Morgunblaðið - 16.09.1967, Síða 23

Morgunblaðið - 16.09.1967, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPT. 1967 23 finna velflesta beztu listamenn þessa lands. Verk margra þeirra getur að líta og heyra þar innan veggja. Þór var einlægur unn- andi allra góðrar listar. Og hann kunni manna bezt að dreifa skuggum dagsins með góðlátlegri kímni, en að baki þeirri kímni fannst vakandi gleði og sársauki þess, sem iítur lífið með augum listamannsins. Og enginn vissi betur en frú Rósa hvernig bezt mátti bera sáttarorð milli lista- mannsins og þess sem mæðist af daglegum önnum. Fyrir nokkru vantaði mig tor- fenginn og verðmætan grip. „Þetta getur enginn útvegað þér, nema Þór O. Björnsson", sögðu þeir sem ég spurði. Ég fór til Þórs og fékk þennan grip með betri kjörum, en ég hafði búizt við. Og kjörgripnum fylgdi falslaus ánægja Þórs yfir því, að geta gert mér þennan greiða og sagan um Isac Stern. Þór hafði eitt sinn setið veizlu með Isac Stern, fiðlusnillingnum heimsfræga. En þegar til veizl- unnar kom vildi Stern ekkert segja og einskis neyta, þar til að hann, allt í einu, kom auga á ker fullt af íslenzkum rækjum, þá dró hann til sín rækjukerið, lauk því, sem í því var, og gekk út. Áhyggjum mínum, þennan daginn, var dreift út í veður og vind. Hér stóð ég með kjörgrip- inn, sem Þór hafði selt mér og í huganum kímdi ég yfir sögunni um Isac Stern. Fáeinum dögum siðar barst mér andlátsfregn Þórs. Það var forn siður, að flíka ekki sínum innra manni, og Þór hafði ekki skýrt mér frá því, hversu þau hjón höfðu notið þess að hlýða á Isac Stern. Ekki hafði hann heldur tjáð mér, hversu sárþjáður hann va-r af vágesti, sem stóð honum við hlið. Þór var einn þeirra hetjulund- uðu manna, sem kaus fram að ganga meðan hann hafði báða fætur jafnliainga. Það er bjart yfir þeim leið- um sem Þór O. Björnsson fer nú — og það er bjart yfir öllum minningum, sem hann eftirlét samferðamönnum sínum. — Vertu sem bezt kvaddur Þór — þökk frá okkur öllum fyrir samfylgdina. — Innilegar samúð- arkveðjur til konu þinnar, sonar þíns og fjölskyldu hans. Blessuð sé minning þín. Björn Bessason. - SKÁKMENN Framih. af bls. 20 eiga bezt við, að minnsta kosti í fyrstunni. Ég held að ég hafi rekizt á það í samningsuppkasti hjá hinum ágæta formanni Tafl- félags Reykjavíkur, Hólmsteini Steingrímssyni. Hann gerði þar ráð fyrir nafninu „í Uppnámi" og eins og er finnst mér það eiga vel vl8. — Er nokkuð sérstakt, sem þú vilt taka fram að lokum? — Við vitum, að skáklistin nýtur hér almennra vinsælda og stendur á gömlum merg. fs- lenzkir skákmenn hafa ti’l þeirra vinsælda unnið og oft sýnt að þeir eru vel hlutgengir hvar sem er í heiminum. Það sannar með- al annars síðasta Ólympíuskák- mót. Ef við höld'um áfram að leggja fram okkar bezta, mun okkur vel vegna. Eins er með þann áfanga, sem við hefjum nú. Þótt það hafi fallið í okkar hlut að gera þessi kaup hafa margir áður lagt fram krafta sína í þágu skákmenntarinanr og plægt með því akurinn. Það er þeim mest að þakka, að við mætum allsstaðar velvilja og góðri fyrir- greiðslu. Þeir hafa sáð hinu rétta fræi. - SAMBAND Framih. af bls. 8 niður, ullariðnaður sér og sýnis- horn af verkfærum honum till- heynandi. í öðru lagi útsaium'að- Lr dúfcar, dreglar og teppi af mörgum gerðum og stærðum. Er Þórný hafði lokið sinni ræðu var hófinu islitið og giestum boðið að skoða sýninguna, sem komið haifði verið fyrir í barnaskódan- um. Sýningin var opin það sem eftir var laugardags, sunnudag- inn oig fram á mánudag. Margt fólk af Héraði og fjörðum sótti sýninguna, meira að segja, komu 30 konur frá Vopnafirði. Um kvöldið bauð Kvenfélagið Blá- kluklkia 'til kvöldvöku með skemmtiatriðum og kaffiiV’ei'ting- um. Á annað hundrað geistir komu á vökuna. — MB. - TAKMORKUN Framh. af tals. 10 marka hleðslu fiskiskipanna, sumar sem vetur. — Þótt menn geri almennt ráð fyrir að gúmbátar geti bjargað áhöfn og þeir hafi sannarlega reynzt vel, þá verður að minnast þess, að jafnvel gúmbátarnir geta ibrugðizt, sem önnur mann- anna verk. íslenzk fiskiskip eru flest með fleiri en einn gúmbát hvert, en samt er ástæðulaust að tefla á tæpasta vaðið með öryggi á sjó. — Síldartökuskipin hafa und- anfarið haft mikilvægu hlut- verki að gegna með tilliti til ör- yggis síldveiðiskipanna Þau hafa getað létt farmi af skipun- um á fjarilægum miðum og komið þannig í veg fyrir drekk- hleðslu á siglingu þeirra heim, svo og fært skipunum olíu, vatn og vistir. — Ég vil að lokum hvetja alla skipstjóra til að fara í einu og öllu eftir reglum um hleðslu síldveiðiskipa á vetrarveiðum. Og raunar eru reglur þessar til aukins öryggis hvort sem er að sumri eða vetri. Félagsmála- námskeið á vegum B8RB BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja gengst fyrir þriggja daga félagsmálanámskeiði fyrir forustumenn og trúnaðarmenn í samtökunum um næstu helgi. Er þar um nýmæli að ræða í starf- sem bandalagsins og er ætlun- in að þetta geti orðið upphaf að fjölbreyttari fræðslu- og upplýs- ingastarfsemi. Stjórn BSRB. skipaði sérstaka nefnd til að annast undirbúning þessa fyrsta námskeiðs banda- lagsins, og hefur hún ákveðið eft irfarandi tilhögun. Efiir hádegdð verður námskeið ið sett og að því loknu flytur Kristján Thorlacius, formaður bandalagsinis erindi um skipulag og starf BSRB. Síðan verður flutt erindi um fræðslustarfsemi samtaka opinberra starfsmanna á Norðurlöndum. Það flytur Eg- on Rasmussen, ritari hjá Fællens rádet for danske Tjenestemands og Funktionærorganisationer, en honum hefur verið boðið hing- að til landsins af þessu tilefni. Um kvöldið flytur Guðjón B. Baldvinsson erindi um samnings rétt og starfskjör opinberra starfsmanna. Daginn eftiir flytur svo Har- aldur Steinþórsson erindi um. launastiga og launakjör starfs- manna, og að lokum mun Guð- mundur Ingvi Sigurðsson, lög- fræðingur flytja erindi um K j arasamningalögin. Þátttakendur munu skipast í urnræðu- og starfslhópa, sem fjalla um ákveðna þætti þeirra mála, sem framsöguerindin og umræður gefa tilefni til. Starfs- hópar þessir skila síðan áliti fyr- ir sameiginlegan fund á sunnu- dag og að því loknu mun nám- skeiðinu ljúka um kvöldið. Frétt frá BSRB. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 47., 49. og 50. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Ránargötu 13, hér í borg, þingl. eign Brynhildar Berndsen fer fram eftir kröfu Kristjáns Eiríkssonar hrl., Brands Brynjálfs- sonar hdl., Sigurðar Sigurðssonar hrl., og Gjald- heimtunnar í Reykjavík, á eigninni sjálfri, mið- vikudaginn 20. september 1967, kl. 10.30 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 47., 49. og 50. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Þverholti 15, hér í borg, þingl. eign Brynhildar Berndsen, fer fram eftir kröfu Kristjáns Eiríkssonar hrl., Brands Brynjólfs- sonar hdl., Sigurðar Sigurðssonar hrl. og Gjald- heimtunnar í Reykjavík, á eigninni sjálfri, mið- vikudaginn 20. september 1967, kl. 2.30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Hin heimsfrœgu K (ROSSLEY (ARPirrs CR0SSLEY GÚLFTEPPI Mr. J.R. Hone, einn af sölustjórum John Crossley & Sons ltd. Halifax, England er stadd- ur hér á landi, og verður til viðtals á skrifstofu okkar næstu daga kl. 2—6 e.h., eða eftir samkomulagi. Komið og skoðið — Sýnishorn fyrirliggjandi. Athugið verð og gæði. Opið til kl. 6 í dag. GÓLFTEPPAGERÐIN HF. Grundargerði 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.