Morgunblaðið - 04.10.1967, Side 28
28
MORGUNBLABIÐ. MIÐVIKIJDAGUK 4. OKT. 19'67
MAYSIE GREIG:
Læknirinn
og
dansmærin
ég ekki lýst honum. Lítur ofstórt
á sjálfan sig.
— Talaðu ekki svona um hann
Henri, sagði Grace snöggt. —
Hann er sérstakur kunningi
minn. Og að minnsta kosti er
hann Bonneau greifi.
— Já, og staurbiankur, bætti
Aron við, þurrlega. — Ég skal
segja yður, sagði hann við Tim,
að hér á ströndinni er meira
samanikomið af blönkum aðals-
mönnum, en mér hefði nokkurn
tima dottið í hug.
Tim hló. — Ég er hræddur
um, að sé sé einn af átján. Ég er
aðalsmaður, en á enga peninga.
Ekki annað en það, sem ég get
pínt út úr lögfræðingnum mín-
um út á væntanlegan arf.
En 'hefur yður aldrei dottið í
hug að gera einhverntíma ær-
legt handtak? spurði Aron, næst
um ruddalega.
Tim yppti öxlum. — Hvað
gæti ég svo sem gert? Ég hef
enga sérstaka hæfileika. Stóðst
ekki einusinni inntökuprófið í
Oxford. Ég gæti sennilega orðið
skrifari, en hver vill vera skrif-
ari? >á vildi ég næstum heldur
fara niður í fjöruna og gerast
sundkennari.
Bláu augun í Grace mældu
hann frá hvirfli til ilja. — Það
held ég gæti orðið ágætt hjá yð-
ur, sagði hún. — Qg aðalsmaður
að kenna sund, væri að minnsta
kosti nýstárlegt. Þér fengjuð
áreiðanlega miikla aðsókn.
— Ef þér ráðleggið það, ætla
ég að taka málið til athugunar
í alvöru, sagði Tim. Og ég kynni
að nayðast til þess, ef ég verð
ekki heppnari í spilabankanum
en ég hef verið undanfarið.
AÐALFUNDUR
VARÐAR FUS
Akureyri, verður haldinn í Sjálfstæðishús-
inu (uppi) föstudaginn 6. okt. nk. og hefst
kl. 20.30.
D a g s k r á :
1. Venjuleg aðalfundarstörl'.
2. Kjör fulltrúa á 19. þing S.U.S.
3. Rædd vetrarstarfsemi.
STJÓRNIN.
FJÖLBREYTT NAMSKEIÐ
• 6 VIKNA NÁMSKEID
• SNYRTINÁMSKEIÐ
• NÁMSKEIÐ FYRIR
SÝNINGARSTÚLKUR
OG FYRIRSÆTUR
• MEGRUN
9. okt.
§m
I!
III
■
11
F iskibátaeigendur
Þeir bátaeigendur sem bugsa sér sölu eða leigu á
bátum sínum fyrir komandi vertíð tali við okkur
sem fyrst.
SKIPASALAN, SKIPALEIGAN,
Vesturgötu 3 — Sími 13339.
Talið við okkur um kaup, sölu og leigu fiskiskipa.
Yvonne var nú kominn inn.
Báðir karlmennirnir stóðu upp
og Aron spurði, hvað hún vildi
drekka.
Hún þáði ósætt ,-érrí og Aron
lagði sig í líma að bera henni
það sem fljótast.
Tim leit á þau á vixl og var
hugsi.
Maturinn var veltilbúinn og
vinin góð. Líklega var Aron
hreint ekki smekklaus á vín —
eða var það kannski bryiinn.
sem valdi þau fyrir hann?
En eftir mál'.íðina lók Tim að |
óikyrrast, enda þóu hann hefði j
ánægju af að vera þarna með
Yvonne. Hann langaði að fara í ;
einhvern spilabankat.n og freisia !
gæfunnar.
En þá var tilkynnt koma j
Bonneau greifa, svo að Tim gat j
tæpast þoiið bu: i. Greifinn var i
álitiegur maður, rú.mlega þrí- j
tugur. Það kynni að að vera, að
hann tæki sjálfan sig óþarflega
hátíðlega, fanns. Tim, en 'hann
var samt enginn bjáni. Honum
gramdist, hverni.g Gi ace var öll
á hj lum kring um manninn. Hún
gerði sig beinlínts hlægilega.
Hvernig leið manmnum hennar
að horfa á þet.a? En hann var
sýnilega hættur að hugsa um
það. ákveðinn að fá skilnað.
Hann var farinn að hugsa um
það, að ef Yvonne samþykkti að
gerast þátttakandi : hjónanskiin
aðarmálinu, og Aron giftist henni
svo, gæ.i hún orðið prýðilegasta
hjákona. En þetta var nú ekki
annað en framtíðardraumur. í
millitíðinni varð hann að gera
eiítihvað til að verðu sér úti um
peninga. Hér var ekiki hægt að
lifa á guðsblessun og munnvatni
dnu, og hann á;ti lítið þar um-
fram.
Aron útdeildi gösunum og
ailir gerðust kátir. Grace kunni
sýnilega vei við sig : návist greif
ans. Maðurinn hennar horfði á
með velþóknun — honum virtist
alveg sama um það. Hafði konan
hans ekkert aðdrúttarafl fyrir
hann iengur? Hún var grönn og
þokkafull og lagleg, enda þótt
hún væri þarfiega áberandi.
Greifinn var sýniiega snortinn.
Tim óskaði þess heitast, að
hann gæti íarið með Yvonne eitt
hvað út að aka, áður en hann
færi í spilabankann En á því
virtust litlar horfur. Samkvæm-
ið gekk sinn gang, og jafnvel
Aron virtisi vera í góðu skapi.
Lok-ins sagðist Tim verða að
fara, annars yrði hsnn ofseinn i
stirgróðann í spilabankanum.
Grace gerði Yvonne bendi.ngu
og hún fylgdi Ti.m til dyra.
— Þú spilar ekki í kvöld, er
það, Tim? sagði hún, enda þótt
hún vissi að lítil von var um já-
kvæ t svar. Hann héldi áfram að
spila. og það brást ekki, að hann
tapaði. Þegar hann svaraði engu,
gat hún ekki annað gert en
ílntta til hans og segja: — Þú
reynir að minnsta kosti að tapa
ekki.
— Það hef ég verið að reyna
alla mína ævi, sagði hann.
— En þú hefur samt alltaf tap-
að og ekkert af því lært.
— Sá tími kemur, að ég vinn,
elsikan mín. Ég held, að 33 og 34
verði happatölurnar mínar í
kvöld. Ég ætla að reyna við þær.
Hún var óróleg. — En hættu
Ilvað er þetta, drengur. Ef þú hefur fundið fil þá máttu eiga
hann — en fyrir alla muni haltu þér saman og lof mér að lesa
í friði.
jamt ekki of miklu, Tim.
— Það verður að leggja mikið
undir, ef maður á að græða eitt-
hvað. sem um munai, sagði hann.
Hún andvarpaði. — Þetta er
vonlaust. Og ekki veit ég, hvers
vegna ég er að gera mér rellu
út af þér.
— En það gerirðu nú samt, er
það ekki? Röddin var áköf. —
Það ei það. sem ég v.il vita.
Hún andvarpaði aftur. — Vit-
anlega hef ég áhyggjur. Þú ert
Jbetranlegur. Og ef ég nægi þér
^kki, hversvegna verðurðu þá
ekki ástfanginn af einhverri.
annarri, sem gæti haldið þér frá
-.pilaborðinu?
Hann kreisti báðar hendur
hennar. — Ég gæti ekki elsikað
neina aðra eins og ég elska þig.
— En samt ekki nóg til að
hæ ta að spila.
— Ég er hræddur um, að þessi
spilafíkn mín sé löstur, sem ég
vax aldrei upp úr. Hversvegna
tölum við ekki um eitthvað
skemmtilegra? Gætirðu ekki
sloppið úr þessu samkvæmi og
ko.mið svolíiið út með tnér.
Hún hristi höfuðið. — Ekki í
kvöld, Tim. Hjónin buðu mér
sérstakiega að borða með sér.
Það væri kurteisi af mér.
— Eins og þú vilt. En ég sé þig
á morgun, er það ekki?
— Ég verð oftast einhversstað-
ar nærri með Dickie. Hvers-
végna kemurðu ekki að synda
með okkur?
— Það ætla ég að gera. Það
lagar mig kannski til i hausnum,
eftir annasamt kvöld.
—Ef þú ert eittthvað lasinn,
ættirðu ekki áð fara í spilabank-
ann.
Hann hló. — Enn er ég ekki
orðinn lasinn. En eftir því sem
á nóttina líður og maður tapar,
drekikur maður til að gleyma
sorgum sínum. Eða til þess að
herða upp hugann til að spila
hátt.
Hún Ieit á hann meðaumkunar
augum. — Ég vildi, að ég vissi,
að þú færir beit í rúmið, Tim.
— Þess vildi ég sjálfur óska.
En ég er hræddur um, að það geti
ekki orðið. Nú var röddin alvar-
leg, aldrei þessu vant.
Samkvæminu í setustofunni
var haldið áfram. Klukkan eitt
afsakaði hús sig og fór að hátta,
Aron fylgdi henni að stiganum.
— Þarftu að fara. Mér finnst
eins og þú sért að bregaðst mér.
Mig langar ekkert til að leika
verndara fyrir konuna mína og
kunningja hennar.
— Ég held að greifinn sé í
þann veginn að fara. Og Dickie
vaknar snemma á rr.orgnana. Ég
verð að vera vel upplögð og sjá
um, að hann borði morgunverð-
inn sinn.
12. kafli.
Hún var klædd og komin á
rói klukkan átta, jegar Dickie
fékk morgunverðinn sinn í leik-
stofunni.
— Hvað eigum við að gera í
dag? spurði hann. — Við verð-
um að finna upp á einhverju
spennandi.
Hún hló. — Þú viit alltaf hafa
það eitthvað spennandi, Dickie.
Kunnirðu vel við Timmy At-
water? Hann sagðist ætla að
koma og fara með okkur út að
. ynda.
— Meinarðu aðalsmanninn?
Já, ég kann ágætlega við hann.
Hann er prýðilegur. Sagði hann
nokkuð, hvenær hann kæmi?
— Nei, það sagði hann ekki, en
hann kemur. Þú verður hvort
sem er að vera inni, fyrst um
sinn. Sellier læknir kemur til
að líta á hálskirtlana í þér.
— Æ, æ! Hann hleypti brún-
um. — Það er ekkert að háls-
kiitlunum í mér, og það veit
mamma vel. En hún er alltaf að
finna sér eittlhvað til, svo að
Sellier læknir komi hingað. Ann
aðhvort er hún veik fyrir hjart-
anu eða ég í hálsinum — eða
einhver önnúr vitleysa. Þetta er
þr andi kvenmaðui.
— Suss, Dickie. Svona máttu
ekki tala um hana mömimu þína.
— Hún skiptir sér ekkert af
mér. Hún er öll í þessum kunn-
ingjum símum. Og það eru nú
meiri kunningjarnir; Eins og
greifinn! Og Sellier læknir!
Svona máttu ekki tala. Hún
var reið. — Sellier laiknir er trú-
lofaður. Við hittum unnustuna
hans um daginn.
— Það hefur nú ekki mikið að
segja, sagði Dicke.
Hún fékk fyrir hjartað, þegar
hún sá Sellier lækni iroma. Hann
var svo fallegur og glæsilegur,
og blikaði á svart hárið í sól-
skininu.
Grace hlaut að hafa verið að
gá að honum, því að hún kom
á móti honum fram í dyr.
— Halló, Marcel! Röddin var
lág og mjúk. — Ég var farin að
undrast um þig. Ég hef svo'ddan
áhyggjur af hálskirtlunum í hon
um Dickie.
— Hefur hann haft kverkask.it
eða eitthvað þessháttar?
Hún hristi höfuðið. Nei. En
hann lítur stundum talsvert illa
út. En hann mundi aldrei viður-
kvenna, að neitt væri að sér.
— Ég skal eftirlíta hann ná-
kvæmlega, sagði Marcel. — Get
ég litið á hann núna?
— Vildirðu ekki fyrst fá þér
Hafnfiröingar - Hafnfirðingar
Við bjóðum yður á stóran bókamarkað. Mörg hundruð bókatitiar. Fjölbreytt
úrval og mjög lágt verð eftir íslenzka og erlenda höfunda. Notið þetta ein-
stæða tækifæri.
Bókamarkaðurlnn í Góðtemplarahúsinu / Hafnarfirði
Opið til kl. 10 eftir hádegi.
Skrifstofustúlka
Stórt verzlunarfyrirtæki í Reykjavík óskar að rá8a
nú þegar stúlku til vélritunar á reikningum og
til annarra skrifstofustarfa. Umsóknir sendist blað-
inu fyrir hádegi föstudaginn 6. þ.m, merktar:
„Skrifstofustörf — 5895“.