-dag, er bifreið hans af Merlyn-gerð hvo'fdi. Carl-ois Gaspar frá Portúgal vann keppnina. ^VÍSIRÍ AFGREIÐSLA Afgreiðsla VÍSÍS er flutt úr Túngötu 7 að Hverfisgöt u 55 SÖLUBÖRN! Komið í dag að Hverfisgöt u 55 HVISIRI — - === Hákon Aðalsteinsson Egilsstöðum. Ágangur togbóla ó Breiðaijarðar- mið ier stöðugt vaxandi ÞRIGGJA DAGA ÞJÓÐHATIÐ IEYJUIVIíEó.Iagúst Flugfélagið veitir 25% afslátt af fargjöldum til Vestmannaeyja í tilefni af Þjóðhátíðinni 4-6 ágúst. FLJÚGIÐ MEÐ FLUGFÉLAGINU Á ÞRIGGJA DAGA ÞJÓÐHÁTÍÐ í EYJUM. Knattspyrnufélagið Týr éífW Flugfélag íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.