Morgunblaðið - 05.09.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.09.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPT. 1967 Breiðdælingnr unnu 2-0 Breið-dælingar og Eskfirðingar kepptu í knattspyrnu á sunnu- dag og fór leikurinn fram í Breiðdalsvík. Breiðdælingar sigr uðu með 2-0. KR foröaöi sér lír fallhættu í marklausum ieik nyrðra KR-INGAR björguðu sér úr fallhættu í 1. deiid með því að krækja í stig gegn Akureyring- um. 0-0 urðu úrslit leiksins á Akureyri á sunnudaginn. Með þeim úrslitum hafa KR-ingar náð stigatölu, sem Akurnesing- ar geta ekki náð. Akureyringar eru sem stendur stigahæstir í deildinni, en Fram og Valur hafa bæði möguleika til að kom ast stigi hærra, með þvi að vinna Akranesliðið og Keflavíkurliðið en báðir þeir leikír eru um næstu helgi. Akurnesingar verða í 2. deild næsta ár, hvernig sem allt veltur. Ónákvæmni. Það fór mikil orka í þennan leik hjá KR og Akureyringum, en knattspyrnan sem sýnd var, var heldur léleg og leiðinleg. Mikið var um háspörk, svo að stundum hélt maður sig frekar staddan á Kennedyhöfða en á knattspyrnuveili, segir frétta- maður Mbl. Mikið var um ónákvæmar spyrnur, gefið í sífellu til mót- herja einkum þegar nær dró markinu. Segja mætti að KR- ingar hafi verið duglegri og snarpari, fljótari á knöttinn og héldu honum betur, en Akur- eyringar hafi verið liprari og það sem sást af fallegum sam- leik var frekar þeiira megin. Heildarsvipur ieiksins var jafn, en Akureyringar áttu þó meira í leiknum, einkum síð- ari hluta beggja hálfleikjanna. Síðasta stundarfjórðunginn sóttu Akureyringar nær látlaust. En þrátt fyrir sköpun margra góðra færa nýttust þau ekki, því fram lína Akureyringa lék mjög aft- Staðan Staðan í þannig: Akureyri Fram Valur Keflavík KR Akranes Síðustu leikir 9. sept. Fram 10. sept. Valur 21:11 13 13:10 12 17:15 12 7: 9 8 15:18 7 9:19 4 mótsins verða — Akranes — Keflavík arlega og stundum aðeins 2-3 menn í fremstu sóknarlínu. Kom Norðmenn unnu Svía NORÐMENN unnu Svía í lands- leik í knattspyrnu á sunnudag með 3—1. Léku Svíar með 10 manna iiði allan leiktímann nema fynstu 3 mínúturnar. Meiddist þá bakvörðurinn Hans Selander svo að hann varð að yfirgefa völlinn, en þar sem leikurinn var liður í Evrópu- keppni landsiiða voru reglur þær að enginn varamaður mátti korna inn á. í háifleik var staðan. 1-1. Har ald Berg skoraði tvö mörk Norð manna en hif þriðja skoraði ný- liðinn Sven Otto Birkeland. Mark Svía skoraði Thomas Nordahl. Leikurinn var skemmtilegur og Norðmenn áttu ótai mark- færi sem þeir nýttu ekki. í riðli þeim sem Norðmenn og Svíar eru í í Evrópukeppninni er staðan þanrdg: Búlgaría 3 2 Portúgal 3 1 Noregur 4 1 Svíþjóð 4 1 7819 stig í tugþraut HANS Joachim Walde sigraði í tugþraut ' „háskólaleikanna" í Tokíó. Hlaut hann 7819 stig. Landi hans Jorg Mattheis hlaut 7486 og 3. varð Frakkinn Cast- ang 7444. Á sama móti vann Steinhauer kúluvarp 19.19 m. og Tommie Smith vann 200 m. hlaut 20.7. Bandaríkjamaðurinn Ron Witn- ey hljóp 400 m. grindahilaup á 49.8 en Doubell Ástralíu vann 800 m. hljóp á 1:46.7 og sama tíma hafðí Kemper V-Þýzkal. þessi leikaðferð á óvart, því að Akureyringar höfðu sannarlega allt að vinna og sigur var þeim öllu nauðsynlegri í þessum leik en oftast áður. KR-ingar lögðust hins vegar mjög í vörn og gættu mjög vel Skúla og Kára, hættulegustu manna Akureyrar. Jafnteflið var þeim og mjög þýðingarmik- ið, til að komast úr fallhættu. Ljótt atvik sást í þessum leik er Hörður Markan tók um Kára þá er hann var að komast inn fyrir. Hlaut hann áminningu fyrir en tækifærið var ónýtt fyrir Akureyringum. Markfæri. KR-ingai' fengu sitt bezta og hættulegasta færi í aukaspyrnu á 7. mín. Samúel mistókst vörn- in en bakverðirnir voru komnir í markið og Ævar hreinsaði frá. Örskömmu síðar áttu KR-ingar skot rétt yfir slá. Síðar í háíf- leiknum bjargaði Pétur Sigurðs- son hættulegu KR-skoti á síð- ustu stundu. Þar með eru nán- ast upptalin hin góðu færi KR. Kári var ágengastur við mark KR-inga og komst oft í góð færi en var oft hart leikinn áður en til lokaátaksins kom. Guðmund- ur varði og vel í marki KR og bjargaði því sem að marki kom. Hins vegar var aldrei sá þungi í sókn Akureyringa sem til þurfti, einkum þar sem KR- ingar lögðust svo mjög í vörn. En oft skall hurð nærri hælum bæði hjá Kára og eins hjá Skúla sem m.a. einu sinni var óvald- aður frammi fyrir KR-markinu, en mistókst herfilega. Akureyringar áttu því öllu meir í leiknum, en upphlaup KR-inga voru sneggst. Báðir markverðirnir áttu góð an leik. Kári var dugmikill en skar lítið upp. Pétur Sigurðsson átti beztan leik Akureyringa sýndi skemmtilegan leik og ákveðinn. KR-ingar mættu ónúmeraðir til leiks og verða því ekki dæmdir hér hver um sig. Einn var auk þess í öðru vísi búning en hinir leikmennirnir. Leiðinda svipur yfir gömlu félagisliði. Veður var gott og gífurlegur mannfjöldi sá leikinn. Steinn Guðmundsson dæmdi mjög vel. Ólafur Guðmundsson Þrjú Islandsmet á síðasta degi Meistaramótsins? — Ólafur Guðmundsson hlaut 6673 stig i tuglíraut MEISTARAMÓTI íslands í frjálsum íþróttum lauk um helg ina, en þá fór fram keppni í 10 km. hlaupi, tugþraut og fimmtaþraut kvenna. Veður til keppni var hið ágætasta, en það setti sinn svip á tugþrautar- keppnina að tveir af fremstu tugþrautarmönnum landsins, þeir Valbjörn Þorláksson, KR ©g Jón Þ. Ólafsson, ÍR, eru erlend- is í keppnisferðalagi, og tóku því ekki þátt í þrautinni. Mjög hörð keppni var í fimmtaþraut kvenna milli Bjark ar Ingimundardóttur, UMSB og Lilju Sigurðardóttur, HSÞ. Björk sigraði naumlega, en báð ar bættu íslandsmetið í grein- inni. Þá stökk Björk 5,36 metr. í langstökki, sem er 1 cm. betra en gil(jandi met í greininni og Lilja hljóp 80 metra grindahlaup á 12.3 sek., sem er 4/10 betra en staðfest met hennar í greininni. Hinsvegar er óvíst að þessi tvö met verði staðfest, þar sem eng inn vindmælir var t.il staðar á Laugardalsvellinum, og því ekki hægt að skera úr um það hvort meðvindur væri löglegur. Er það hart fyrir íþróttafólkið að slíkt þurfi að koma fyrir. Ólafur Guðmundsson, KR sigr.aðd örugglega í tugþrautinni og var mjög nálægt sínu bezta (6749 stigum). Of lítill byrjun- arhraði í 1500 metra hlaupinu kom í veg fyrir að hann næði að bæta sig. Ólafur virðist nú vera að komast í góða æfingu aftur, en framan af sumrinu mun hann lítið hafa æft. Kjart- an Guðjónsson, ÍR hóf þrautina en hætti eftir fyrri dag, þar sem hann hefur ekki haft aðstöðu til að æfa neitt í sumar, þar sem hann stundar tannlækna- nám í Þýzkalandi. Halldór Guðbjörnsson náði sínu bezta tíma í 10 km. hlaup- inu. Úrslit greinanna urðu þessi: 10 km. hlaup. Halldór Guðjörnsson, KR 34:11.9 Jón Guðlaugsson, HSK 43.41.3 Tugþraut Ólafur Guðmundsson, KR 6673 (11,0-7, 08-11,00-1,75-52,1-16,9-34, 82-3,52-52,39-4:34,4) Páll Eiríksson, KR, 5831 11,8-6,37-10,80-1,60-56,0-19,6-34,10 -3,80-45,99-4:32,0). Fimmtaþraut kvenna Björk Ingimundard. U.M.S.B. 3547 stig. (14,4-8,85-1,40-5,36-27,1) Lilja Sigurðardóttir, HSÞ 3541 (12,3-7,16-1,40-5,0527,5). Hrefna Sigurjónsdóttir, ÍR 2582 Aðalfundur skíðadeildar Vals Frá Ieik KR og Akureyringa. Sex KR-ingar til varnar, einn sóknarmaður Akureyringa sækir að. — Ljósm. I.J. AÐALFUNDUR Skíðadeildar Vals verður haidinn, í kvöld, þriðjudaginn 5. sept. kL 8.30 í félagsheimilinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.