Morgunblaðið - 10.08.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.08.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1967 Nokkur orð unt skrif bíóstjóranna Kúbanskir útlag- ar handteknir ÉG hafði lengi beðið þess, að Félag kvikmyndahúsaeigenda sýndi með sér eitthvert lífsmark — og viti menn, síðastliðinn laug ardag tóku félagsmenn harðan fjörkipp, að vísu í aðra átt en ég hafðd vonað, því að þá birtu þeir grein hér í Morgunblaðinu, sem virðist vera eindregin áskorun til ritstjóra urn, að þeir sparki mér og öðrum vondum mönnum út í yztu myrkur hið hráðasta. Eftir að hafa lesið grein þeirra kumpána nokkrum sinnum virð- ist mér, sem henni sé helzt beint gegn þeim mönnum, sem rita „Homaugað", og svo mér sjálf- um. Þá menn eða „unglinga", sem rita „Hornaugað" hef ég aldrei hitt að máli, en af skrifum þeirra að dæma geri ég ráð fyr- ir, að þeir geti svarað fyrir sig án minnar veikiburðu aðstoðar, svo að ég sný mér að því að benda á ýmislegt, sem mér þykir ekki ástæða til að una við í geð- vonzku skrifum bíóstjóranna. í grein þeirra segir svo orð- rétt: „Það hefur ekki verið venja kvikmyndahúsanna að elta ólar við hina svonefndu „gagnrýnendur" blaðanna, en stundum verður ekki hjá því komizt að veita þeim nokkra ádrepu". Sem sé, þessi grein þeirra á að vera réttmæt hirt- ing, en ég er því miður ekki þannig skapi farinn, að ég kæri mig um að sæta kárínum og kyssa á vöndinn hjá þeim, sem nota annan eins málflutning og hér kemur á eftir: „Hámark snilldarinnar (sic) hefir víst verið náð í gagnrýni manns, sem lætur sjaldan í sér heyra en „afgreiðir" þá bara fleiri royndir en keppinautar (sic) hans, er hann bregður penna á blað. Hann „dæmdi“ til dæmis nokkra tugi mynda í senn snemma á þessu ári, en til- kynnti jafnframt, að hann hefði alls ekki séð flestar þessara mynda (leturbr. mdn) — þær vaeru svo leiðinlegar, að hann nennti alls ekki að leggja slíkt á sig“. — Þetta kalla ég ekki að kríta liðugt; þetta heitir að ljúga reiprennandl í kvikmyndaþætti, sem birt- ist hér í blaðinu miðvikudag- inn 12. apríl síðastliðinn, tók ég saman örstutt yfirlit yfir þær myndir, sem kvikmyndahúsin í Reykjavík höfðu haft upp á að „bjóða“ á fyrstu þremur mán- uðum ársins 1967. Þar minntist ég lítillega á yfir 50 myndir, en aif þeim hafði ég séð rúmlega 40, eða um 80 af hundraði. í grein minni stóð, að ég hefði hvorki haft tíma né nenning til að sjá hverja einustu mynd, en í þeim tilvikum hefði ég stuðzt við kvik myndagagnrýni hérlendis eða er lenda. Þess má geta, að skrif um kvikmyndir eru ekki aðalstarf mitt, enda mundi nokkuð erfitt að lifa á því og greiða þar að auki aðgangseyri, sem er í ríf- legra lagi, inn á kvikmyndahús- in. Þessari grein minni var ekki ætlað að vera kvikmyndagagn- rýni eða leiðarvísir fyrir bíó- gesti, enda var sýningum lokið á öllum þeim myndum, sem ég minntist á. Tilgangurinn var sá einn að reyna að draga fram, hversu margar af þeim myndum, sem hér eru sýndar, eru fram- bærileg markaðsvara, Ég fyrir mitt leyti mælti með 13 þeirra. Um nákvæma gagnrýni og „analysur" var ekki að ræða, enda er Morgunblaðið tæplega vettvangur fyrir slíkt. Um þessi skrif mín sögðu bíó- stjórarnir ennfremur: „Allir sanngjarnir menn sjá, að svona „gagnrýni" dæmir sjálfa sig og getur aldrei gegnt öðru hlut- Verki en því, að útvega mönnum ókeypis miða í bíó“. Mér þykir það auðvitað verra, etf bióstjóramir líta á greinar mínar sem illkvittið rugl og vit- leysu, því að þeir hafa senni- lega komið fram eins og sann- gjamir menn, frjálslyndix og fordómalausir, en þeim til hugg- unar vil ég láta þess getið, að ég hef skilvíslega greitt fyrir að- göngumiða að þeim myndum, sem ég hef sótt, jafnvel þótt mér þyki stundum sem ég fái litla skemmtun fyrir mikið fé og fyrirhöfn. Mér telst svo til, að ég sjái um 80% allra mynda, sem hingað koma, frímiðalaust, og ég etftirlæt bíóstjórunum, sem virðast vera glúrnari fjár- málamenn en ég, að reikna út hversu mikill fjárhagslegur hagn aður minn er. Um leið og ég kveð bíóstjór- ana með hæfilegri virðingu, vil ég benda þeim á, að skritf mín um kvikmyndir hér í Morgun- blaðinu miða ekki að því, að al- menningur hætti að sækja kvik- myndahús, heldur þvert á móti er tilgangurinn sá, að auka áhuga fólks á kvikmryndum. En þótt ég sé hlynntur því að fólk bregði sér oftar í bíó, sé ég ekki ástæðu til að hvetja það til að eyða tíma og fjármunum í að sjá þær myndir, sem eingöngu eru framleiddar og fluttar inn í von um skjóttekinn ágóða. Rvík, 9. ágúst. Þráinn Bertelsson. Hornaugoð segir „Pax vobiscum“ LAUGARDAGINN 5. ágúst birt- ist í Morgumblaðinu mjög harð- orð grein undirrituð orðunum „Stjórn kvikmyndahúsaeigenda". í grein þessari er fjallað um kvikmyndagagnrýnendur og þá sérstaklega um oss, sem ritum „Hornaugað", kvikmyndagagn- rýni umga fólksins. Umrædd blaðagrein ber það með sér, að hún er rituð af lít- illi skynsemi, reiði og kátlegar fullyrðingar ganga þar Ijósum logum og raunar meðferð efnis sú, að lítt getur talizt til sóma greinarhöfundum. Vér undirrit- aðir höfum frá barnæsku (bermsku) verið aldir upp, með það fyrir augum, að kurteis og hóflega framkomu yrði eitt vort megin boðorð, sjálfir teljum vér það boðorð ekki hlunnfarið í samskiptum voruin við forstjóra kvikmyndahúsa Reykjavíkur og nágrennis. Því kom það atriði greinarinn ar, er fjallar um ágengni, oss mjög á óvart, fyrst og fremst, með tilliti til allrar efnismeð- ferðar, og í öðru lagi vegna þess, að vér höfðum myndað oss þá skoðun, að fenginni reynslu, að forstöðumenn húsanna væru prúðmenni og gætu fjallað mál- efnalega um hvert það atriði, er þeim þætti ástæða til að gagn rýna. Vér viljum því líkt og freist- ast til að álíta, að hér hafi ver- ið á ferð ákaflega fámennur hópur staðnaðra „gamalmenna" blindaðir af augnabliks reiði, alls ekki skynsamir, hógværir viti bornir menn. Vér undirritaðir erum ekki ó- sanngjarnir. Vér skiljum vel, að augna- Miks tilfinningar, geta leitt menn í ógöngur og því erum vér reiðu búnir að sjá í gegnum fingur vora, með tilliti til framkom- innar ósvífni og láta frýjuorð- in, sem vind um eyrun þjóta. Þetta er eins vel boðið og vér teljum oss frekast unnt. Ef grein arhöfundar aftur á móti halda uppteknum hætti og birta fram haldsgrein í svipuðum dúr og þá fyrri, sjáum vér oss ekki ann- að fært, en að verja oss og mannorð vort gegn þvílíkum ó- sóma. Ef þér „háttvirtir" æskið þess munum vér taka greinina frá 5. ágúst setningu fyrir setningu og sýna fram á, að innihald henn- ar er að langmestu leyti úr lausu lofti gripið, samansett af full- yrðingum, sem vega gegn allri skynsemi, og mistúlkun stað- reynda. Vér viljum sömuleiðis benda á þá leiðinlegu hugsanavillu, er fram kemur í „árás“ svo kall- aðrar stjórnar kvikmyndahúseig enda þótt vér vitum mæta vel, að sú stjórn var ekki fullskip- uð — þá er greinin var samin. Það ætti hverju barni að vera ofur augljóst, að öll íhlutun kvik myndahúsastjóra af kvikmynda- gagnrýni er óþolandi og óafsak- anleg afskiptasemi. Gagnrýnin er orðin þjónusta við almenning (gesti kvikmynda húsanna), það er almenningur, er segir til um hvort hún eigi rétt á sér eða ekki, Kvikmyndahúseigendur ættu að láta ógert að tala fyrir hönd þjóðaTÍnmar allrar, hún hefur verið þess megnug að tjá sig — fram til þessa og svo mun verða um ókomna framtíð. Við viljum vona, að vinir vorir forstjórarn- ir hafi lært af þessu frumhlaupi og láti sér það að kenningu verða annaTs sjáum vér oss ekki annað fært, en reiðast, þótt það sé fyrir neðan virð- ingu vora í þetta sinn. Björn Baldnrsson Þórffur Gunnarsson Hussein til Moskvu Beirut, 8. ágúst (NTB) HUSSEIN Jórdaníukonungur mun á næstunni fara í opin- bera heimsókn til Moskvu, að því er hermir í frétt frá Beir ut í dag. Sagt er, að heim- sókn þessi muni hafa mjög mikla þýðingu fyrir Araba- ríkin. Havana, 7. ágúst, AB-NTB. KÚBANSKA stjórnin tilkynnti á sunnudag, aff sex kúbanskir útlagar hefffu veriff handteknir, þar sem þeir ætluffu aff ganga á land í Pinar del Rio héraffinu. 1 tilkynningu stjórnarinnar sagffi, aff útlagarnir hefffu veriff hand- teknir 18. júlí sl. og væru þeir útsendarar bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, sem hefðu átt að myrffa Castro forseta og fremja hermdarverk á Kúbu. Hinir handteknu voru á sunnu- dag leiddir fyrir Einingarráff- stefnu rómönsku Ameríku í Ha- vana, en síffan fengu fréttamenn að ræffa viff þá. Stjórnin sagði, að útlagamir hefðu verið vopnaðir vélbyssum með hljóðdeyfum, skammbyssum með blásýrukúlum, sem nota átti á Castro, og tveimur senditækj- um. Útlagarnir voru sagðir koma Ólafsvík, 8. ágúsf. Á LAUGARDAG sl. kom nýr 36 tonna bátur hingaff til Ólafsvík- ur, og heitir hann Kristján Jóns- son. Var hann smíffaffur í skipa- smíðastöðinni Skipavík í Stykkis hólmi. 1 bátnum er 250 hestafla vél, og gekk hann 11 sjómílur í reynsluför. Báturinn er búinn öllum nýjustu og beztu tækjum sem völ er á, svo sem eins og tveimur dýptarmælum, asdic- tæki, radar o. fl. Einnig er bát- urinn meff kraftblökk. Verff báts ins er um 5 milljónir. Eigendur eru Úlfar Kristjónsson og Karl Valur Karlsson. Skipstjóri á bátnum er Úlfar og mun hann hefja veiffar með dragnót á næst unni. Reitinigsafli Ihiefur verið hjá dragnótahátum, það sem af er verfíð, og sízt lakari en í fyrra á sama tíma. Er afli á bát frá 100 tonnum upp í 130 tonn. — Tvieir bátax hafa verið með hum- artroll, og hefur afli verið all- sæmilegur. Tveir stærri báfar hafa verið á handfæraveiðum, og frá Miami, þar sem bandaríska leyniþjónustan hefði þjálfað þá til hermdarverka. Aðalritari annarrar fylkingar kúbanskra útlaga, sem fjandsam- legir eru Castro og stjórn hans, sagði á sunnudag, að mennirnir sex væru frá samtökum þeirra. Aðalritarinn, Andres Nazario, sagði að mennirnir hefðu verið þjálfaðir í skæruliðahernaði og hefðu átt að sameinast föður- landsvinum á Kúbu. A blaðamannafundinum í Ha- vana kváðust tveir útlaganna vera starfsmenn CIA. Annsir þeirra, Jose Rabel Nunez, kvaðst hafa unnið fyrir CIA síðan hann flúði frá Kúbu, 1962. Kúbönsk yfirvöld tjáðu fréttamönnum, að ekki væri unnt að segja um það á þessu stigi málsins hvort út- lagarnir sex yrðu skotnir. átta til 10 minni bátar sömu- leiðis. Hefur afli verið dáigóður, en mun eittlhvað hafa dregið úr honum síðustu daiga. Nokkur síld hafiur borizt hingað til bræðBilu af heimabátum, sem verið hafa á sildveiðum sunnanlands, en afli þeirra hefur verið sáraJítiJL — Hinrik. Annríki hjá Ol- afsvíkurlögreglu Ólafsvik, 8. ágúst. TÖLUVERT annriki var hjá lög- reglunni í Ólafsvík um helgina, samkvæmt upplýsingum Guff- finns Sigurðssonar, lögreglu- þjóns í Ólafsvík. Td. var mikill ferðamannastraumur hér um nesiff, og var haft eftirlit á veg- nm úti og við danshús, þar sem dansleikir voru haldnir. MeðaJ annars var leitað að drukknum ökumanni, sem fannst um sáðir og var yfirlheyrð- ur í Ólafsvik ásarnt farþegum og viðurkenndi ökumaður að hafa ekið bifreiðinni. Var hann síðan fluttur í blóðrannsókn. Sumnudaiginn 7. ágúst var lög- reiglunni tilkynnt að bifreið hetfði hvolfit við vegamótin að bænum Ölkeldu í Staðarsveit. Fór lög- reglan héðan á staðinn. Kvaðst ökumaður bifreiðarinnar hafa lent í lausamöl í beygju, sem þarna- er og misst vald á bifreið- inni með fyrrgreindum afleiðing um. Kvenmaður var í bifreið- inni ásamt ökumanni, og sluppu þau bæði ómeidd. Bifreiðin mun vera nokkuð skemmd. Dansleik- ir fóru að mestu mjög vel fram og ennfremur sýndu ökumenn fulla gætni við aJcstur, oig er þetta eina óhappið, sem bunnugt er um. — Hinrik. JAMES BOND -*- - * - -- - —k- IAN FLEMING Bond virti risavaxinn manninn fyrir — Oddjob er þúsundþjalasmiður. Sýndu fingur hans og handarjaðrar séu úr tré . . sér. Þaff voru engin merki um fyndni í Bond hendurnar á þér, Oddjob. — Alveg rétt. Og nú skulum viff fá sann dödd Goldfingers ... — Stórkostlegt. Þaff er engu líkara en anir fyrir því, aff svo er . .. Nýr bútur tíl Ólafsvíkur Smíðaður í Stykkishólmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.