Morgunblaðið - 10.08.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. AGÚST 1967
13
UTANLANDSFERDIR
I AG
T 0G SEPT
Sumorauki
ú Mullorku
16. úgúst —
7. september
Síðasta hópferð L & L til Mall-
orka í sumar hefst 16. ágúst og
stendur til 7. september. Þátt-
takendur geta valið um hvort
þeir dvelja allan tímann á hinni
dásamlegu baðströnd Porto
Colom, eða skipta tímanum í
tvennt; vikudvöl á baðströnd og
vikudvöl um borð í skemmti-
ferðaskipinu TSS HERMES.
Hótelið
Hótelið sem stendur þátttakend-
um til boða heitir Cala Marsal
og er eitt staersta og nýtízku-
legasta hótelið á Mallorka. Bygg
ingu þess lauk í fyrravor og er
þar að finna öll þau þægindi,
sem kröfuhörðustu gestir óska
eftir: öll herbergi með stórum
svölum. baði, W.C., útvarpi og
síma. I hótelinu eru áuk þess
glæsilegir veitinga- og danssal-
ir, bar, verzlanir, hárgreiðslu-
stofa og sundlaug.
Sigling á Miðjarðarhafi
Skemmtiferðaskipið
TSS HERMES tekur um 500
farþega, og munu íslendingarn-
ir blandast fólki um borð af
ýmsum þjóðernum. Skipið sigl-
ir til Marokko, Gibraltar og
Alicante. í Marokko er höfð
lengst viðdvöl og borgirnar
Tangier og Casablanca skoðað-
ar, auk þess sem þátttakendum
gefst kostur á að taka þátt í
ferðum inn í landið. Á með-
fylgjandi korti sést hvernig sigl-
ingaleiðin er í höfuðdráttum.
Skipið býður upp á öll hin
sömu þægindi og er að finna
í landi, þ.e. sólþilfar, sundlaug,
hárgreiðslustofu, verzlun, veit-
inga- og danssali.
Amsterdam —
Frankfurt
A leiðinni til og frá Mallorka er
jtomið við í Amsterdam og
Frankfurt, þar sem nægur tími
gefst til verzlunar- og skoðunar-
xerða.
Fararstjórar og
farmiðapöntun
Fararstjórar verða Hermann
Ragnar Stefánsson og Örn Er-
lendsson. Þar sem örfá sæti eru
enn laus er nauðsynlegt að
panta far sem fyrst. Allar nán-
ari upplýsingar um verð gef-
ur skrifstofan.
„SÍÐASTA SKIP SUÐUR##
Aðalferð sumarsins er með hinu nýja og stórglæsilega vestur-þýzka
skemmtiferðaskipi Regina Maris „Suður um höfin“, en lagt er af stað í
þá ferð 23. september og komið heim aftur 17. október.
Regina Maris leggur af stað til íslands frá Hamborg þann 17. septem-
ber, og enda fjórar scptemberferðir um borð í skipinu, þannig að þátt-
takendur í þeim ferðum, sem nánar er getið um hér á eftir, sigla heim
með viðkomu í Kaupmannahöfn og Bergen með þessum glæsilega far-
kost.
Eftirtaldar hópferðir enda um borð í Regina Maris í Hamborg:
1. AMSTERDAM — SPÁNN — REGINA MARIS: 16 daga ferð frá 7.
sept. — 22. sept. Verð frá kr. 13.890.
2. RÍNARLÖND — AMSTERDAM — PARÍS — REGINA MARIS: 17
daga ferð frá 6. til 22. september. Verð frá kr. 13.885.
3. AMSTERDAM — SPÁNN (COSTA DEL SOL) — REGINA MARIS:
24ra daga ferð frá 30. ágúst til 22. sept. Verð frá kr. 16.475.—
I þessari ferð er þátttakendum boðið að gista í einu glæsilegasta hótel-
inu á Spáni — Appartamntos Reysol í borginni Torremolinos. Hver
þátttakandi hefur um umráða dagstofu, svefnherbergi, baðherbergi,
svalir, sjónvarp, og útvarp. Restaurant hótelsins þykir einn sá bezti í
borginni og hótelið hefur eigin sundlaug.
4. AMSTERDAM — PARÍS — FENEYJAR — REGINA MARIS: 17
daga ferð frá 6. sept til 22. sept. Verð frá kr. 19.690.
TAKIÐ VEL EFTIR
Hér að framan hefur verið stiklað á stóru varðandi
komandi ferðir. Okkur vœri ánœgja að veita frekari
upplýsingar um einstakar ferðir á skrifstofunni, en þar
er hœgt að fá nákvœmar leiðarlýsingar. Ennfremur
bjóðumst við til að senda starfsfólk okkar á fundi hjá
minni eða stœrri hópum í sambandi við ferðir með
Regina Maris, og vœri á slíkum fundum hœgt að gefa
nákvœmar upplýsingar um verð, og greiðsluskilmála,
auk þess sem við getum sýnt litskuggamyndir frá skip-
inu sjálfu og helztu viðkomustöðum.
Við vonumst til að heyra frá vœntanlegum þátttakend-
um sem fyrst.
LOiMD & LEIÐIR
Aðalstræti 8,sími 2 4313
Mið-Evrópuferð
til 7 lcndo
16. ágúst til 30. ágúst.
Mið-Evrópuferðirnar hafa ætíð
notið mikilla vinsælda. Næsta
ferð hefst 16. ágúst og stendur
til 30. ágúst. Flogið er héðan
til Amsterdam, síðan ekið til
Hollands, Belgíu og áfram til
Luxemburg. Áfram er haldið til
Frakklands og ekið um eitt feg-
ursta svæði landsins sem eru
Vogesafjöllin. Næsti áfangastað-
ur er Sviss, þar sem komið er
við í Basel, Luzern og fleiri
merkum og fallegum stöðum.
Ekin er stutt dagleið um Alp-
ana til smáríkisins Lichtenstein
og þaðan liggur leiðin aftur.
norður á bóginn um Fússen,
Heidelberg og Rínarlönd. Flög-
ið er aftur heim frá Amster-
dam.
Eins og sjá má af þessari
stuttu upptalningu, sem hvergi
er tæmandi, er hér um mjög
viðburðarríka og skemmtilega
ferð að ræða. Fararstjóri er
Svavar Lárusson og nær upp-
pantað í ferðina. Verð er frá
kr. 13.825.
Athyglisverð
írlcndsferð
19. ágúst til 27. ágúst.
Hér er um að ræða skemmtilega
og ódýra ferð til írlands, sem
íslendingar hafa haft mikla
ánægju af að heimsækja vegna
fornra og nýrra tengsla. Ferð-
in hefst 19. ágúst og stendur til
27. ágúst.
Helztu
afangastadir
Flogið er til Glasgow með þotu
FÍ og þaðan með Air Lingus
til Dublin. Frá Dublin er ekið
til staða eins og Arklow, Gorey,
Enniscorthy, Wexford og
Waterford sem er skemmti-
leg, gömul borg. Áfram
er haldið til Cork, næststærstu
borgar írlands, og þaðan til
Killarney um fegursta hérað
landsins sem heitir Kerry.
Næsti áfangastaður er Limerick,
sem stendur við mynni árinn-
ar Shannon, og er ein af stærri
borgum írlands. Þaðan er aftur
haldið til Dublin og dvalið þar
einn og hálfan dag. Frá Dublin
er aftur flogið til Glasgow, og
síðan heim með þotunni.
Ódýr ferð
Þessi fróðlega og skemmtilegC
ferð kostar aðeins kr. 8.930, el
ef einhverjir kjósa að fljúga til
London frá Dublin leggst auka-
gjald á þá ferð.
Fararstjórar eru frú Vaidís
Blöndal og Þorsteinn Magnús-
son, kennari.