Morgunblaðið - 05.09.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPT. 1967 17 Mikill fnrartálmi brúaður — Framkvæmdin kostaði 20 milljónir — Ræða Ingólfs Jónssonar við vígslu Jökulsár- brúar á Breiðamerkursandi Ingólfur Jónsson ráffherra flytuir vígsluræffu sána viff Jökulsá. Heiðruðu Skaftfellingar og aðrir áheyrendur. VÖTNIN hafa lengi verið farar- tálmi í mörgum héruðum lands- ins. Ekkert byggðarlag hefir verið jafn illa sett hvað þetta snertir, eins og Skaftafellssýsl- ur. Skaftfellingar hafa verið landsþekktir fyrir dugnað og harðfengi í baráttunni við hin straumiþungu og erfiðu vötn. Góðir vatnamenn og vatnahest- ar eru orð, sem oft voru notuð áður fyrr, meðan vötnin voru óbrúuð. í>að þurfti útsjónarsemi og þrek manns og hests, að brjótast áfram yfir vötnin. Tímarnir hafa breyzt, fflestar ár hafa nú verið brúaðar og byggðalög og landshlutar tengd- ir saman. Miklar brúarframkvæmdir Um Suðurland, frá Lónsheiði til Borgarfjarðar renna margar ár, straumþungar og vatnsmikl- ar. Það var fögnuður þegar ÖMusá var brúuð, litlu fyrir aldamótin. En sú brú var hin fyrsta, sem gerð var hér sunn- anlands, og ein af fyrstu brum á landinu. Síðan hefir verið sókn í þessum málum, Þjórsár- brúin kom litlu seinna, Sogs- brúin rétt eftir aildamótin og Rangárbrúin, ytri, 1912. Eftir það komu brýr á ýmsar ár hér syðra og annars staðar á landinu, þótt oft væru löng hlé á milli. A.-Skaftfellingar fengu sína fyrstu stór-brú árið 1952. M var Jökulsá í Lóni brúuð. Er hún mikið mannvirki, og hefði kost- að á núverandi verðlagi rúm- lega 9 millj. kr. 1954 er Skafta- fellsá brúuð. Er það lítil brú, en að henni varð eigi að síður mikill samgöngubót. 1958 er Hólmsá á Mýrum brúuð og var mikið gagn að henni, þótt hún teljist ekki til stórbrúa. 1961 er Hoffellsá í NesjUm og Horna- fjarðarfljót brúað. Þar er um mikil mannvirki að ræða eins og kunnugt er, og fjölmenntu Skaftfellingar, líkt og þeir gera í dag, við vígslu brúarinnar á Hornafjarðarfljóti. Við það tækifæri var ánægju- legt að heimsækja A.-Skaftfell- inga eins og ávallt fyrr og síð- ar. Gleði A.-Skaftfellinga yfir þessu stærsta mannvirki sem gert hafði verið í sýslunni, var einlæg og vonir þeirra um áframhaldandi brúargerðir í héraðinu höfðu glæðst við til- komu þessa mannvirkis. Það voru margir sem sögðu þennan dag; það er mikið ógert, það eru enn margar ár óbrúað- ar hér í sýslunni. Og þeir töldu árnar upp; Fjallsá í öræfum, en hún var brúuð 1962 og er sú brú rnikið mannvirki; Steina- vötn í Suðursveit, sem gerðu mikinn usla, en þar þurfti að gera fyrirhleðslu ásamt brúar- gerðinni. Því verki var lokið 1964, og vonir A.-Skaftfellinga urðu enn bjartari um að hug- sjónir mættu rætast um, að allar ár í héraðinu yrðu brúaðar inn- an lítils tíma. Jökulsá á Breiða- merkursandi var alltaf álitin erfiðust og af mörgum talin óvinnandi. Talið var, að brú á þessa á, myndi kosta geysiháa upphæð, og að erfitt yrði að ganga frá henni þannig, að hún gæti örugglega staðið af sér jaka og strauma í mestu vatna- vöxtum. Mikiff mannvirki Brúin er nú fullgerð, eins og sjá má. Traust steinsteypa og stál er hér samansett af verk- fræðilegri tækni og þekkingu. Allir vona, að brúin sé það traust, að hún megi standa um langa framtíð. SkaftfeHling- ar og aðrir, sem yfir ána þurfa að komast, þurfa ekki að tefjast lengur við þessa á, sem hefir verið, síðan landið byggðist, mikill faratálmi. Þessi brú hefir kostað rúmlega 20 millj. kr., og er mjög til hennar vandað að öllu leyti. Vegamálastjóra, verkfræð- ingum vegagerðarinnar, verk- stjóra við brúargerðina og verka mönnum öllum, sem unnið hafa að brúargerðinni vil ég hérmeð þakka ágæta vinnu og góða frammistöðu við þetta verk. Skaftfellingar og landsmenn allir fagna þessari brú, sem er einn þáttur í uppbyggingu og framfarabanáttu þjóðarinnar. Þessi brú, tengir saman hérað, sem hefir verið sundurskorið af stórfljótum, sem hafa gert sam- skipti manna erfið um aldarað- ir. Brýrnar á vötnum landsins tengja þjóðina saman, gera sam- skipti manna auðveldari og lífs- banáttuna léttari. A.-Skaftfellingar munu í dag, eins og við vígslu brúar á Horna fjarðarfljóti, telja upp þær ár, sem enn eru óbrúaðar í sýslunm. en nú eru þær ekki margar og því síður stórar. Fellsá í Suðursveit og Hrútá í Öræfum verða brúaðar á næsta ári. Áætlaður kostnaður þessara brúa beggja er 6 millj. kr. Þá eru eftir tvær ár, sem ég vil miklu heldur kalla læki, því þær eru litlar, það er Hólá og Stigá í Öræfum. Ræktunarland tvöfaldast A.-Skafttfellingar sjá því, að sú þróun sem virtist fyrir fáum árum svo fjarri því að rætast; verður nú að veruleika. Það er eðlilegt að A.-Skatfttfellingar fjölmenni hér í dag til mann- fagnaðar. Það er ánægjulegt að hafa tækifæri til að samgleðjast með því fólki sem ætíð hefur barizt hinni góðu baráttu til þess að bæta landið og vinna bug, hverju sinni, á þeim erfið- leikum, sem að steðjuðu. Sú þjóð, sem byggir þetta land, hetfir sigrað og séð hug- sjónir rætast, vegna þess að hún hafði þrautseigju og úthald, sem dugði til að vinna bug á ertfiðleikunum. Hér í A.-Skaftafellssýslu hafa jöklarnir, vötnin og sandarnir verið ógnvaldur og gert búsetu í héraðinu að ýmsu leyti mjög ertfiða. En héraðsbúar hafa ávallt ótrauðir gert byggðinni til góða, eftir því sem föng voru á. Ræktun var lengi viil erfið vegna vatna og sa.nda, en fyrir 5 — 6 árum síðan byrjuðu hér- aðsbúar að rækta sandinn og hafa síðan 1962 fengið 700 ha af ræktuðum sandi. Með sandræktinni og annarri ræktun í héraðinu er talið, að ræktun- arlandið hafi tvöfaldast á 5 — 6 ára tímabili. Það efast áreiðan- lega enginn um að A.-Skaftfell- ingar eru framfaramenn og með vaxandi trú á möguleika lands- ins til þess að veita fjölgandi þjóð góð lífskjör. Samgöngurnar hatfa verið erfiðar á fslandi. fslenzki hest- urinn var í meira en 1000 ár þarfasti þjónninn. Síðan að veg- irnir voru lagðar og árnar brú- aðar, hatfa vélknúin farartæki leyst hestinn af hólmi, og þrátt fyrir vega og brúargerðir munu fslendingar niota vegi loftsins allra þjóða mest. Þannig hafa fjarlægðir milli héraða og lands hluta sem áður ollu einangrun, orðið litlar. 65 milljónir í brúargerff í A-Skaftatfellssýslu Á árinu 1967 eru margar brýr byggðar, þar af 5 stórbrýr, tæpir 500 m. að lengd, auk þess 8 brýr yfir 10 m. langar, og 23 smá- brýr. Lengd brúa sem byggðar eru á þessu ári, eru um 800 m. Brýr, sem gerðar hafa verið í A.-Skaftafellssýslu síðan 1952, eru 1.029 m. að lengd, og kosta með núveranidi verðlagi 65 millj. kr. Þegar A.-Skaftfellingar og aðrir landsmenn, sem fylgjast með framkvæmdum hér í sýsf- unni sjá hvað hér hefur áður verið framkvæmt, munu menn spyrja, hvað enn sé eftir til þess að komast landileiðina úr Öræf- um í vegasamband við V. Skafta féllssýslu. Margir telja víst, að komið verði á vegasambandi úr V.- Skaftatfellssýslu yfir Skeiðará og austur. Það er mikið ógert áður en slíkt samband kemst á. Vegalengd yfir Skeiðaránsand er um 30 kim. Þrjú stór vatnakerfi eru á sandinum, Núpsvötn og Súla vestast, Sandgxgjukvísl nokkru austar og Skeiðará og Morssá austast. Vandkvæðin við þessi vatnsföll stafa atf því, að í þau koma geysileg jökulhlaup. Mest eru hlaupin í Skeiðará, en þau knma úr Grímsvötnum. í Súlu koma einnig mjög stór hlaup úr Grænalóni, hið síðasta haustið 1965. Hringvegur um landiff f sambandi við hlaupið 1965 fóru fram fyrstu mælingar og undirbúningsathuganir á Skeið- arársandi. Miðað við aðstæður eins og þær voru í hlaupinu 1965, telja verkfræðingar að brúargerð á Skeiðarár- sandi sé tæknilega framkvæm- anleg. Áður en slíkt er fastráðið þarf að framkvæma mikið und- irbúningsstartf, rannsóknir og tilraunir. Það er augljóst, að hér er um mjög bostnaðarsam- ar framkvæmdir að ræða. Það væri mikill ávinningur ef tak- ast mætti innan langs tíma að ráðast í þessar framkvæmdir Landleiðin milli Hornafjarðar og Reykjavíkur sunnan jökla mun vera um 500 km, en þegar farið er norðurfyrir, er vegalengdin nærri 1000 km. Allir landsmenn myndu nota hringveginn um landið og njóta þannig náttúrufegurðar um leið og tæki færið fæst til þess að kynnast landinu. f augum A.-Skaftfellinga var það fjarlægur draumur fyrir fá- um árum, að allar ár í sýslunni yrðu brúaðar. Nú, þegar sá draumur er orð- inn að veruleika, munu A.- Skaftfellingar og margir fleiri telja að brúargerð á þau vötn, sem eftir eru á hringleiðinni komist í framkvæmd áður en mörg ár líða. Um það skal ekki fullyrt hér, hversu langur tími líður þar til þessi vötn verða brúuð. En sjálfsagt munu allir sammála um, að gera fullnað- arrannsóknir til undirbúnings því verki og hrinda því í fram- kvæmd þegar fært þykir. Alhliffa framfarasókn Þjóðin hefir unnið marga sigra í framkvæmdum og upp- byggingu landsins. Eyðingaröfl- in hafa lengi herjað á landið, graslendi og skógar létu undan síga. í seinni tíð hefir þjóðin hafið sókn í ræktun, gróður- vernd og uppgræðslu. Þeirri sókn verður að halda átfram. Með því verður landið gert betra til búsetu, og eyðing gróð- urlendis hindruð. í samgöngumálum hafa orðið stórstígar framfarir. Fámenn þjóð í strjálbýlu landi hefir gert akfæra vegi um byggðirnar og byggt upp flugflota, sem heldur uppi stöðugum ferðum milli margra staða í landinu og landa í millli. Þjóðin hetfur eignazt atvinnu- tæki í samræmi við nútíma tækni og aukin afköst. Atvinnu- vegina þarf að etfla og atvinnu- lífið að verða fjölbreyttara til þess að tryggja stöðuga atvinnu fyrir þjóðina, fslendiingar hafa oft fengið orð fyrir að vera sundurþykkir og deilugjarnir. Eigi að síður hafa þær stundir otft komið, sem betur fer, að þjóðin hefir sam- einazt um ýmis málefni og hrint þeim í framkvæmd. Brýrnar, sem byggðar eru á stórtfljótum verða til þess að auka kynni manna og sam- skipti. Slík samskipti og kynni Stavanger, 4. sept. (NTB) N O R S K A flutningaskipið „Dux“ frá Ósló sökk snemrna á sunnudagsmorgun á leiðinni tfrá Bergen til Ósló. Óttazt er aff 14 af áhöfninni hafi farizt með skipinu. Dux var aff flytja áburff til Ósló, og er talið aff farmurinn hafi runnið til í lestum skipsins og skipinu hvolft. Hefur skipiff áffur veriff í nauðum statt, en þaff var fyrir rúmu ári. Skipiff var þá á leiff til Reykjavíkur meff sementsfarm. Fyrir sunnan ísland hreppti þaff hvassviffri, og kastaffist farmurinn til í lestun- um. Skipinu tókst þó aff komast hjálparlaust til Reykjavíkur tólf dögum á eftir áætlun. Að þessu sinni voru á skipinu sextán manrxa álhöfn og eigin- kona skipstjórans. Björguðust sikipsbjórinn, kona hams og fyrsti stýrimaður. Skipstjórinn, Odd Jdhnsen, segir að hann og fyrrsti stýrimaður hafi staðið á stjóm- palli þegar skipið lagðist skyndi- lega á hliðina og tók að sökkvai. Telur skipstjórinn að farmurinn Wjóti að hafa runnið til í lest- unum, en skipið sökk á um tveimur mínútum. Eftir að skipið lagðist á hlið- ina kveðst skipstjóri hiafa séð og verða til þess að auka skilning stétta í milli. Þannig getur þjóðin byggt brú, sem gegnir ekki síður mik- ilvægu hlutverki en brýrnar á stórtfljótum landsins, brú skiln- ings og samstarfsvilja, brú vin- áttu og einingar, sem sameinar okkar litlu þjóð til startfs og bar- áttu fyrir átframhaldandi upp- byggingu og bættum kjörum þjóðinni til handa. Megi sú gifta fylgja þjóðinni, að hún haldi áfram að byggja brýr og ráðast í stórframkvæmd- ir til heilla og farsældar í nútíð og framtíð. Brúin á Jökulsá á Bneiða- merkursandi er hér með opnuð til umferðar fyrir alla þá, sem yfir þetta vatnstfall þurfa að fara, megi þessi brú standa stöðug og traust um aldir. talað við nokkra af álhöfninni, og hialdur að flestir þeirra haifii komizt upp á þilfar áður en skip ið sökk. Gum Jb j örguna rbátu r var á þilfari, en bann rak finá sökkvandi skipinu áður en nökknum tókst að komast í hann. Það var hrað-tferja frá skipa- félagi í Stavanger, sem bjangiaði skipstjónalhjónunum og fynsta stýrimanni rúmium fjórum klufckustundum eftir að Dux isökk. Eitt þeirna filaut í bjöngun- arbelti, hin tvö héldu sér í brak úr björgunarbáti. Víðtæk leit var hatfin strax og vitað var um slysið, en hún hefur engan áir- angur borið. Sex lik hafia fiund- izt, og er óttazt að þeir átta, sem siaknað er, hafi allir farizt. Dux var 1.900 tonn og smiðað í Billbaio. Sagt er að heppnin hiatfli aldrei verið með skipinu, því strax í fyrstu ferð þess í ágúst 1963 varð það fyrir vélarbikwi og þurfti að fara í viðgerð í Bergen. í ágúst í fyrra viar það svo hætt komið á leið til fslands með sementstfarm frá Póllandi, eins og fyrr segir, og féfck á sig rnikinn halla. Komst það loks U1 Reykjiavíkur hinn 26. ágúst, þá tólf dögum á eftir áætlun. Farmurinn velti skipinu — óttast að 14 hafi farizt með „Dux“ frá Osló, sem var í nauð- um statt við ísland fyrir ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.