Morgunblaðið - 04.10.1967, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.10.1967, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKT. 1967 IVIAGIMÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir tokun simi 40381 — ■> S1M11-44-44 Hverfisgotu 103. Síml eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt teigugjald. Bensín innifalið < leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir iokun 34936 og 36217. fJ===»ff//JU£HFAM lrt£ÍL(HlÆ/ff RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki tltvarps- og sjónvarpstæki (íafmagnsviirubiiöin sf Suðurlandsbraut 12. Simi 81670 (næg bílastæði) AU-ÐVITAÐ ALLTAF ★ Mega skáld ekki hafa skoðanir? „Þ. .S“ skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Einhver, sem kallar sig Ó. G., lýsir þeirri skoðun sinni í dálk- um þínum sl. sunnudag, að skáld og rithöfundar eigi „ekki að reyna að sletta sér fram í það, sem þeir hafa sýnt, að þeir hafa ekki hundsvit á.“ Með þessu á hann við „álits- gerðir“ þeirra um samtíma- atburði og pólitískar yfirlýs- ingar, að því er virðist. Segir hann álit þeirra ekki eiga „meiri rétt á sér en álit hvers annars sæmilega menntaðs borgara". Þetta má vel vera rétt, en álit þeirra getur þó verið einhvers virði engu að síður, — eða hvað? Mjög marg- ir rithöfundar fyrr og síðar hafa haft áhuga á stjórnmál- um, margir þeirra jafnvel ver- ið virkir og áhrifamiklir stjórn málamenn. Má nefna mörg dæmi því til sönnunar og frá mörgum löndurn, og sé ég ekki, af hverju rithöfundar mega ekki skipta sér af stjórnmál- um, eins og „hver annar sæmi- lega menntaður borgari". Það, sem fer sennilega í taugarnar á Ó. G., er það, að skoðanir skálda og rithöfunda á stjórnmálum eru oftast al- menningi mun kunnari en skoðanir flestra ánnarra „sæmilega menntaðra borg- ara“. Stafar það auðvitað af frægð þeirra og oft ritfærni. Mönnum finnst merkilegra að vita, hvað rithöfundurinn Jón Jónsson hugsar um stjórnmál en bókarinn Jón Jónsson. Hvorn er meira að marka? það lagður, hvort meira mark sé takandi á skoðunum bókar- ans á stjórnmálum eða skoðun- um rithöfundarms, Fylgjendur bókarans mundi segja, að nær væri að hlusta á hygginn, ró- lyndan og „sæmilega mennt- aðan borgara“ en tilfinninga- ríkan rithöfund og lætur meira stjórnast af hjartanu en heil- anum. Fylgismenn rithöfund- arins segðu aftur á móti, að meira væri að marka víðlesinn heimsborgara með átján borga yfirsýn að baki ,sem þar að auki legði eyra sitt daglega þéttingsfast að þjóðarhjartanu, fyndi hjartaslög lands síns og gæfi skít í Maromonsgæði, en einhvern miðlungsborgara, sem sæi aldrei út fyrir sjónar- mið munns og maga. Svona sýnist nú sitt hverjum. Ég tel, að á báða eigi að hlusta. Er Ó. G. því e.t.v. samþykkur, að Sinjavskí og Daníel sitja í fangelsi fyrir skoðanir sínar? ■£■ Hafa ekki allir vit á hlutunum? Ég tek það fram, að ég álít, að skáldum og rithöfund- um beri skylda til að segja al- þjóð skoðun sína, þegar sam- viskan knýr þá til þess. Þeir eiga ekki að þegja, finnist þeim þeix hafa eitthvað áríð- andi að segja. Hins vegar kann ég ekki að meta, þegar einn semur ein- hverja yfirlýsingu, og síðan skrifa margir tugir manna eða jafnvel hundruð undir, oftast án þess að hugsa. Þó hafa þeir látið semjanda undirskrifta- skjalsins hugsa fyrir sig. Og stundum er ekki víst, að þeir hafi allir mikið vit á því, sem um er rætt. T.d. las ég fróðlega grein í brezka timaritinu Economist og aðra í ameríska blaðinu Time, (að því er mig minnir), um undirskriftaskjalaflóðið, sem flæðir yfir bandaríska menntamenn á hverju ári. Samkvæmt könnun, höfðu t.d. mun fleiri „sexologists“, fiðr- ildafræðingar, bókmenntafræð ingar og lífefnafræðingar skrif að undir langt og ítarlegt skjal um bandarísk utanríkismál en sagnfræðingar, lögfræðingar háskólakennarar í stjórnivísind um og stjórnmálafræðum. Þetta segir sína sögu. ^ Hvað sagði Karl Marx um skáldin? Af því að kommúnistar hafa um langan aldur misnot- að skáld málstað sínum til framdráttar, hafa margir feng- ið þá meinloku í höfuðið, að ekkert sé að marka stjórnmála skoðanir skálda og rithöfunda yfirleitt. Þetta er náttúrulega röng ályktun. Notagildi skálda fyrir kommúnista hefur líka löngum reynzt tvíeggjað; stundum hafa þau nefnilega farið að hugsa um pólitík upp úr öllu saman og snúizt gegn uppfræðurum sínum. En skáldin mættu gjarnan hafa í huga það, sem Karl gamli Marx skrrfaði einu sinni í hreinskilnu bréfi til vinar síns. Hann sagði (setningin er skrifuð á ensku og frÖnsku til skiptis hjá Marx): „Poets are ali, plus ou moins, even the best ones, des court- isanes et il fant les cajoler, pour les faire chanter.“ Þetta mundi þýða eitthvað á þessa leið: „Öll skáid, jafn- vel hin beztu, eru gleðikonur að meira eða minna leyti, og það verður að smjaðra fyrir þeim, til þess að fá þær (þau) til að syngja." Þetta sagði r.ú upphafsmað- ur kommúnismans, og hann vissi, hvað hann söng. En vita öll skáld, hvað þau syngja eða fyrir hvern? — (Kristinn Andrésson veit það kannske). Með kveðju til Ó. G. Þ. S.“ 'k „Sælan fyrir austan‘* Kæri Veivakandi! Hinn 7. sept. sl. birtið þér greinarstúf undir fyrirsögninni „Sælan fyrir austan" þar sem einhver fyrrverandi háseti á Lagarfossi segir frá. Ég er hon- um ekki sammála. Grein hans er rituð með ótilhlýðilegu orðbragði, ruddaskap og ill- kvittni í alla staði. Sannleiks- gildi hennar ekkert. Greinar- höfundi hefði betur verið kunn ugt um þessi fornu lífssann- indi: Einu sinni kom maður til Sókratesar og vildi segja sögu um annan mann, Sókrates sagði: „Ég tel víst að þú hafir síjað söguna gegnum hin þrjú sigti sannleikans, annað sigti velviljans, hið þriðja sigti gagnseminnar, og ef það sem þú villt segja mér er hvorki satt, gott eða nytsamlegt, þá geymdu það með sjálfum þér.“ Mín reynsla er sú, eftir margra ára siglingu á sovézkar hafnir, að fólkið sem við sjó- menn kynnumst þar, sé ákaf- lega alúðlegt og vinsamlegt. Og þar er gert meira fyrir sjómenn allra þjóða, en ann- arsstaðar þekkist. Það er að vísu ekki í minni höfnum, margvíslegt upp á að bjóða, en allssraðar eru sjómannaheim- ili með lestararstofum, billi- ardstofum, sjónvarp og sýnd- ar bíómyhdir og oft dansað. Einnig vínbar og veitingastof- ur. Þar umgengst maður mest háskólastúkur og pilta, sem eru að æfa síg á erlendum málum með því að tala við -út lenda sjómenn. Máske hefir greinarhöfundur heldur viljað haia þar gleðikonur! Vinsemd og alúð einkennir þetta fólk. Enginn þarf að borga fyrirgreiðslu á sjómanna heimilunum, að undanskyldu fyrir vín og mat ef þess er neytt. Sjómannaheimilin út- vega ókeypis aðgöngumiða á óperur eða balletta, þau skipu leggja „sight-seeing“ ferðir, eða flytja skipverja á bað- strönd ef þess er óskað. Þeir eru sóttir að shipshlið í bíl- um og skilað þangað aftur, þeim að kostnaðarlausu. Það sem mér finnst skipta máli, er það sem snertir mann persónulega í hvert sinn. Stjórnarfyrirkomulag þjóða skiptir mig ekki máli á þess- um vettvangi. Sinn er siður í landi hverju og mörgum gremst að þurfa að beygja sig undir lög og reglur sem þeir eru óvanir. En í erlendu ríki verður aðkomumaður að semja sig að þeim reglum er þar gilda. Oft og mörgum sinn um hafa yfirvöldin séð í gegn um fingur sér, og gert gott úr þótt sjómenn hafi brotið reglur eða fyrirmæli, og mér er ekki kunnugt um neitt til- felli úr mínum ferðum, þar sem menn h'afi verið beittir valdi að tilefnislausu, B. Thoroddsen, skipstjóri á m/s Lagarfoss. Hér verður enginn dómur á 4ra herbergja íbúð Til sölu er 4ra herb. íbúð á 4. hæð í háhýsi við Hátún. Sérhitaveita. Sameiginlegt þvottaherbergi með fullkominni vélasamstæðu. Vönduð sameign. Lóð og önnur sameign fullfrágengin. Upplýsingar gefur Ragnar Tómasson, hdl. í síma 24645 og 24493. Borðstofusett Eik — tekk — palisander Einnig stakir skápar stök borð og margar gerðir af stólum. Húsgögn á 100 ferm. Útstilling á 2. hæð. ú(^s r»a Sirrvi- 22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.