Morgunblaðið - 05.09.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPT. 1967 Að sjálfsögðu e.r Ijóst að við höfum aðeins þörf fyrir lítinn hluta af því, sem hér er gert, og verður sennilega mestur vand- inn að velja og hafna, þar sem um svo gjörólíkar aðstæður er að ræða. Ég held að við séum allir þeirrar skoðunar, að það sé mik- ið lán fyrir okkur að vera svona rétt í kjölfari Svíanna og geta hagnýtt okkur vinnu þeirra og reynslu, það auðveldar okkur margt og sparar öruggiega mikið fé og fyrirhöfn. Við bíðum nú eins og aðrir með eftirvæntingu Valgarð Briem þess að hægri umferðin hefjis*, þá er að sjálfsögðu helzt tiðinda að vænta, en allir vonum við, að þetta mikla átak þeirra Svía takizt sem bezt. M.F. Framkvæmdanefndin hér hef- ur veitt okkur margvíslega fyrir greiðslu og aðstoð, sem við telj- um ómetanlega fyrir okkur í sambandi við það verkefni sem framundan er á Islandi í þess- um efnum. Erfitt að finna réttu leiðina milli staða eftir H-breytinguna - ökuferð blaðamanns IMbl. um Stokkhólmsborg BENGT Áke Ottosson fram- kvæmdastjóri, sem séð hefur um alla útgáfustarfsemi hægri nefndarinnar sænsku í hinni miklu áróðursherferð, sem hér hefur verið, bauð mér og Pétri Sveinbjarnarsyni, umferðarfull- trúa Reykjavíkurborgar, í öku- ferð í bifreið sinni skömmu eftir að breytt hafði verið yfir í hægri umferð. Hafði hann þá ekki áður ekið bifreið í hinu nýja skipulagi, og fannst mér forvitnilegt að þekkjast boðið. Við lögðum af stað frá Rik- stadshuset um kl. 9 á sunnudag og ókum suður fyrir húsið, þar sem Ottosson ætlaði suður götu sem heitir Káallargránd. Er við erum í þvi beygja inn í göt- una hemlaði Ottosson skyndi- lega, dæsti og sagði: — Ein- stefnuakstur — ekki átti ég von á því! Þetta er skrítið, og það er varla að ég kunni við þetta. Eina leiðin að komast fram úr þessu úr því sem komið var, var að fara yfir Stallbroen og yfir Nörrström, þetta er örstutt leið og á undan okkur ók leigu- bili. Við tókum eftir því að þeg- ar komið var yfir brúna á Nörr- ström var einungis leyfilegt að beyja til hægri. Áður var um þrjár leiðir að ræða. Við gáfum því stefnuljós um það hvert við ætluðum, en jafnframt fylgdust við með leigubifreiðinni á und- Viti menn! Hún velur að aka upp aðra þá leið sem bannað var. Bifreiðarstjórinn hefur sjálfsagt ekki tekið eftir ein- stefnuakstursmerkinu. Ekki hafði hann ekið nema svo sem 20 metra yfir götuna er lög- regluþjónn kom á móti honum, og veifaði óspart. Leigubifreiðin varð að snúa við og fara þá leið sem við fórum. — Hvernig eigum við nú að komast í Kungsgatan? segir Ottosson, og hlær við. — Um það hef ég ekki minnstu hugmynd. Framhjá okkur ekur strætis- vagn. Á honum stendur stórum stöfum á skjannagulum fleti: „Vi ár alle nybörjare“ — og það er víst orð að sönnu. Meira að segja Ottosson, sem staðið hefur fyrir því að gefa út áróð- ursbæklinga um hægri umferð, er ekki viss. Ottosson hafði hug á að aka okkur til Södertjálja og ók hann í áttina. Mjög góðar merkingar eru allsstaðar um allar götur og ekkert hefur verið til sparað til þess að Sto'kkhólmsbúar geti ratað um borgina sína. Á einu skiltinu stendur: Södertjálja. Við reynum eftir beztu getu að fara eftir skiltinu, en ekki leið á löngu áður en Ottosson hafði komizt að raun um að við vor- um á leið til Uppsala. Hann'varð því að gera aðra tilraún og hún tóks1. Ottosson segir okkur að.-«> honum hefði fundizt dásamlegt að aka um Stokkhólmsborg í hinu almenna umferðarbanni. Hann hafði undanþágu, vegna þess að hann var starfsmaður framkvæmdanefndarinnar og bifreiðar í umferð voru svo fáar að þeir sem undanþágu höfðu, gátu beinlínis eignað sér göt- una. Á einum stað urðum við að stanza vegna umferðarljósa á einstefnuakstursgötu, en við ætluðum að beyja til vinstri. Stanzaði því Ottosson bifreiðina vinstra megin á götunni og beið. Við þetta fyrrtist gamall maður, sem stóð á gangstéttarbrún og bennti sífellt á hægri handlegg sinn og sló á hinn vinstri. Hann var viss um að vlð hefðum ekki hugmynd um að gengin væri í gildi hægri akstur í Svíþjóð. Undir lokin, áður en við kvödd- um Ottosson, spurðum við hann svolítið um starf hans, Hann sagði mér, að fyrirtæki sitt Sfefði tekið að sér í félagi við annað fyrirtæki, að gefa út alla áróðurs bæklinga fyrir framkvæmda- nefndina. Félagi hans í þessu er Göran Tholerus og hafa þeir unnið að þessu saman. Fyrirtæk- ið heitir EGB og er samsett úr nöfnum tveggja fyrirtækja, þeirra Ervaco, sem Tholerius á, Giinter og Báck, sem Ottosson er framkvæmdastjóri fyrir. Lokaherferðin hófst nú 19. ágúst, segir Ottosson, — Áætlun um hana í smæstu smáatriðum var þegar tilbúin hinn fyrsta desember 1966, og þá þegar viss- um við nákvæmlega hvað átti að gera, enda nauðsyn þar sem undtrbúningur var mikill. M.F. Fyrirmynd Svía við breyting- una mun spara fé og fyrirhöfn — viðtal v/ð Valgarð Briem formann ísl. h-nefndarinnar ÁÐUR en breytingin yfir í hægri akstúr tók gildi hér í Stokk- hólmi tókum við tali Valgarð Briem formann íslenzku hægri nefndarinnar, en nefndin hefur verið hér til þess að kynna sér gang mála. Við spurðum Valgarð um álit hans á framkvæmd Sví- anna og mikilvægi þess að ís- lendingar hefðu þar fyrirmynd til þess .að byggja á. Hann svar- aði: — íslenzka framkvæmdanefnd- in hefur undanfarna daga rætt við ýmsa þá aðila, sem undir- búa breytinguna hér í Svíþjóð og þá að sjálfsögðu fyrst og fremst við hægri nefndina hér og hina ýmsu starfsmenn henn- ar, en auk þess ýmsa forstöðu- menn lögregiunnar, skóla, borg- armálefna, aðallega við þá sem fjalla um breytingar á gatna- kerfinu. Einnig höfum við haft samband við aðila, sem vinna að umferðarbreytingunni í Upp- sölum til þess að fá sérstaklega að heyra um vandamál smær.ú sveitarfélaga. Á þennan hátt höfum við aflað mikils fróðleiks um síðasta hluta undirbúnings- ins fyrir breytinguna og margra skjála og bæklinga, sem ýmsir aðilar hafa gefið út í því sam- bandi. í „Vandamnl Svín mnnu þnggn ' niður í fylgjendum H-umferð- nr í Bretlnndi" Mynd þessi var tekin í miðborg Stokkhólms 15 mínútum eftir að hægri umferðin hófst þar. Allar götur borgarinnar fylltust á svipstundu af bifreiðum og umferðarhnútar mynduðust. ALEC Durie hélt blaðamanna fund hér í gær, með blaða- mönnum, sem hér eru í Stokkhólmi til þess að fylgj- ast með hægri akstrinum, en Durie er framkvæmdastjóri stærsta bílaklúbbs heims. Durie lét í Ijós mikla aðdáun á framkvæmd Svíanna, en var ekki hlynntur því að Bretar tækju upp hægri akstur. Kvaðst hann heldur ekki sjá að það yrði gert í náinni framtíð. Hann taldi að breyt- ingin mundi kosta í dag 350 milljónir sterlingspunda, en ef reiknað væri með verð- bólgu þeirra ára sem færu í undirbúning mætti örugglega reikna með 600 milljónum sterlingspunda. Þá sagði Durie: — „Hafi Svíar gert Bretum greiða með því að breyta nú, þá fellst það 1 því að sýna okkur þau vandamál sem rísa, og munu þau eflaust þagga niður í þeim heimafyrir, sem vilja að Bretar breyti. — Vandamál Breta er sjö- fallt á við það sem steðjar að Svíum, sagði Durie enn- fremur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.