Morgunblaðið - 10.08.1967, Blaðsíða 5
MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1967
5
Winnipeg.
í KANADA og þá einkum í
Manitoba-fylki heyrir maður
oft haft á orði að menn af
íslenzkum settum séu góðir
borgarar og framámenn á
miörgum sviðum. Er ,þá oftast
neifndur meðal þeirra fyrstu
dr. P. H. T. Thorlakson, sem
er frægur skurðlæknir, vís-
indamaður og framkvæmda-
maður um heilbrigðismál og
rekur mjög vel metna vís-
inda- og heilbrigðisstofnun í
Winnipeg. Það var þó annað
svið, sem ég hafði í huga,
þar sem Kanadamenn af ís-
lenzku bergi brotnir standa
mjög framarlega og það er á
stjórnmálasviðinu. Tveir sena
torar eru í efri deild Kanada
þings í Ottawa, þeir Gunnar
Solmundur Þorvaldson og
William E. Benidickson, einn
af 14 þingmönnum Manitoba
fylkis í neðri deild sambands
þingsins er Eric Stefánson, og
á þingi Manitobafylkis í
Winnipeg sitja nú 5 þing-
menn af íslenzkum ættum,
þar af er einn menntamála-
ráðherra. Þrír eru frá stjórn-
arflokknum, „Progressive
Conservative" (Framsóknar-
íhaldsmönnum), George John
son, menntamiálaraðherra,
Oscar Björnson og Henry
Einarsson, og í stjórnarand-
stöðu, sr. Philip Péturson fyr-
Þingmenn í Kanada af íslenzkum ættum með forseta íslands: George Johnson, menntamálaráð
herra, G. S. Þorvaldsson, Eric Stcfanson, Ásgeir Ásgeirsson, forseti, sr. Philip Pétursson og
Elmar Guttormsson. Á myndina vantar af vestur-íslenzkum þingmönnum, Oscar Björnsson,
Henry Einarson og WiUiam Benidickson.
5 V-íslenzkir þingmenn í Manitoba
Og 1 þingmaður og 2 senatorar á Ottawaþingi
ir Nýja-demókrata og Elmian
Guttormsson fyrir Liberala-
flokkinn. Hafa aldrei verið
svo margir þingmenn af ísl.
ættum í einu á Manitoba-
þingi.
Þessa þingmenn hittd for-
seti íslands, Ásgeir Ásgeirs-
son, er hann var í heimsókn
í Winnipeg. Senatorarnir
komu á íslendingadaginn á
Gimli, Eric Stefánsson var
þar í forsæti, sr. Philip Pét-
ursson er forseti Þjóðræknis-
félagsins og menntamálaráð-
herrann, George Johnson, var
með forsetanum alla dagana,
sem hann var þar, og kom
fram fyrir hönd forsætisráð-
herra við opinberar athafn-
ir. Skildu menn vel, þegar
sagt var að stjórnin hefði vel
gert er hún lét sinn vinsæl-
asta ráðherra fylgja forsetan-
um. Og hann, sem orð hefur
fyrir að vera mjöig starfsam-
ur, lét öll önnur stönf víkja
þessa daga. Að síðustu hittu
allir þingmennirnir, sem við
gátu komið, forsetann í morg
unkaffi og náði fréttamaður
Mbl. þá mynd af þeim og
gat aðeins spjallað við þá. Er
rétt að kynna þá oftur lítið
lesendum Mbl.
George Johnson er læknir
að menntun, var m.a. lækn-
ir á Gimli áður fyrr. Hann
er ungur maður, og talar ís-
lenzku ágætlega. Foreldrar
hans voru Laufey og Jonas
Johnson, en hann var fram-
kvæmdastjóri hjá stór'fyrir-
tækinu Etons. Afar og ömm-
ur ráðherrans voru öll ís-
lenzk, afar hans frá Hólum
í Hjaltadal, synir Jóns Bene-
diktssonar, sem kom með þá
til Vesturheims árið 1861.
Kona hans er Doris, dóttir
Ágústar Blöndals, sem var
kunnur læknir á Lundi og í
Winnipeg, og lifir móðir henn
ar enn á Gimli, elskuleg ís-
lenzk kona. Þau hjónin eiga
6 börn. Ein dóttirin var á ís-
landi hjá vinkonu sinni og
segir móðir hennar að hún sé
ákveðin í að fara þangað aft-
ur strax og hún hefur lokið
námi. Önnur aif dætrunum
var fylgdarkona Fjallkonunn
ar á íslendingadaginn.
Þegar hinn mikli atbafna-
maður, Juba borgarstjóri í
Winnipeg, ræddi við forseta
íslands ,sagði hann m.a. er
íslendingá í Vestur-heimi bar
á góma: — Hver haldið þér
að eigi mestum vinsældum að
fagna af ráðherrunum hér?
George Johnson auðvitað!
Þegar andslæðingarnir þurftu
að finna eitthvað að honum,
fundu þeir ekki annað en að
alltaf logaði Ijós hjá honum
fram yfir miðnætti á sikrif-
stofunni. Er það nú eitthvað
til að finna að? George John-
son hefur unnið stórvirki og
hann hefur vissulega haft á
sinni könnu flókin mál,
menntamálin. Og þetta gerir
hann svo vel, alltaf jafn ljúf-
ur og elskulegur. Þetta sagði
borgarstjórinn í óspurðum
fréttum. Og við íslendingarn
ir sáum vissulega, hve eðli-
lega elskulegur ráðherrann
ávalt er og hve t.d. ganua
fólkið á Gimli virtist dá hann.
Sagt er að George Jobnson
sinni störfum siínum með hug-
arfari trúboðans. Hann hef-
ur verið ráðherra síðan 1958
og haft mikil áhrif á löggjöf
um sjúkramál og sjúkrabús-
mál Manitoba-fylkis, ný
sj úkra íryggingalög endurhæf
ingarstöðvar fyrir sjúka o.ifl.
Annar þingmaður stjórnar-
flokksins er Osear Björnsson.
Hefur hann verið á þingi síð-
an 1968 fyrir Lac du Bonnet.
Hann er líklega sá þingmaður
inn í Winnipeg, sem hefur
fæsta af íslenzkum ættum í
kjördæmi sínu, en þar eru
mest Ukraínumenn og Frakk
ar. Foreldrar hans voru 'báð-
ir fæddir á íslandi. Faðir hans
kom vestur ungur maður, en
móðir hans sem barn. Hún
missti báða foreldra sína í
Stórubólu, sem hjó svo djúpt
skarð í nýlendu íslendinga.
Henry Einarsson var kos-
inn á þing í fyrra í Argyle-
fykli. Hann er bóndi. Hann
gat ekki komið því við að
sitja morgunverðarboðið með
forsetanum, en hafði verið í
miðdegisverði íslenzkra frí-
múrara fyrir hann.
Elman Guttormsson er þing
maður í St. George, en þar
eru Lundar og líklega íslenzk
asta kjördæmið af þeim öll-
um. Elman er sonur Vigfúsar
Guttormssonar, sem var bróð
ir Guttorms J. Guttormsson-
ar skálds, og búa iforeldrar
hans á Lundar. Hann hefur
verið blaðamaður hjá Fri
Press í 20 ár og á þingi í 11
ár fyrir Liberala-flokkinn.
Ekki má gleyma sr. Philip
Pétursyni, forseta Þjóðrækn-
isfélags íslendinga í Vestur-
heimi, sem flestir íslendingar
kannast við. Hann hefur set-
ið á þingi fyrir Nýja Demo-
krata, sem eru annar stjórnar
andstöðuflokkurinn. Sr.
Philip var prestur í Unitara-
kirkjunni í Winnipeg þar til
fyrir 3 árum og stundar
prestsstörf ásamt þing-
mennsku, ferðast oft norður í
fslendingabyggðirnar, ef
jarða þarf á íslenzku. En is-
lenzku talar hann að minnsta
kosti jafnvel og þeir sem
aldrei hafa farið frá íslandi.
Faðir hans var bóndi og síð-
ar kaupmaður í Foamlak’e og
flutti til Winnipeg, þar sem
Philip ólst upp. Sr. Philip og
kona hans, Þórey Sigurgríms-
dóttir, eru bæði ákaflega
elskuleg og hjálpleg og naut
blaðamaður Mbl. þess í rík-
um mæli á þessu ferðalagi til
Winnipeg.
Þannig eru nú fimm þing-
menn af íslenzkum ættum á
fylkisþinginu í Winnipeg,
þrír af 31 í stjórnarliðinu og
2 af 2i6 í stjórnarandstöðunni.
— Við erum kannski á önd-
verðum meiði í þingsalnum,
en við erum beztu vinir ' í
kaffistofunni, sögðu þeir. Er
þetta mjög há hundraðstala
miðað við þingmenn af öðr-
um þjóðarbrotum í Manitoba.
Einn af 14 Winnipeg-þing-
mönnum á Kanadaþingi í
Ottawa er Eric Stefánsson og
hefur hann verið það síðan
1958. Hann er fæddur í
Winnipeg, sonur Kristjáns
Steifánssonar frá Þistilfirði og
Rannveigar Hallson, sem ætt
uð var af Norðurlandi, og
sjálfur býr 'hann á Gimli.
Hann var áður verzlunarmað
ur, mikið í tryggingamálum
og bóndi. Hann er framámað
ur í málefnum Vestur-íslend-
inga, leysir af hendi mikið
starf fyrir íslendingadaginn
og er forseti forstöðunefndar
innar.
Eric á sæti í neðri deild
Kanadaþings, en í senatinu,
sem í er skipað ævilangt,
sitja þeir Gunnar Solmundur
(eða Solly, eins og fiestir ís-
lendingarnir virðast kalla
hann) Þorvaldson, sem er fyr
ir Manitoba-fylki og William
fyrir Ontario-fylki. Héldu
E. Benidickson, sem situr þar
þessir senatorar mikla veizlu
í Ottawa, er Vestur-íslending
ar afhentu afmælisgjölf sína á
100 ára afmæli Kanada í vor,
töfluna með áletruðum kafla
úr sögunum um Vinlandsferð-
ir.
Það var vissulega gaman að
kynnast öllum þessum. mönn-
um af íslenzkum ættum
Vesturheimi. — E. Pá.
Heimsmeistaramót
unglinga í skák
Gufmundur Sigurjónsson teflir ú
leimsme'sSuramóti unglingu
Jerúsalem, 9. ágúst — AP —
HEIMSMEISTARAMÓT ungl-
inga í skák átti að hefjast hér
í dag, þrátt fyrir það að sýni-
legt var, að Sovétríkin og önn-
ur Austur-Evrópuríki hefðu
hætt við þátttöku í mótinu.
Áður hafði verið skýrt frá
því, að búizt væri við, að Sov-
étríkin og Rúmenía myndu
taka þátt í mótinu, en nokkrum
klukkustundum áður en mótið
skyldi hefjast, höfðu hvorug til
kynnt þátttöku sína. Áður
höfðu Júgóslavía og Ungverja-
land tilkynnt, að þau myndu
ekki taka þátt í mótinu.
Kommúnistaríki, að undan-
skilinni Rúmeníu, hafa slitið
stjórnmálasambandi við ísrael
vegna styrjaldar fyrir botni
Miðjarðarhafsins.
Átján þjóðir, þar á meðal ís-
rael, munu taka þátt í heims-
meistaramóti unglinga, en þetta
skákmót er haldið á tveggja ára
fresti og verða þátttakendur að
vera yngri en 20 ára. Það er
Alþjóðaskáksambandið, sem
stendur fyrir þessum mótum.
Sigurvegari í heimsmeistara-
móti unglinga 1965 var Bojan
Kuraijca frá Júgóslavíu.
Guðmundur Sigurjónsson
EINS og frá er skýrt annars
síaðar í blaðinu í dag, hófst í
•fær heimsmeistaramót unglinga
i skák í ísrael. Einn íslending-
ur, Guðmundur Sigurjónsson,
'ekur þátt í þessu móti af hálfu
slcnzkra skákmanna, en einung
» einum skákmanni undir 20
ára aldri frá hverri þjóð er heim
iluð þátttaka í mótinu.
Mót þetta stendur yfir frá 9.
-28. ágúst og hefst með for-
keppni. Samkv. frásögn Guð- ]
mundar Arasonar forseta Skák-
iambands íslands er tilhögun
bessa móts venjulega þannig, að
eppendum er skipt í sex manna
ðla, er keppa um sæti í A.
B. og C. riðli. Tveir efstu menn
hverjum riðli fara i A riðil,
n síðan tveir í hvorn hinn rið-
nn. Sá, sem verður efstur í
riðili, hlýtur nafnbótina
msmeistari unglinga í skák.
Guðmundur Sigurjónsson hélt
utan á mánudaginn var. Guð-
mundur hefur að undanförnu
sýnt ágæta frammistöðu í skáfe,
m.a. keppti hann fyrir Norður-
lönd á fyrsta borði í lands-
keppni unglinga milli Norður-
landanna og Sovétríkjanna f
fyrrasumar og sigraði þar ungl-
ingameistara Sovétríkjanna,
Gulko 1%—y2 og vakti sti
frammistaða hans mikla atihygli.
Fór sú keppni fram í Stokk-
hólmi. Guðmundur tefldi á 2.
borði ísl'enzku sveitarinnar I
heimsmeistarakeppni stúdenta f
skák, sem fram fór fyrir
skömmu í Tékkóslóvakíu.