Morgunblaðið - 09.09.1967, Page 18

Morgunblaðið - 09.09.1967, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPT. 1967 í Sigurður Þórðurson fyrrv. ulþingismuður — Minning HANN var fæddur á Fjalli í Sæm undarhlíð 19. júlí 1866. Andaðist á heimili sínu Mávahlíð 40 í Reykjavík 13. ágúst sl. og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 23. sama ménaðar. Hann ólst upp á Fjalli hjá móð- ur sinni Ingbjörgu og bróður hennar, Benedikt Sigurðssyni bónda á Fjalli. Hann fór í bændaskólann á Hóium haustið 1905 og lauk þar námi 1907. Voru þá margir mikl- ir hæfilei'kamenn mememdur á Hlólum. Þóttu þó þrír þeirra bera af í þeim bekk, að vitsmunum og skörungsskap og var SigurðUr Þórðarson einn af þeim. Hinir voru: Sigurður Kristjónsson, er síðar var lengi þingmaður Reyk- víkinga, og Brynleifur Tobíasson síðar menntaskólakennari á Ak- ureyri. Voru þessir miklu gáfu- menn þó nokkuð ólíkir. Sigurður Þórðarson varð þeirra langmest- ur fjármálamaður og eini bónd- inn. Sigurður Kristjánsson varð mestur stjórnmálama'ður, enda landskunnur og þjóðfrægur rit- stjóri. Hann einn þessara manna er enn á lífi nú 82 ára. Brynleifur Tobíasson lagði mikla stund á ættfræðirannsókn- ir og sögu. Gaf meðal annar ut hina merku bók: „Hver er mað- urinn“. Hann var og lengi einn af æðstu forystumönnum Góð- templarareglunnar í landi voru. Sigurður Þórðarson kvæntist árið 1910 Ingibjörgu Sigfúsdótt- ur prests á Mælifelli og síðar alþingismanns og kaupfélags- stjóra. Fóru hin ungu hjón að búa 1912 á Nautabúi í Lýtings- staðahreppi og bjuggu þar sam- fleytt til 1938, við mikla vel- gengni og rausn. En seint á ár- inu 1937 gerðist Sigurður for- stjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Hafði hann það starf á hendi til 1946—47, en þá flutti hann til Reykjavíkur og átti þar heima síðan til æviloka. Á Sigurð hlóðust mörg trún- aðarstörf í Skagafirði. En þau sem mestu máli skiptu voru þau: að hann var hreppstjóri Lýtings- staðahrepps í 16 ár, og svo þing- t Jón Guðmundsson fyrrum bóndi á Torfalæk, andaðist 7. þ. m. Synir og fósturdætur. t Móðursystir okkar Ragnheiður Gísladóttir frá Ytri Bakka. verðuir jarðsett að Möðruvöll- um í Hörgárdal, miánudaginn 11. sept. kil. 13.30. Bílferðir verða frá Ferðaskrifstofu Sögu, Akuireyri og frá Hjalt- eyri kl. 13. Gíslína Jónsdóttir, Steinunn Steinsen. t Þökkum innilega samúð og vinadhiug við fráfall og jairð- arför Guðmundar O. Gíslasonar frá Hvaleyri. Systkin, mágkonur og bræðrabörn. maður Skagfirðinga frá vori 1942 til 1946. Þegar hann var fyrst í framboði vorið 1942 fékk hann til muna fleiri atkvæði en nokkur annar hefir fengið í Skagafjarð- arsýslu fyrr eða síðar. Það sýndi hans miklu vinsældir og traust me'ðal Skagfirðinga. Að hann gaf eigi kost á að vera frambjóðandi í 3. sinn árið 1946 mun meðfram hafa stafað af því, að hann var um þær mundir að flytja burt úr hérað- inu, en þó einkum vegna þess, að hann kunni ekki vel við and- rúmsloftið í flokki sínum og í stjórnmálunum yfirleitt. Hann var stórbrotinn í lund og vildi fara sínar eigin götur. Var um íeið fráhverfur því, að láta aðra menn segja sér fyrir verkum. Faðir Sigurðar var Þórður Ingvarsson bónda í Litladal Þór'ðarsonar. Var Þórður smiður og mun lengst hafa átt heima á Húsavík, en fór annars víða. Móðir Sigurðar var Ingibjörg Sigurðardóttir bónda á Stóra Vatnsskarði og konu hans Mar- grétar Klemensdóttur frá Ból- s-taðarhlíð. Við Sigurður vorum það mik- ið skildir, að amma mín Salome, og langamma hans, Ingibjörg voru alsystur. Báðar dætur Þor- leifs Þorkelssonar hreppstjóra í Stóradal. Var Ingibjörg gift Klemensi Klemenssyni stórbónda í Bólsstaðarhlíð en Salome var kona Jóns Pálmasonar hrepp- stjóra og alþingismanns í Stóra- dal. Þorleifur Þorkelsson var kvæntur Ingibjörgu Guðmunds- dóttur stórbónda í Stóradal, sem almennt var kallaður Gu'ðmund- ur ríki. Var hann einn af hinum mörgu Skeggjastaðasystkynum, börnum Jóns Jónssonar og Bjarg ar Jónsdóttur er lengi bjuggu á t Huiglheilar þakkir fyrir auð- sýnda vináittu og samúð við andlát og jarðarför föður okkar, flenigdaföður og afa Einars Arasonar verkstjóra. Knútur Einarsson, Ari Einarsson, Esther Jónsdóttir og barnbörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarlhiug við andilát og ja.rðarför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og aifa Jóhannesar Björnssonar frá Hofsstöðum. Kristrún Jósefsdóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. Skeggstöðum í Svartárdal. Er ætt þeirra almennt kölluð Skegga- staðaætt og er mjög fjölmenn í Húnavatns og Skagafjarðarsýslu. Af Skeggjastaðaætt hafa að m. k. 15 menn orðið alþingismenn. Sigurður Þórðarson starfaði á tímabili í Nýbyggingarráði og síð an í Fjárhagsráði, þar til sú stofn un hætti störfum. Hann þótti alls sta'ðar til heilla þar sem um fjár- mál var að ræða, liðtækur og á- byggilegur í allri starfsemi. Hann var mikill gæfumaður og sinnar eigin gæfu smiður. Hann kvæntist ungri ágætri korau mikil hæfri og skemmtilegri ög lifði me'ð henni í farsælu hjónabandi 55 ára tímabil. Störfuðu hjónin að því sameiginlega að gera heim ili sitt þannig úr garði að allir sem þangað komu sálu að þar gilti háttvísi glaðværð og raiusn. Gilti þetta á þremur ólíkum stöðum. Á Nautabúi, á Sauðárkróki og í Reykjavík. Frúin blessuð féll í valinn tveimur árum á undan hús bóndanum, árið 1965. En síðustu tvö árin stjórnaði dóttir hjónanna Ingibjörg neimilinu inan húss og var lengi áður til aðstoðar í því efni með miklum skörungsskap. Þessi ágætu hjón eignuðust 3 efnileg börn 2 sonu og eina dótt- ur. Annar sonurinn Sigurður að nafni andaðist ungur, en hin tvö Ingibjörg og Sigfús bæði hið á- gætasta fólk eru á lífi. Sigurður Þórðarson var sérlega skemmtilegur maður. Söngmaður var hann ágætur þó eigi gerði hann mikið af því að syngja opin berlega. Hann var hagorður nokk uð en fór dult með það. Hafði þó næmt eyra fyrir öllum skáld- skap og kunni ótrúlega mikið af ljóðum, enda hafði hann frábæri- lega gott vit á öllum skáldskap íslenzkra manna. I samkvæmum og á gleðifundum var hann allra manna skemmtilegastur: glað- lyndur frjálslyndur í skoðunum og allra manna fundvísastur á það hvar feitt var eða magurt á stykkinu. Að hafa hann með á fjörugu samkvæmi þótti alltaf mikils virði. Hann var svo gáfað ur maður að allir viðstaddir vissu að það skifti miklu máli hvað hann lagði til málanna. I fjármálum og viðskiftalífi var saga hans ótvíræð framfarasaga, sem Skagfirðingar og aðrir voru ekki í neinum vafa með. Búskap ur hans á Nautabúi gekk með afbrygðum vel. Framfari og vel- gengni voru þar á öryggíi leið. Þess vegna var hann öruggur sveitarhöfðingi í Lýtingsstaða- hreppi og þess vegna gerðu Skag firðingar hann að kaupfélags- stjóra og síðan alþingismann með meira og almennara fylgi en nokkur annar hafði fengi'ð í því héraði. Alit er þetta saga vax- andi gæfa vinsælda og trausts. Engin brotahlekkur komst á þráð inn í æfisögu þessa gáfaða og á- gæta manns. Hann var fríður maður vel vaxinn og snyrtilegur í allri fram göngu. Leyndi sér ekki að þar fór maður sem mikið var í spunnið. Nú þegar þessi ágæti maður er allur, þá veit ég að margir menn norðan lands og sunnan minnast hans með þakklæti og ánægju. Ég sem þessar línur rita þakka þessum mínum ágæta frænda langvarandi og trausta vináttu og margvíslegar gleði- stundir fyrr og síðar á liðinni æfi. Ég vona að samfundirnir ver’ði síðar ánægjulegir á landi lifenda. Böxnum hans og öðrum að- standenóum votta ég einlæga samúð og hluttekningu, vegna þess, að hann kvaddi þennan heim svo fljótt, sem raun varð á. Jón Pálmason. ísleifur Gissurarson hreppstjóri, Drangs- hlíð — Minning SUNNUDAGINN 3. þ.m. andað- ist í Landsspítalanum eftir langa og erfiða sjúkdómslegu, frændi minn og vinur, ísleifur Gissur- arson, hreppstjóri og bóndi í Drangshlíð í Austur-Eyjafjalla- hreppi. Hann verður jarðsung- inn frá Eyvindarhólakirkju í dag og fylgt til grafar af syrgjandi ættingjum, venzlafólki og sveit- ungum, er nú sakna vinar og verndara. Það er nú stórt skarð höggvið í raðir Eyfellinga og vandfyllt. Hin fagra sveit hefur misst einn sinna beztu sona, sem hann vissi að var á næsta leiti, með svo mikilli karlmennsku og sálarró, að nærri einstakt má telja. Hann kvartaði aldrei, en gerði að gamni sínu fram til hinztu stundar. Ég átti því láni að fagna að alast upp í næsta nágrenni við þennan mann og kynntist honum því vel sem unglingur. Hann var mjög dagfarsprúður og um- gekkst bæði menn og málleys- ingja með gætni og nærfærni og virti allt sem lífsanda dró. enda var hann virtur af öllum er hon- um kynntust. ísleifur heitinn var borinn og barnfæddur Eyfellingur, fæddur að Drangshlíð hinn 13. júlí 1903, sonur merkishjónanna Guð finnu ísleifsdóttur ljósmóður Magnússonar frá Kanastöðum í Landeyjum og Gissurar Jóns- sonar, bónda og hreppstjóra Hjör leifssonar hreppstjóra frá Eystri- Skógum. Stóðu því að ísleifi heitnum styrkir stofnar úr Rang- árvalla-Árnesi og Skaftafells- sýslum og kvistir af þeim meiði, höfðu mannsöldrum saman, ver- ið framámenn sveita sinna. Það var því ekkert undarlegt, að á ísleif heitinn hlóðust ýmis trún- aðarstörf, fyrir sveitarfélag sitt, þar sem hann hlaut uppeldi sitt undir handleiðslu góðra foreldra á fyrirmyndarheimili. ísieifur heiitinn var mjög hlédrægur og sóttist ekki eftir vegtyllum, en þrátt fyrir það komst hann ekki undan því að verða formaður ungmennafélagsins, formað'ur búnaðarfélagsins og hreppstjóri, að föður sínum látnum og mörg- um fleiri störfum gegndi hann fyrir sveitunga sína, sem kunnu að meta heiðarleika hans og hæfileika, og honum gátu þeir ■treyst í hvívetna. Á yngri árum vann hann alla algenga vinnu við búskapmn, eins og títt var um unga menn á þeim árum, auk þess, sem hann stundaði sjómennsku á vetrum í Vestmannaeyjum, og það var sama hvar hann fór, allir sótt- ust eftir því að njóta starfskrafta hans og hollráða. Langskóla- genginn var ísleifur heitinn ekki, en naut almennrar barna- bræðslu á farskóla, eins og venja var í sveitum á þeim tíma, auk þess, sem hann stundaði nám í unglingaskóla í Vík í Mýrdal. En hann lærði í skóla lífsins og lærði þar val, enda var hann bráðgreindur og engan mann þekkti ég, sem agaði sjálfan sig betur en hann gerði. ísleifur heitinn var manna hógværastur og vissi glögg skil á réttu og röngu, svo að aldrei hallaði hann réttu máli viljandi. Hann var gætinn og orðvar og talaði aldrei niðrandi um aðra, en hélt sínu máli einarðlega fram, ætíð vel íhuguðu. Þar var aldrei flanað að neinu. ísleifur heitinn var glaðvær og glettinn og gerði oft að gamni sínu, en aldrei á ann- arra kostnað. Barngóður var hann með afbrigðum og þau virtu hann og dáðu, svo og aðrir er honum kynntust. ísleifur heitinn hóf búskap í Drangshlið ésamt Birni bróður sínum, að föður þeirra látnum árið 1946, og ráku þeir bræður sameignar- bú síðan með miklum myndar- brag. Voru þeir mjög samhentir í öllu og ríkti milli þeirra hinn sanni andi bræðralags og kær- leika og bar-þar aldrei skugga á. Isleifur heitinn kvæntist aldrei, en þeir bræður áttu því láni að fagna að hafa alltaf sömu ágætis ráðskonuna, Guðrúnu Úlfarsdóttur frá Fljótsdal, sem var þeim bræðrum sem bezta systir í hvívetna, og lét ekki sitt eftir liggja, að halda uppi fyrirmyndar heimili, eins og ver- ið hafði. Nú að leiðarlokum vil ég þakka þér frændi minn fyrir margar ánægjulegar samveru- stundir og tryggð þína við mig og mitt heimili og gott fordæmL Ég hafði tækifæri til að taka þig mér til fyrirmyndar, og hafi mér mistekizt á minni lífsbraut, þá er það ekki þín sök. Ég vil votta háa.ldraðri móður Ísleifs heitins, systkinum, mág- um, mágkonu og öðrum ætting- um og vinum, mína imnilegustu samúð, og vona að minningin um góðan dreng, sem ekki mátti vamrn sitt vita, verði ykkur huggun í raunum ykkur. Ef ís- lenzka þjóðin ætti marga slíka þegna sem ísleifur heitinn var, þyrfti hún ekki að kvíða fram- tíðinni, því þar sem hann var, fór allt saman, samvizkusemin, nærgætnin, natnin, löghlýðnin, eða með öðrum orðum allar þær dyggðir, sem prýtt geta einn mann. „Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og alit“. H. J. SAMKOMUR K.F.U.M. Almerai siamkoma í húsi fé- lagsins við Amrhmannsstíg ann að kvöld kl. 8,30. Séra Magn- ús Guðmundsson, fyrrv pró- fastur talar. Allir velkomnir. Bænastaðurinn, Fálkagötu 10. Kristileg samkoma sunnu- daginn 10. sept. kl. 4. Bæua- stund alla virka daga kl. 7 e. h. — Allir velkomnir. Okkar innileguistu þakkir fæTum við hjóniin öllum akyldum og vandala-usum sem með heimsókn-um, heilla- ósibum og gjöfum og á annan hátt glöddu okkiuir og gerðu okteur 75 ára afmæliisdagana 16. júní og 5. september 1967 m-jög ánægjulega. Guð blessi yk-kur öll. Guffbjörg og Oddur Hallbjarnarson, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.