Morgunblaðið - 13.08.1967, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.08.1967, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1967 Útibú Búnaðarbankans í Hveragerði opnað 'S.L. föstudag tók til starfa að Breiðumörk 19 í Hveragerði nýtt utibú Búnaðarbanka íslands fyr- ir Ámessýslu. Fjöldi gesta úr ’héraðinu voru viðstaddir opnun útibússins ásamt landbúnaðar- ráðherra, fjármálaráðherra, bankaráði og bankastjórn. Stefán Hilmarsson bankastjóri flutti við þetta tækifæri fróð- legt erindi um landbúnaðar- framleiðslu Árnessýslu og hlut- deild Búnaðarbankans og stofn- lánasjóða hans í hinni öru þró- un landbúnaðarins á undanföm- um áratugum. í ræðu banka- stjórans kom meðal annars fram, að til Árnessýslu hafa verið veitt mun fleiri framkvæmdalán en til nokkurrar annarrar sýslu úr stofnlánasjóðum bankans og hærri að fjárhæð. Útistandandi lán munu nú vera um 140 millj. króna í sýslunni. Árnesingar eiga nú tæpan fimmta hlutann af nautgripa- stofni landsmanna og framleiðsla sama hundraðshluta af öllum mjólkurafurðum. Framleiðsla garðyrkjubænda er einnig sú mesta á landinu. Þá rakti bankastjórinn stefnu og starfsaðferðir Búnaðarbankans í lánamálum landbúnaðarins. Útibúið í Hveragerði er hið áttunda, sem bankinn setur á stofn úti á landi auk fimm úti- búa í Reykjavík, og hafa þau öll eflzt mjög ört og orðið lyfti- stöng atvinnulífi héráðanna. Þessi þróun væri eðlileg og í samræmi við lög og tilgang bank ans að greiða fyrir peningavið- skiptum þeirra, er stunda land- búnaðarframleiðslu. Fjöldi ræðumanna fagnaði stofnun útibússins, þ.á,m. Ing- ólfur Jónsson landbúnaðarráð- herra, Þorsteinn Sigurðsson for- maður Búnaðarfélags Islands, Pá)l Diðriksson bóndi, Búrfelli, Stefán Guðmundsson hreppstjóri Hveragerði, séra Sigur’ður Páls- son, Hraungerði og Einar Flyg- enring sveitarstjóri í Hveragerði. Einig tók til máls Jón Pálma- son, formaður bankaráðs Búnað- arbankans, og hinn nýi útibús- stjóri, Tryggvi Pétursson, fyrrum^— deildarstjóri Búnaðarbankans, en hófinu stýrði Baldur Eyþórsson, Gjaldkeri og bókari útibúsins er varaformaður bankaráðsins. Ragnar Guðjónsson, fyrrum sparisjóðsstjóri. Sparisjóður Hveragerðis og ná grennis hættir nú störfum og sameinast Búnaðarbankanum. Gagngerðar breytingar hafa farið fram á húsi bankans og önnuðust þær ýmsir heimamenn í Hveragerði undir stjórn Stefáns Guðmundssonar og Svavars Jó- hannssonar =kipulagsstjóra bank- ans Húsakynnin eru hin vistleg- ustu. Óbreyttar vísltölur f FRÉTTATILKYNNINGU frá Hagstofu íslands segir, að vísi- tala framfærslukostnaðar í ágústbyrjun hafi reynzt vera 195 stig eða hin sama og í byrj- un júlí. Matvöruvísitalan hefur hækkað um eitt stig, en vísi- tala fatnaðar og álnavöru hefur aftur á móti lækkað um eitt stig. Aðrir liðir eru óbreyttir. f júlímánuði hækkaði verð á aokkrum vörum í vísitölunni, aðallega innfluttum vörum. Til mótvægis þessum verðhækkun- um var niðurgreiðsla kartöflu- verðs aukin sem svarar 0,7 vísi- tölustigum frá og með ágústbyrj un. Kaupgreiðsluvísitala hefur ver ið reiknuð eftir vísitölu fram- færslukostnaðar í ágústbyrjun og reyndist hún vera 188 stig, eða óbreytt frá því, sem var við síðasta útreikning. Samkvæmt þessu skal á tíma bilinu 1. sept. til 30. nóv, 1967 greiða sömu verðlagsuppbót og greidd er á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst 1967, þæ. 15.25% á grunnlaun. Sex fogarar með 1300 tonn — til Reykjavíkur það sem af er ágúst Togaralandanir í Reykjavík 333 ÞAÐ sem af er þessum mánuði hafa 6 togarar landað í Reykja- vík rúmlega 1300 tonnum af fiski, að mestu leyti karfa, sem farið hefur til vinnslu í frysti- húsunum. í byrjun mánaðarins komu Eg- ill Skallagrímsson og Ingólfur Arnarson með fullfermi, 243 tonn hvor, og Neptúnus landaði 265 tonnum. Sjöunda ágúst kom Hallveig Fróðadóttir með 185 tonn og daginn eftir kom Nep- túnus aftur vegna bilunar og landaði 58 tonnum. Hinn níunda kom Jón Þorláksson með 212 tonn og í fyrradag kom Marz með tæp 120 tonn. Eftir helgina koma Þormóður goði og Púpiter til Reykjavíkur, en ekki er vitað um afla þeirra. Lægðin yfir Grænlandshaf inu olli rigningu við SV- ströndina í gærmorgun, og voru horfur á að regnveðri? yrði komið inn yfir landið síðdegis. Um helgina er útlit fyrir, að suðlæg átt haldist, svo að ( þá má búast við góðu veðri norðan lands, en vætu fyrir sunnan. Paul Michelsen garðyrkjumaður, Hveragerði fyrsti viðskiptavinurinm í hinu nýstofnaða útibúi Búnaðarbankans í Hveragerði er afgreiddur af gjaldkera bankans Ragnari Guðjónssyni. Paul Michelsen fékk reikning No. 1 við útibúið. Ráðstefna um þróun á skipu- lagsbyggingu atvinnuveganna — haldin á vegum Stjórnunarfélags Islands Stjórnunarfélag Islands hefur ákveðið að halda ráðstefnu um þróun í skipulagsbyggingu at- vinnuvega, samvinnu, samruna og stækkun rekstrareininga, þar sem forstöðumenn og fuUtrúar fyrírtækja, félaga og stofnana koma saman, til þess að hlýða á fræðandi erindi, ræða vandamál- in, skiptast á skoðunum og reynslu. Ráðstefnan verður haldin að Hótel Bifröst, fimmtudag 31. ágúst, föstudag 1. sept. og laug- ardag 2. sept. n. k. Tilgangur ráðstefnunar er: 1. Að kanna, hvaða gildi skipu lagsbygging atvinnuveganna hef- ur fyrir framleiðni, samkeppnis- hæfni og afkomu þeirra. 2. Að kanna, hvaða megin or- sagir hafa verið að verki í mynd- un núverandi skipulagsbygging- ar, helztu greina atvinnulífsins. Einkum séu dregnar fram þær orsakir, sem beinlínis hafa stuðl- að að smárekstri. 3. A‘ð kynna ráðstafanir, sem kunnugt er, að gerðar hafa verið erlendis, í því skyni að endur- bæta skipulagsbyggingu atvinnu- vega. 4. Að kanna, hvaða breytingar eru æskilegar í skipulagsbygg- ingu íslenzkra atvinnuvega og hvernig mætti koma þeim breyt- ingum í framkvæmd. Jakob Gíslason, orkumála- stjóri, formaður Stjórnunarfélags ins, mun setja ráðstefnuna 31. ágúst og síðan flytur Guðlaugur Þorvaldsson, prófessor, erindi er nefnist: Skipulagsbygging íslenzkra atvinnuvega og framtíðarviðhorf. Föstudaginn 1. september verða eftirfarandi erindi flutt: 1. Hvaða gildi hefur skipulags- Nagasa&i, 9. ágúst AP. HINIR 420.000 íbúar borgarinnar Nagasaki í Japan héldu í dag einnar mínútu bænarþögn kl. 11.02 að staðartíma, en á þeim tíma féll á borgina önnur kjarn- orfcusprengj an, sem Bandaríkin létu falla á Japana í síðari heims styrjöldinni. í þessari sprengingu er talið. að hafi farizt um 73.000 manns og meistur hluti Naiga- sakiborgar var lagður í rúst. Á sunnudaginn var, 6. ágúst, var í Hiroshima minnzt þess, að 22 ár voru liðin síðan fyrri kjarn- orkusprengja Bandaríkjanna féll á Japan. Leiðrétting I viðtali við Steindór Steindórs son frá Hlöðum, sem birtist í blaðinu í gær, slæddust inn tvær prentvillur. I fyrsta dálki stend- ur, er rætt er um ritgerð eftir Steindór: „Siðari hlutinn mun koma út á þessu ári“. Þama átti að standa: „Siðasti hlutinn. ..“. í fimmta dálki ræðir Steindór um lífið og hefur þá fallið út eitt orð. Setningin er rétt svona: „Nei, lífið getur verið skemmti- legt, auðugt og litríkt ef menn hafa hug á og kunna að lifa því svo.“ Saltvík opnar um nœstu helgi Skemmtistaður unga fólksins — Saltvik opnar um næstu helgi, en unnið hefur verið af kappi að öllum framkvæmdum og á nú aðeins eftir að leggja loka- hönd á verkið. Á föstudag var lokið við að leggja gólf í hlöðuna á staðnum, en hún verður notuð sem danshús. Á laugardag verður dansað frá kl. 21 til 02 og leikur hljóm- sveitin Tempó fyrir dansi, en hún er nú meðal vinsælustu unglingahljómsveita landsins. Þá verður varðeldur kynntur á mfðnætti, flugeldasýning o. fl. Ekki verður mikið um leik- tæki fyrstu helgina, enda er hug- myndin sú, að unga fólkið finni sjálft hvað vanhagar um og langar til að fá og komi ósk- um sínum síðan á framfæri við- komandi aðila. Forráðamenn skemmtistaðar- ins vænta þess að unga fólkið taki þessari framkvæmd vel og fjölmenni í Saltvík um næstu helgi. Framtíð staðarins er háð því. bygging atvinnuveganna fyrir framleiðni, samkeppnishæfni og afkomu þeirra. Fyrirlesari: Sven Ásbrink for- stjóri Grangesbergsbolaget í Sví- þjóð. 2. Samstarf og samruni fyrir- tækja hér á landi: Fyrirlesari: Þórir Einarsson, vfðskiptafræð- ingur, Iðnaðarmálastofnun Is- lands. Síðan verða flutt stutt erindi um viðhorf gagnvart stækkun rekstrarreikninga: 1. Sjávarútvegur: Fyrirlesari Valgarð J. Ólafsson, framkv.stj. Valgarð J. Ólafsson hf. 2. Landbúnaður: Fyrirlesari: Sveinn Tryggvason, framkv.stj. Framleiðsluráðs landbúnaðarins. 3. Xðnaður: Fyrirlesari: Sveinn Björnsson, framkv.stj. Iðnaðar- málastofnunar íslands. 4. Byggingariðnaður: Fyrirles- ari- Gu'ðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Breiðholts hf. 5. Verzlun: Fyrirlesari: Hilmar Fenger, framkvæmdastjóri Natan & Olsen hf. Þá munu fara fram hópum- ræður um einstaka atvinnuvegi. Þar á eftir verður flutt erindi er nefnist: Þáttur skipulagsbyggingar i framtíðaráformum —. liður í auknum styrkleika einstakra fyrirtækja og framfaraþróun at- vinnuvega. Fyrirlesari: Lars Mjös, forstj. Industrikonsulent í Noregi. Laugardagur 2. september. Fyrir hádegið verða flutt tvö erindi: 1. Þróun erlendis til samstarfs og samruna fyrirtækja. Fyrir- lesari: Sven Ásbrink, forstjóri Grangesbergsbolaget í Svíþjóð. 2. Fjárhagsleg vandamál í sam bandi við samruna fyrirtækja. Fyrirlesari: Árni Vilhjálmsson, prófessor. Seinna um daginn fara fram hópumræður um skipulagsbygg- ingu atvinnuveganna, þar sem eftirfarandi atriði verða rædd: 1. Hver eru sérkenni skipu- lagsbyggingar íslenzkra atvinnu- vega? 2. Er þörf á endurbótum I skipulagsbyggingu atvinnuveg- anna — og ef svo er, þá hverj- um? 3. Er þörf stærri og færri rekstrareininga í íslenzkum at- vinnuvegum? 4. Hvaða ráðstafanir er hægt að gera, hér á landi, til að ýta undir hugsanlegar endurbætur Framhald á bl*. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.