Morgunblaðið - 10.08.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.08.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. AGtTST 1907 « t Bróðir minn, Gísli Hermann Erlendsson, andaðist 6. ágúst sl. F. 'h. aðstandenda, María Erlendsdóttir. t Frænka mín, Asta Jóhnson, Pílestræti 50, andaðist 8. ágúst. Ásta Björnsdóttir. t Tómas Einarsson lézt 8. þ. m. að elli- og hjúkr- unarheimilinu Sólvangi. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Snæbjörnsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, Gísli H. Sigurðsson, Hringbraut 97, andaðist á Landsspítalanum laugardaginn 5. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. Karólína Ólöf Guðbrandsdóttir, Sigurður Gísiason, Steingrímur Gíslason. t Maðurinn minn, Jónas Magnússon, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, Patreksfirði, lézt í Borgarspítalanum 7. þ. m. Kveðjuathöfn fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 11. ágúst kl. 11.00 f. h. Ruth Jónsdóttir, börn, tengdabörn, og barnabörn. Þórbjörg María Hólm Andersen Fædd 1. júní 1911. Dáin 2. júlí 1967. OBBA — hlaut töfrandi yndis- þokka í vöggugjöf frá foreldrum sínum, frú Oddnýju Vigfúsdótt- ur og Ingólfi Gíslasyni, lækni — fegurð, lífsgleði og unaðslega söngrödd. Heimili læknishjónanna í Borg arnesi var uppspretta ástúðar og elskulegs viðmóts — og þangað sóttu allir — sinna meina bót. í þessu yndislega umhverfi ólst Obba upp — söng sig inn í allra hug og hjarta — og þá ekki sízt eiginmanns síns, Angelo Holm-Andersens, skipstjóra, sem hún kynntist er hún var við söngnám í Kaupmannahöfn og sigldi síðan með um heimsins höf og stofnaði heimili í Singa- pore. Það er svo um suma að þeir hverfa manni aldrei þó hauður t Eiginkona mín og móðir okkar, Jórunn Þóriurn Sigurðardóttir, verður jarðsungin frá Landa- kirkju laugardaginn 12. ágúst kl. 2 eftir hádegi. Ólafur Erlendsson, Erlendur Geir Ólafsson, Óskar Ólafsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, Guðsteins Inga Sveinssonar frá Selfossi. Guð blessi ykkur ÖU. Bjarnveig Skaftfeld og synir, foreldrar og systkin. t Þökkum öllum, nær og fjær, er auðsýndu okkur sam- úð við andlát og jarðarför dóttur okkar, Valgerðar Áslaugar Guðjónsdóttur. Guðjón Guðlaugsson, Eyrún Steindórsdóttir. og höf skilji — og svo var um ævintýraprinsessuna okkar. Obba var fædd á Vopnafirði en fluttist til Borgarness með foreldrum sínum 1923. Hún stundaði nám í Reykjavík og Kaupmannahöfn og dvaldi lang- dvölum erlendis, en kom alltaf aftur heim, með hugann fullan af gleði og ævintýrum — söng fyrir okkur og veitti okkur ó- spart af gnægtarbrunni lífsgleðl sinnar. Árið 1939 kom Obba heim frá Kaupmannahöfn, vegna yfirvof- andi stríðshættu, með tvo unga yndislega syni sína, Ingolf, fædd- an í Singapore, og Leif, fædd- an í Kaupmannahöfn. Seinna kom svo Angelo, sem vegna síð- ari heimsstyrjaldarinnar, varð að ferðast um hálfan hnöttinn til að hitta fjölskyldu sína hér. Þau hjónin dvöldu hér í nokkur ár og hér fæddist þeirra fagra dóttir Sigrid. Árið 1945 fluttu þau til Banda- ríkjanna og áttu yndislegt heim- ili á Long Island, þaðan sem vin- ir þeirra er heimsóttu þau, minn ast margra gleðistunda. Allsstaðar sem Obba fór vakti hún hrifningu með yndisþokka sínum og söng — hún söng oft í kirkjunni sinni á Long Island og víðar. Siðan við lékum okkur saman t Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim, er sýnt hafa vin- ar- og hlýhuig við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar, Runólfs Guðmundssonar, Eyrarbakka. Guðlaug Eiríksdóttir og börn. og lifðum í áhyggjuleysi og glað værð í Borgarnesi hafa mörg vötn runnið til sjávar og margt hefur breytzt, en alltaf þegar við hittum Obbu urðum við allar að glöðu, litlu stelpunum sem fannst lífið alveg dásamlegt — svo sterk var lífsgleði hennai* til hinztu stundar, þótt hennar fíngerði líkami yrði að láta und- an fyrir langvarandi veikindum. Guðrún Eiríksdóttir — Minning „Og nú fór sól að nálgast æginn og nú var gott að hvíla sig, og vakna upp ungur einhvern daginn með eilífð glaða kring um sig“. Þessar fögru ljóðlínur Þor- steins Erlingssonar flugu mér í hug er ég heyrði lát Guðrúnar sál. Eiríksdóttur, sem andaðist í hárri elli 1. ágúst eftir þunga og langa sjúkdómsiegu. Hún var fædd i Öðrum-Garði í Nesjum í Hornafirði 2. okt. 1878. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Gísladóttir og Eiríkur Pálsson, sem bæði voru af greindu og góðu fólki komin. Þau áttu 7 börn og af þeim náðu 3 systur fullorðinsaldri, Kristín, Ólöf og Guðrún. Á 11. aldursári fluttist Guð- rún að Borgum í Hornafirði á hið gagnmerka og góða heímili Þorgrkns Þórðarsonar, héraðs- læknis þar, og hinnar elskulegu konu hans, frú Jóhönnu Lúðvíks dóttur. Þar ólst hún upp með hinum glæsilegu börnum hjón- anna og gætti yngri barnanna með ástúð og myndarbrag. Til Keflavíkur fluttist hún með þeim árið 1905 og dvaldi á heimili þeira hjóna meðan þau lifðu bæði, eða til ársins 1933, er lækn irinn andaðist. Hún hafði verið húsmóður sinni ómetanleg stoð í langvarandi vanheilsu hennar síðustu 18 árin sem hún lifði og gert allt sem í hennar valdi stóð til að létta henni lífið, sífellt vakin og sofin við að uppfylla óksir hennar. Oft var þá starfs- dagurinn langur, en enginn heyrði hana kvarta, svo mikið elskaði hún og virti sína góðu húsbændur. En gegnum alla þesa erfið- leika féll ljúfur sólargeisli inn í líf Guðrúnar sálugu. Á heimilinu ólst upp lítil stúlka, dóttir Önnu Þorgrímsdóttur (einkadótur hjónanna) og manns hennar Jóns Bjarnasionar læknis. Ungu hjón- in, Anna og Jón Bjarnason, höfðu skilið litlu stúlkuna sína eftir hjá foreldrum hennar, þeim til yndis og ánaegju, er þau fluttu upp í Borgárfjörð er Jón gerðist héraðslæknir þar. Jarðarför eiginmanns míns og föður okkar, Kristins Jónssonar, útgerðarmanns frá Vestmannaeyjum, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. þessa mánað- ar, kl. 10.30. Jarðarförinni verður út- varpað. Helga Jónsdóttir, börn og tengdasynir. t Þökkum sýnda samúð við útför móður okkar, Ingibjargar Jónsdóttur, ■Garði, Stokkseyri. Bömin. t Jarðarför eiginmanns míns, Hjalta Nielsen, fer fram frá Bamaskólanum, Seyðisfirði, laugardaginn 12. ágúst kl. 14. Áslaug Nielsen. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Magnúsar Jónssonar, járasmiðs, Kambsvegi 14. Elísabet Guðmundsdóttir, böra, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og vináttu í sambandi við hið sviplega frá- fall dóttur okkar, Önnu Kristínar Kristjánsdóttur. Guð blessi yfckur öll. Svava Guðjónsdóttir, Kristján Soffíasson, Ásgarði 103. t’ Hjartans þakkir til allra, sem sýndu ofokur vinarhug við fráfall litla drengsins okk- ar og bróður, Valdimars Þórarins Ólafssonar. Hjördís Óskarsdóttir, Ólafur Össurarson, Hafsteinn Ómar Ólafsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Sigurrósar Finnbogadóttur. Helgi Finnbogason, börn, tengdabörn og barnabörn. t Við þöfckum innilega auð- sýnda samúð vegna andláts og útfarar Olgu Þórarinsdóttur. Björn Dúason, Páll Kristjánsson, Kristbjörg og Guðný Pálsdætur, Ásdís Aðalsteinsdóttir, fósturdóttir, stjúpbörn og vandafólk. Vinum okkar, Angelo, Ingolf, konu hans og börnum, Leif, konu hans og_ börnum, Sigrid, Ágústu Thors, Áslaugu og Karli Ingólfs- syni, vottum við okkar dýpstu og innilegustu samúð. /Eskuvinkonur. Grein þessi birtist hér aftur, vegna misritunar á nafni hinnar látnu. Þessa litlu stúlku tók Guðrún nú á sína arma og annaðist hana og elskaði eins og hún væri hennar barn. Og vissulega hefur ekkert foarn getað reynst móður sinni betur en Birna Jónsdóttir og henna ágæti eiginmaður Pétur Pétursson, fyrrv. þulur Ríkisútvarpsins, hafa reynst Guðrúnu sálugu. Hún fór til þeirra þegar þau giftust árið 1941, og á heimili þeirra hefur hún dvalist æ síðan, þar til 1 júní sl., að hún veiktist svo mik- ið, að hún var flutt á Landsspít- alann og síðan á hjúkrunardeild Hrafnistu og lifði hún þar í nokkrar vikur. Þar naut hún sér stakrar hjúkrunar alls starfs- fólksins og einnig herbergis- félaga síns, Þórunnar Björns- dóttur. Á meðan hún dvaldi á heimili Birnu og Péturs, var hún áfram góða og kærleiksríka fósturmóð- irin og amman einkadóttur þeirra Ragnheiðar Ástu og litlu barnanna hennar og má segja að kærleikur hennar hafi þarna spannað yfir 5 ættliði, — Mér er Guðrún Eiríksdóttir eftirminnileg frá því ég sá hana fyrst árið 1905. Hún var meðal- kona á hæð, þéttvaxin og þrótt- leg, björt yfirlitum með ljós- gult hár og blá augu. Það mátti hver maður sjá, að þar var eng- in meðalkona á ferð, er hún fór. Hún var skapmikil, hreinskilin og með afbrigðum orðheldin. Aldrei talaði hún misjafnt orð um nokkurn mann og traustur vinur vina sinna var hún í þess orðs beztu merkingu. Hún vann al trú og dyggð á meðan kraftarnir leyfðu, en að síðustu voru kraftarnir þrotnir og ljós augnanna slokknað. En þá veittist henni sú blessun, að síðustu mánuðina lifði hún í djúpri endurminningu um æsku sína, föður, móður og systur og sveitina sína fögru, Hornafjörð- inn. Með þessum línum vil ég votta frú Birnu Jónsdóttur, eigin- manni hennar, móður og öðrum ástvinum innilegustu samúð. Blessuð veri minning Guð- rúnar Eiríksdóttur. J.G. Þakka Iþróttafélögum, sam- starfsfólki, öllum ættingjum og vinum, fyrir góðar gjafir, blóm, skeyti og alla vináttu mér sýnda á fimmtugsafmæl- inu 31. júlí sl. Lifið foeil. Pétur Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.