Morgunblaðið - 01.08.1967, Side 16

Morgunblaðið - 01.08.1967, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1967 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónason. Sigurður Bjarnason frá. Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími lO-ilOO. Aðalstræti 6. Simi 22-4-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. SKORTUR SAMRÆMINGAR Ý Tímanum s.l. sunnudag eru ritstjórnargreinar; önnur nefnist menn og málefni, og er þar réttilega gerð grein fyrir erfiðleikum íslenzks at- vinnulífs. Fyrst er vikið að landbúnaði og erfiðleikunum í þeirri atvinnugrein lýst nokkuð og síðan segir orð- rétt: „Þegar hið óstillta og áhlaupasama veðurfar bætist ofan á í þeim héruðum, þar sem stórfellt kal er í túnum og spretta léleg, er ljóst að fullkomin vá er fyrir dyrum, jafnvel heilla sveita, ekki sízt þar sem augsýnilega verður erfitt að afla heyja úr öðrum héruðum vegna þess að fáir eða engir eru aflögufærir". Því næst er í þessari rit- stjórnargrein Tímans rætt um erfiðleika sjávarútvegsins og þar stendur m. a.: „Síldveiðin er léleg og mjög langsótt enn sem komið er á þessu sumri. Fengurinn meira en helmingi minni en í fyrra og ógerlegt að hefja söltun enn, þótt búið sé að selja fyrirfram allmikið af saltsíld fyrir mun betra verð en á horfðist um sinn. Ef stærri skip og meiri veiði- tækni hefði ekki komið til, mundi algert veiðileysi vera hér við land.“ Allt er þetta rétt sagt. En á næstu blaðsíðu í Tímanum er önnur rit.stjórnargrein og þar gefur að líta eftirfarandi speki: „Sannleikurinn er sá, að - „erfiða árið“ stafar fyrst og fremst af óstjórninni. Hún er það versta sem við er að fást.“ Óneitanlega er það meira en broslegt, þegar á einni síðu í Tímanum er réttilega rætt um vandamál atvinnu- veganna en á næstu blaðsíðu er því blákalt haldið fram, að þessir sömu erfiðleikar stafi „fyrst og fremst af ósitjóminni“, eins og Tíminn orðar það. Það er mál- flutningur af þessu tagi, sem , gerir það að verkum, að landslýð öllum er ljóst, að Framsóknarflokkurinn er stefnulaust rekald. En þó er það fremur fátítt, að í sama tölublaði Tímans sé haldið fram andstæðum skoðunum; það líða venjulega nokkrir dagar frá því að einni skoðun er fram haldið og þar til þeir, sem Tímann rita, reyna að fóta sig á annarri. ERFIÐLEIKAR ATVINNU- LÍFSINS Kví miður á nú íslenzkt at- vinnulíf við verulega erf- iðleika að etja, sem enginn mannlegur máttur fær við ráðið. Það hlýtur ætíð að verða svo hjá þjóð, sem á allt sitt undir sjávarafla og jarð- argróðri, að þar skiptast á skin og skúrir. Nú í ár hefur sjávarafli orðið miklu minni en undanfarin ár og tíðarfar- ið veldur landbúnaðinum miklum erfiðleikum. Þessi vandkvæði valda því, að aðr- ir þættir íslenzks atvinnulífs dafna ekki jafn vel og ella væri, alveg á sama hátt og hin mikla tekjuaukning af síldveiðunum fyrir nokkrum árum varð til þess að ör tekju aukning varð hjá öllum. Sem betur fer voru hinar miklu tekjur vel notaðar, annars vegar til að byggja upp atvinnulífið og bæta að- búnað borgaranna á margvís- legan hátt og hins vegar til að koma upp öflugum gjald- eyrisvarasjóði, sem grípa mætti til þegar á móti blæs. Þessar aðstæður gera það að verkum, að langt er frá því, að nokkur ástæða sé til að örvænta, þótt árferði sé nú með því versta, sem gerist. Það þýðir að sjálfsögðu, að framfarasókn okkar verður ekki jafn ör og ella væri, en yfir þessa erfiðleika sem aðra munum við vissulega komast. OHAGSTÆÐUR VÖRUSKIPTA- JÖFNUÐUR l/oruskiptajöfnuðurinn hef- ^ ur fyrstu 6 mánuði þessa árs orðið óhagstæður um 1508 millj. króna. En var á sama tíma í fyrra óhagstæður um 618 milljónir. Byggist þetta á verulegri tekjurýrnun, en innflutningurinn er aftur á móti svipaður og á síðasta ári, þegar frá er talinn innflutn- ingur skipa og flugvéla, en sá innflutningur er á fyrra helmingi þessa árs yfir 500 millj. króna. Útflutningstekjurnar hefðu orðið nokkru hærri á fyrri helmingi ársins, ef ekki hefði gætt skipaverkfallsins, sem hindraði útflutning um nokk- akLz&m UTAN ÚR HEIMI Schröder að segja ALVARLEGUM deilum inn- an vestur-þýzku stjórnarinn- ar er lokið að minnsta kosti í bili. Gerhard Schröder varn- armálaráðherra hótaði ný- lega að segja ai sér vegna ágreinings um skerðingu á framlögum til varnarmála, en varð við tilmælum Kurt Ge- org Kiesinger kanzlara um að gegna embættinu áfram. Ástæðan til þess að Schröder ákvað að biðjast lausnar var sú að honum gramdist að ekki var nógu mikið mark tekið á skoðunum hans í umræð- um innan stjórnarinnar um varnarmálafrumvarp stjórn- arinnar. Deilurnar um varnarmála- frumvarpið hófust fyrir um það bil þremur vikum, þegar sambandsstjórnin ákvað að dregið skyldi úr framlögum til varnarmála um 10% á næstu fjórum árum. Schröd- er leit á þetta sem persónu- lega móðgun við sig, og ekki dró það úr gremju hans, að flest blöð í Vestur-Þýzka- landi fögnuðu ákvörðun stjórnarinnar og sögðu að Schröder hefði beðið ósigur fyrir Franz-Josef Strauss fjármálaráðherra og Kiesing- er kanzlara. Hann lét því varnarmálaráðuneytið gefa út ýmsar „opinberar tilkynn ingar“, þar sem því var með- al annars haldið fram, að sparnaðarráðstafanir stjórn- arinnar mundu valda því, að fækka yrði í sambandshern- hættir viö af sér um um 60.000 menn (í hon- um eru nú 456.000 menn). Þessar fréttir sættu mikilli gagnrýni í Bandaríkjunum. Málamiðlun. Kiesinger brást reiður við og lýsti því yfir hvað eftir annað, að fækkup í hernum væri alls ekki ráðgerð. Þá hófust harðar deilur með kanzlaranum og varnarmála- ráðherranum um tölur. Kies- inger hélt því fram að fram- lög til varnarmála mundu halda áfram að aukast, en ráðuneyti Schröders sendi frá sér ýmsar áætlanir þar sem komizt var að þeirri niður- stöðu að um töluverða skerð ingu yrði að ræða. Er hér var komið gengu klögumálin á víxl, og kanzl- arinn kvaddi á sinn fund fimm hershöfðingja til að ræða við þá um framtíðar- skipulag heraflans. Þar til þessir.fundir voru haldnir, hafði Kiesinger fjandskapast við Schröder að tjaldabaki, sumpart með því að setja ofan í við hann, sum part með því að skipa óvild- armenn hans mikilvæg em- bætti í stjórninni. Sehröder var hættulegasti kieppinaut- ur Kiesingers í fyrrum kanzlara varvalinn í Kristi- lega demókrataflokkinn, þeg ar eftirmaður Ludwigs Er- hards fyrrum kanzlara var valinn í desember í fyrra. Þannig stóðu málin þegar Kiesinger kanzlari kvaddi Schröder á sinn fund. Schröd er bauðst til að segja af sér, en Kiesinger neitaði að taka það til greina. Að loknum löngum viðræðum komust þeir að bráðabirgðasamkomu lagi. Samkomulagið mun vera sem hér segir: Schröder varð að játa, að tölur þær, sem kanzlarinn og Strauss fjár- málaráðherra höfðu nefnt, væru rttar, eða með öðrum að samkvæmt hinu nýju fjár málafrumvarpi fengi varnar- málaráðuneytið í raun og veru dálítið meira 1 sinn hlut en tii þessa og enga nauð syn bæri þvi til að fækka 1 heraflanum um 60.000 menn eins og Schröder hafði hald- ið fram. Schröder féllst einnig á að semja nýja varnarmálaáætl- un, en fékk þær sárabætur að lýst var yfir því, að hann / einn væri varnarmálaráð- J herra og hefði rétt til að for \ dæma afskipti annarra ráðu- neyta. Hér var um að ræða sneið til Franz Josef Strauss fjármálaráðherra, sem skömmu áður hafði gefið eft- irmanni sínum í embætti „holl ráð og bendingar* um leiðir til spara og komast af með það fé, sem fyrir hendi er. Strauss hafði hikað við að segja öllum landslýð frá þessum ráðleggingum. Móðgunarmálum þessum ætti nú að vera lokið með yfirlýsingu sem talsmaður stjórnarinnar, von Hase hef- ur gefið út þess efnis. Friður ríkir því að minnsta kosti á yfirborðinu. En aldrei er að . vita hvenær næst slær 1 brýnu með Schröder og Strauss, sem eru báðir stolt- ir menn. Byltingarráðstefna á Kúbu Castro hvetur til skæruhernaðar um gervalla Ameriku Havana 31. júlí, AP. BYLTINGARSINNAR frá róm- önsku-Ameriku komu saman í Havana á Kúpu í dag til að taka undir áskorun Fidels Castro um skæruhernaff allt frá Det- roit í Bandaríkjunum til Horn- höfða. Meffal ræðumanna á niu daga ráffstefnu Einingarbanda- lags rómönsku Ameríku (OL- AS), er blökkumannleifftoginn Stokeiley Carmichael; einn helzti talsmaffur blökkumannaveldis í Bandaríkjunum. Búist er viff, aff forseti Kúbu, Osvaldo Dorticos, haldi lykilræðu ráffstefnunnar á mánudagskvöld, en Castro slítur henni 8. ágúst n.k. Vestrænum fréttamönnum er meinaður aff- gangur að ráðstefnunni. Einn liður greinargerðarinnar fyrir ráðstefnunni hvetur til „stuðnings við blökíkium'enn í Bandarikj unum í baráttu þeirra gegn kynþáttamisrétti“. Carmichael kom til Kúlbu fyrir einni vikiu og hefur hann þaðan hvatt bandarísika blöklbumenn tii þess að taka upp sikæruhemað. Hann hefur einnig tekið undir áislborun skæruliðaforingjans Ernesto „Che“ Guevara til blöikfkjumanna þess efnis, að þeir geri Bandarílkin að öðru Viet- nam. Meðal álheyrnarfulltrúa á ráðstefnunni eru sendinefndir frá Viet Cong og N-Vietnam. Talið er að alls taki þátt í ráðstefn- unni um 200 fulltrúar, en auk þess verða viðstaddir um 500 sér- stakir gestir og vinstrisinnaðir fulitrúar. Júgóslavía er elkiki með í hópnum, þar sem rílkisstjórn þess lands fellst ekki á skilyrði N-Vietnam fyrir friði í Vietnam. E. Rodriguez Balari, fram- 'kvæmdastjóri OLAS, segir að megintilgangur ráðstefnunnar sé að koma upp hópum vopnað-a byltingarmanna, sem berjast skliuli gegn heimsvaldastefnu og fylgifiskum hennar. Átti Balari þsir við Bandaríkin og flestar rikisstjórnir í rómönsku Amer- íku. -- Moshvustjórnin hefur tekið heldur kuldalega í hvatningu Castros um skæruhernað í róm- önsku Aimerífcu. Sovétríkin halda uppi viðskiptuim við nokkur ríki í S-Ameríku, þar sem morð og hermdarverk skæruliða eru dag- legir viðburðir. En Sovétríkin, sem hafa veitt Kúbu mikla fjár- hagsaðstoð, eiga sér fulltrúa á ráðstefnunni. Nýr bátur sjó- settur í Stykkis- hólmi Stykkishólmi, 28. júlí. f DAG var sjósettur í Stykkis- hóirni vélbáitur, sem um sbeið hefur verið í smíðum í skipa- smíðastöðinni Skipavík í Stykkis hólmi. Hlaut hann nafnið Krist- jón Jónsson SH 77 og verða eig- endur bams Karl Valur Karlsson, Úlfar Kristjónsson og fleiri. Báturinn er um 35 tonn að stærð, með 240 hestafla Cater- pillarvéi og vandaður að frá- gangi og með öllum nýtízku sigi- ingartækjum. Yfirsmiður báits'ims var Þorvarður Guðmundsson, en Vélsmiðja Kristjáns Rögnvalds- sonar sf. sá um niðursetningiu vélar. Báturinn verður gerður út frá Ólaflsvík. — Fréttaritari. urt skeið, en engu að síður er hér um að ræða veruleg- an og alvarlegan halla, sem menn máttu þó auðvitað vita fyrir, því að vetrarvertíðin skilar í kringum 500 millj. króna minm útflutningstekj- um en í fyrra. Hins vegar er þessi halli ekki þess eðlis, að menn þurfi að hafa af því þungar áhyggjur, því að gjaldeyrisvarasjóðir okkar þola miklu meiri áföll en þau, sem enn hafa orðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.