Morgunblaðið - 13.08.1967, Síða 4

Morgunblaðið - 13.08.1967, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1967 BÍLALEIGAN -FERÐ- Daggjald kr. 350,- og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SENDUM MAGNÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun slmi 40381 "* LITLA BÍLALEIGAN IngólfsstrætJ 1L Hagstætt leigugjald. Bensín innifaliS í ieigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Siml 35135. Eftir lokun 34936 og 36211. Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki Útvarps- og sjónvarpstæki Rafmagnsvörubúðin sf Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði). KYLFUR BOLTAR og fleira. P. Eyfeld Laugavegi 65. oood/Vear Hjólborðor 560 x 15 P. Stefánsson hf. Lattgaveg 170-172, sími 13450. ★ Þotu-útgerð frá Reykjavíkurflug- velli Reykvíkingur skrifar: „Kæri Velvakandi. í blaði þínu hinn 25. júlí sl. birtir þú tvö bréf með hug- leiðingum um þotuflug og þá helzt vangaveltum um það, hvers vegna þota Flugfélags Islands fær ekki að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Annar bréfritarinn heldur því fram, að það sé vegna viðgerðar- kostnaðar á Reykjavíkurflug- velli, en hinn að það sé vegna titrings og hávaða, að þotan fær ekki að lenda hér. Ég held að báðir hafi á röngu að standa Það er útílokað, að samgöngu- málaráðherra ætli sér að spara 50 milljónir króna fyrir ríkið með því að velta 100 milljón króna kostnaði jrfir á flugfé- lagið. Ráðherrann mundi ör- ugglega frekar hækika lending ar gjöldin, og nægði það ekki, þá að taka upp flugvallarskatt, eins og gert er á hinum Norð- urlöndunum. Ég er satt að segja undrandi á því, að ís- lenzkum ráðamönnum skuli ekki hafa dottið þessi skattur í hug, til þess að standa straum af síauknum viðhaldskostnaði og fflugvallargerð á íslandi. Hinn með hávaðann og titring inn. Ja, ég veit ekki hvað skal segja um svo frámunalega asnalegu ástæðu. Mér finnst satt að segja heyrast minna í þotunni en t.d. DC 6 eða hin- um flugvélunum, sem notaðar eru frá Reykjavíkurflugvelli. Hvaða titring snertir í bílum á Hringbrautinni, þá skil ég ekki í öðru en menn séu því vanir, að bílar titri á íslandi, meira að segja hristist, þegar vegir landsmanna eru hafðir í huga yfirleitt. Það er heldiur ekkert víst og alls ekkert senni legt, að neitt titri, þó að þot- an fengi að athafna sig á Reykjavíkurflugvelli. Það hef- ur ekki komið fram nein kvört un um slíkt. Nei, það er þessi eilífi hrá- skinnsháttur hjá ráðamönnum okkar varðandi Reykjavíkur- flugvöll, sem er orsökin. Það virðist enginn geta tekið loka- ákvörðun um það, hvort leggja skuli Reykjavíkurflugvöll nið- ur eða ekki. Það er kominn tími til að taka þessa ákvörð- un; það er ekki hægt bæði að halda og sleppa í þessu máli. Ráðamenn okkar í flugmálum verða að vita, hvar þeir standa hvað þessu viðkemur. Það er nú sannað mál, að brautirnar á Reykjavíkurflug- velli eru ekkert of stuttar fyrir þotur, eins og haldið var, og ekkert annað til fyrirstöðu en viðhaldið. Við verðum að gera það upp við okkur, að Reykja- víkurflugvöllur verður aldrei lagður niður. Staðsetning vall- arins er svo góð, að á betra verður ekki kosið. Við eigum því að kosta 50—100 milljón- um til þess að gera flugvöll- inn varanlegan og áætla fjár- magn til viðhalds og fegrunar í umhverfi hans. Það er eng- inn að tala um að gera þetta á einu ári, — þetta mætti skipuleggja og gera í áföngum. Það er enginn vafi, að hefði svona ákvörðun verið tekin fyrir svo sem 10 árum, þá hefði enginn orðið vaf við kostnaðinn, og þá hefðum við líka varanlegan flugvöll á bezta stað í Reykjavík og eng- um dytti í hug að léggja hann niður. Við eigum tvö myndarleg flugfélög, sem skapað hafa sér virðingu og' aðdáun víða um lönd. Annað sækir markaði sína til útlendinga og hefur dregið okkur björg í bú. Fyr- ir það félag höfum við skap- að fullkomna aðstöðu, sem hefði kostað okkur tugi millj- óna króna, hefðum við þurft að greiða hana sjálfir. Þetta félag hefur útgerð frá Kefla- víkiurflugvelli og miðar allan sinn rekstur við það. Hitt félagið miðar allan rekst ur sinn við þarfir íslendinga og hefur gert meira til þess að gera líf okkar þægilegra og ánægjulegra en nokkurt ann- að félag fyrr og síðar. Það hef- ur fært okkur íslendinga meira saman og gert okkur auðveld- ara að byggja hin strjálbýlu héruð víðs vegar um land. Þetta félag byggir allan sinn Tekstur á útgerð frá Reykja- víkurflugvelli, og það er ör- ugglega ósk allra, að sá rekst- ur verði gerður mögulegur á ný. Reykvíkingur." ■jc Börnin, sem bera út blöðin Á. V. skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég gat ekki stillt mig um að senda þér línu, þegar ég var búin að lesa um drenginn, sem ber út blöðin. Þarna er full- orðna fólkinu rétt lýst, og börnin spyrja: eigið þið, þessi fullorðnu, ekki að vera fyrir- myndir okkar? Þegar ég var á líkum aldri og þessi drengur, bar ég út Moggann í Norðurmýrina. Það var mikið gott hverfi; það voru Skarphéðins-, Karla-, Vífils- og Mánagata. Ég fór alltaf snemma, um kl. 6.30 til 7. Ég fékk aldrei kvörtun, og innheimtu var lokið á 1—2 kvöldum. Þarna var afbragðs fólk. Ég fékk margt brosið og þakklætið. Ein kona verðlaun aði mig. Gaf mér nælu í barm- inn. Það var fyrir stundvisi; ég vakti hana alltaf á réttium tíma með blaðinu. Þetta var hattakona í Austurstræti. En seinna bar ég út í annað hverfi. Þar var nú sagan önn- ur. Alltaf kvartanir. Og rukk- unina tala ég nú ekki um. Var ég oft kölluð fyrir Gyðu. Gafst ég alveg upp á þessu eftir þetta. Því er fólk að kaupa blöðin, ef það getur ekki borgað þau? Og góða fólk, sendið börniui- um bros og þalkklæti fyrir vel unnin störf, þó ekki sé nema að bera út blað. Það þurfa all- ir á hvatningu að halda, ekki sízt börn. Þetta verður þeim ævilöng minning eins og ég minnist þessa fólks. Beztu kveðjur, Á. V.‘ Klaufaleg uppsetn- ing á vegabréfum „Kæri Velvakandi! Ef ég man rétt, var þér skrif að einhvern tíma á síðasta vetri um það, að lagfæra þyrfti almenn víxileyðublöð, þannig að betra pláss yrði þar fyrir nafn samþykikjanda. Þetta var mjög þörf athugasemd, sem bankamenn og prentarar hafa vonandi tekið til greina. Mig langar nú til að nefna annað mál, sama eðlis. Það er í sambandi við vegabréf, sem þeir fá, er fara til útlanda. Á bls. 3 í þeirri bók er mynd af vegabréfshafa, en fyrir neðan á hann að skrifa nafnið sitt (með) eigin hendi. En línan til að skrifa á er svo stutt, að það er ákaflega erfitt að gefa þar rétta mynd af eigin rithönd, ekki sízt ef nafnið er langt. Fyrir framan línuna er nefni- lega klausa á fjórum tungu- málum. sem tekur nærri hálfa síðubreidd. Þessu má auðveld- lega breyta með því að hafa klausuna fyrir ofan. í tveim- ur línum, tvö tungumál í hvorri, og getur þá línan fyrir nafnið náð þvert yfir síðuna. Sama máli gegnir á bls. 1 þar sem lögreglan skrifar fullt nafn viðkomanda; þar kemst mitt nafn ekki fyrir öðru vísi en að skipta því í tvær línur, en það fer ekki vel. Þessu veld ur einnig prentuð klausa; hún ætti að vera fyrir ofan, og þá gæti naínlínan verið í fullri lengd. Mig langaði aðeins til að benda á þetta, í fullri vin- semd, til athugunar við næstu prentun á vegabréfi. Með kveðju- og þökk, ferðalangur." Laser-geislar með níföldum ljóshraða og Nýals-sinnar Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „Komdu sæll, Velvakandi! Vegna þess að þeir eru marg ir, sem skrifa þér, langar mig til að biðja þig fyrir spurn- ingu, sem ég vona, að einhverj ir af lesendum þínum geti svar að. Allir hafa lært, í gagnfræða skóla, í menntaskóla, í sjó- mannaskóla eða í blöðum og bókum, sem þeirhafa lesið án leiðsagnar, að hraði ljóssins sé 300.000 kílómetrar á sekúndu, og þó að þetta sá býsna furðu leg stærð, þá er auðveldara að gera sér grein fyrir henni, eft- ir að menn fóru að vita og múna eftir því, að tunglíð er staður, sem hafa má samband við. En þetta var nú alkunn- ugt, að ljósið fer á rúmri sek- úndu frá jörðu til tungls eða frá tungli til jarðar, og sama er að segja um útvarpsbylgj- ur og hverjar einar rafsegul- bylgjur, sem menn þekkja, og hefur oft verið frá þessu sagt og stundum látið fylgja, að þetta væri hinn mesti hugs- anlegi hraði í alheimi. Já, lcannast menn ekki við, það að hafa heyrt, að ljóshrað- inn sé hinn mesti hraði sem orðið geti? Ég efast ekki um, að það muni margir gera, en hitt get- ur líka verið, að sumir muni eftir einhverjum, sem voru að tala um, að þetta væri ekki rétt, og að til væri meiri hraði. Og hvaða álit hafa menn þá haft á slíkum málflutningi? Þeir hafa sjálfsagt talið, að með því væri að setja sig upp á móti vísindunum og halda fram fáfræði í þekkingar stað. Nú er það komið upp, að við eðlisfræðitilraun (laser) hafi verið sýnt fram á nífald- an hraða ljóssins, og gerist þetta með því, að ljósöldurn- ar eru látnar magna hver aðra upp eftir því lögmáli, sem nefnt er ástæði (resonans). Og hvað segja nú íslenzkir eðlis- fræðingar um þessa niður- stöðu? Hvað segja lífeðlisfraeð ingar um það, þegar orkán hverfur í lífsameindirnar eftir sama lögmáli og kemiur fram á einihverjum öðrum stað? Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir samband lífsins í al- heimi? Eru vísindamennirnir til viðtals um það mál? Þorsteinn Guðjónsson." ■jc Að útgefa og fram- halda „Lesandi skrifair: „Kæri Velvakandi! f kvöld (30. júlí) hlýddi ég á fyrra erindi séra Guðmundar Sveinssonar um þýzka heim- spekinginn Karl Jespers. Mér þótti erindið bæði fróðlegt og ágætlega flutt, og séra Guð- mundur ákaflega vel máli far- inn maður. Það er ekki oft, sem til slíkra manna heyrist í útvarpinu, og mætti margur nökkuð af honum læra. Þó furðaði ég mig stór.um á þvl að heyra hann nota sögnina „að útgefa“, þar eð þessa sögn hef ég ekki heyrt fyrr. Séra Guðmundur gat þess, að ákveðið rit hefði verið út- gefið það ár, sem hann svo nefndi. Ég fletti í skyndi upp í Orðabók Menningarsjóðs og fann þar orðin útgáfa og út- gefandi, en sögn þessa, að út- gefa, var hvergi að finna. Þessi atburður olli því, að mér kom í hug önnur „sögn“ mynduð á svipaðan hátt. Su nefnist „að framhalda“, og fær ist notkun hennar, að því er virðist stöðugt í aukana. Fund um er nú jafnan framhaldið, eða jafnvel fram haldið, og skil ég ekki í mönnum, sem nenna að mæta á slíkar sam- komur. Nú langar mig að vita, hvort einhvers staðar leynist ein- einhver, sem getur skýrt þetta fyrir mér, því að nauðsyn er hverjum manni að reyna að skilja sitt móðurmál sem bezt og komast að rótum þess, sem hljómar framandi. Ef til vill getið þér, Velvak- andi góður, eða einhver hinna fjölmörgu lesenda yðar, fund- ið mér einhverja leið í þess- um vanda. Með þakklæti, lesandi." — Velvakandi heldur, að hér sé bara um hvimleiðar am- bögur manna með lélega mál- kennd að ræða, — en vísar þessu annars til málvitringa. Mikið úrval af GOOD YEAR gólfflísum og NEODON og DLW gólfteppum. — Gott verð. LITAVER S.F., Símar 30280, 32262.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.