Morgunblaðið - 05.09.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.09.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPT. 19IJT Alan Williams: PLATSKEGGUR Hann stóð nú yfir þvottaskál- inni og neri 'hálfvolgu vatni um andlit og augu og strauk niður hárið með votum höndum. Hún beið hana úti fyrir. Nú leit hann vandlegar á hana. Hún var í þröngum, sægrænum kjól. Hárið á henni var sleikt aftur, og andlitið var tekið og bar þess vott, að hún hefði ekki mikið sofið. Hún leit á hann, eins og hálf- blindum augum. — Ég hef bíl- inn minn hérna fyrir utan, sagði hún og lagði af stað áleiðis að dyrunum. — Bíddu andartak, Anne- Marie! Hún stanzaði og laut ofurlítið fram. — Já? — Hvert erum við að fara? Hann stóð við hliðina á henni og langaði mest til að styðja sig við hana, því að honum fannst allt umhverfið hringsnúast. — Ég þekki leið út úr landinu, sagði hún, — og ég ætla að hjálpa þér að komast burt. Svo sneri hún sér og stikaði áfram, og hann elti hana, fram- hjá kaffiborðinu, þar sem verið var að selja sjóðandi kaffi í pappakrúsum og samlokur með pylsu í. Hann sagði: — Ég þarf að fá eitthvað að éta. Hún sneri sér við aftur og augun skutu neistum. — Ég var búin að segja þér, að við höfum engan tíma. Hún leit kringum sig, og þarna stóðu nokkrir CRS- menn, og hún sagði. — Flýttu þér. Ég má ekki láta sjá mig hérna. Hann mundi eftir brottfarar- skipuninni, rétt í tæka tíð, og flutti hana yfir í brjóstvasann rétt áður en þau komu að vörð- unum við dyrnar. — Skyldi verða nokkur flugferð í dag? sagði hann, meðan vörðurinn var að fletta vegabréfmu. Maðurinn yppti öxlum. — Það veit ég ekkert. Áhafnirnar eru enn í verkfalli. Hann leit aftur á vegabréfið. — Þér eruð blaða- maður? Og viljið komast burt í dag? — Já. Hann leit aftur fyrir sig og sá Anne-Marie með hálf- lokuð augu og grimmdarsvip á andlitinu. CRS-maðurinn hélt áfram: — Þér verðið að vera hér kyrr ef eitthvað skyldi úr rætast. Þetfa fer allt eftir því, hvenær þeir fá vara-áhafnirnar frá Frakkland'. — En hvemig er með vegina? Eru landamærin opin? — Ekki mundi ég reyna að komast landveg, svaraði hinn, hörkulega. — Það er allsstaðar fullt af arabiskum hermdar- verkamönnum. Allir vegir í Bled eru hættulegir — einkum þó eftir þetta sem gerðist í gær með Ali La Jaconde og vini hans. Það er mikil ólga allsstaðar. Hann sneri sér að Anne-Marie: Eruð þið saman? Hún kinkaði kolli og veifaði nafnspjaldi framan í hann. Neil reyndi að sjá eftirnafnið á því, en gat ekki greint nema B á því, af því að hún var svo fljót, að þessu. CRS-maðurinn heilsaði, hún gekk framhjá honum gegn um dyrnar. Neil náði í hana, og í einhverju velvildarkasti, reyndi hann að grípa hönd hennar. Hún kippti að sér hendinni, rétt eins og hann hefði brennt hana. Fingurnir á henni, með perlu- hvítu nöglunum, voru litlir og kaldir. Hún lét eins og hún vissi ekki af honum, er þau gengu niður steinþrepin, út í sólskinið, þar sem rykið gaus framan í þau. Þau lutu fram og héldu fyrir augun, og Neil kallaði til hennar gegn um rokið: — Þú heyrir, hvað CRS-maðurinn sagði það er hættulegt að vera á ferð úti á vegunum. — Þeir vita ekkert, sagði hún. — Ég veit alveg, hvað ég er að fara. Þau urðu að ganga að minnsta kosti mílufjórðung, framhjá röð- um af rykbrúnum bílum, fullum af fólki með hrædd andlit, sem var að búa sig undir að verða kannski að hafast þarna við dög um saman. Vegna roksins var lítið um samtal. Neil fó,r að óska sér þess aftur, að hann gæti rakað sig og fengið sér ein- hvern morgunverð — að minnsta kosti kaffi og svo eitt glas af Fernet Branca. Vindurinn ham- aðist á móti honum og gerði and- litið aumt og þurrt. Anne-Marie gekk á undan honum, bogin í herðum og hálsi, og taskan dingl aði við mjöðmina á henni. Þetta gerði hana þreytulega og mátt- lausa útlits og honum datt í hug stúlkan, sem hljóp eftir sandin- um, frískleg og sólbrennd, með flaksandi hárið. Þetta var ekki lengur sama stúlkan. 48 Bíllinn — það var Simca- blæjubíllinn, sem þau höfðu farið á niður í fjöruna forðum — stóð utan við veginn, í út- jaðri maisakurs. Hann var mann tómur og þakið uppi. Hún opn- aði dyrnar við ökusætið og lét hann setjast hjá sér. Hreyfingar hennar voru einbeittlegar og fumlausar. Hann settist í sætið og hún kveikti á vélinni. Upp yfir skröltið í vélinni, kallaði ’hann: — Hvað gerðist í gær í sambandi við Guérin hershöfðingja? Hún sagði ekkert, en lagði hart á stýrið og þau fóru hvín- andi í krappan hring inn á auð- an stíginn, sem lá í áttina til borgarinnar. — Heldur þú, að ég hafi svik ið Guérin hershöfðmgja? sagði Auðveldar yður að fylgjast með. Reynið kynningaráskrift: Þér fáið eitt blað sent ókeypis og önnur sex á á- skriftarverði. Þannig kynnizt þér „Frjálsri verzlun“ — og fylgizt með. NAFN: HEIMILISFANG: SÍMI: VINNUST.: . SÍMI: STABA: I=RJAL£3 VIERZLLJIM SÍMI 82300. — Ef ég á að geta bragðað á búðingnum þínum, verð ég að fá betri verkfæri í hendur. hann og brýndi raustina, til þess að það heyrðist gegn um hávað- ann í bílnum. — Nei, ég held ekki, að þú hafi.r svikið einn eða neinn. Röddin var fullkomlega róleg. — Guérin hershöfðingi og Le Hir ofursti voru handteknir. . . . það var allt og sumt. — En ég var með þeim. Það vai vegna þess, að ég var í bi’m um að CRS-maðurinn þekkti að Guérin var þarna. Ég veit. Vangasvipurinn á henni var fullkormega rólegur og augun störðu á veginn. — Halda hinir, að ég hafi svikið Guérin? æpti Neil, þe?ar bblinn tók að slaga til begg.ia hiiða fyrir vindinum. Hún svar aði engu. Vegurinn kom þjot- andi á móti þeim, en tók allt í einu á sig krappa beygju og hun hemlaði í ofboði, svo að rykið gaus upp eins og gufustrókur, og bíllinn ískraði fyrir beygjuna og út á breiðan veg þar sem tóbaks akrar voru til beggja handa. Neil greip báðum höndum um kné sér og reyndi að gægjast gegn um rykataða rúðuna, og hann hafði ákafan hjartslátt. Hann sneri sér aftur að henni: — Hlustaðu á mig, Anne-Marie! Andlitið á henni var hreyfingar- laust, og enn horfði hún á veg- inn. — Ég verð að tala við þig áður en við förum lengra. Held- ur Leyniherinn, að ég hafi svik- ið Guérin? Hún gerði snögga hreyfingu með hendinni. Rúðu hreinsararn ir gusu úr sér vaini og þurrk- urnar sópuðu rykinu af rúðunni í reglulegum boga. Vegurinn framundan var auður, en rykgus urnar þeyttust til og frá, upp og niður, eins og einhverjir draug- ar. — Hlustaðu á mig, Ann?- Marie! Hægðu á þér, í guðs bæn um! Ég verð að tala við þig. í hvaða erindum komstu hingað? Hvernig fannstu mig? — Ég fór á hótelið í gæt- kvöldi, eins og ég sagði þér. Ég skildi eftir bréf, þar sem ég bað þig að hitta mig. En þú varst þar ekki. — Hvernig vissirðu þá, að ég var á flugvellinum? Hún leit við, með sigurglampa í augunum. — Hvar hefðirðu átt að vera annars staðar? Þú varst að reyna að sleppa úr landi. — Ég var hræddur, sagði hann, veikri röddu, sem hávað- •inn yfliirgnæfði alveg. Bíllinn hægði á sér og sneri inn á stíg, líkastan þeim, sem lá upp að bóndabænum í gær. Neil fékk óþægilega tilfinningu innan um sig. — Hvert erum við að fara? Þetta er ekki leiðin fram með ströndinni. Við erum ekki að fara til landamæranna, eins og ætlað var. Hún svaraði engu en stefndi inn í holóttan stíg, sem lá upp að röð af trjám, með fjöll fyrir handan. — Þetta er ekki rétta leiðin, Anne-Marie! — Við getum ekki farið aðal- vegina. Þar eru of margar varð sveitir á ferli. Ég er að fara leynigötu, sem ég þekki. Hann spennti greipar og horfði á veginn, sem kom í bylgj um á móti þeim, og reyndi að muna, hve langt væri til landa- mæranna. Þau voru nú að koma inn í þorp, þar sem húsin voxu hvít með gúlpandi veggjum, sem voru bættir með dagblöðum og blikkdósum, upp að bárujárns- þakinu, sem var að íalli komið. Tveir franskir dátar sátu í jeppa úti í vegarbrúninni. Hún herti ferðina með höndina á flautunni og um leið og þau þutu framhjá dátunum, sá Neil, að annar þeirra æpti upp og benti með hendinni í áttina inn í þorpið. Þau fóru fram hjá musteri, með biluðum veggjum, sem voru eins og brotið kex. Rétt á eftir fóru þau framhjá kaffihúsi þar sem eitt borð stóð úti fyrir, en nokkrir sólbrenndir, tötralegir Arabar sátu berfættir á jörðinni í rykinu og héldu að sér hönd- um. Um leið og bíllinn fór fram hjá þeim. stóð einn þeirra upp og dró fingur fyrir barkann á sér og lét skína í tennurnar. Anne-Marie horfði á hann með hryllingi. Neil minntist þess, að hún hafði einmitt gert þessa sömu hreyfingu þennan fyrsta morgun, þegar hann hafði spurt hana, hvernig færi fyrir plat- skeggjunum. — Þetta eru Arabar, sagði hann bjánalega. —Þetta er bara smáþorp, sagði hún, — en seinna handan við trén komum við á réttu leiðina til landamæranna. Þau voru nú næstum komin gegn um þorpið og vegurinn mjókkaði og lá á milli tveggja IVý loftpressa — vanir menn Tökum að okkur allt múrverk og alla fleyg- og borvinnu. Vélaleiga 100 kr. pr. tíma + mannakaup. — Uppl. í síma 32054 öll kvöld eftir kl. 7 og um helgar. Geymið auglýsinguna. HAIR STOP NO HAIR OG VAX 8ÍRTIHÚSID s.f. Austurstrti 9, uppi. Sími 15760.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.