Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. SEPT. 1967 Ekki ástæöa til annars en bjartsýni og að úr vandamálum rætist — sagði Ingólfur Jónsson ráðherra á fundi Stéttarsambandsins Útdráttur úr ávarpi land- búnaðarráSherra á aðalfundi Stéttarsambands bænda sl. sunnudag. AÐAXjFUNDUR Stéttarsambands bænda, var haldinn sl. laugar- dag og sunnudag, og lauk að- faranótt mánudags. Ráðherrann sagði m.a. að síð- an 1965 hafi árferði farið versn- andi og tekjux bænda orðið mis- jafnari en þær voru þá, og í ýmsum landshlutum hafi bænd- ur, vegna harðinda og lélegrar grassprettu, orðið fyrir talsverð- um áföllum. Ráðherra minnti á, að árið 1965 hafi bændastéttin, vegna leiðréttinga á verðgrund- vellinum í nokkur ár og sæmi- legs tíðarfars, verið komin að því, að hafa sambærilegar tekj- ur viðmdðunarstéttanna, verka- manna, sjómanna og iðnaðar- manna. Tekjur bænda hafa verið mjög misjafnar eftir landshlutum. Þannig voru 1965 meðaltekjur kvæntra bænda í Eyjafjarðar- sýslu um 258,000,00 kr., en í þeirri sýslu, sem hafði lægst meðaltal, aðeins 156,000,00 kr. Þetta ár voru meðaltekjur verka manna um 200,000,00 kr., en landsmeðaltal bænda aðeins inn- an við þá upphæð. Litlu búin draga landsmeðal- talið niður og er líklegt að ýms- ar jarðir séu þannig, að þær geti ekki gefið viðunanlegt lifibrauð, þótt duglegir menn sitji þær. í>ess vegna þarf athugun að fara fram á því, hvort ekki er 'hentugra, að gera enn meira af því en verið hefur, að sameina litlar jarðir og gera þannig gott ibýli úr 2-3 smájörðum. Ráðherra sagði, að það væri augljóst, að bústærðin ein réði ekki öllu um tekjur bóndans, heldur miklu fremur hagsýni og hagkvæmni í rekstri. Arður af búpeningi færi eftir því, hvernig með hann væri far- ið, ekki aðeins við fóðrun að vetri til, heldur einnig hvernig beitilandið væri áburð. Til viðbótar hefur verið leitast við að flytja inn þann áburð, sem þörf er á, s.s. bland- an áburð og fósfaL Áburðarverksmiðjan stækkuð. Framleiðslunni breytt. Stjórn Áburðarverksmiðjunn- ar hefur látið fara fram rann- sóknir og áætlanir um stækkun verksmiðjunnar og breytingar á henni, til þess að gera mögu- legt að framleiða blandaðan áburð. Gert er ráð fyrir að þrennskonar blandaður áburð- ur verði fyrir hendi eftir breyt- ingarnar. Gert er ráð fyrir, að breytingu á verksmiðjunni verði lokið um það leyti, sem virkjun- in við Búrfell tekur til starfa. Til þess að svo megi verða þarf undirbúningi að ljúka í vetur og útboð að fara fram, svo hefjast megi handa um framkvæmdirn- ar á næsta ári. Þá sagði ráðherra að hey- kögglaverksmiðjan í Gunnars- holti hefði vakið athygli og að framleiðsla hennar væri eftir- sótt. Á þessu sumri verði fram- leidd um 500 tonn af heyköggl- um. Framleiðsluafköst verk- smiðjunnar gætu verið um 800 tonn, ef unnið væri á þrem vökt- um. Þar sem slík verksmiðja er staðsett, þarf að vera fyrir hendi nægilegt gras og ræktunarmögu- leikar. Ýmsir hafa rætt um nauð syn þess að koma upp þesskonar verksmiðju á Norðurlandi, þar eð heykögglarnir geymast vel, eru helmingi ódýrari í flutningi en hey, og því mjög hentugt að mynda fóðurbirgðir með þessum hætti, sem gætu komið landinu öllu að gagni. Ráðherrann sagðL að á Hvols- velli væri grasmjölsverksmiðja, og ræktun, og væru eigendur hennar að hugleiða hvort heppi- legt væri að breyta framleiðsl- unni í heyköggla. Kalnefnd og störf hennar Þá minntist ráð'herra á störf kalnefndar, aðallega á Norðaust urlandi og nyrzt á Vestfjörðum. Minnti hann á að skipuð hefði verið nefnd til þess að gera at- hugun á þvL hvernig við þeim vanda mætti snúast. Mætti búast við tillögum frá nefndinnL eftir að hún hefði kynnt sér málið. með því að ferðast á þá staðL sem verst hafa orðið úti. Ráð- herra minnti á að jarðræktar- lögin heimili fulla greiðslu á jarðræktarframlagi á endur- ræktun vegna kals. Væri það út af fyrir sig mjög þýðingarmik- ið fyrix bændur. Bændur gætu einnig fengið uppskeru á kal- svæði á fyrsta ári með því að sá höfrum eða kalfræi, sem gæfi oftast góða raun og væri þýð- ingarmiikið fóður langt fram eft- ir hausti. Þá minnti hann á markaðs- möguleika fyrir landbúnaðarvör ur erlendis og taldi nauðsyn- legt að leita að nýjum leiðum, í því efni. Auknar kjötbirgðir í landinu stöfuðu aðallega af því, eagði ráðherrann, að Norðmenn tóku ekki það kjötmagn sem stjórn- arvöldin höfðu leyft innflutn- ing á. Bændasamtökin stóðu gegn því. Mastur hluti af dilka- kjötinu fer því til Bretlands fyr- ir tiltölulega lágt verð. Lítið af mjólkurvörum til út- flutnings næsta ár. Það hafa verið og eru uppi hugmyndir um það, að reyna að fá betra verð í BretlandL með því að reyna nýjar leiðir. Það verður að flytja mikið kjöt út af þessa árs framleiðslu | og fer mikill hluti af útflutn- ingsuppbótunum til þess að jafna halla af þeirri sölu. Lík- ur eru til, að litlar mjólkur- vörur verði fluttar út að þessu sinni ,og munu útflutningsbæt- urnar því endast betur en menn gætu haldið, að lítt athuguðu má'li. Lækkunin á gærum og ull skapar nýja erfiðleika og mun stjórn Stéttasambandsins gera sér fulla grein fyrir þvt Ráðherrann taldi mikið at- riði að samkomulag hafði orð- ið um verðlag á árinu 1966 og leiðréttingar á verðlaginu hafi verið gerðar í veigamiklum at- riðum undanfarin ár. Þá minnti hann á, að nú væri aflatregða og stórkostlegt verð- fall á útflutningsafurðum þjóð- arinnar. Af þessu leiddi minnk- andi þjóðartekjur sem hlyti að koma við landsmenn alla. Tekjur þjóðrabúsins minnka vegna aflatregðu og verðfalls. Gizkað hefur verið á, að gjald eyrisöflunin vegna minnkandi afla og lækkaðs verðlags, gæti orðið 25% minni á þessu ári, heldur en var á fyrra ári. Af- leiðingar af þessu eru augljós- ar, sagði ráðherrann. Auknar kröfur hljóta menn að leggja á hilluna þegar þannig árar. Nú reynir á hvern þjóðfélagsþegn að bregðast manniega við erfiS- leikunum, sem vonast er til að ekki verði til langframa. Með aukinni framleiðni og heppi- legri tilhögun í framleiðslu og verktækni mætti draga úr þess- um erfiðleikum og vinna upp að nokkru leyti það tjón sem þjóðin verður fyrir vegna slæms árferðis. Ráðherrann sagði að lokum, að íslenzkur landbúnaður hefði mikla möguleika, verkefnin væru óteljandi, möguleikar til ræktunar og uppbyggingar væru fyrir hendi. Því væri ekki ástæða til ann- ars en bjartsýnb þótt nú blési á móti um sinn. Landbúnaðar- löggjöfin setn hefur verið auk- in og endurbætt síðustu árin, mun reynast bændum bezL þeg ar mest á reynir. Þótt nú steðjuðu að erfiðleik- ar vegna verðfalls og aflaleysis, stæði þjóðin að ýmsu leyti vel að vígi, og því væri ekki ástæða til annars en vona að vel ræt- ist úr þeim vandamálum, sem að steðja, sagði Ingólfur Jónsson, ráðherra að lokum. Ingólfur Jónsson, ráðherra, heldur ræðu sína á aðalfundi Stétt- arsambands bænda. Sitjandi við hlið hans sést formaður sam- bandsins, Gunnar Guðbjartsson. Fundurinn marki spor í fram- farabraut bænda stéttarinnar — sagði formaður Sféttarsambands bœnda við setningu aðalfundar Nauðsynlegt að hafa ræktað land til beitar. Ráðherrann minnti á, að það væri ekki langt síðan að bændur hefðu sett sér það takmark, að taka allan heyfeng af ræktuðu landi. Segja mætti, að því tak- marki væri nú náð að mestu. Nú væri tími til kominn til þess að setja sér annað mark, en það væri að beita búfénu á ræktað land, a.m.k. vor og haust. Með því mætti auka arðinn mikið frá því sem verið hefur. Ræktimin þarf að aukast mik- ið, sagði ráðherrann, heyöflun- in og beitarþolið ræður úrslit- trm um velfarnað í landbúnaðin- wn. Harður vetur og köld vor undanfarið hafa valdið mönnum áhyggjum. Fyrningar hafa geng- iS til þurrðar, og litlu hefur mátt muna að ekki yrði stórtjón vegna heyskorts. Lækkun á fóð- urbæti og aukin notkun hans sl. vetur mtm hafa átt stærstan þátt í að heyin þrutu ekki á sl. vorl Til þess að ræktunin geti haldið áfram og grasspretta verði eftir tilkostnaðinum, þarf jðrðin að fá þann áburð, sem hentar hverju sinni. Það munu vera brögð að því, að áburðar- aotkunin sé ekki alltaf í sam- iræmi við það sem að gróður- moldin þarf, til þess að gefa fulla sprettu. Ráðherra ræddi um áburðar- verksmiðjuna og sagði að hún framleiddi aðeins einhæfan VIÐ setningu aðalfundar Stéttarsambands bænda sl. laugardag, flutti formaður sambandsins, Gunnar Guð- bjartsson á Hjarðarfelli ýtar- lega ræðu, sem ekki er kostur að birta nema stutt ágrip af hér. Formaður gat í upphafi máls síns ftmdarsamþykkta og ann- arra mála, er stjórn sarabands- ins hefði fjallað um á starfsár- inu og ræddi þar í upphafi um fóðurbætismálið og er áætlun um það mál ekki að fullu lokið, þótt mikið hafi verið að málinu unnið. Síðan ræddi formaður um skipulagningu mjólkuríram- ieiðslunnar og kvað hann niður- stöðu þess máls vera þá, að meiri vinnu þyrfti að leggja í það verkefni áður en því yrði lokið. Næst vék formaður að skatta- málum og breytingum á þeim, sem lítinn árangur hefði borið. Þá ræddi hann og mikið um lána mál bænda og skuldamál, og loks um eignaskiptingu á Bænda- höllinni. Næst vék formaður að laga- breyitingunni um búvöruverð og afleiðlingar hennar, elhmig að stjórn sambandsins hefði verið ásökuð um að hún hefði samið af stéttinni og bar hann það af stjórninni, eða fulltrúum hennar í sexmannanefnd. Næst kom að þróun fram- leiðslu landbúnaðarins, samdrátt í mjólkurframleiðslu og aukn- ingu á kjötframleiðslu, ennfrenv- ur sölu innanlands, sem dróst lítilsháfttar saman. Þá ræddi Gunnar um útflutn- ing landbúnaðarvara og hin margvíslegu vandamál hans, sem væru margskonar, síðan sölu inn anlands og þá afkomu bænda á s.l. ári og horfur í verðlagsmál- um. Um hið síðastnefnda komst hann svo að orði: Afkoma bændanna s.l. ár og horfur í verðlagsmáium. Ég sé ekki ástæðu til að rekja neitó gang verðlagsmálanna á s.l. árL því ég gerði því máli skii á framhaldsfundinum í febrúar í vetur. Ég minni aðeins á að verðlagið hækkaði í fyrra haust um 10,48%, sem ætti að vera ríflega fyrir verðhækkunum rekstrarvara og taxtahækkunum kaupgjalds á fyrra árL Nú liggja fyrir niðursitöður úr úrtaksathugunum Hagstofu ís- lands fyrir s.l. ár. Sömuleiðis niðurstöður frá Búreikninga- stofunni úr einföldum búreikn- ingum ársins. Auk þess hefur Séttarsam- bandið sjálft fengið skýrslu frá um 80 bændum eins og fyrri ár. Niðursitöður þessara úrtaka hafa verið bornar saman og eru þær í flestu mjög samhljóða. Jafnframt þessum úrtökum hefur Hagstofan lagt fram skýrslur um sölu kjarnfóðurs og áburðar á síðasta ári, þ.e. frá 1. júlí 1966 til 1. júlí 1967. Það er sama tímabil og venja er að hafa til samanburðar í þessu efni. Samkvæmt söluskýrslunum hafa bændur keypt 40,800 tonn af erlendu kjarnfóðri á þessu ári á móti 30,400 tonnum í fyrra og er aukningin 44,1% og hafa kaup á erlendu kjarnfóðri auk- izt um 125,2% frá árinu 1960/ 196H. Innlenda kjarnfóðrið varð aft- ur á móti aðeins minna, þ.e. síld- armjöl og annað hliðstætt mjöl eða 6.634 tonn á móti 7,076 tonn- um í fyrra eða 6,2%. Áburðarsalan í ár varð um 21,498 tonn á móti 19,728 tonn- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.