Morgunblaðið - 16.09.1967, Side 1
32 SIÐUR
Forsæfisráð-
herrar Norður
landa þinga
hér 8.-9. okt.
Kaupmannahöfn, 15. sept.
—(NTB)—
FORSÆTISRÁÐHERRAR
Norðurlanda og forsetar
Norðurlandaráðs koma til
fundar í Reykjavík dagana
8. og 9. október til þess að
'undirbúa næsta fund Norður
landaráðs, sem haldinn verð-
ur í Ósló 17. febrúar. Fimm
nefndir Norðurlandaráðs hafa
einnig fyrirbugað fundi á
næstu tveimur mánuðum.
Félagsmálanefndin heldur
fund í Halmstad 13. og 14.
október og hefur boðið félags
málaráðherrum Norðurlanda
til fundarins. Menningarmála
nefndin heldur fund á sama
stað 28. og 29. október og
laganefndin kemur saman í
Helsingfors 31. október. —
Fundur efnahagsmálanefnd-
arinnar verður haldinn í Ósió
dagana 9. og 10. nóvember.
Efnahagsmálaráðherrum Norð
urlanda hefur verið boðið að
sitja þann fund.
1 gær var íslenzka ríkinu af hent Skaftafell í Öræfum sem þjóðgarður. Blaðamaður Mbl. tók þá þessa mynd af Skerhóli inn
Morsárdal, sem er eitt af sér'kennilegustu fyrirbærum í hinum glæsta þjóðgarði. Sjá gr. bls. 3.
AMER MARSKÁLKUR
FREMUR SJÁLFSMORD
70.000 handteknir ■ Egyptalandi
— að sögn bandarísks fréttaritara
Beirút og New York, 15. sept.
NTB-AP.
Abdel Hakim Amer mar-
skálkur, fyrrverandi yfirmað-
nr egypzka heraflans, hefur
svipt sig lífi, að því er Kaíró-
útvarpið hermdi í kvöld. Sam
tímis hefur bandarískt blað
það eftir áreiðanlegum heim-
ildum, að 70.000 manns hafi
verið handteknir í Egypta-
landi siðan upp komst um
samsæri Amers og annarra
herforingja um að steypa
Nasser forseta af stöli.
Amer marskálkur, sem var 48
ára að aldri, var handtekinn þeg-
ar upp komst um samsærið.
Daniel sætir
ekki iliri
meðferð
— segja sovézk
yfirvöld
Moskvu, 15. sept. NTB.
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum í Moskvu, að sovézk
rannsóknarnefnd hafi vísað á bug
þeim staðhæfingum, að rithöf-
undurinn, Juri Daniel, sæti illri
meðferð og aðbúnaði í vinnu-
búðunum, þar sem hann nú er.
Það fylgir fregninni, að rann-
Fraimlh. á bls. 30
Hann var sviptur stöðu sinni sem
næstráðandi Nassers eftir ósigur
Egypta fyrir ísraelsmönnum í
júní.
Þegar hið meinta samsæri var
afhjúpað fyrr í þessum mánuði
var Amer settur í stofufangelsi.
Auik hans voru 50 herforingjar
handteknir. Upp komst um sam-
Djakarta, 15. september.
NTB-AP.
STJÓRN Indónesíu skipaði í dag
öllum diplómötum sínum í Pek-
ing að fara frá Kína hið skjót-
asta, en enn sem komið er hafa
kínversk yfirvöld ekki veitt
starfsfólki sendiráðsins brottfar-
arleyfi, að því er skýrt var frá
í Djakarta í dag. Ákvörðun Indó-
nesíustjórnar er talin munu leiða
til algerra stjórnmálarofa, en
Adam Malik utanríkisráðherra
lýsti því yfir í dag, að hér væri
aðeins um bráðabirgðaráðstöfun
að ræða og ástandið kynni að
breytast.
Formleg orsök heimkvaðning-
ar indónesísku diplómatanna er
sú, að yfiryöld í Peking hafa
ekki veitt þeim þá vernd, sem
særið skömmu áður en Nasser
forseti hélt til Khartoum að
sitja fund æðstu manna Ara-
baríkjanna.
í frétt Kaíróútvarpsins um
sjálfsmorð Amers segir, að mar-
skálkurinn hafi gleypt of stóran
skammt af deyfilyfjum á mið-
viku'daginn. Læknum tókst að
lífga hann við í gær, en hann
gleypti annan pilluskammt,
þeim ber samkvæmt þjó'ðarrétti,
að sögn Maliks. Samtímis hefur
verið frá því skýrt í Djakarta,
að Indónesíustjórn hafi bannað
kínverska sendiráðinu að nota
sendistöð sína, þar sem sendi-
stöðin í sendiráði Indónesíu í
Peking var eyðilögð, þegar rauð-
ir varðliðar réðust inn í sendi-
ráðið fyrir skömmu.
Malik utanríkisrá’ðherra skýrði
frá því í dag, að verzlun við Kín-
verja hefði einnig verið hætt og
tekið hefði verið fyrir útflutning
á indónesísku gúmmí til Kína.
Fyrir skömmu tóku Indónesar
upp samband við stjórn kín-
verskra þjóðernissinna á For-
mósu.
Sambúð Indónesa og Kínverja
Framlh. á bls. 30
Amer
sem hann hafði falið á sér. Að
þessu sinni tókst ekki að bjarga
lífi hans, og hann andaðist kl.
14.30 að íslenzkum tíma í dag.
Blaðið „Daily News“ í New
York skýrði frá því í dag, að út-
sendarar Nassers Egyptalands-
forseta hefðu handtekið rúmlega
70.000 manns síðan upp komst
um samsærið gegn honum.
Handtökurnar halda áfram, og
um 1.000 manns eru teknir fast-
ir dag hvern, að sögn blaðsins.
Fréttaritari blaðsins, Fred
Fram'h. á bls. 31
Washington, 15. sept. NTB-AP.
Talsmenn Bandaríkjastjórnar
vísuðu á bug í dag orðrómi um
að samningaviðræður milli stjórn
anna í Washington og Hanoi geti
hafizt eftir nokkrar vikur.
Samkvæmt AFP-frétt frá Ha-
noi eiga friðarviðræður að geta
hafizt eftir þrjár e'ða fjórar vik-
ur ef Bsndaríkjamenn hætta loft-
ÞJóðaratkvæða-
greiðsla um
NATO
í Frakklandi?
París, 15. september. NTB.
Eouis Vallon, náinn samstarfs-
maður de Gaulles, forseta Frakk-
lands, segir í grein, sem hann
hefur skrifað fyrir mánaðarrit-
ið „Notre Republique“, að árið
1968 muni væntanlega hafa úr-
slitaþýðingu fyrir mótun utan-
ríkisstefnu Frakklands í nánustu
framtíð. Hugsanlegt sé, að de
Gaulle muni biðja þjóðina að
samþykkja með þjóðaratkvæða-
greiðslu, að Frakkar segi sig al-
gerlega úr tengslum við NATO
með það fyrir augum að landið
verði milliliður og stuðli að frek-
ara samstarfi ríkja Austur- og
Vestur-Evrópu.
Af opinberri hálfu í París
fékkst ekkert um grein þessa
sagt 1 dag, en talsmaður stjórn-
arinnar benti á, a!ð de Gaulle,
forseti hefði hvað eftir annað
lagt á það áherzlu, að Frakkar
héldu tryggð við Atlantshafs-
bandalagið.
árásum sínum á Norður-Víetnam,
og var fréttin höfð eftir áreiðan-
legum heimildum. í Washington
er ítrekað að eigi Bandaríkja-
menn að hætta loftárásum verði
Norður-Víetnammenn einnig að
draga úr stríðsaðgerðum.
í gær sagði utanríkisráðherra
Kanada, Paul Martin, að yfir-
Framih. á bls. 31
Diplómatar Indónesa i
Peking kvaddir heim
— Getur leitt til stjórnmálarofa
Vill Hanoistjórnin
samningaumleitanir?
Orðrómur dreginn í efa í Washington