Morgunblaðið - 12.09.1967, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.09.1967, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12, SEPT. 19B7 MAYSIE GREIG: _ 5 Læknirinn og dansmærin Hversu oft þarf atf segja þér að dóttir min er ekki heima. og bætti við: — En ef þér hefð- uð ekki orðið fyrir þessu slysi, hefðuð þér aldrei komið hér í húsið. Hann leit hlýlega á hana. Henni leið hálfilla. Jean Gar- cin hafði sagt henni, að frú Hennesy væri í tygjum við aðra karlmenn, og svo hafði hann yppt öxlum og sagt, að hann vissi ekki um hr. Hennessy hvað það snerti. Hún ásetti sér að fara varlega. Hún vildi ekki komast í neitt tilfinningastríð í sambandi við húsbónda sinn. Hún varð snögg- lega hrædd, en harkaði af sér. Hún sagði sjálfri sér, að þetta væri ekki nema ímyndun, að hann sýndi henni nedna sér- staka eftir.tekt. Líklega leit hann bara á hana eins og hverja aðra vinnukind. Nú var borið fram te handa henni og frú Hennessy. Aron fékk sér viskí. — Mér þykir líka gott að fá mér í staupinu, sagði Grace. — En ,það er svo óheppilegt fyrir vaxtarlagið, en svo förum við líka í svo mörg samkvæmi, þar sem maður kemst beinlínis ekki hjá því að drekka. Enda eru svona samkvæmi leiðinleg án þess. Allir kunningjar manns drekka, og ef maður er ekki með, verður maður utan við ailt. Drekkið þér, ungfrú Jason? — Ekki mikið, sagði Yvonne. — Starf mitt gerir miklar kröf- ur. Maður verður að vera alls gáður til að geta æft. Og viljið þér ekki kalla mig Yvonne? — Gott og vel, sagði Grace. — Ég hef hvort sem er heyrt, að Dickie er þegar farinn að kaila yður það. Hún andvarpaði og bætti við: — Ég er hrædd um, að hann sé óþarflega mikið eftir lætisbarn. Enda er hann eina barnið. — Það er allt í lagi með Dickie, sagði Aron, harkalega. — Hann er ekki sem verstur, Grace. Hann er bara fjörmikil1. —• Þú getur nú aldrei séð neitt athugavert við hann son þinn, eða er það? Röddin var hálf rellukennd. — Ég vildi, að ég þyrfti ekki að fara út í kvöld, sagði hún allt í einu. Það var eins og skuggi liði yf- ir andlitið á manni hennar. Yvonne fannst rétt eins og hann setti allt í einu upp einhverja grímu. — Þarftu að fara? — Já, ég þarf þess, sagði hún. — Bonneuau greifi ætlar að fara með mig í samkvæmið hjá Bau- fort barónsfrú. Þar verða allir samankomnir, sem eitthvað kveð ur að. Hún á afskaplega fínt hús uppi í fjalliwu fyrir ofan Cann- es. Það er leiðinlegt, að þú skui- ir vera svona ónýtur við sam- kvæmin, Aron. Þú missir af svo mörgu með því. — Ég er ekkert hrifinn af að sjá fólk gera sjálft sig að öpum, sagði hann hartoaiega, — gretta sig og blaðra og haga sér eins og fábjánar. Vera á fótum fram eftir öllu, og svo virðist hvergi hægt að setjast niður í þiessum samkvæmum, sem þú sækir, Graoe. Þá vil ég heldur láta fara vel um mig heima, við viskíglas. Hún yppti öxlum. — Jæja, ég er nú nógu ung til þess að njóta samkvæmislífs, þó að þú sért orðinn of gamall til þess, Aron. Hann hreyfði sig og rétti sig upp í stólnum. — Ég sagði nú ekki, að ég væri upp úr því vax- inn, Grace, heldur sagði ég bara, að ég hafi ekkert gaman af því. — Þá er það heppilegt, að ég skuli geta fengið aðra menn til að fara með mér, sagði hún, og var dálítið hvöss. — Það yrði laglegt, ef ég gæti það ekki. Hvaða gagn er í því að koma hingað, ef maður tekur ekki þátt í neinu samkvæmislífi? — Ég hélt, að við kæmum hingað okkur til heilsubótar, ist ekki geta þolað veturna í elskan mín, sagði hann. Þú sagð- Nýja Englandi. En ég skil bara ekki í, að heilsan þín batni við að þjóta úr einu samkvæminu í annað. s— Ég hef að minnsta kosti ekkert illt af því, sagði hún. — Og maður verður að skemmta sér meðan maður er hér við ströndina. Ég verð ekki í kvöld mat, en þú færð þinn kvö'ldmat klukkan sjö, eins og venjulega. — Ungfrú Jason vildi kannski borða með mér? sagði hann, öli- um til undrunar. Kona hans setti upp fýlusvip og beit á vörina. — Eg hef skip- að svo fyrir, að ungfrú Jason fái sinn kvöldverð framreiddan í leikstof'unni. — Þá ætla ég að borða með henni í leikstofunni, sagði hann, og varð allt í einu einbeittur og kuldalegur. — Ég er ekkert hrif inn af að borða kvöldverðinn minn einn. — Eins og þú vilt. En þá get- ur ungfrú Jason komið og borð- að með þér niðri. En hún sagði þetta ekki með neinum ánægju- svip. Yvonne fór dálítið hjá sér. Hún hafði ekki verið þarna í hús inu nema stutta stund, og strax var komin óánægja. Hversvegna vildi Aron ekki sækja þessi fjör ugu samkvæmi, sem hún sjálf hefði viljað allt til vinna að taka þátt í? Hvaða gagn var í því að vera margfaldur miilljónari, ef maður mátti svo ekki njóta lífs- ins í fullum mæii? En Aron leik ekki út fyrir að njóta lífsins. Hann var reiður og vonsvikinn. Hún vorkenndi hon- um. Hún lauk við tebollann og setti hann á borðið hjá sér. Grace stóð snöggt upp. — Ég skal fylgja yður í herbergið yðar, sagði hún. >— Það er eitt gestaherbergið. Hafnarstræti 19 Ný sending Nælonsloppar Hinar margeftirspurðu tvíhnepptu nylonsloppar eru nú komnir. Hvítir, bláir og blágrænir. Állar stærðir 8—18 og I8V2—24%• Einnig mjög gott úrval af svuntunr. Weston-teppi á ber steingólf Þér sparið margar krónur pr. fermetra, ef þér veljið Weston.. Weston hefur gúmmíundirlag. Klæðið steingólfin með Weston. Weston er hlýlegt, mjúkt og þægilegt ^ð ganga. á og hentugt að hreinsa. Weston gerir heimilið fallegt og hlýlegt, Það var gott að við völdum Weston. ofið yfir allt gólfið Weston fæst fra kr. 730 pr. ferm. Ef stofan yðar er til dæmis 4x5 m, Weston út í öll horn 14.600—19.400 kr. Weston hefur ábyrgðarmerkið 4F. og mark fyrir hreina oe nýia ull. Weston hefur gummiundirlag. Bæði teppi og undirlag þolir súlfó sáp gervihreinsiefni. Weston hefur 55 nýtízku liti og mynztur. Stærsta sala í Skandinavíu. kostar og Woll- Wf'' Wegton 4F — tegund er 17 framleitt tuidir ábyrgö Y af danska Vefnaöar- vörueftirlltinu. Alafoss, Þingholtsstræti 2. Síml 13404. .^d

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.