Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. SEPT. 1967 19 sama fyrirtækis tengdi okkur nánum böndum. Það var mikið lán fyrir ungan og óreyndan mann að hefja störf með jafn traustum manni og Einar var. Það gerði marga erfiðleika auð- veldari viðfangs. Einar var frekar lágur maður vexti og þrekinn ,en hvatlegur í spori og allri fraimkomu. Hann var alltaf snyrtilegur til fara að hverju sem hann gekk og öll hans verk báru einkenni snyrti- mennsku. Skapmaður vax hann mikill og segja má að framíkom- an og tilsvör hafi á stundum verið nokkuð hrjúf ,en undir sló hjarta guilli betra. . Það er ávalt nokkur vandi að sjá um fraimkvæmd verka hjé fyrirtæki svo öllum líki vel. Öll verkstjórn Einars einkenndist af ákveðnum vilja hans til þess að leysa verkefnið fljótt og vel af hendi. Honuim líkaði illa allf hringl og gat oft brugðist illa við ef ekki stóð heirna það sem um var talað, því heiðarleika og orðheldni í viðskiptum krafð- ist Einar af sjálfum sér, og sömu kröfur gerði hann til annara. Segja má að Einar hafi eigi verið síðri Skrifstofumaður en verkstjórL Hann skrifaði ágæta rithönd og var lagið að hafa allt í röð og reglu í kring um sig. Alilt varðandii framkvæmd verka var skráð snyrtilega og aðgengilega, sem oft var ómet- anlegt ekki síst á stríðsárunum, þegar iðulega kotnu fyrirspum- ir varðandi uppskipanir og af- greiðslur löngu eftir á, en é þeim árum var álag ó Einari og sam- starfsmönnum hans oft svo mikið að til vandræða horfðL Það heyrist stundum nefnt að menn séu af gamla skólanum og er þá átt við að samvizkusemi og húsbóndahollusta hafi verið ríikur þáttur í eðli þeirra. Einar var einn þessara manna, og víst er að verðmæta þeirra, er hon- u/m var falið að gæta hefði ekki verið betur gætt þótt þau hefðu verið hans eigin eign. Sumum þótti hann í þessum efnum fuil heimaríkur. Kristín kona Einars bjó þeim vistlegt heimili, sem hann kunni vel að meta. Konu sína dáði Einar og var aðdáunarverð sú umhyggja er hann sýndi henni og heimilinu, og kom það ekki sizt fram í þeim löngu og erfiðu veikindu/m, er að lokum urðu henni að aldurtila. Síðustu árin sem Kristín lifði, dvaldi hjá þeim lítil stúlka, bróðurdóttir Kristínar. Litla stúlkan var uppáihald Einars, en viðbrugðið var hversu brangóður hann var. Nutu barnabörn hans þessa í ríkum mæli og munu lengi minnast. Áhugamál er ekki hægt að segj a að Einar hafi haft önnur en starfið og heimilið og það er því fylgd'i. Þær eru ótaldar stundirnar, er hann undi við að hlú að því og sumarbústað þeirra hjóna. Hann var hlédræg- ur og ómannblendinn og hafði sig þvi látt í frammi í félags- mlálum. Fyrir ferðalögum hafði hann áhuga og stofnaði ásamt fleirum félagaskap, er nefndi sig Minnsta Ferðafélagið. Það , var stofnað rétt eftir heirrusstyrjöld- ina síðarL um það leyti, er jepp- arnir, voru að vinna sér hvað mestar vinsældir. Marga ferðina fór hann í þessum félagisskap um ótroðnar slóðir öræfa þessa lands. Reyndist hann þar sem endra nær ósérhlifinn og traust- ur félagi. Nú þegar leiðir skilja í bili, vil ég þa/kka honum góða sam- vinnu, tryggð og vináttu, er hann ávallt sýndi mér. Ennfrem- ur færi ég honum þakkir fyrir mikið og óeigingjamt starf í þágu þess fyrirtækis, er bar gæfu til að njóta starfskrafta hans svo lengi. Um leið og ég votta aðstand- endum öllum mína innilegustu saanúð, veit ég að minningarnar geyma myndina af góðum dreng, aem nú er lagður af stað í síð- ustu ferðina yfir hafið mikla. Blessuð sé minning hans. Asgeir Jónsson. Klassiskur Ballett. „Ballettdansarar helzt ai byrja 8 Katrín Guðjónsdóttir, rabbar við Erik Bruhn og Birger Bartholin KATRÍN Guðjónsdóttir, ballett- kennari er nýkomin heim frá Kaupmannahöfn, þar sem hún tók þátt í hinu alþjóðlega ball- ettnámskeiði, sem Birger Bart- holin stjórnar. Hann er í miklu áliti sem kennari og fylgir hin- um akademiska stil. Einnig hef- ur hann samið marga balletta, sem náð hafa vinsældum. Auk Birger Barholin, kennðu á námskeiði þessu: Nina Vyr- — Við murnim alltaf reyna að halda námskeið vikumar á undan dönsku ballett- og músík hátíðinni til þess að gefa ne/m- endum og kennurum, sem þátt taka í Bournonville tímunum, tækifæri til þess að sjá balletta eftir Bournonville. Annars gæt- um við líka haft sumarnám- skeið. Hve lengi hafið þér haft yðar eiginn skóla? sig að hinu konunglega leikhúsi. Ég hef ennfremur æft flesta dansara í Tívolíballettflokkn- um. Hve marga mánuði ársins er skóli yðar opinn? — Allt árið um kring. Störfuðuð þér ekki sem dans- arþ áður en þér opnuðuð skóla- yðar? — Ég kom fram sem sólódans ari í Kaupmannahöfn á árunum 1930-1932. Ennfremur hef ég dansað með Monte Carlo ball- ettflokknum og Compagnie Col. de Basil 5 balletta hef ég sam- ið fyrir hinn konunglega danska ballett. mun ég fara til Kanada, Banda- ríkjanna og Ítalíu. f blaðaviðtali á fslandi sögð- ust þér hafa mikinn áhuga á því að vinna með Balanchine. Hafið þér ef til vill gert það nú þegar? — Ég hef unnið tvisvar sinn- um /með Balanchine. í seinna skiptið rétt eftir að ég fór frá íslandi. Vinnið þér fyrir sjónvarpið jafnhliða starfi yðar við Stokk- hólmsóperuna? — Ég mun ef til vill semja sjónvarpsþátt, sem ég kem til með að kalla ,Portrait of Erite Bruhn.“ í bók yðar og Lillian Moore’s „Bournonville og Ballett Techn- ique“ segir þér m.a.: — „Á þess um tíu árum var ég í Bournon- ville skóla. Þarna voru sex mis- munandi tímar fyrir virka daga Katrín Guðjónsðóttir. oubova, Valentina Pereyaslavec, Inge Sand, Hans Brenaa, Jens Brenaa og Patricia Christopher, [ kennari við Martha Graham skólann í New York. Hinn heimsfrægi sólódansari Erik Bruhn sótti tima á seinni hluta námskeiðsins. Tók Katrín eftirfarandi viðtal við þessa tvo menn. Viðtal við Birger Bartholin, ballettkennara. Þetta er 5. alþjóðlega ballett- námskeiðið ,sem þér haldið hr. Bartholin. Fram til þessa hefur það staðið yfir í 2 vikur, nú í 6 vikur. Er það vegna 800 ára afmælis Kaupmannahafnar? — Já. Þér hafið alltaf haldið nám- skeið yðar í maí — og mun svo verða áfram? Ég spyr yður að þessu, ve/gna þess að margir dans arar hafa ekki komizt á þetta niámskeið, þar eð þeir starfa af fullum krafti hver við sitt leik- hús á þessum tím. — Ég opnaði skólann minn 1957. [ Störfuðu þér sem kennari með einhverjum öðrum áður? — Ég var ballettimeistari og „choreographer“ bæði fyrir „Les ballets de la Jeunesse" í París frá 1937—1940 og „Marquis de Cuevas“ á tímabilinu 1950— 1956, í Essen fyrir Kurt Joss 1957 og við Accademia Nazion- ale de Danza í Róm nokkrum sinnum. Kennið þér einnig byrjend- um? — Ég hef haft byrjendur, en nú orðið sendi ég þiá 1 skóla, sem leggja aðaláherzlu á kennslu barna og byrjenda. Starfa nemendur yðar ekki víðs vegar í heiminum? — Dansarar frá minum skóla starfa við flestar ríkisóperur, svo sem í StokkhóLmL Stuttgart, danska konunglega leikhúsinu, svo og í dansflokkum í Banda- rikjunum. Ég æfði Frank Schauffuss, áður en hann réði Ekki hafið þér sömu kennara ár eftir áx, á þessum námsskeið um? — Á hverju ári koma hingað ýmsir kennarar auk Bournon- ville-kennaranna. Vilduð þér gjöra svo vel að nefna nokkra? — Kirillova og Marina Cramoheva frá Leningrad, Alex- andra Danilova frá New York City Ballett, og Matt Mattox frá New York. Viðtal við Erik Bruhn ballett- meistara við Stokkhólmsóper- una. Á hvaða ári álítið þér, að bezt sé að byrja að æfa ballett? — Bezt er að byrja 8—10 áxa, en alls ekki seinna en 12 ára. Hversu marga tíma í viku eiga börn að æfa? — Börn ættu að æfa eina klukkustund á dag. Þér komið frá Stokkihólmi til þesis að taka þátt í þessari lista- hátíð, hve lengi ætlið þér að starfa þar? — Ég mun starfa þar í 5 mán- uði þetta leikárið og inn á milli vikunnar. Þessir tímar voru svo að segja alveg í föstu formL og voru endurteknir með litlum breytingum frá þeim degi, sem komið var í skólann sem barn, og þar til nemandinn útskrifað- ist. Á þessum tíma fengu böm- in jafn strangan skóla og hinir fullorðnu.* Teljið þér, hr. Bruhn að þetta sé rétt að farið? — Já, ég álít, að það sé rétt að haía æfingar í föstu formi fyrir börn vissan tíma, t.d. 2 ár með aðeins smá breytingum. Að lokum sagði Erik Bruhn: Ef ég ætti að gefa upprenn- andi ballettdönsurum ráð, yrði það þetta: Þegar þú hefur lært „málið“, sem verið er að kenna þér verður þú að læra hvers vegna þú talar það. Með öðrum orðum, dansarinn byrjar að gefa málinu lit, meiningu og tilgang. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu 24ra ára ábyggileg stúlka óskar eftir innheimtu- eða sendistörfum. Er vön. Hefur bíl til umráða. Tilboð merkt: „Reglusemi sendist Mbl. fyrir 9. sept. Húsmæðraskóli kirkjunnar AÐ LÖNGUMÝRI getur bætt við sig nokkrum nemendum næsta skólaár. Umsóknir sendist sem fyrst. HÓLMFRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, skólastjóri. Stúlka óskast í skartgripaverzlun. Tilboð ásamt uppl. um menntun, aldur og fyrri störf sendist Mbl. merkt: „Ás — 2633“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.