Morgunblaðið - 10.08.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.08.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1967 11 . Ihann iíSkað þá fþrótt frá blautu barnsbeini eins og faðir hans, saegarpur og nafnkunnur kapp- siglingamaður og hefur oft tek- ið þátt í keppni í þeirri grein og vann m.a. „Eyrarsundshik- arinn“ 1959. Hann tók lífca þátt í kappsiiglingum á Ólympiu- leikjunum í Tókíó 1964 en blés þar ekki jafn byrlega og Óliafi konungi á Ólympíuleikjunum í Amsterdam 1928, sem vann þar þá til giullverðlauna. Haraldiur varð að láta sér naegja 8. saetið í Tókíó. Norska konungsfjöl- skyldan er annars ekki ein um 'hituna í kappsiglingum því Konstantán Grikkjakommgur er einnig mikill áhugamaður um þessa íþrótt og það svo að hann vann gullVerðlaun á Ólympíu- leikjunum í Róm 1960. Önnur eftirlaetisíþrótt Har- alds ríkisarfa er veiði vatna- fiska, lax og silungs, og þó heldur silungisveiði hin síðari ár, þvi Haraldi þykir silungur- inn öllu skemmtilegri viður- eignar en laxinn að því er sög- ur herma. Ríkisarfinn er tíður gestur í Laerdalsá í Sogni, sem er talin eina verulega góða veiðiáin í Noregi sunnanverð- um og er sagður einn slyngasti veiðimaðurinn sem þangað legg ur ieið sína, hvort heldur er á lax eða silung. Haraldur ríkisarfi er maður hávaxinn og ber sig vel, ljós yfirlitum, þekkilegur í andliti og karlmannlegur svo sem hann á kyn til. Hann er naddmaður miki.ll og góður raeðiumaður og kemur vel fyrir sig orði svo að oft þykir mega kenna kknni Hákonar afa hans í tilsvörum Haraldis. Hann er hlédrasgur að eðlisfari og ekki um það gefið að vekja athygli umfram það sem staða hains krefst en skor- ast hvergd undan skyldum sín- um ag þykir gegna þeim af stakri prýði og virðingu við ábyrgð þá er á honum hvílir að eiga að lyfta arfi eftir föður sinn og afa, sem orðið hafa svo ástsaelir með þjóð sinni að slífcs eru vart dæmi og þá sizt um konungsaett sem á sér svo skamma sögu sem ríkjandi konungsætt í Noregi. Hákon konungur bað að þjóð aratkvæði yrði látið skera úr u/m hvort það væri almennur vilji norsku þjóðarinnar að tafca sér hann til fconungs og tók þá fyrst þeirri tignarstöðu er Ijóst var að það var vilji yfirgnætfandi meirihluta Norð- manna. Hann ríkti síðan yfir Noregi lengst allra konunga í sögu landsins, lengur en þeir báðir Hákon gamli, nafni hans og Haraldur hárfagri. Haraldur ríkti í rétta hálfa öld og Hákon gamli fjórum árum skemur, en Hákon konungur sjöundi sat að völdum í fimmtíu og tvö ár ag þótt hann talaði norsku með dönskum hreim allt til dauða- dagis fólst hugur hans allur i orðum þeim er hann kjöri sér að einkunnarorðum er hann tók við konungstign 1905, „Alt for Norge“, „Noregi allt“. Ólafur konungur kom til ríkis eftir föður sinn 1957 og hefur dyggilega fetað í fótspor hans. Hann kjöri sér sömu eink unnarorðin og faðir hans og hefur sýnt það í verki þann ára tug sem nú er um liðinn að þar fytgdi hugur máli. Það er mjög ihiaft til marks um hvern mann Ólafur hefur að geyma að þá er hann tók konungstign kaus hann að láta signa sig en ekki krýna og fór látlaus og virðu- leg signingarathöfn fram í dóm kirkjunni í Niðarósi þar sem Hákon sjöundi faðir hans var krýndur konungur Norðmanna 1905 með stakri viðhöfn. Haraldur ríkisarfi hefur nú í tíu ár verið staðgengill föður síns í ríkisráði, hvenær sem skyldustörf kölLuðu ÓLaf kon- ung á brott. Saga hans sem ríkisstjóra er þó ekki hafin og hefst ekki fyrr en Ólafur kon- unigur er allur. En starfssaga hans er löngu byrjuð og hefur einkum beinzt að því að búa æskulýð Noregs betri daga. Af- mælisgjöfin til hans þritugs frá norsku þjóðinni, afrafcstur al- m/ennrar fjársöfnunar í land- inu, var látin renna til styrkt- ar „þroskaheimilum“ fyrir börn og unglinga sem erfitt eiga uppdráttar. Mjög var jafnan kært með þeim feðgum, Hátooni konungi og Ólafi einkasyni hans, og evo er og um Ólatf konung nú og Harald son hans. Kann þar og töluverðu um að valda frá- fall Mörtu krónprinsessu fyrir aldur fram árið 1954 og svo það að eldri sysbur Haralds tvær, Ragnhildur og Ástríður, eru löngu giftar og horfnar úr föðurgarði. Báðar giftust syst- urnar mönnum af borgaraleg- um ættum og um tima var það hald sumra í Noregi að Har- aldur myndi einnig hyggja á borgaralegt hjónaband, þótt úr- val væri þá bonungsborins kvonfangs í Evrópu og sé Ólafur konungur og Haraldur sonur hans hafa báðir jafn- mikið yndi af siglingum og þarna eru þeir saman á ferð einn góðviðrisdaginn úti á Oslóarfiröi. Haraldur ríkisarfi á skútu sinni, Fram II. Myndin er tekin í keppnínni um Eyrarsundsbik- arinn. reyndar enn, þótt margar hafi þær gifzt síðan prinsessurnar sem orðaðar voru við. Harald áður. Allt um það er Haraldiur orðinn þrítugur og hefur ekiki enn fastnað sér konu og er þar eftirbátur bæði föður síns og afa. Ólafur konungur kvæntist sænsku prinsessunnl Mörtu (Martha), dóttur Karls Svia- prins, bróður Gústafs V. Svía- konungs, vorið 1929, þá 26 ára gamall, og Hákon afi hans gekk að eiga Maud, yngtstu dóttur Játvarðs VII. Bretakonungs, 1896, þegar hann var 24 ára. Það er því ekki nema að von- um að Norðmenn gerist nú margir hverjir langeygir nokk- uð eftir konuefni ríkisarfa sín- um til handa. Þetta er í fyrsta skipti sem Haraldur ríkisarfi kemur hing- að til lands. Ólafur konungur faðir hans kom hér tvivegis, fyrst sem ríkisarfi, árið 1947, á Reykholtbhátíðina, að af- hjúpa likneáki Snorra Sturlu- sonar, sem Norðmenn gófu þá ístendingum, og sáðan aftur 19611, þremur árum eftir að hann tók við ráki atf Hákoni föður sínum. Hákon konumgur hom ekki til íslands í konungs- tíð sinni en gisti þó landið einu sirrni, ungur liðlstforingi á dönsku varðskipti og allsendis grunlaus um að hans biði seta á komungsstóli. í þann tíð var Hákon aðeins Karl Danaprins, yngri bróðir Kristjáns ríkis- arfa, sem síðair tók konungs- tign í Danmörkiu og var hinn tíundi sinna natfna á konungs- stóli þar og síðastur konungur íslands ag Danmerkur. Faðir þeinra bræðra, Friðrik konung- ur VIII., sem sagður er áebsæl- aisbur Danakonunga á ísLandi, kom hingað 1907 og gladdi þegna sína stórlega er hann talaði hér um ríki sín tvö, Dan- mörk ag ísland, eins ag gaml- ir menn muna. - DAGSKRAIN Framhald af bls. 15. Kl. 19.30: Kvöldverðiur í norska aendiráðinu. Laugardagur 12. ágúst Kl. 10.30: Frá Reykjavík með varð'kipti (Hádegisverður snæddur um borð í varð- skipinu). Kl. 12.30: Lagzt að bryggju við Hvalstöðina í Hvalfirði og ihún sikoðuð. Kl. 13.30: Elkið úr Hvalfirði. Kl. 14.30: Komið að Reykholti. Staðurinn skoðaðiur. Veiit- ingar. Kl. 15.15: Ekið frá Reykfholti til laxveiða í Haffjarðará. Næt- urgisting í veiðihúsi við ána. Sunnudagur 13. ágúst Framhald laxveiða við Haf- fjarðará fyrri hluta dags. KL 16.00: Flogið tfl Akureyrar frá Stóna Kroppi. Kl. 17.00: Komið til Akureyrar. Kl. 19.30: Kvöldverður í boði bæj-arstjórmar Akureyrar. (Dökk föt). Gisting á Hóbel KEA. Mánudagur 14. ágúst Kl. 8.30—9.30: Morgunmáltíð í matsal Hótel KEA. Kl. 9.45: Ekið frá Akureyri til Mývatns. Goðafoss skoðaður í leiðinni. Kl. 12.00: Kamið að Reykjahlíð við Mývatn. Hádegisverður. Kl. 14.30: Mývatnssveit s'koðuð. Ferð í Slútnes ef veður leyf- ir. Dimmuborgir og Náma- skarð. KL 17.00: Ekið til Akureyrar. Léttur kvöldverður þar, og síðan flogið til Reykjavíkur. Þriðjudagur 15. ágúst Dagurinn fyrir hádegi frjáLs. Kl. 12.30: Hádegisverður Reykja Vikurborgar. (Klæðn-aður dökk föt). Kl. 16.00: Mógilsá heimsóbt i boði landbúnaðarráðuneytis- ins og stjórnarnefndar norsku þjóðangjafarinnar. Kl. 19.30: Kvöldverðarboð for- sætisráðberra íslands. (Hábíðarbúningur, heiðurs- merki). Miðvikudagur 16. ágúst Fenð um Suðurland. Kl. 9.30: Ekið frá Reykjavík. KI. 11.30: Komið tfl Skálholts og staðurinn skoðaður. Stubt helgiatihafn í kirkju. Kl. 12.15: Ekið frá Ská.llholti.. Kl. 12.40: Hádegisverður í Ara- tunigu. Kl. 14.35: Ekið frá Aratungu. Kl. 15.30: Við Gulltfoss. KL 16j1.5: Frá GuUfossi. Kl. 16.45: Við Geyisi. Veitingar. Kl. 17.45: Frá Geysi. Kl. 20.00: Kvöldverður í Valhöll, ÞimgvöUutn. Fimmtudagur 17. ágúst Daigurinn fyrir hádegi frjáls. Kl. 16.00: Móbtaka fyrir Norð- menn í norska sendiráðiniu. Kl. 19.30: Kveðjuboð ríkisarfa. (Hátíðarbúningar, heiðure- merki). Föstudagur 18. ágúst Kl. 12.00: Hádiegisverður í Nausti. Viðstaddir: Forseti fslands, foreætisráðherra, ambassa- dorar Noregs og íslands, P. Á. T„ móftökunefnd, komm. kapt. Örner, kapt. Pran, ambassadiesekretær Östrem, O. EUingsen, lögreglustjór- inn í Reykjavík. Kl. 14.16: Ekið frá Nausti til KeflavíkurfluigvaUa.r, eftir að forseti íslands hetfur kivatt ríkisarfia. Kl. 15.20: Flogið frá Keflavíkur- flugvellL — Koma Haraldar Fraihhald af bk. 1 breytts komutima rJkisarfans og fylgdarliðs hans hingað til lands. Fara þær breytingar hér á eftir, sem gerðar hatfa verið: Komið verður með hinni nýju þotu Flugfélags íslands frá Kaupmannahöfn en flugvélin lendir á KeH avíkurflugvelli fimmbudaginn 10. ágúst kl. 17.30. Þar taka á móti ríkisarfa dr, Bjarni Benediktsson, foreætisráð herra, sendilherra Noregs hér á landL Tor Myklebost, og íslands í Noregi, Hans G. Andereen, ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins, Agnar Kl. Jónsson, Guðmundiur Benediktsson, deUd- arstjóri í forsætisráðuneytinu, og Páll Ásg. Tryggvason, siðameist- ari utanríkisráðuneytisins. Frá Keflavílkuirflugvelli verður flogið til Reykjavíkurflugvallar og komið þangað laust fyrir klukk- an 18.00. Þar taka á móti ríkis- arfanum forseti íslands, herra Ás geir Ásigeirsson, EmU Jónsson, utanrikisráðherra, Geir HaU- grímsson, borgaretjóri, Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri, Öm Johnson, forstjóri Flugfélags fs- landis, ag fulltrúar úr móttöku- nefndinni, ÞorLeitfur Thorlacius, forsebaribari, og Hörður Bjama- son, húsameistari ríkisins. Þegar. gestunum hefur verið heikað og þeir boðnir veltoomnir veröa leiknjr þjóðsöngvar Noregs og og íslands. Frá flugvellinum verður ekið að Ráðherrabú- staðnum í Tjarnargöbu, þar sem rikisarfinn mun dveljast á með- an heimsóknin sbendur yfir. KL 20.00 hetfur forseti íslands kvöld- verðarboð að Bessastöðum tii heiðurs rikisarfa Noregs. Föstudaginn 11. ágúst kL 11.00 f. h. fler fram atlhöfn í Fossvogs- kirkjugarði við gröf norskra her manna. Síðan hefur utanríkis- ráðherra hádegisverðarboð að Hótel Sögu fyrir ríkisarfa Nor- egs og síðar um daginn heim- * sækir ríkisarfmn Háskóla ís- lands, Þjóðminjaisafn og Lista- safn í fylgd með dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamálaráðlherr.a. Um kvöldið snæðir ríkisarfinn og fylgdarlið hans kvöldverð í norska sendiráðinu. Að öðru leyti verður dagskrá- in á sama hátt og áður hefur verið tilkynnt opinberiega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.