Morgunblaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPT. 1967 Útgefandi: Hf. Áryakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhaxinsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti $. Sími. 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. EF FRAMSÓKN HEFÐI RÁÐIÐ Mannvíg og heiftarlegar óeirðir í tveimur borgum — í Tyrklandi eftir umdeilt mark í knattspyrnukappleik IT'ormaður Framsóknarflokks * ins hefur nýlega lýst því í útvarpsviðtali, hvað Fram- sóknarflokkurinn hefði gert í sumar, ef hann hefði farið með völd í landinu. Hefur málgagn hans síðan lagt út af þessum boðskap. En skildi eitthvað nýtt felast í honum? Nei, svo sannarlega ekki. Þar getur ekki að líta neitt annað en „hina leiðina" sem varð sjálfdauð í miðri kosn- ingabaráttunni í vor! Formaður Framsóknar- flokksins lýsir því yfir, að ef flokkur hans hefði mátt ráða „myndi flokkurinn hafa beitt sér fyrir því að hafin yrði tafarlaust athugun á rekstr- argrundvelli hverrar atvinnu- greinar, —“ Þá lýsir formaður Fram- sóknarflokksins yfir eftirfar- andi: „Þá hefði Framsóknarflokk urinn lagt til í öðru lagi, að tekið yrði upp samstarf við launþegasamtökin um mark- vissa stefnu í kaupgjaldsmál- um, er stefndi að því að tryggja launþegum eðlilega hlutdeild í vaxandi þjóðar- tekjum.“ í þriðja lagi lýsir formaður Framsóknarflokksins því yfir, að vandamál atvinnuveganna verði ekki leyst nema með „stefnubreytingu“.! Þegar þessi þrjú meginat- riði í yfirlýsingu formanns Framsókn a rflokks i ns eru at- huguð, er ekki óeðlilegt að spurt sé: Hverju eru nú íslenzkir kjósendur nær um stefnu Framsóknarflokksins, eftir að hafa heyrt þennan boðskap Eysteins Jónssonar? Sannleikurinn er sá, að í þessum yfirlýsingum for- manns Framsóknarflokksins felst ekki neitt nema innan- tómt hjal. Þar örlar ekki á neinni jákvæðri eða raun- hæfri ábendingu, um það hvernig tekið skuli á aðsteðj- andi vandamálum. Framsóknarformaðurinn bendir á „athugun á rekstr- argrundvelli hverrar atvinnu- greinar". í því felst ekkert nýtt. Viðreisnarstjórnin hef- ur látið fram fara margvís- legar rannsóknir á rekstrar- grundvelli einstakra atvinnu- greina. Nú síðast hefur verið hafin rannsókn á rekstrar- grundvelli hraðfrystiiðnaðar- ins í landinu. Má raunar segja að undanfarin ár hafi verið framkvæmd þar veru- leg vinnuhagræðing og irnnið er að frekari umbótum á þessu sviði. Hlálegt er að heyra for- mann Framsóknarflokksins leggja til að tekið verði upp „samstarf við launþegasam- tökin um markvissa stefnu í kaupgjaldsmálum —“ Vinstri stjórnin sáluga undir forustu Framsóknarflokksins hét því að stjórna landinu í samráði og samvinnu við verkalýðs- samtökin. En það voru verka- lýðssamtökin sem felldu vinstri stjórnina. Ástæða þess var einfaldlega sú að engin ríkisstjórn, sem setið hafði á íslandi hafði reynzt þjóðinni jafn hrapalega. Hún hafði hleypt dýrtíðarófreskjunni óbeizlaðri á almenning og snúið einstæðu góðæri upp í yfirvofandi hallæri. Nú þykjast Framsóknar- menn vilja hafa samstarf við launþegasamtökin um mark- vissa stefnu í kaupgjaldsmál- um!! Hver skyldi nú taka mark á þessu innantóma hjali Ey- steins Jónssonar? Áreiðanlega enginn hugs- andi maður. Þjóðinni er stöð- ugt að verða það ljósara, að Framsóknarflokkurinn á enga stefnu í íslenzkum efnahags- málum. Hann segir eitt í dag og annað á morgun. Blöð hans og leiðtogar spinna lopann um allt og ekki neitt. Þeir líta ekki raunsæum augum á nokkurt mál. Yfirborðs- hátturinn veður alls staðar uppi í málflutningi þeirra. Þetta er í stuttu máli sagt ástæða þess að Framsóknar- flokkurinn hefur verið utan ríkisstjórnar í 9 ár. Þetta er ástæða þess að þjóðin vill ekki fá honum forustu mála sinna. Það sem meginmáli skiptir nú er að þjóðin líti raunsætt á hag sinn, geri sér það ljóst að verðfall íslenzkra útflutn- ingsafurða hlýtur að skerða lífskjör hennar. Þess vegna er nauðsynlegt að taka á vanda- málunum af ábyrgðartilfinn- ingu og manndómi. Þannig hafa íslendingar oft og einatt sigrazt á erfiðleikum, og þann ig munu þeir sigrast á þeim nú. PRÓFIN ÚRELT lllbl. birti í gær athyglisvert viðtal við Jóhann Hann- esson, skólameistara á Laug- arvatni, sem jafnframt er einn af ráðunautum skóla- rannsóknadeildar mennta- málaráðuneytisins. í viðtali þessu skýrir skólameistarinn frá fundi menntamálaráð- Istanbul og Ankara, 19. sept. AP. NTB. Herlið lokaði í gær þjóðveg- inum milli borganna Kayseri og Sivas í Mið-Tyrklandi eft- ir miklar óeirðir sem urðu í báðum borgunum síðla sunnu dagls og á mánudag og tyrk- neska stjómin ákvað á skyndi fundi í dag að fella niður um stundarsakir keppni í annarri deild tyrknesku knaittspymu- liðanna. Óeirðir þessar áttu upptök sín að rekja til knattspyrnu- kappleiks sem fram fór í Kay- seri á sunnudag og lauk með mannvígum og svo heiftar- legum óeirðum að áður en lauk lágu 42 lík í valnum og flytja þurfti á sjúkrahús 600 áhorfendur af 15.000 sem þarna voru saman komnir. Lokun þjóðvegarins og aðrar öry.ggisráðstafanir voru gerðar í gaer eftir óeirðir sem urðu í Sivas í morgun, þar sem æstur múgur æddi um götur borgarinn- ar með grjót og barefli að hefna harma sinna á Kayseri- búum, er aðeins misstu fjóra menn í óeirðunum en Sivasbúar 36. Réðist múgurinn á verzlanir og aðrar byggingar í eigu fólks frá Kayseri, lagði eld í og brenndi 13 verzlananna og eitt gistihús áður en tókst að hafa hemil á þeim. Ekkert ma.nnfall hafði þó orð- ið i óeirðunum í Sivas er leið að kvöldi mánudags og þótti góðs viti, en fólki frá Kayseri sem statt var í Sivas var ráðlagt að fara ekki út fyrir hússins dyr og herlið er þar á öllum gatnamót- herra aðildarríkja Evrópu- ráðsins sem haldinn var í Strassburg fyrir skömmu, þar sem m. a. var samþykkt, „að fordæma núgildandi próf- skipulag í skólum, á þeirri for sendu, að það sé óréttlátt og óheppilegt.“ Jóhann Hannesson segir í viðtalinu um höfuðatriðin í samþykkt fundarins: „í stað þess, að nemendur séu valdir til framhaldsnáms með úr- kasts eða samkeppnisprófum, skal tekin upp markviss handleiðsla og eftirlit. Með eftirliti er átt við, að kennari fylgist náið með kunnáttu og námsgetu hvers einstaks nemanda. Þessi atriði ásamt heildarnámsferli og ráðlegg- ingu kennara um, hvað nem- anda sé heppilegast ráði síðan úrslitum um, hvort framhalds nám sé hafið. Dómurinn verði sem sagt ekki kveðinn upp með prófum í núverandi mynd.“ Skólameistarinn segir síð- an að miðað sé við að hið um og lögregluvörður aukinn og engar bifreiðir fá að koma til borgarinnar utan eigi þangað brýnt erindi. Suleyman Demirel forsætis- ráðiherra kallaði saman ráðherra sína á aukafund snemma í morg- un að ræða óeirðir þessar og frestaði opinberri heimsókn sinni til Sovétríkjanna um sólarhring. Fornir féndur. Forsaga þessa máls er sú, að knattspyrnulið eru í borguim þessum báðum, Kayseri og Sivas, og hafa löngum eldað saman grátt silfur í annarrar deildar keppni knattspyrnuliðanna tyrk- esku. Borgir þessar eru ná- grannaborgir, um 175 km. milli þeirra og er Kayseri um 300 km. suðvestur af Ankara. í Sivas búa 100.000 manns en 480.000 í Kays- eri. Kna t tspy.r nukappl elikur fór fram milli liðanna, „Kayseri Sport“ og „Sivas Sport“ á sunnu- dag og sóttu leikinn 5000 m.anns frá Sivas, að því er talið er. Hófst svo leikurinn og hvatti hver sína, en á 20. mínútu skor- uðu Kayserimenn fyrsta mark leiksins. Reiddust þá stuðnings- menn Sivas Sport og töldu ekki rétt dæmt, en stuðningsmenn Kayseri Sport andmæltu. Hófu þá Sivas-menn grjótkast að leik- mönnum Kayseri Sport og skip- aðist þá skjótt veður í lofti, skot- hvellir heyrðust, hnífar blikuðu og allt fór í bál og brand. Fólk tróðst hver um annan þveran að komast til útgöngudyranna og tróðust margir undir. Deilurnar héldu áfram er út fyrir leikvang inn kom og voru Sivasmenn eltir um götur Kayseri með barefl- um og hnífum og brotnum flösk- um, og fór svo að 42 féllu í óeirð unum eins og áður sagði, en 600 varð að flytja á sjúkrahús. nýja fyrirkomulag verði tek- ið upp við lok skyldunáms en reiknað sé með að allur fer- ill nemandans yrði hafður til hliðsjónar. Hann bendir enn- fremur á að próf hafi verið felld niður í Svíþjóð sem þungamiðja náms og virðist það ekki hafa skapað nein óviðráðanleg vandamál. Jóhann Hannesson segir síðan, að framtíðarstefnan í skólamálum sé sú að gefa öllum kost á framhaldsmennt un. .. .„sú bylting þjóðfélags- hátta, sem átt hefur sér stað (hlýtur) óhjákvæmilega að gera auknar kröfur til skól- anna. í Evrópulöndum kemur þetta fram í stórauknum nem endafjölda. Takmark samfé- lagsins hlýtur að vera að bæta möguleika hvers þegns í lífsbaráttunni. Menntunar- aðstaða er beinlínis hluti lýð- réttinda. Um framhaldsmennt unina var hins vegar lögð áherzla á, að nemendur séu ekki sérhæfðir of snemma og hinir seinþroska verði ekki Er það svo fréttist til Sivas að 38 hinna föllnu væru úr hópi þeirra sem farið höfðu til Kays- eri að horfa á leikinn, ætlaði allt um koll að keyra þar í borg og æstur múgur æddi þar um götur að hefna harma sinna á Kayseri- mönnum. Brenndu þeir til grunna 13 verzlanir og eitt gisti- hús sem voru í eigu fólks frá Kayseri, en mannvíg hafa ekki orðið í Sivas og ekki meiri i Kayseri en orðið var, enda her- lið sent til borganna beggja og lögregluvörður mikið aukinn og allar ferðir milli þeirra bannað- ar. 350 fórust í Perú 1964. Sjaldan áður hefur eftirleikur verið slíkur í sögu knattspyrn- unnar, en skemmst er þó að minn ast þess eir hrikalegastur hetur verið á síðari árum, en það var í Lima, höfuðborg Perú, sunnu- daginn 24. maí, 1964, er þar fór fram landsleikuir Perú og Argen- tínu. Þá risu álhiortfendur öndverð ir gegn dómara er hann dæmdi mark af Perúmönnum og urðu síðan svo miklir troðningar og pústrar og hrindingar að 350 ma.nns biðu bania, flestir troðnir undir við hliðin að leifcvangin- um, og um 500 særðust miisjafn- lega mikið. Önnur slys á mönnum í sambandi við knattspyrnuleiki hafa yfirleitt orðið vegna þess að áhorfendapallar hafa brostið, girðingar látið .undan eða eitt- hvað þvílíkt. Árið 1946 fórust til dæmis 33 menn og 500 særðust i Bolton í Englandi er þar fór fram kappleikur Bolton Wander- ers og Stoke City og rétt eftir aldamótin, 1902, fórust 25 manns og 500 særðust er áhorfenda- pallar brustu meðan fram fór landsleikur Skotlands og Eng- lands á Ibrox-leikvanginum í Glasgow. fyrír borð bornir í skólakerf- inu“. Að lokum segir Jóhann Hannesson: „Viðvikjaindi úr- valsstefnunni“ (þ. e. að ákveðið úrval hljóti lang- skólamenntun) má geta þess, að Bretar eru að hverfa frá úrkastsprófum. Áður fyrr voru 12 ára gamlir nemendur valdir til framhaldsnáms. Nú er öllum haldið í sama skóla og þar flutt milli deilda eftir þörfum. Ein breið braut, sem enginn er endanlega dæmdur út af á ákveðnum aldri“. Þau sjónarmið sem fram koma í þessu viðtali við skóla meistara Menntaskólans á Laugarvatni, hljóta að vekja almenna athygli með tilliti til þess, að skólamál okkar eru nú í deiglunni, allmiklar umræður hafa spunnizt um þau og þau sjónarmið, sem fram komu á þessum fundi menntamálaráðherra aðildar- ríkja Evrópuráðsins hafa einn ig verið sett fram hér á landi nú fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.