Morgunblaðið - 16.09.1967, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPT. 1907
MAYSIE GREIG: ^
Læknirinn
og
dansmærin
Heyrðu Ólafur minn. — Væri ekki rétt að hækka líftrygginguna
þína. — Meir að segja mömmu finnst þú vera meira virði en
25.000 krúnur.
synti hún ekki — þorði það ekki
vegna fótarins — og áminnti
hann um að fara ekki langt út.
Þegar hún hafði komið Dicke
í rúmið, borðaði hún alein í
leikstofunni. Grace kom inn, og
var enn íklædd faliegu inniföt-
unum sínum, til þess að kyssa
hann góða nótt.
— Mér skilst þú haifir hitt
Sellier lækni í dag, sagði hún. —
Hvernig er fóturinn?
— Hann er ánægður með fram
farirnar.
Grace brosti til hennar. —
l>ér gengur vel með hann Dickie.
Ég hef varla séð hann í allan
dag. Venjulega gerir hann ekki
annað en hrella þjónustufólkið
og gestina.
Yvonne hló. — Enn sem komið
er hefur mér ekki fundizt neitt
erfitt að hafa stjórn á honum.
— Það hefur auðvitað verið
látið ofmikið eftir honum. Mest
er það honum föður hans að
kenna. Hún andvarpaði og bætti
við: — Líklega hefði ég átt að
eignast annað barn til. En þess-
ar barneignir eru svo erfiðar —
maður er þarna alveg óvirkur í
sex mánuði. Aron hefði vitan-
lega gjarna viljað eiga fleiri
börn, en hann fær þau nú bara
ekki. Hún hló og bætti við: —
Þér finnst þetta nú kannski illa
mælt.
— Mér finnst það leiðinlegt,
að Dickie skuili vera eina barn.
Grace fitjaði upp á nefið. —
Eirts og ég sagði, hef ég engan
tíma til þess. Það er ofmikið um
skemmtanir hér, til þess að mað-
ur megi alveg útiloka sig frá
þeim. Aron hefði átt að eignast
einhverja öðruvísi konu, eins og
ég er alltaf að segja honum.
Konu, sem vill helzt sitja heima
og stoppa í sokkana hans, og
fæða honum börn. Ég veit alveg,
að ég er ekki rétta konan handa
honum. Hún andvarpaði enn og
bætti við. — Bara hann gæti
sjálfur skilið það.
Yvonne þagði um stund, en
sagði síðan: — En ef nú hr.
Hennesy yrði ástfanginn af ein-
hverri annarri. — Hvað mundir
þú þá gera?
Grace leit á hana, eins og hún
hrykki við. — Líklega mundi ég
kilóra úr henni augun! Ég ætla
nú ekki að missa af Aron og
milljónunum hans fyrir gott orð!
Yvonne fór að velta því fyrir
sér, hvort hún væri svona opin-
ská við alla aðra. Hafði hún trú-
að Marcel Sellier fyrir þessu?
Það var nú hægt að sýna hon-
um trúnað. Yvonne óskaði þess,
að hún sjálf gæti sýnt honum
trúnað, sagt hanum allt frá Tim,
hvað hún elskaði hann, og hve
mikil spilaástríða hans væri. Hún
skyldi nú athuga, hvað gerðist á
föstudagskvöldið.
Aron Hennesy nefndi ekki
neitt frekar á nafn þessa furðu-
legu uppástungu sína, fyrst um
sinn, en hún varð þess vör, að
hann veitti henni talsverða efftir
tekt. Hann sló henni gullhamra,
án þess að vera neitt að fara í
felur með það.
— Þarftu nú að vera svona
opinskár, Aron? sagði kona hans.
Þú gætir gefið veslings s'túlk-
unni hinar og þessar skrítnar
hugmyndir.
— Yvonne er enginn bjáni,
tautaði hann. Hún veit ósköp vel
að hún er lagleg. Og hversvegna
má maður þá ekki segja það?
— Þú hagar þér eins og bál-
skotinn unglingur, svaraði kona
hans hvasst.
Hann svaraði engu, en hún
leit á hann tortryggnum augum.
En hann skríkti bara.
Grace leit snöggt á Yvonne.
Stúlkan hafði kafroðnað.
Ef hún hefði verið heilbrigð
hefði hún farið og fengið sér
eitthvað annað að gera, en hún
á'tti enn bágt með fótinn á sér,
og a-uk þess hafði hún hænzt svo
mjög að Dickie — og .... enda
þótt hún vildi ekki viðurkenna
það, þá komu einnig heimsókn-
ir Marcel Sellier hér við sögu.
Hún taldi nú dagana, sem eftir
voru til föstudagsins.
Á föstudagskvöldið íklæddist
hún glæsilegasta kjólnum,' sem
hún átti tiil.
Grace tók eftir þessum kjól,
sem átti svo vel við háralit
hennar.
— Ég sé, að þú munir ætla út
í kvöld, sagði hún.
Yvonne kinkaði kolli. — Já,
ég ætla út.
— Ég vissi ekk,i að þú ættir
neinn kunningja hérna á strönd-
inni. Enginn hefur komið hingað
að heimsækja þig. Þú veizt þó,
að ég mundi ekki hafa neitt á
móti því.
Yvonne sá enga ástæðu til að
fara að þegja yfir því. Einhver
í húsinu mundi, hvort sem væri, f
læknis.
— Sellier læknir hefur boðið
mér út til kvöldverðar.
sjá hana fara út í bíl Selliers
— Er Marcel að bjóða þér út?
Það var eins og Grace ætlaði að
umhverfast. — Ekki vissi ég, að
þið væruð svona miklir vinir.
— Hann hefur verið mér
mjög góður og nú hefur hann
boðið mér út með sér.
Grace hló ólundarlega. — Þú
kemst nú ekki langt með hann,
sagði hún. — Ég veit ekki betur
en hann hafi þegar ákveðið að
giftast. Mér skilst það sé einhver
stúlka í París, en hún má nú
vera eitfhvað bágborin að láta
hann bíða svona lengi með þetta.
Mér skilst, að þarna sé ekki um
neitt ástarævintýri að ræða,
heldur sé þetta ákveðið af for-
eldrum þeirra beggja. En þetta
er franskur siður. Hér virðist
enginn gifta sig af ást. Hjóna-
böndin eru skipulögð af fjöl-
skyldunum. Stundum fara þau
vel og stundum ekki. Venjulega
er eiginmanninu-m frjálst að
stunda sín ástarævintýri og eins
konunum.
— Já, þetta :hef ég heyrt,
sagði Yvonne. — Og mér fiinnst
þetta heldut seyrið skipulag.
— Finnst þér það? En ætli það
sé nú mjög frábrugðið því, sem
gerist í öðrum löndum? Tökum
til dæmis Bandaríkin — þar
morar allt í framhjátökum.
Stundum endar þetta með hjóna
skiinaði, og stundum ekki. Fólk
verður nú helzt að taka hlut-
unum skynsamlega. Það er
ómögulegt að una við sama mak-
ann alla ævi.
— Ég sé ekki, hvað getur verið
því til fyrirstöðu, ef um ást er
að ræða.
— Já, ef um ást er að ræða.
Grace hló. En hversu lengi end-
ist ástin? En ég má nú ekki
spilla rómantiskurr draumum
þínum. En ekki skaltu vænta
þess, að hann Marcel Sellier fari
að biðja' þín. Því að það gerir
hann ekki. Svo gekk hún út úr
leikstofunni og skellti á eftir sér
hurðinni.
Grace var sýnilega bálvond.
Var hún sjálf skotin í Marcel?
hugsaði Yvonne.
Þegar ihún sá bíl Marcels lenda
úti fyrir fór hún niður. Hann
var í smókingfötum og var glæsi
legur útlits í þeim. Dökkbrúnu
augun ljómuðu af ánægju er
hann sá hana.
Hann greip báðar hend-ur
hennar. — Þú ert glæsileg,
Yvonne, sagði hann. Ég er búinn
að hlakka svo mikið til að fara
út með þér.
Hún brosti á móti. — Ég segi
sarna.
Þegar hann hafði hjálpað
henni upp í bílinn og var seztur
í ökusætið, bætti hún við: — En
ég held, að frú Hennesy sé ekk-
ert hrifinn af þessu ferðalagi
okkar.
Hann hló. — Grace er aldrei
hrifin af því, að karlmenn veiti
öðrum konum en henni sjálfri
eftirtekt. Ég skil bara ekki,
hvernig maðurinn hennar hefur
getað þolað hana öll þessi ár.
Hún ætlar að gleypa hvern karl-
mann — það er að segja, hvern
laglegan karlmann, ef ég má
segja það, án þess að grobba.
— Þú kallar hana Grace. Þekk
irðu hana mjög vel?
Hann yppti öxlum. — Við höf-
um kynnzt talsvert í samkvæm-
um — hjá Bandaríkjafólki. Þar
eru allir dús. En þegar ég er
í embættiserindum, kalla ég
hana alltaf frú Hennesy.
— Og hún yður þá Sellier
lækni, eða hvað?
Hann brosti. Þetta var strá'ka-
legt glott, sem ljómaði á ðllu
andlitinu. — Ekki ailtaf, býst ég
við, enda þótt ég reyni að minna
hana á, að hún sé sjúklingur
minn.
— Gengur nokkuð alvarlegt að
henni?
Hún fær stundum hjartslátt.
Hjartað er ekki vel sterkt. Hún
er ofmikið í samkvæmum á nótt
unni og drekkur ofmikið. En
þetta er algjörlega undir fjögur
augu. Þér kunnið að hugsa sitt-
hvað um mig, Yvonne, en ég
heimsæki þau af því að ég fæ
það vel borgað. En það hefur
í för með sér, að ég get verið
ódýrari við aðra sjúklinga, sem
minni efni hafa.
— Eins og mig?
Hann mótmælti því ekki.
Henni gramdist þetta.
— Ef ég eignast einhverntíma
aura. skal ég borga yður hvern
eyri sem ég skulda yður.
Hann leit við og brosti tíl
hennar. — En það vildi ég alls
ekki láta yður gera, Yvonne. Ég
vil eiga yður áfram að vini, sér-
leea góðum vini.
Reiði hepnar hvarf á svip-
stundu. — Ég vona, að ég sé
DLW
- PARKET -
PLASTINO KORK.
Litaver sf.
Grensásvegi 22—24. — Símar 30280 og 32262.
1
Kökur yðar og brauð verða bragðbetri
og fallegri ef bezta tegund af
lyftidufti er notuð.
BLAÐBURÐARFOLK
A
OSKAST í eftírtalin hverfi
Fálkagata — Víðimelur — Laugaveg frá 144—171
— Skúlagata — Laufásvegur I — Tómasarhagi —
Hraunbær frá 102 — Fossvogsblettur — Snorra-
braut — Stórholt — Meðalholt — Lamhastaða-
hverfi.
7o//ð v/ð afgreiðsluna i sima 10100
Párj0tmí>M>&
Mikið úrval
af GOOD YEAR gólfflísum og NEODON og DLW
gólfteppum. — Gott verð.
LITAVER S.F., Símar 30280, 32262.
tilkynnir
Dagana 15.—18 september fer fram inn-
ritun fyrir tímabilið 1. október til loka
desember að Óðinsgötu 11, eða í síma
19246.
Skólastjóri.