Morgunblaðið - 01.08.1967, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1967
Ingibjörg Pálsdóttir
- Minning
t
Eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Asgeir Auöunsson,
Sörlaskjóli 48,
andaðist að morgni sunnu-
dagsins 30. júlí í Landakots-
spítala.
Jónina G. Jónsdóttir,
Gunnar A. Ásgeirsson,
Karen E. Ásgeirsson
_______og bamabörn.___________
t
Hjartkær eiginmaður minn,
faðir okkar, sonur og bróðir,
Guðsteinn Ingi Sveinsson
frá Selfossi,
andaðist í Sjúkraíhúsi Kefla-
víkur 30. júlí sl.
Rannveig Skaftfells,
synir, foreldrar
og systkin hins látna.
t
Eiginkona mín,
Olga Þórarinsdóttir,
Laugamesvegi 76,
Reykjavík,
andaðist að Landakotsspítala
30. júlí.
Jarðarförin verður auglýst
síðar.
Björn Dúason
og vandamenn.
Á NORDURHVELI jarðar þrá-
um við, sem hér búum, meira
sól og birtu en þeir sem njóta
hennar í ríkara mæli, og til'finn-
ing ömurleikans kemur yfir
okkur, þegar dregur fyrir sólu
og kuldanepja færist að. Þannig
varð mér við, er mér var sagt
andlát mágkonu minnar Ingi-
bjargar Pálsdóttur. Ég hafði tal-
að við hana tveimur dögum áð-
ur, þá glaða og hressa eins og
venjulega. Þessvegna kom and-
látsfregnin eins og kuldanepja
yfir mig.
Ingibjörg fæddist að Litlu-
t
Maðurinn minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir og afi,
Magnús Jónsson,
járnsmiður,
Kambsvegi 14,
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 3.
ágúst kl. 13:30.
Blóm og kranzar afbeðið.
Elisabet Guðmundsdóttir,
böm, tengdabörn
og barnabörn.
Reykjum í Hraungerðishreppi
17. febrúar 1926, dóttir hjónanna
Vilborgar Þórarinsdóttur og
Páls bónda Árnasonar, sem þar
bjuggu. Ólst hún upp hjá for-
eldrum sínum í stórum systkina-
hópi til tvítugsaldurs, en þá
gekk hún að eiga eftirlifandi eig
inmann sinn Gísla Ágústsson, raf
virkjameistara. Þau hófu búskap
á Selfossi, en eftir skamma dvöl
þar, fluttust þau til Vestmanna
eyja, fæðingarbæjar Gísla, og
dvöldu þaT í nokkur ár. Á þeim
árum byggðu þau sér myndar-
legt hús, en skömmu eftir að þau
fluttu í það, leituðu þau til
Reykjavíkur, því þar eygðu þau
meiri atvinnumöguleika og betri
afkomu. Núna seinustu árin hafa
þau svo verið búsett í Kópavogi,
en þar reistu þau sér fallegt hús
að Kastalagerði 9.
Þetta er í fáum orðum staxfs-
saga þeirra hjóna Ingibjargar og
Gísla, en tvær dætur eignuðust
þau: Ingveldi 17 ára og Vilborgu
15 ára, sem báðar dvelja í for-
eldrahúsum.
Ég kynntist Ingibjörgu fyrir
um það bil 20 árum, en ég vil
segja, að núna síðustu árin hafi
kunningsskapur okkar breytzt í
vináttu, sem fór vaxandi við
nánari kynningu, eftir að hún
flutti hingað suður. Þá fór ég
að sjá betur kosti hennar og
læra að meta þá miklu góðvild
og hjálpsemi, sem henni var svo
eiginlegt að láta í té, en svo
virtist sem hún hefði yndi af að
hlaupa undir bagga og létta öðr-
um störfin.
Heimilið er sá hornsteinn, sem
t
Föðursystir mín,
Signý Jónsdóttir
frá Neðri-Hundadal,
andaðist 27. júlí. Jarðarförin
fer fram föstudaginn 4. ágúst,
kl. 13.30 frá Fossvogiskixkju.
Guðmundur H. Einarsson.
t
Benjamín V. Jónsson
frá Súðavík,
lézt 30. 7. á Elliheimilinu
Grund. Jarðarförin fer fram
frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 3. 8. kl. 10,30 f. h.
Börn hins látna.
t
Útför mágs mínis og föður-
bróður,
Ingvars Elís
Albertssonar
frá Klukkufelli,
verður gerð frá Fossvogs-
birkju miðvikudaginn 2. ágúst
kl. 10.30.
Helga Jónsdóttir
og börnin.
t
Þökkium innilega auðsýnda
samúð og vinanhuig við and-
lát og jarðarför
Alberts Bjarnasonar,
Túngötu 21, Keflavík.
Lísbet Gestsdóttir,
Bjami Albertsson,
Ingibjörg Gísladóttir,
Hinrik Albertsson,
Ráðhildur Guðmundsdóttir,
Hjálmar Guðmundsson,
Sigrún Albertsdóttir,
Edwald Bóasson.
t
Þökkixm auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og út-
för eiginkonu, móður, tengda-
móður og ömmu,
Þórunnar Elísabetar
Stefánsdóttur.
Þorsteinn Júlíusson,
Guðrún Þorsteinsdóttir,
Ársæll Þorsteinsson,
Ragna Ágústsdóttir,
Halldór Haraldsson,
Helga Björgúlfsdóttir
og barnabörn.
t
Innilega þöbkum við öllpm
nær ag fjær, sem auðsýndu
ofckur samúð og vinarhuig við
andlát og jarðarför sonar
okkar,
Sveins Gíslasonar,
Kýrholti.
Jóna Sveinsdóttir,
Gísli Bessason.
t
Þökkum auðsýnda samúð
við andlát og jarðarför
Magðalenu
Brynjólfsdóttur,
Háholti 30, Akranesi.
Börnin.
t
Innilegustu þaklkir fyrir
auðsýnda samúð við andlát
Snorra Stefánssonar
frá Stóru Gröf, Skagafirði.
Böm, tengdaböm
og barnabörn.
t
Alúðarfyllstu þakkir flytj-
um við öllum þeim, sem auð-
sýndu ofcfcur samúð og vin-
áttu við andlát og jarðarför
Ingileifar Eyjólfsdóttur,
Steinskoti, Eyrarbakka.
Eyjólfur Agústínusson,
Daníel Ágústínusson,
Anna Erlendsdóttir,
Herdís Guðjónsdóttir,
Úlfar Magnússon
og bamabömin.
t
Þökkum af alhug auðsýnda
samúð og vinarhug við útför
konu minnar, móður, tengda-
móður ag ömmu,
Maríu Guðmundsdóttur.
Bjami Pétursson,
Lilja Bjamadóttir Bendizen
og böm,
Lára P. Bjarnadóttir og
Eggert Jónsson og böm,
Elínborg og Erik Ingvarsson,
böm og bamaböm.__________
t
Innilegar þakkdr fyrir auð-
sýnda samúð og vinaxhiug við
andlát og jarðarför
Helga Guðbrandssonar,
Fossá í Kjós.
Aðstandendur.
hvert þjóðfélag stendur á, og á
heimilunum fáum við þann
þroska, sem okkur endist bezt
í lífinu. Hvert heimilí er fyrst
og fremst verk konunnar og bsr
henni vitni til góðs eða til hins
verra. Heimili Ingibjargar og
Gísla hafði yfir sér þann hlý-
leikablæ, sem býður gesti vel-
komna og lætur þeim líða vel.
Heimili Ingibjargar var sannar-
lega vitnisburður um góða konu,
sem hafði ánægju af að láta öðr
um líða vel í návist sinni.
Þó hérvistardvöl Ingibjargar
yrði ekki lengri og manni finnd-
ist að hún væri kölluð burtu frá
hálfunnu starfi, þá skilur hún
eftir minningu, sem varpar
ljóma á skugga þann, sem nú
hefur dregið yfir.
Ég vona svo að minningin um
góða eiginkonu og ástríka móð-
ur, veiti Gísla og dætrunum
tveimur styrk til þess að stand-
ast sorgina, sem nú hefur steðj-
að að.
G. Ág.
SYSTUR-KVEÐJA
SÓLIN hellti geislum sínum yfir
Suðurland, og blómin réttu fram
krónur sír.ar. En allt í einu kom
kaldur gusttir og dimm ský
byrgðu himininn. Það kom haust
um leið og hún systir mín dó,
við stöndum eftir, fátæk og smá.
Hjartkæra systir mín mig lang-
ar að þakka þér með nokkrum
fátæklegum orðum allt sem þú
hefur gert fyrir mig og fjöl-
skyldu mína. Fyrir allar okkar
gleðistundir, sem við höfum átt
saman og eins ef eitthvað á móti
blés, varzt þú alltáf öruggt at-
hvarf. En ég finn það bezt núna
að við höfum aldrei haft ástæðu
til sorgar fyrr. Nú er sólin sem
þú elskaðir svo heitt farin að
skína á ný til merkis um, að við
eigum að þakka guði fyrir að þú
sem varzt svo lífsglöð og dug-
mikil, skyldir fá að hverfa ein-
mitt svona snögglega án þess að
þurfa að þjást lengi því það
var á móti þínu eðli að kvarta
nokkurn tíma. Þú sem ert köll-
uð fyrst úr okkar hópi, elsku
Imba mxn, munt taka á móti
okkur þegar stundin kemur, því
þitt heimili og þínar útréttu kær
leikshendur biðu okkar ætíð hér,
hjá þér vildu allir gista. Þess
vegna veit ég að við munum
aldrei þurfa að kvíða neinu.
Guð styrki okkur öll og gefi
þér blessun sína.
Stefanía.
STUNDUM slær ljár dauðans
svo snöggt og óvænt, og þar
sem sízt skyldi, að við stöndum
höggdofa og efumst að þetta geti
átt sér stað, að örlögin geti ver-
ið svo miskunnarlaus að kannske
lítið barn, ungur maður eða eins
— eins og nú í þessu tilfelli —
ung kona er hrifin burt mitt í
önn dagsins frá ástríkum eigin-
manni og tveimur dætrum á ung
lingsaldri.
Þegar ég kveð vinkonu mína,
Ingibjörgu Pálsdóttur, er mér
efst í huga þakklæti fyrir dá-
samlega viðkynningu og aðdáun
á hennar mörgu, góðu hæfileik-
um. Kringum hana var alltaf
hressandi blær dugnaðar og
glaðlyndis, svo að allir fóru af
hennar fundi glaðari í siirni.
Ingibjörg var af góðu bergi
brotin í báðar ættir, en foreldr-
ar hennar voru hjónin Vilborg
Öfjörð og Páll Árnason, bóndi á
Litlu-Reykjum í Flóa, bæði dugn
aðar- og mannkostafólk. Ingi-
björg fæddist 17. febr. 1926 og
ólst upp í foreldrahúsum í stór
um systkináhópi og veit ég að
þar hefur oft verið glatt á hjalla.
Árið 1949 giftist Ingibjörg eftir-
lifandi manni sínum, Gísla
Ágústssyni, rafvirkja, ættuðum
úr Vestmannaeyjum og þar
bjuggu þau fyrstu búskaparárin
og eignuðust þar tvær elskuleg-
ar dætur, sem nú eiga á bak að
sjá ástkærri móður. í Vestmanna
eyjum bjuggu foreldrar Gísla og
þau mátu tengdadóttur sína mik
ils, enda var hún þeim alla tíð
sem bezta dóttir.
Árið 1958 fluttust þau Ingi-
björg og Gísli til Reykjavíkur og
byggðu sér síðar fallegt hús að
Kastalagerði 9, Kópavogi, og
hafa átt þar yndislegt heimili
síðustu árin. Það var alltaf sér-
staklega skemmtilegt að heim-
sækja þau hjónin. Þar ríkti gleði,
góðvild og samheldni. Ingibjörg
var listræn og smekkvís og bar
heimili þeirra þess gott vitni.
Hún vildi hvers manns vanda
leysa og naut þar sem annars
staðar síns góða eiginmanns.
Hennar er nú sárt saknað af
eiginmanni, dætrum og stórum
ástvinahópi og bið ég þess að
góður Guð gefi þeim öllum
styrk í þessari miklu sorg.
— I. P.
Vinabær barna í Gladsaxe
Kaupmannahöfn, 28. júlí, NTB
— Opnaður var opinberlega í
dag alþjóðlegur vinabær barna
í Gladsaxe, sem ætlað er að
stuðla að auknum samskiptum
og skilningi þjóða 1 milli. Þátt-
takendur eru ellefu ára börn
frá ýmsum löndum og vinabær-
inn verður í Gladsaxe til 8.
ágúst.
„Friðarpostuli" hanðtekinn.
Tel Aviv, 28. júlí, NTB — Sjálf
skipaður „friðarpostuli" Israels-
rikis, Abie Nathan, var hand-
tekinn í dag, föstudag, er hann
lenti lítilli einkaflugvél sinni I
Tel Aviv eftir mjög augljóslega
misheppnaða tilraun til að reyna
að fljúga til Egyptalands að
hitta að máli Nasser forseta.
Þetta er í annað skiptið sem
Nathan reynir slíkt, hið fyrra
var í febrúar í ár.
Vandamönnxxm mínum og
vinum, fjær og nær, sam
glöddiu mig á margvislagan
hátt á srjötugsafmæili mínu,
22. júlx síðastliðinn, færi ég
míniar hjartans þákkir.
Sigriður Ögmundsdóttir.
Hjartanlega þakka ég böm-
um mínum ag öðr.um ættingj -
um og vinixxm, sem á ednn eða
annan hátt glöddu mig á 75
ára afmælinu, 26. júlí sl. og
gerðox mér daginn ógleyman-
legan.
Guð blesisi ykkxxr öll.
Ólöf Gísladóttir.
Þöktoum innilega Kirkjiufeór
LágafeRssóknar, Mosfellsisveiit
og sóknarpresti, eimnig Þórði
Guðlmundissyni og frú Freyju
Nordalh, ennfremur frú Mar-
gréti Siguriðardóttxir og manni
hennar, Andrési Guðnasyni,
fyrir raiúsnarlegar og alúðleg-
ar móttökur síðas tliðdnn
sunnudaig, Ihinn 23. þ. m.
Þessi dagur verður ofckur
öllxxm ógieymanlegur.
Með kæiri kveðju,
Sandgerði 28. 7. 1967.
Kirkjukór Hvalsneskirkju.