Morgunblaðið - 21.09.1967, Page 19

Morgunblaðið - 21.09.1967, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPT. 1967 19 Helga var milcill vinur vina sinna, og hef ég engan þekkt, sem betur átti við hið forn- kveðna: „Vini sínum skal maður vinr vesa þeim og þess vin“. Bæði voru þau hjón gestrisin og sem einn maður um að gera gestum sínum komuna ógleym- anlega. Ætthringurinn var stór og oft mikið fjölmenni hjá þeim er minnst var a&næla húsbóndans eða annarra merkis- daga. Var Helga þá allra manna glöðust og hrókur alls fagnaðar. Var hún þá í essinu sínu og naut sín vel. En fyrir kom það á slik- um stundum að skyldan kallaði. Kona í barnsnauð þurfti á hjálp Helgu að halda, Brá Helga þá skjótt við til að sinna ljósmóður- starfinu og var sízt með minna gleðibragði en áður. Mátti þá glöggt sjá, hversu mikils hún mat að mega líkna öðrum. Þegar góð eiginkonu og hús- móðir hverfur af sjónarsviðinu er ávallt mikið skarð fyrir skildi. Helga Björnsdóttir var svo mikil kona og góð, að eftir hana er skarðið óvenjulega stórt. Við hjónin kveðjum hana með mikl- um söknuði og þökkum henni meira en þriggja áratuga órofa- tryggð og vináttu og marghátt- aða hjálpsemi. Þeim Ólafi og Ásthildi, sem mest hafa notið og mest eiga að sakna, sendum við innilegar samúðarkveðjur. Anna Jónsdóttir. Grétar S. Björnsson Kveðjuorð Fæddur: 12. mai 1930. Dáinn: 14. sept. 1967. ER VIÐ fyrir nokkrum dögum fréttum lát Grétars Björnssonar setti okkur hljóða yfir þeirri sorgarfregn, góður drengur og góður félagi var horfinn sjón- um okkar. Þegar við nú minnumst hans með sárum söknuði reikar hug- úrinn ósjálfrátt til þeirra mörgu ánægjustunda, er við áttum með honum á æsku- og unglingsár- unum. Grétar Björnsson var fæddur 12. maí Ii930 og var því rúmlega 37 ára er hann lézt. Strax í æsku komu fram margir þeir marinkostir sem síðar áttu eftir að prýða hann og sem gerðu hann að þeim mannkostamanni sem hann var. Grétar hafði sérstaklega gott viðmót. Alltaf jafn glaðlegur og kátur er maður hitti hann. Hann hafði trausta skapgerð og var al gjör reglumaður. Grétar ólst upp hjá foreldr- um sínum þeim hjónunum Birni Jónssyni, múrarameistara og Jóhönnu Þorvaidsdóttur að Sól vallagötu 40 hér í Reykjavík. Hann tók snemma þátt í iþrótt um, einkum knattspyrnu og lék með yngri flokkum Knattspyrnu félags Reykjavíkur og var þar mjög traustur leikmaður, en hætti því rniður alltof fljótt virkri þátttöku í þeirri íþrótt. Hann var meðal annars í hinu sterka 2. fiokks liði K. R. árið 1949. Grétar var í mótanefnd fyrir K. R. í áraraðir og fórust hon- 'ian þau störf vel úr hendi, sem og önnur trúnaðarstörf sem hon um voru falin. Hann lærði ung ur húsasm'íði og vann við þá iðn Handknattleiksreglur kr. 40.00 Leikreglur 1 körfu- knattleik — 50.00 Knattspyrnulög — 50.00 Leikreglur í badm.t. — 25.00 Glímulög — 25.00 Leikreglur í borðt. — 50.00 Stigatafla — 40.00 Leikregur í frjálsum íþróttum — 50.00 Sendum í póstkröfu. HELLAS Skólavörustíg 17. AUGLVSINGAR SIMI SS*4*8Q Miðstöðvardælnr ÞÚR HF REYKIAVfR SKÓLAVÖRÐUSTÍG 29 BiLAKAUR. meðan heilsan leyfði, en hann hafði nú um nokkurra ára skeið kennt þeirra veikinda, er hann lézt af. Árið 1963 fevæntist Grétar eft irlifandi konu sinni, Soffíu Sveinbjörnsdóttur og bjó henni og þrem stjúpsonum sínum ind- ælt heimili. Þeim og bræðrum hans svo og öðrum ættingjum vottum við innilega samúð við hið sorglega fráfall hans. Vertu sem bezt kvaddur, kæri vinur. Kveðja frá félögum þínum í K. R. Vel meS farnir bllar til sölu og sýnis I bílageymslu okkar | að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bflakaup.. — I Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. Mercedes Benz 190 árg. 62, 63. Traabnt station árg. 64, 65. Opel Capitan árg. 62. Volkswagen árg. 57, 59, 65, 66, 67. Prinz árg. 63. Saab árg. 63, 65. Buick special árg. 56. Taunus 17 M station árg. 63, 65. Taunus 12 M árg. 64, 65. Cortina árg. 64, 66, 67. Opel Record árg. 63," 64. Fiat 1800 árg. 60. Moskwitch station árg. 60. Anglia sendibíll árg. 63. Trabant árg. 65, 66. Anglia árg. 57. Hillman IMP árg. 64. Bronco velklæddur árg. 66. Mercedes Benz 220 S, skipti á Mercedes Benz diesel I Tökum góða bfla f umboðssölu | Höfum rúmgott sýningarsvæði innanhúss. 4&Z2Þ UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SIMI 22466 Hárgreiðsludömur Hárgreiðsludama óskast hálfan eða allan daginn frá 1. október. Upplýsingar í síma 21777. Kennsla hefst um mánaðamótin Innritun og upplýsingar í símum 15937 og 12507 kl. 5—7. Félagsmenn munið eftir myndakvöldinu á Frí- kirkjuvegi 11 kl. 20.30 í kvöld. F ramk væmdast jóri Skátasamband Reykjavíkur óskar að ráða fram- kvæmdastjóra. Starfið er hugsað sem hálfs dags vinna, eða hluta úr degi eftir samkomulagi. Um- sóknir merktar: „Framkvæmdastjóri — 2834“ sendist afgr. blaðsins fyrir n.k. mánudagskvöld. Afgreiðslustúlka Stúlka óskast í kjötbúð. Upplýsingar ekki gefnar í síma. VOGAVER, Gnoðarvogi 44—46. Óskum eftir 10—14 ferm. miðstöðvarkatli ásamt olíubrennara. Upplýsingar gefur tæknideild Sölumiðstöðvar hrað frystihúsanna, sími 22280. Nauðungaruppboð það sem auglýst var í 13., 15. og 18. tölublaði Lög- birtingablaðsins 1967 á jarðhæð 1 Auðbrekku 36, þinglýstri eign Sigurðar Árnasonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 25. september 1967 kl. 15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð það, sem auglýst var í 31., 32. og 33. tölublaði Lög- birtingablaðsins 1967 á Auðbrekku 1, kjallara, þinglýstri eign Péturs Bjarnasonar, fer fram á eign inni sjálfri mánudaginn 25. september 1967 kl. 14. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð það, sem auglýst var í 42., 45. og 48. tölublaði Lög- birtingablaðsins 1967 á 1. hæð (jarðhæð) Auð- brekku 38, þinglýstri eign Járnvers (Ólafs Sig- tryggssonar), fer fram á eigninni sjálfri miðviku- daginn 27. september 1967 kl. 16. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Samkór Kópavogs Mynda- og skemmtikvöld í Félagsheimili Kópavogs fimmtudaginn 28. þessa mánaðar. Mætið stundvís- lega kl. 21. Upplýsingar í síma 32166, og 40864. STJÓRNIN. Dömur, takið eftir FJÖLBREYTT ÚRVAL AF GRÁVÖRU, HÚFUM, KRÖGUM, TREFLUM OG HINUM VINSÆLU HJÁLMHÚFUM. EINNIG ERU ÞÆR SELDAR f HATTABÚÐ REYKJAVÍKUR UNNUR H. EIRÍKSDÓTTIR, FELDSKERI Skólavörðustíg 18, 4. hæð. Við Laugarnesveg Til sölu eru mjög skemmtilegar 2ja og 3ja her- bergja íbúðir sunnarlega við Laugarnesveg. Seljast tilbúnar undir tréverk og sameign úti og inni frá- gengin. Teikning til sýnis á skrifstofunni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málfultningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími: 14314. Til leigu Glæsileg 5 herb. íbúð við sjávarsíðuna í Kópa- vogi. Uppþvottavél og ísskápur í eldhúsi. Glugga- tjöld og húsgögn geta fylgt. Nánari upplýsingar gefur Málflutnings og fasteignastofa Agnar Gústafsson, hrl., Björn Pétursson: fasteignaviðskipti. Austurstræti 14. — Símar: 22870. 21750.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.