Morgunblaðið - 10.08.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIB, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1967 Frakkar kæröir fyrir aö mynda haftyrðla í LAUST eftir miðjan júlí fóru fjórir franskir menn til Gríms- eyjar og dvöidust þar nokkra daga við ljósmyndun fugla m.a. haftyrðils, sem þar er. En haf- tyrðill þessi er sjaldgæfur og nýtur þvi sérstakrar verndar. Er ekki ætlazt til að þessir fuglar séu ónáðaðir, allra sízt meðan þeir eru enn ungar í hreiðri eða holu. Nú lá sá grunur á, að frönsku ljósmyndararnir hefðu ónáðað haftyrðia í Grímsey. Er þeir komu aftur til Akureyrar var hringt tii lögreglunnar þar frá fuglaverndunarfélagi hér í Reykjavík. Voru Frakkarnir kærðir fyrir að ónáða haftyrðla og lögreglan á Akureyri beðin að hafa tal af þeim og yfirheyra þá um þetta mál. Gísli Ólafsson, yfirlögreglu- þjónn á Akureyri, skýrði Mbl. svo frá í gær, að hann hefði haft tal af mönnunum og hefðu þeir viðurkennt að hafa tekið myndir af haftyrðlum, m.a. ein- um unga í holu. Höfðu þeir þurft að lyfta steini frá til að taka þær myndir. Ekki kváðust þeir hafa gert fuglunum neitt mein, ekki heldur þessum unga. Sagði Gísli, að skýrsla um þetta hefði síðan verið send sakadóm- araembættinu í Reykjavík.' Mbl. hringdi til Grímseyjar í gær og átti tal við Alfreð Jóns- son, oddvita, en Frakkarnir gistu hjá honum þann tíma sem þeir dvöldust í Grímsey. Sagði Al- freð, að þetta hefðu verið ein- staklega dagfarsgóðir og prúðir menn. Ekki sagðist Alfreð vita til að þeir hefðu unnið nokkur spjöll á fuglalífi eyjarinnar. Væri því meiri hætta búin af heim- sókn ýmissa íslendinga, sem stundum legðu leið sína til Grímseyjar. Alfreð sagði, að í þann mund er Frakkarnir hefðu verið á förum, hefði dr. Finnur komið til Grímseyjar og hann hefði verið með eitthvert hnjóð út í þá. Breyta togara svo hann geti einnig veitt síld Skaut 8 skotum, reyndi að aka á konu sína — Sló kreppfum hnefa á vit hennar — Frásögn dvalargests í Þórsmörk í FRAMHALDI af frétt blaffsins í gær um skotárásina í Þórsmörk s.l. fimmtudag er þess að geta, að dvalargestir Ferðafélagsins í Þórsmörk gerðu skýrslu um mál- ið, sem sent var sýslumannsem- ba-ttinu á Hvolsvelli, sem aftur hefur sent hana áleiðis til saka- dómaraembættisins í Reykjavík. En einn dvalargestanna, sem var vitni að atfourðum, kom til Morgunblaðisins í gær og sagði frá atburðinum á eftirfarandi hátt. — Við vorum stödd við Skag- fjörðssfcála um kl. 3,30 e.h. þegar við sáum mann fcoma akandi í jeppa- Ég gekk til móts við hann og talaði við hann úr tíu lil fimmtán metra fjarlægð. Ekki gat ég greint ölvunaráhr.f á manninum, ef til vill vegna fjar- Skot kal. 222. Hraði kúlunnar úr sliku skoti er það mikill að hún gæti drepið mann í margra kíló metra vegalengd frá skotstað. Jaegðarinnar. Maðiur þeasi, sem er RJeyikvikingur, spuTði um konu sína óg hvort hægt væri að leita bennar og senda með Ferðafé- lagsbíS heim. Síðan ók hann burt beint af augum og virtist œtla ausbur yrfir. Hann ók um á aur- um Krosisár í u.þ.b. hálfa kltukku stund og fór m.a. upp á rofa börð, en þangað er um 70 gráða halli. Um M. 4 bom hona mannsin ásamt tveimur börnum þeirra og gekk á móti honum. Kona, sem stóð við skólann með kíki, sagði, að maðurinn væri með byssu, sem reyndist vera SAKO-riffill, 222 kaL Hann hleypti af hvað eftir annað og Skaut yfir mann- fjöldann á 100—150 metra færi. Ein kona sagðist hafa talið átta sifcot. Var þegar haft samfoand við lögreglu og lögreglumenn beðnir að fcoma á staðinn. Kona mannsins gekik nú til móts við hann, en hann ók á móti henni á fulíri ferð og tvístruðlust konan og börnin og munaði efoki nema hársbreidd að konan yrði undir jeppanum- Maðurinn stöðvaði nú jeppann og gekk út og sló kreppt um hnetfa á vit fconu sinnar, en tófc síðan börnin og sparfoaði af sömu gerð og byssnmað þeim inn í bílinn. Fljótlega kom notaði í Þórsmörk. Hann lögregla á staðinn og var mað- finnskri gerð, Sako kaliber urinn fluttur til Hvolsvallar til 222, 4 gkota. ytfirheyrslu og blóðrannsófonar. Akranesi, 9. ágúst: ÁKVEÐIÐ hefur verið að breyta togaranum Víkingi frá Akranesi þannig, að hann geti stundað síldveiðar á þeim tíma þegar bolfiskur er tregur og flutt þá síldina til Akraness til atvinnu- aufcningar. Breyting þessi mun ekki hafa nein áhrif á fiskhæfni skipsins til togveiða, en eingöngu gefa fleiri tækitfæri til fisköfl- unar. Eigandi Víkings er Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akra- ness. — hjþ. Uppreisn gegn Mao Moskvu, Peking, 9. ágúst — AP UM það bil 13.000 verkamenn undir forystu herforingja hafa gert uppreisn gegn Maó Tse- tung í olíuhéraðinu Taching í Mansjúríu, að sögn Moskvu-út- varpsins í dag. Fréttastofan Nýja Kína staðhæfði í febrúar sl„ að oliulindirnar í Taching, sem fundust árið 1960, væru hinar auðugustu í heimi. Þorsteinn Hjálmarsson stendur við hina nýju eikarhurð Alþingishússins. Ljósmynd: Kristinn Benediktsson. Ný aðalhurð á Alþingishúsið ÞAÐ hefur vakið athygli borgar- búa, sem leið hafa átt um Kirkju stræti og nágrenni að f.’am- kvæmdir standa yfir við aðal- dyr Alþingishússins. Nokkrir smiðir hafa verið þar önnum kafnir, og á þriðjudagskvöld var gamla hurðin horfin og opið birgt með timburfleka. í gær blasti svo við nýi dyraumbúnaðurinn; vcg- leg dökk eikarhurð, hin glæsi- legasta smíð. Húsgagnavinnustofa Hjálmars Þorsteinssonar sá um smíði hurðarinnar og uppsetn- ingu. Þorsteinn Hjálmarsson forstöðu maður fyrirtækisins og yfirsmið- ur á staðnum tjáði Mbl. að stefnt Eldingarvari settur á Skálholtskirkju „Þangað gat ég þá með sann, þegar Skállholts'kirkja brann“, sagði fcerlingin forðium. Nú haía verið gerðar ráðstafanir til þess, að þessi saga þurfi ekki að end- urtaka sig. Eldingarvari hefur verið settur á SfoáHholtsfcirkju svo að hún á a.m.k. ekfci að þurfa að bren-na upp af eldingum. í fyrrahaust var byrjað á þessu verki, þá var gnafið í kringum kirkjuna og gengið frá leiðslum í jörðu. Að undantförnu hefiur svo verið unnið að því að legigja leiðslur utan á sjálfri kirkjunni. Eru þær lagðar eftir hornum ag mæniásum og síðast er gengið frá þeim í sjálfum turninum. —■ Eldingarvarinn er teiknaður af Jóni Á. Bjarnasyni, verkfræð- ingi. Þyrla ferst SOVÉZK-byggð þyrla hrap- aði skammt frá Marseille á sunnud., og fórust níu manms með henmi, þar af fimm Rúss ar. Var þyrlan við slökkvi- starf er slysið varð, en mikl- ir skógareldar loguðu þar fyr ir helgi. Lokið verður við þetta verk aftir tvo daga, að því er Svein- björn Finnsison, staðarráðlsmaður í Skáliholti, tjáði blaðinu í gær. hefði verið að því að hafa nýju hurðina sem líkasta þeirri görnlu. MLsmunurinm væri fólginn í þvi að sú garnfla hetfði verið úr grá- málaðri furu. en nýja hurðin væri úr linolíuiborinni eik- Gunn- ar Magnússon húsgagnaarkitekt teiknaði hurðina. Eikin í henni er reyklituð og er lituð með sérstafcri aðferð. Viðurinn er settur í kletfa og gutfa frá sakmíafc&upplauisn látin læsa sig um hanm. Eikin fær af þessu sérstakan döfclkleitan blæ. Eins og í gömlu hurðinni verð ur gler í hluta hinnar nýju, og smágluggar fyrir ofan. Glugga- ramimarnir verða úr dökkleitum fcopar í samræmi við eikina. Þor steinn sagði rammana smíðaða í VéHsmiðjiunni Traústa, og ber fagurt handbragð fagmönnunum hið bezta vitni. Gamla hurðin verður varðveitt enda mun hún upphaflega burðin í húsinu, sem byggt var árið 1881 • Var þessi 86 ára gamla hurð orðin nánast ónýt og gisin mjöig. Mörg og mismunandi málning- arlög blöstu við á henni. Mátti hurðin muna sinn fífil fegri þar sem hún lá að húsabaki til bráða birgða. Verð á síld til I rystingar áleveðið MBL. BARST í gær svohljóð- andi fréttatilkynning frá Verð- lagsráði sjávarútvegsins: Á fundi yfirnefndar Verðlags ráðs sjávarútvegsins þann 4. þ.m. var ákveðið, að lágmarks- verð á síld til frystingar veiddri við Suður- og Vesturland tíma- bilið 16. júlí til 30. september og við Norður- og Austurland tímabilið 1. ágúst til 30. septem- ber 1967 skuli vera hvert kg kr. 1.70. Verðið miðast við, að selj- andi skili síldinni á flutnings- tæki við hlið veiðiskips. Verðið miðast við það magn, sem fer til vinnslu. Vinnslumagn telst innvegin síld, að frádregnu því magni, er vinnslustöðvarnar skila í síld- arverksmiðjur. Vinnslustöðv- arnar skulu skila úrgangssíld í síldarverksmiðjur seljendum að kostnaðarlausu, enda fái selj- endur hið auglýsta bræðslusíld arverð. Þar sem ekki verður viðkom- ið að halda afla bátanna aðskild um í síldarmóttöku, skal sýn- ishorn gilda sem grundvöllur fyrir hlutfalli milli síldar til framangreindrar vinnslu og síld ar til bræðslu milli báta inn- byrðis. (Frá Verðlagsráði sjávarút- vegsins). 0-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.