Morgunblaðið - 01.08.1967, Side 28

Morgunblaðið - 01.08.1967, Side 28
28 MORGtnSTBLÁÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1967 Alan Williams: PLATSKEGGUR Caroline í mat. Hann sagði: — Ég skal hitta ykkur eftir stund- arfjórðung. Get ég tekið Hollend inginn vin minn með mér? — Vitanlega. Og svo hringið þér þann feita upp klukkan tvö úr veitingastofunni. Svo getum við farið í Casino de la Plage. Það er mjög fíinn staður og ég veit, að þér verðið hrifinn af því. Hláturinn og ópin faerðust enn í aukana um leið og hún kvaddi. Niðri í barnum voru blaða- mennirnir enn að gæða hverir öðrum á drykkjarvörum, uppá kostnað blaðanna sinna, og segja reyfarasögur frá Congó. Úti í horni svaf Tom Mallory í hæg- ndastól og hraut með hávaða lík ast því þegar er að renna úr bað keri. Van Loon sat einn sér yfir glasi af kældum Elsassbjór, og með leiðindasvip. Neil sagði: — Pieter, hún Anne-Marie og vinir hennar eru að bjóða okkur í há- degisverð. Hann reyridi að vera kærulaus. — Og nú enga vit- leysu! Það er mikið af korsíku- mönnum hér um slóðir! Van Loon kinkaði kolli með spekingssvip. — Ég geri enga vitleysu af mér kall minn. Þessar stelpur hér eru stórhættulegar. Ég veit, hvernig ég á að haga mér. Neil bað um einn Pernod til og beið enn nokkrar mínútur eftir Lundúna-símteJinu. Hann velti því fyrir sér, hvort Leyni- herinn mundi borga hádegisverð inn. St. Leger kom til hans og sagði alvarlegur: — Þú hefur sjálfsagt heyrt, að flugvöllurinn verður lokaður áfram? Hefurðu skrásett þig í brezka sendiráð- inu? Ég mundi í þínum sporum gera það tafarlaust. — Og hvaða vernd getur það veitt manni? spurði Neil. — Er það kannski vopnað? St. Leger virtist móðgaður. — Ég veit ekki. En það hefur brezku stjórnina að baki sér, ef eitthvað kemur fyrir þig. — Já, vitanlega, svaraði Neil. Klukkan var orðin kortér yfir eitt, og enn var símtalið hans ekki komið. Hann ákvað að af- lýsa því. Van Loon og hann voru rétt að fara út, þegar þeir heyrðu skotin. Þau virtust koma að utan. Barinn tæmdist og blaðamennirnir þustu allir fram í forsalinn. Gamall Arabi, sem seldi vindl inga við innganginn að hótelinu, lá þarna dauður. Hann lá flatur undir pálmunum með bakkann sinn af amerískum og frönskum vindlingum á götunni, rétt hjá gosbrunninum. Neil hafði keypt af honum pakka af Chesterfield sama morgun. Blóðið rann úr höfðinu á honum niður á mölina og hendurnar stóðu út í loftið, líkastar fuglsklóm. Hann var með tréfót. Blaðamennirnir gengu varlega kring um hann. Afgreiðslumað- urinn með ljósa yfirskeggið benti upp eftir götunni. — Hann var skotinn úr bíl, sagði hann kæruleysislega — bara tvö skot en beint í höfuðið. St. Leger leit frá líkinu og við bjóðssvipur kom á andlitið. — Vesalingurinn! sagði hann. — Þetta hlaut að verða fyrr eða síðar. Ég sagði honum hvað eft- ir annað að vera ekki hérna, heldur í Cabash. Mallory kom slagandi á vett- vang, því að hann hafði vakn- að, líklega sjálfkrafa, fremur en við skothvellina: — Hvað er á seiði? Hafa þeir nú drepið mann með tréfót? Klaufar! Ég hefði getað kálað honum með einum tennisspaða. Van Loon togaði : handlegginn á Neil. — Komdu! Hér er ekkert að gera. Við förum í hádegis- verðinn hjá Anne-Marie! 24 — Ég held mig langi ekkert í hádegisverð með henni eða vin um hennar. Þetta eru skepnur! — Ef við förum ekki, móðgast hún við okkur, sagði van Loon, — og hún er mikilvæg persóna, held ég. Þeir gengu svo niður eftir götunni og héldu sig í skugganum undir húsveggjun- um. — Talaðu ekki um mann- inn, sem var drepinn, sagði van Loon eftir nokkra þögn. — Ég held þeim líki það ekki. Neil hafði enga löngun til að tala um það við einn eða neinn, allra sízt við Anne-Marie eða vini hennar. Hann hafði enga matarlyst og enga iöngun til að enda ævi sína með kúlugat á höfðinu. Og innan klukkustund- ar yrði hann að hringja til Pol. Le Berry vissi út að strand- götunni og sjónum. Þarna var stórt veitingasvæði með strástól- um og Dubonnet-sólhlífum ú*i fyrir, en inni var mikill matsal- ur úr gleri, heitur og hávær, þar sem hvein í vindsnældunum og fólk sat þéttskipað undir háum speglum. Anne-Marie og fylgdar lið hennar sat lengst í burtu, við borð, sem var kúfað ýmsu fisk- manns: Anne-Marie og grann- meti og víni í ísfötum. Hópurinn var allt fimm vaxin, falleg stúlka, rauðhærð, kölluð Annette, breiðvaxinn mað ur í kakískyrtu, með sólgleraugu sem náðu yfir hálft andlitið. Hann var kynntur sem Carlis Mirin lautinant. Hann sat við hliðina á girnilegri stúlku, sem minnti Neil á geðvonda sma- stjörnu, en brjóstin stóðu odd- hvöss út í þunnan kjólinn. Hún var aðeins kynnt sem Pip. Og við endann á borðinu sat alvar- legur, beinastór júðapiltur með stuttklippt koLsvart hár, í gráum flúnelsfötum, teinóttum. Hann var Bernard Rebo, forustumað- ur stúdenatasamtakanna í borg- inni. Að Pip undantekini, sem var næstum komin með brjóstin nið ur í súpudiskinn, heilsuðu þau öll þeim félögnm, brosandi og patandi, og færðu sig saman tt! þess að þeir gætu fengið sæti, og ýttu vínglösum til þeirra. Neil lenti við hliðina á Anne-Marie, en von Loon fleygaði sig ein- hvernveginn milli Annétte og Morin lautinants. Anne-Marie gaf Neil vínglas og skálaði við hann, og sveiflaði g!asinu sínu í stóran hring uppi yfir höfði sér og tæmdi það síðan í einum teyg. Neil spurði hana, hvort þau væru að halda eitthvað há- tíðlegt. Hún brosti undirfurðu- lega, kyssti hann síðan á kinnina og sagði: — Við erum að halda hátíðlegan sigurinn, elskan! Hún lyfti glasinu aftur, eins og til alls salarins og æpti glymjandi raustu: — Lifi Guérin! Guérin til valda! Henni var svarað með öskri, sem líktist mest bergmáli, og svo var glamrað með borðáhöld- um í takt við „Gu-é-rin-til- valda“. Sem snöggvast varð all- ur matsaiurinn að einu vitfirr- ingahæli, líkast matstofu í skóla, þar sem allir hafa sleppt sér. Neil hafði alltaf haft óbeit á svona skrílslátum, stappi, hróp- um og fjöldaklappi — og hann sat álútur yfir vínglasinu sínu og fannst sem trylling frum- mannsins hefði snögglega náð ökum á þessum fína, franska veitingasal og komið siðuðu fólki í stjórnlaust æði. Van Loon virtist hafa gaman af þessu og tók jafnvel þátt í Alátunum sjálfur og notaði hníf inn sinn og gaffalinn fyrir trumbuprik. Þegar hávaðanum slotaði, spurði Neil Anne-Marie, hvað hefði eiginlega gerzt. Hún lagði höndina á öxl hans og sagði: — Við höfum sigrað! Tvær hersveitir úr varaliði hers ins eru komnar til okkar Á morgun verður kannski allur herinn okkar megin, og þá taka Metz og hans Gestapo og farand verðirnir til fótanna ti'l að bjarga lífinu. Þá getum við lagt Cabash í rúst og kálað Ali La Joconde og morðingjunum hans. Hún tai- aði með hálfkærings grimmd, rétt eins og hún væri að ræða bílakapphlaupið mikla um Frakkland. — Hvenær gerðist þetta? sagði Neil. Fyrir fjörutíu mínútum — hann Rebot hérna sagði okkur það. Hún kinkaði kolli í áttina íil Gyðingapiltsins, sem svaraði með því að skála v.ð hana. Neil saup drjúgum á. Hægri byltingin var í þann veginn að sigra. Hann velti því fyrir sér, hvort Pol og hans menn hefðu nokkurt leynivopn í bakhend- inni. Það hetði getað orðið sorg- arstund — hernaðarbandalag, sem var í þann veginn að velta frönsku stjórninni úr sessi: Fall- hlífaskríll Broussards og úrkynj aðir útlendingahersveitarmenn færu að gera áhlaup á Cabash. Hann skammaðist sín dálítið fyrir að meta sínar eigin áhyggj ur meira en hitt, sem gat orðið banahögg á vestræna menningu. En hann var hræddur. Hann harmaði allt þetta, sem Anne- Marie og félagar hennar voru fulltrúar fyrir, en samt — á ein- hvern öfugsnúinn hátt, fann hann sig öruggari með þeim en hann hafði verið með Pol, eða jafnvel blaðamannahópnum í hótelinu. Anne-Marie fékk mat handa honum. Síðan lagði hún arminn um axlir hans og tilkynnti borð inu: — Hr. Ingleby er frægur enskur rithöfundur — og hann ætlar að segja Englendingum, hvað er raunverulega hér að ger ast. Þau tóku nú að spyrja hann um álit hans á byltingunni. Hann reyndi að víkja sér undan og vera hlutlaus, en minntist dauða Arabans og stúfinn á tré- fætinum á sölumanninum við hótelið, en stúfurinn líktist mest gömlum göngustaf Harrn lang- aði ekkert til að tala við neitt af þessu fólki, en tók eftir, að Anne-Marie át með beztu lyst, svo að stappaði nærri rudda- skap. Einu sinni, meðan á sam- talinu stóð, greip hún í handlegg inn á ’honum og benti á Louis Rebot. — f Frakklandi kalla menn okkur fasista, sagði hún, — en hann Louis hérna er með Leynihernum, og hann er Gyð- TJÖLD ný sending kom í dag — nýjar tegundir. Gerið góð kaup! 2ja m. tjöld með himni á aðeins kr. 1545.— 3ja m. tjöld á kr. 1842,— 5 m. fjölsk.tjöld kr. 2552.— 5 m. fjölsk.tjöld með himni kr. 3555.— Sænsku Manzardtjöldin kosta kr. 2985.—■ Hústjöld, svefntjald og stofa á aðeins kr 5850.— Þessi tjöld eru að seljast upp. Vindsængur frá kr. 470.— Svefnpokar, margar gerðir frá kr. 594.— Gúmmíbátar, eins og tveggja manna Ennfremur: pottasett, gasprímusar, nestistöskur, tjaldborð, tjaldhælar og súlur, norsk fjallatjöld og bakpokar og yfirleitt flest, er þarf í viðleguna og að ógeymdri veiðistönginni en hún fæst einnig í ATHUGIÐ, þegar þér kaupið viðleguútbúnað að hann þarf að vera hlýr og góður. Vand- ið því valið. Verzlið þar sem HAG- Póstsendum. KVÆMAST er.- Laugavegi 13.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.