Morgunblaðið - 05.08.1967, Page 23

Morgunblaðið - 05.08.1967, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. AGÚST 1967 23 Loftleiðir gefa út kynn- ingarrit í 100 þús. eint. LOFTLEIÐIR hafa látið prenta tímarit, Trans-Atlantic Traveiler, sem gefið er út í 100,000 eintök- um. í»ví er dreift til farþega Loft leiða meðan á fluginu stendur og er ætlazt til að fanþegarnir taki það með sér heim. í ritinu eru fyrst og fremst gneinar og mynd- ir frá íslandi svo og um félagið sjálft og þjónustu þesis. Enrufretn ur greinar og myndir um önnur lönd, siern félagið flýgur til. Ritið ér prentað í fullum litum (fjór- ium litum) og litauðugt mjög. Möng af stærstu flugfélögum heims hafa sín eigin tímarit, sem koma út misjafnleigá oft, en öll miða þau að því að stytta far- þegum stundir meðan á flugi stendur og fræða jafnframt og skiemmta, auka áhuga fólks á nýjum stöðum -— á ferðalögum. Óhætt er að néikna með að Ihálf milljón manna lesi hvert tölublað Tran.s-Atlantic Travell- er, þvi reynslan hefur þegar sýnt, að því er vel tekið af far- þegum og þeir hafa blaðið með sér heim. Loftleiðir fengu Harald J Hamar og Heimi Hannesison, rit- Forsíða fyrsta heftisins af „Trans-Atlantic Traveller“. stjóra Iceland Review, til þess að annast ritstjórn og útgáfu Trans- Atlantic Traveller. Umbrotið annaðist Gísli B. Björnsson, en ritið er prentað í Hollandi. Ráð- gert er að næsta hefti komi síð- ari hluta vetrar. Norrænir kvikmyndndagar í Lubeck í september DAGANA 22. til 24. september munu fara fram í Lúbeck í ní- ur.<la sinn norrænir kvikmynda- dagar. (IX. Nordische Filmtage Lúbeck 1967). Tilgangur þeirra er að veita norrænum kvik- myndamönnum og kvikmynda- framleiðendum tækifæri til að kynna myndir sínar á erlendum vettvangi, en einnig að fylgjasi með kvikmyndaþróun á Norður- löndum. Þarna verða sýndar leik myndir og stuttar myndir um ýmis efni. Paul Löbe látinn Bonn, 4. ágúst — NTB PAUL Löbe, sem var þingfor- seti í Þýzkalandi á árunum 1920 —1932 lézt í sjúkrahúsi í Bonn á fimmtudag, 92 ára að aldri. Löbe var neyddur til að afsala sér embætti í hendur Hermanni Göring 1932 og var sendur í fangabúðir ári síðar, en komst á brott þaðan 1935. Hann var síðan aftur tekinn höndum eftir mis- heppnað tilræði við Adolt Hitler 20. júlí 1944. Ekki er um venjudega kv’.k- myndahátíð að ræða, engin sam- keppni er og ekki verða veitt nein verðlaun. En lítt þek'ktum kvikmyndamönnum er þarna gef inn kostur á að koma myndum sínum á framfæri á breiðari grundvelli en ella. Kostnaður við þátttöku mynda er enginn nema sending myndanna fram og afr- ur. Það hefur komið fram h’á ráðamönnum Nordische Ti’.m- tage. að þeir vilja að öll Norður- löndin sendi myndir. í fyrra v ir ísland í fyrsta skipti meðal þátt- tökulanda, en bá var sýnd Surts eyjarmynd Ósvald^r Knudsen, Surtur fer sunnan. Vakti hún mikla athygli og var talin eir. beztu stuttu myndanna. Þeir íslenkir kvikmyndagerð- armenn, sem hefðu hug á að senda myndir til Nordiscne Fi’ r tage 1967, geta snúið sér ti’ Franz E. Siemsen, ræ&mans , Körnerstrasise 18, Lúbeck. sem veitir allar nánari upplýsingur og aðstoð. Boston Wellvale enn á strandstaö — reynt að ná honum út á þriðjudag BREZKI togarinn Boston Well- vale er enn á strandstað á tsa- firði, en elgandi hans, Guðmund- ur Marselíusson, hefur í hyggju að reyna að ná honum á flot á flóði næsta þriðjudag. „Ég er ekki viss um hvaða skip ég fæ til þess að draga skipið á flot. Þeir á Árvaki eru að athuga fyrir mig hvort þelr geti verið hér á þriðjudag, en annars er nóg af heimabátum hér núna". „Ég hefi ekki tekið neina á- kvörðun ennþá um hvað ég geri við skipið þegar búið er að ná una og þar á að þétta og gera smá lagfæringar. Skrokkurinn er ekki mjög mitkið skemmdur, Það eru að vísu dældir á báð- um síðum fyrir neðan lest og það verður mikið verk ef á að byggja skipið upp aftur. En mér myndi þykja hræðilegt að þurfa að rífa það í brotajám, þetta er svo glæsilegt skip og ekki nema fimm ára gamalt. Vélarn- ar eru óhreyfðar og mikil olía á þeim, svo að ég held að þær séu ekki skemmdar. Ég vona að skipið eigi eftir að sigla aft- ur, en það er ekki annað að gera núna en að bíða og sjá hvernig til tekst. Ingrid Bergman leikur aft- ur á sviði í Bandaríkjunum. Los Angeles, Kaliforníu, 4. ágúst — AP — Leikkonan Ingrid Bergman kom til Los Angeles frá Par- ís í gær, fimmtudag, að hefja æfingar á leikriti sem bind- ur enda á 21 árs útilegð henn ar af sviði bandarískra leik- húsa. Leikritið er „More Stately Mansions” eftir banda ríska leikritaskáldið Eugene O’Neill og verður frumsýn- ingin 12. september. Með Ing- rid Bergman leika m.a. Art- hur Hill og Colleen Dew- hurst. Fréttamönnum AP og Reuter visað frá Kongö Grikkir mótmæla herstjórninni Kinshasa, Kongó, 4 ágúst NTB-AP STJÓRNIN í Kongó hefur vísað öllum fréttamönnum og ljós- myndurum Associated Press fréttastofunnar úr landi á þeirri forsendu, að þeir hafi sent úr landi rangar upplýsingar. Til sömu ráðstafana var gripið gegn einum Téttamanni frá Reuter og er öllum þessum mönnum gert að verða á brott úr landi innan tveggja sólarhringa. Jean Jacqu- es Kande, upplýsingamálaráð- herra, upplýsti í dag, að Josep Mobutu, forseti, hefði tekið þessa ákvörðun sjálfur. Kande skýrði einum AP-frét.ta mannanna svo frá, að Mobutu hefði mjög gramizt fregn þeirra, þar sem sagði, að heyrzt hefði að Tshombe yrði fluttur til Kongó um Kairó í Egyptalandi með sovézkri flugvél. Ennfrem- ur fregn, þar sem sagði eftir inn anríkisráðherra Kongó, Etienne Tshisekedi, að hvítir menn hefðu verið drepnir og etnir í Katanga og hefðu hermenn verið þar að verki. Reuter-fréttamaðurinn hafði sent frétt um fall Kongóher- manna í viðureign við málaliða, sem Mobutu ekki líkaði. Þá herma fregnir frá Kamebe í Rwanda, að um hundrað Kongó hermenn hafi í gær fallið í átök um við málaliða í nágrenni Bukavu. Hafði fréttamaður AP þetta eftir frönskum manni, sem búsettur er þar í nágrenninu. Sá hinn sami sagði, að fram- koma Kongóhermanna þar hefði verið slík, að kongóskir verka- menn hans hefðu farið þess á leit við sig að greiða sér ekki laun fyrst um sinn — þar sem þeir óttiuðust, að hermennirnir rændu laununum frá þeim. Þær fregnir eru síðastar varð- andi Moise Tshombe, að dagblað ið „E1 Moudjahid“ í Alsír, sem er að verulegu leyti undir stjórn areftirliti, hafi á ný lagt fram þá uppástungu, að settur verði á stofn sérstakur afrískur dóm- stóll til þess að fjalla um mál Tshombes. Toronto og Kaupanannahöfn, 4. ágúst (AP-NTB) SAMTÖK Grikkja búsettra í Danmqrku hafa skorað á félags- menn að slíta ölium tengslum við sendiráð Grikklands í Kaup- mannahöfn. Segir talsmaður sam takanna, að þessi áskorun eigi rót sína að rekja til þess a'C margir Grikkir hafa lent í erfið- leikum er þeir leituðu aðstoðar sendiráðsins m.a. við framieng- ingu vegabréfa til að endurnýja atvinnuleyfi sin í Danmörku. Varaformaður samtakanna,' Statis Rigass, hefur sikýrt Ritzau fréttastofunni svo frá, að sendi- ráðið setji það skilyrði fyrir framlengingu vegabréfa, að við- komandi undirriti yfirlýsinigu um að hann muni ekki vinna gegn grísfcu stjórninni. Hleldur Rigass því fram, að sendiráðið hafi sent leynilegar upplýsingar og myndir til Grikfclands með skýrslum um grísfca borgara í Danimörku. Myndirnar eru að sögn Rigass teknar úr dagblöð- unum, sem oft hafa birt myndir af mótmælaaðgerðum Gnikkja í Danmörku gegn henforingja- stjórninni í heimalandinu. Gríisfcu samtökin í Danmörku láta sér ekki nægja að skora á félagsmenn sína að hætta sam- skiptum við sendiráðið, heldur hvetja þau þá til að gefa sendi- ráðinu engar upplýsingar um störf sín. Grikkjum í Danmörku er nokkur vandi búinn við fram- lengingu á atvinnuleyfum, ef þeir slíta sambandi við sendiráð- ið, en fulltrúar samtakanna hafa átt viðræður við dönsk yfirvöld um málið og hlotið góðar undir- tektir. Vonast þeir til að unnt verði að semja um viðunandi lausn. Talsmaður gríska sendiráðs- ins í Kaupmannahöfn, J. Thano- poulos, sendiráðsritari, kvaðst ekki skilja þessi viðbrögð sam- takanna. Segir hann að sendi- ráðið hafi aldrei farið fram á neinar yfirlýsingar um stuðning við ríkisistjórnina frá þeim, sem framlengja þurfa vegabréif sín. Heldur hann því fram að engin breyting hafii orðið á starfsemi sendiráðsins við stjórnarskiptin í Grikklandi. Mótmæla konungskomu f Kanada hafa Grikkir, sem þar eru búsettir, undirrriitað mótmælaaðgerðir í tilefni vænt- anliegrar heimsóknar Konstan- tíns konungs síðar í þessium mán uði. Talsmaður grískættaðra manna í Toronto, Demitrios Mak of, sfcýrði frá því í dag, að um 30 þúisund grískættaðir íbúar Toronto, hefðu ákveðið að fara í mótmælagöngu hinn 25. ágúst, daginn sem Konstantín er vænt- anlegur þangað. Segir Makof að konungur sé „höfuðástæðan“ fyr ir byltingu hersins fyrr á þessu ári. Konstantín toonungur kemur til Toronto til að taka þátt í heimsmieistarakieppni í sigling- um, sem þar fer fram dagana 28. ágúst til 3. september. Vegleg gjöf tU Skólholts HINN 3. þm. barst Skálholti veg- leg peningagjöf. Frú Ingunn Sveinsdóttir á Akranesi afhenti biskupsritara 50.000.00 fcró i.ir sem gjöf til Skáliholts. Frú Ing- unn tók það fram við afhend- ingu gjafarinnar, að hún fæli biskupi að ákveða, til hvaða stofn unar eða starfisemi við upo^ygg- ingu Sfcálholts fjárhæð þessi skyldi renna. Haile Selassie í Júgóslavíu Pula, 4. ágúst — AP ^ HAILE Selassie, Eþíópíukeisari, kom til Júgós-lavíu í dag, í tveggja daga heimsókn, í boði Títós, Júgóslavíuforseta. Norrænir tónlistardagar í Reykjavík SÍÐAN 1947 hefur Tónlistarhá- tíð Norðurlanda, eða „norrænir tónlistardagar", verið haldnir reglulega í höfuðborgum Norð- urlanda. Þessi tónlistarhátíð var haldin í Reykjavík í júní 1954 og nú er röðin aftur komin að Reykjavík. Tónlistarhátíð Norð- urlanda verður haldin dagana 17. til 23. september n.k. Dómnefnd með fulltrúum frá öllum Norðurlöndum valdi tón verk þau, sem flutt verða á fjór- um tónleikum. Auk þess verður hátíðarsýning í Þjóðleikhúsinu á leikritinu „Galdra Loftur" með tónlist eftir JónLeifs. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson. Ríkisútvarpið og Sinfóníu- hljómsveitin hafa tekið að sér framkvæmd hátíðarinnar, og bjóða upp á sérstakan íslenzkan hljómsveitartónleik í hátíðar- vikunni. Þar er ætlunin að gefa yfirlit yfir íslenzkar hljómsveit- artónsmíðar eftir tónskáld á öll- um aldri. Svo sem áður er sagt, valdi norræn dómnefnd verkin á fjóra tónleika. Tveir tónleikanna verða kammertónleikar, sem Musica Nova sér um. Stjórnandi hljómsveitartónleikanna verður Bohdan Wodiczko. Dagskrá hátíðarinnar verður sem hér segir: Sunnudaginn 17. september, hátíðarsýning í Þjóðleikhúsinu, „Galdra Loftur” með tónlist eft- ir Jón Leifs. Mánudaginn 18. september, kammertónleikar í umsjá Mus- ica Nova. Þar verður flutt „Hringspil” eftir Pál P. Pálsson, kórverk eftir Bjarna Slögedal, Vagn Holmboe og Jón Leifs, „Elegía“ eftir Tor Brevik, píanó tónsmíðin „Gaffkys* eftir Gunn ar Berg og blásaraoktett eftir Rautavaara. Þriðjudaginn 19. september verða hljómsveitartónleikar. Flutt verða „Serenade" eftir Björn Fongaard, „Píanókonsert" eftir Hermann Koppel, en þar mun höfundur sjálfur leika ein- leik og „Sinfónía nr. 2“ eftir Osmo Lindeman. Fimmtudaginn 21. september verða aðrir kammertónleikar. Þar leikur kvartett undir for- ustu Björns Ólafssonar strok- kvartetta eftir Deák, Rydman, Werle og Salmenhaara. önnur verk verða „Suoni" eftir Her- manson, „Risposte 1“ eftir Nau- mann og „Magnificat" eftir Hov land. Föstudáginn 22. september verða síðari hljómsveitartónleik arnir. Þar verður flutt „Mut- anza“ eftir Lidholm, „Sinfónía” eftir Kokkonen, „Respons" eft- ir Nordheim. Guðrún Tómas- dóttir mun syngja einsöng í „A L’inconnu" eftir Rovsing-Olsen og Ruth Little Magnúson í „Herbsttag" eftir Borup-Jörgen- sen, en tónleikunum lýkur með sinfóníu Leifs Þórarinssonar. Á tónleikunum, sem Sinfóníu- hljómsveitin og Ríkisútvarpið halda miðvikudaginn 20. sepem ber, verður flutt „Passacagila" eftir Pál ísólfsson, „Adagio" eftir Jón Nordal, „Þrír Davíðs- sálmar’* eftir Herbert H. Ágústs son, sem Guðmundur Jónsson syngur, ,Sönglög“ eftir Fjölni Stefánsson, sem Hanna Bjarna- dóttir syngur, „Hlými” eftir Atla Heimi Sveinsson og „Raps- ódía“ eftir Jón Ásgeirsson. ÓKugsandi að styðja JoKnson segir James M. Gavin Cambridge, 4. ágúst — AP — JAMES M. Gavin, fyrrum hers- höfðingi og sendiherra Banda- ríkjanna í Frakklandi, hefur sagt lausu sæti sínu í ráðgjafa- nefnd demókrataflokksins i Massaschusettes á þeirri for- sendu, að hann sé svo andvíg- ur styrjöldinni í Vietnam, að hann geti ekki fengið sig til þess að styðja endurkjör Lynd- ons B. Johnsons í embætti for- seta í kosningunum 1968. Gavin hefur haldið uppi harðri gagnrýni á stefnu Banda ríkjastjórnar í Vietnam frá þvl snemma á árinu 1966.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.