Morgunblaðið - 05.08.1967, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUE 5. AGÚST 1967
BÍLALEIGAN
-FERÐ-
Daggjaid kr. 350,-
og pr. km kr. 3,20.
SÍMI 34406
SENDU M
MAGNÚSAR
SKtPHOLTI 21 SÍMAR 21190
eftirlokun simi 40381 '
*.£S>£IH' 1-44-44
\mmm
Hveríisgötu X03.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifaiið < ieigugjaidl
Sími 14970
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Sundlaugaveg 12. Síml 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
f-j===*B/UU£IGAH
RAUOARARSTlG 31 SfMI 22022
Flest til raflagna:
Rafmagnsvörur
Heimilstæki
tJtvarps- og sjónvarpstæki
Suðuriandsbraut 12.
Sími 81670 (næg bílastæði)
SAMKOMUR
Hjálpræðisherinn
Sunnudag kl. 11 og 20,30
samkomur. — Kapteinarnir
Kröta og Haugsland og Ásold-
sen stjórna og tala. Allir vel-
komnir.
Bænastaðurinn Fálkagata 10.
Kristileg samkoma sunnud.
6. ágúst kl. 4. Bænastund alla
virka daga kl. 7 e. m. Allir
velkomnir.
K.F.U.M.
Samkoma fellur niður ann-
að kvöld vegna unglingamóts-
ins í Vatnaskógi og tjaldasam-
komu Kristniboðssambandsins
við Álftamýrarskóla.
Tjaldasamkomumar við
Álftamýrarskólann.
Á samkomunni í kvöld kl.
8,30 tala hjónin Herborg og
Ólafur Ólafsson, kristiniboði,
og Geirlaugur Árnason. Allir
eru hjartanlega velkomnir.
Kristniboðssambandið.
★ Embættaveitingar
„Kjósandi á Akureyri
skrifar:
„Árið 1931 birtist grein í
blaði, sem hét Rauði fáninn og
var gefið út af kommúnistum
í Reykjavík. Meðal margra
annara „dýrgripa“ og „djásna"
í nefndri grein, standa þessar
setningar:
„Af öllum andlegum fyrir-
brigðum, sem menn þekkja, er
ekkert eins niðrandi fyrir al-
heimslögmálið, ekkert eins letj
andi fyrir manninn í lífsbar-
áttunni, ekkert eins fjarlægt
skynseminni né í svo mikilli
mótsögn við sjálft sig sem trú-
arbrögðin. Þau eru alltof fjar-
stæð til þess að hægt sé að
trúa þeim, ómöguleg til þess
að sannfæra, og sljóvga ýmist
hug og hugsuin, eða leiða til
sky.nsemislauss fimbulfambs".
— Þessi grein kom mér ósjálf
rátt í hug, þegar ég las leið-
aránn í Tímanum 25. júní sl.
Yfirskriftin á leiðaranum er:
Embættaveitingar.
Eftir að hafa lesið leiðara
þennan, leitaði ég uppi grein-
ina í Rauða fánanum. Því næst
minntist ég þess, að flokkúr sá,
er gefur Tímann út, hafði sjálf
ur, á sínum valdaáirum í ríkis-
stjórn, „þverbrotið" þær regl-
ur, sem talað er um, að ekki
sé rétt að brjóta við embætta-
veitingar. Jónas frá Hriflu setti
rektor Menntaskólans í Reykja
vík þvert ofan í vilja gamalla
kennara skólans, sem þóttust
hafa forrétt til stöðunnar. Sama
gerðist í hvert einasta skipti
sem Framsókn veitti opinberar
stöður.
Meira að segja: Sá m.aður,
sem leiðari Tímans segir hafa
orðið fyrir rangindum við út-
hlutun bæjarfógetaembættisins
á Akureyri nýlega, hann kom
hingað í bæinn á sínum tíma í
skjóli flokksvalds, til að taka
að sér fulltrúastöðu hjá ný-
skipuðum, aðkomnum fógeta,
— sem Reykvíkingar töldu þá,
að tekið hefði embættið af Há-
koni Guðmuindssyni.
Ef til vill er Tíminn búinn
að skipta um trúarbrögð. En
er nokkuð naeð það að gera?
Eru það ekki -trúarbrögð sem
sljóvga o.s.frv. — og eru í mót-
sögn við sjálft sig?
Kjósandi á Akureyri".
— Já, sannarlega voru það
býsn mikil, þegar „Tíminn“
(af öllum blöðum) fór að fet‘,a
fingur út í embættaveitingar,
enda rann allt út í sandinn hjá
honum, blessuðum karlinum,
þegar hann birti hinn óheiðar-
leg.a samda og villandi lista
sinn um skipanir embættis-
manna. (Ýmist hafði einn sótt
um eða eingöngu Sjálfstæðis-
menoi, og feitustu embættun-
um var vísvitandi sleppt). Ann
ars benti fyrrverandi starfs-
bróðir Velvakanda honum á
það á dögunum, að úr laga-
deild hefðu um margra ára bil
útskrifazt menn, sem að mikl-
um meirihluta voru Sjálfstæð-
ismenn, — stundum voru kandi
datarnir það allir. Það væri
því erfitt að ganga framhjá
Sjálfstæðismönnum við em-
bættaveitingar, þótt fullur vilji
væri fyrir hendL Fróðlegt
væri líka að athuga hlutfalls-
tölu flokkanna við embætta-
veitingar, þegar Framsókn hef
ur einhverju fengið að ráða.
Ekki væri óiíklegt, að það hlut
fall væri skakkt, gömlu mad-
dömunni í vil. — En látum nú
þetta tal niður falla, því að ekki
nennir Velvakandi að blanda
sér í pólitískt þras.
Strætisvagna-
klukka á leiðinni
Haraldur Stefánsson, eft-
irlitsmaður hjá Sírætisvögnum
Reykjavíkur, sendir þetta bréf
vegna fyrirspurnar hér urn
daginn:
„Kæri Velvakandi!
í dálkum þínum sl. föstudag,
er fyrirspurn til S.V.R. varð-
andi burtfarartíma vagnanna
úr miðbænum og eftir hvaða
klukku sé farið.
Þeir vagnar, sem brottför
hafa frá Lækjartorgi, eiga að
fara eftir Torgklukkunni
(Persil-klukkunni, enda er sú
k,luk.ka talin mjög örugg).
Vagnar, sem fara úr Lækjar
götu, koma flestir inn á Lækj
artorg á 60 mín fresti. Þar
geta vagnstjórarnir borið sam
an sínar klukkur eða þær, sem
eru í vögnuinium, við Torg-
klukkuna, en eftir þeim verða
þeir að fara, þar sem engin
klukka er í Lækjargötu.
Þá eru það vagnarnir við
Kalkofnsveg. Þeir fara eftir
Útvegsbankaklukkunni, oftast
nær, en því miður er sú
klukka mjög ótrygg og heiur
auk þess þann galla, að ekki
er gott að sjá nákvæmlega,
hvað hún er, þar sem hún snýst
og sést þá undir stóra vísinn,
og getur það munað ca. einni
minútu.
Það var ákveðið á sl. ári að
festa kaup á fullkominni
klukku, sem ynni eins og Torg
klukkan (þ.e. stóri vísirinn
hrekkur til eftir hverja mín-
útu). Klukka þessi hefur fjórar
skífur og verður sett á þak
skýlisiins við Kalkofnsveg. —
Klukkan er nú komin til lands-
ins og vonandi verður hún sett
upp bráðlega.
Haraldur Stefánsson,
eftirlitsmaður".
Velvakandi þakikar skýrt og
skjótt svar, og væri rounur, ef
allir opinberir aðilar, sem eru
spurðir eða gagnrýndir í þess-
um dálkum, brygðu jafn fljótt
og vel við.
jlr Sannleikur eða . . .
Friðrik Ól. Schram send-
ir bréf með fyrirsögninni hér
að ofan.
„Þriðjudaginn 18. júlí sl. var
flutt erindi í Ríkisútvarpið und
ir nafninu: „Trúarvakning —
hvað er það?“ Flytjandi þess
var annar sóknarprestanna í
Langholtsprestakalli, séra Áre-
líus Níelsson. Ekki fór prestur
leynt m-eð skoðanir sínar, og
undirstrikaði hann þær með
mörgum og jafnvel grófum orð
um í annarra garð, og finnst
mér það ekki gott fordæmi af
presti að vera. Sá prestur, sem
venur sig á tillitslaus orð í
garð þeirra, er honum fellur
e.t.v. ekki við, — aflar hann
sér virðingar með því?
Em ég ætla ekki að fara að
ræða erindi hans í smáatriðum,
þótt þörf væri á, svo að fólk
fengi rétta hugmynd um, hvað
trúarvakning er í raun og veru,
heldur ætla ég aðeins að minn-
ast á eitt atriði í erindinu.
Prestur minntist í nokkrum
orðum á Billy Graiham, vakn-
ingaprédikarann heiimsfræga,
sem lesendur þessa blaðs fá
stundum, en þó alltof sjaldan,
að 'beyra frá. Hann hélt því
blákalt fram, að starf dr. Gra-
hams væri ekki vakningastarf,
heldur væri hér um að ræða
starfsemi, sem byggðist á aug-
lýsingaskrumi og múgsefjun!!
Einnig sagði prestur, og ekki
veit ég hvaðan hann hefur það,
að enginn varanlegur árangur
yrði af samkomum dr. Gra-
hams.
Ég hef fylgzt töluvert með
starfi þessa stórmerka manns,
dr. Billy Grahams, og lesið um
samkomur hans og starfsað-
ferðir og einnig kynnt mér
árangurinn af starfi hans. Boð
skapur Billys er boðskapur ritn
ingarinnar. Hann bendir mönn
um á, að þeir eigi að leita til
Krists, hans, sem einn veitir
þeim fyrirgefningu syndanna,
frið og hamingju í þessu lífi
og eilíft líf. Er þetta ekki boð-
skapur biblíunnar? Jú, en
þetta er ekki boðskapur þeirra,
sem vilja sjálfir búa sér til veg
til hjálpræðis. Prestur fann
starfi Billys það til foráttu, hve
ötuLleg,a hann auglýsir sam-
komur sínar, og bar það saman
við bítlahljómleika. Nú er mér
spurn: Er réttara að auglýsa
það, sem getur orðið til ills
betur en það, sem getur orðið
mönnum til góðs? Er eitthvað
rangt við það, að notaðar séu
allar heilbrigðar aðferðir til
að koma því, sem gott er, til
þeirra, sem þarfnast þess?
Og svo þetta með árangur-
inn af starfi dr. Grahams. f
samkomuherferðinni í London
síðastliðið sumar snerust til
persónulegrar, kristinnar trúar
tæpar 30 þúsundir manna.
Margt af þessu fólki verður síð
ar prestar, -læknar og kristni-
boðar og vinnur með trú sinni
gagn í þjóðfélagi sínu. Enginn
árangur? Margar fjölskyldiur,
sem hafa sundrazt, sameinast,
misyndismenn og slæpingjar
verða nýtir borgarar, og þeir,
sem ráfa um friðlausir í hring-
iðu nútímans, finna fótfestu og
trúa á guð. Enginn árangur?
Hvernig leyfir þjónandi prest-
ur sér að fara með slíkt og það
frammi fyrir alþjóð? Hvernig
getur séra Árelíus kallað sig
þjón guðs, og um leið rifið nið-
ur boðskap hans í biblíunni og
smánað fórnardauða frelsara
okkar Jesú Krists, og gert lítið
úr þeim, sem af veikum mæUi
reyna að útbreiða ríki hans hér
á jörð?
Með fyrirfram þökk,
Ránargötu 12, Reykjavík“.
Friðrik Ól. Schraxn,
— Ótt og títt er nú vegið að
gömlum, góðum og ötulum
pennavini Velvakanda, en það
er þó bót í máli, að hann er
maður til þess að svara fyrir
sig.
Annars las Velvakandi fyrir
nokkru grein um Billy Graham
í ensku blaði, sem sízt hefur
verið kennt við kristiindóms-
áhuga til þessa, þar sem lof-
samlegum orðum var farið um
starf hans í Lundúnum, ein-
mitt vegna þess hve margir
höfðu séð að sér og snúið á
betri veg í líferni sínu eftir að
hafa hlustað á hann tala. Á öðr
um stað ,sá Valvakandi, að í
prestaskóla einum í Lundúna-
borg éru nú nákvæmlega tíu
prósent nemenda þangað komn
ir v.egna áhrifa frá predikunum
Grahams. Engum þeirra hafði
áður hvarflað í hug að gerast
prestur.
Velvakandi tekur það fram,
að hann hlustaði ekki á erindi
séra Árelíusar, en tréystir því,
að rétt sé farið með hér að
framan.
H. BENEDIKTSSON, H F.
Suðurlandsbraut 4 Sími 38300
Gluggagirði
H. B E N E D I KT S S ON. H F.
Suðurlandsbraut 4