Morgunblaðið - 18.10.1967, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKT. 1987
11 .
Gísli Jónasson fyrrum
skólastjóri — Minning
F. 22. des. 1891, d. 11. okt. 1967.
1 DAG er til moldar borinn Gísli
Jónasson, fyrrverandi skólastjóri
Langhpltsskóla. Hann lézf í
Landakotsspítala miðvikudaginn
11. þ. m. eftir fjögurra vikna
sjúkrahússlegu, tæplega 76 ára
að aldrL
Gísli heitinn var fæddur að
Hróarsdal í Hegranesi í Skaga-
firði 22. des. 1891. Foreldrar
hans voru sæmdarhjónin Elísa-
bet Gísladóttir og Jónas Jóns-
son, bóndi í Hróarsdal. Móður
sína missti Gísli heit. er hann
var aðeins fjögurra ára, en faðir
hans andaðist árið 1927.
Gísli dvaldi í föðurhúsum til
tvítugs aldurs, en hóf þá nám í
Hvítárbakkaskóla og lauk þar
námi eftir tvo vetur. Árið 1915
tók hann próf upp í annan bekk
Kennaraskólans í Reykjavík og
lauk þaðan kennaraprófi vorið
1917, með I. einkunn. Næstu ár-
in stundaði hann ýmiskonar
kennslustörf í og utan Reykja-
vikur, unz hann var ráðinn
fastakennari við Barnaskóla
Reykjavíkur haustið 1920, og
gegndi þeim starfa næstu 10 ár-
in. Árið 1930 ferðaðist hann til
Svíþjóðar, Danmerkur og Þýzka-
lands til að kynna sér kennslu-
og skólamál. Dvaldist hann þar
næstu þrjá mánuði. Er heim kom
starfaði hann við Austurbæjar-
skólann, fyrst sem yfirkennari
frá 1935—1945 og settur skóla-
Stjóri 1945—46. Lét þá af
kennslustörfum um hríð og gerð-
ist fulltrúi í félagsmálaráðuneyt-
inu til ársins 1952, er hann var
skipaður skólastjóri Langholts-
skólans í Reykjavík og gegndi
j>ví starfi til ársins 1961, er hann
lét af störfum vegna aldurs.
Hann kvæntist 29. maí 1926
Margréti Jónu Jónsdóttur, Jóna-
tanssonar trésmiðs, var hún
ekkja eftir Jón Magnússon, sem
fórst með togaranum „Lord
Robertson" á Halasniðum í febr.
1925. Gekk hann fjórum börnum
þeirra hjóna í föðurstað. Þau
eignuðust einn son, séra Jónas
Oíslason, prest í Kaupmanna-
höfn. Hjónaabnd þeirra Margrét-
ar, sem lifir mann sinn, var ham-
ingjusamt og farsælt. Bjó hún
manni sínum friðsælt fyrirmynd-
arheimili, sem þær konur einar
geta, er gæddar eru stjórnsemi
og reglusemi.
Eins og að líkum lætur, vonu
Gísla heitnum á hendur falin
margskonar trúnaðarstörf. Leysti
hann þau störf öll af samvizbu-
semi og skyldurækni. Farsælar
gáfur og mannkostir ásamt skap-
•festu, dugnaði og atorku komu
honum hér að góðu haldi. Hann
var enginn veifiskati í skoðunum
og hélt þeim fram af festu og
sannfæringiu, gilti hér hið sama
um stjórnmál, en hann var ein-
lægur og atorkusamur sjálf-
Stæðismaður, og trúmál, sem
voru honum hugljúf alvörumál-
efni, sem hann vann að og fyrir
alla sina ævi. Hann var í sóknar-
nefnd Hallgrímsprestakalls frá
1940 til æviloka.
Var hverju máli vel borgið er
hann léði liðsinni sitt. Um fjölda
ára gegndi hann ábyrgðar- og
virðingarstöðum injian Góð-
templara- og Oddfellowreglunn-
ar, auk þess að hann var í stjórn
Hins ísl. náttúrufræðifélags frá
1925—43, í stjórn Rauða kross
íslands og í stjórn Reykjavíkur-
deildarinnar frá upphafL Mörg
ór í stjórn Sumargjafar, Blindra-
vinafélags Islands og Heyrnar-
hjálpar, auk ýmissa trúnaðar-
starfa fyrir SÍB. Eftir hann
liggja fjölda greina um bind-
indismál, skólamál, æviminning-
ar o. fl.
Fræðslu- og kennslustörf eru
seint metin, sem skyldi. En vel
og dyggilega unnin störf lifa, því
að þau bera ávöxtinn í sjálf.um
sér. f>au eru eins og sáðkornið
„og sæðið grær og vex og mað-
urinn veit ekkj með hvaða
hætti“. Þeir, sem vinna landi
sínu með ósérplægni og dreng-
lyndi eru kjarni hverrar þjóðar.
Þeir þurfa ekki að óttast örlög
sín, því að þeim farnast vel.
Gísli heitinn gat lítið yfir far-
sælan starfsaman og hamingju-
saman lífsferil, og það verður
ávallt heilladrýgsta og varanleg-
asta veganestið að leiðarlokum,
og um leið hugfró.un harmi gegn,
ástvinum hans og vinum, sem nú
eiga um sárt að binda.
Magnús J. Brynjólfsson.
höndum bar, með skapfestu en
jafnframt vinsemd, hlýju og
virðingu fyrir einstaklingnum
og hugsana- og athafnafrelsi
hans.
í starfi sínu sem skólastjóri
fann Gísli til ábyrgðarinnar á
þann hátt, að velferð skólans,
nemenda og kennara, var honum
ætíð efst í huga og frá mínum
bæjardyrum séð var honum
einstaklega lagið að haga stjórn
sinni þannig, að sjálfsagt og
eðlilegt þótti að öll starfsemi
skólans einkenndist af reglu-
semi skólastjórans og þeirri virð
ingu sem hann bar fyrir ein-
staklingnum.
Gísli var mjög góður starfs-
maður, sem fór sérlega vel úr
hendi hvað eina, sem hann lagði
hönd að. Við kennslu og skóla-
stjórn naut hann sín þó bezt og
náði frábærum árangri á því
svfði, enda gæddur þeim eðlis-
eiginleikum sem bezt prýða
menn í kennarastétt.
Hann er stór hópur . þeirra
Reykvíkinga, sem notið hefur
handleiðslu Gísla um lengri eða
skemmri tíma á skólaárum sín-
um og allir hans nemendur,
sem ég hef hitt, tala um hann
og minnast hans með sérstakri
virðingu, hlýhug og þakklæti
fyrir þá kennslu og þau bæt-
andi áhrif, er hann hafði á
hvem einstakling, sem var í
hans ásjá.
Að leiðarlokum vil ég færa
þér, Gísli, mínar innilegustu
þakkir fyrir allt, sem ég hef af
þér lært í umgengni við böm
og unglinga, öll góðu ráðin, sem
þú hefur gefið mér og endast
munu mér alla æfi. Ekki síður
vil ég þakka vináttu þína til
okkur hjónanna og barna okk-
ar. Sú vinátta var heilsteypt
eins og annað af þinni hálfu og
skilur eftir ljúfar minningar
um góðan dreng, sem gott var
að eiga a’ð vin.
Konu þinni, frú Margréti
Jónsdóttur, syni þínum, sr. Jón-
asi og öðrum nánustu ættingj-
um og vinum votta ég innilega
sámúð mína.
Jón Arnason.
„NÚ fækkar þeim óðum, sem
fremstir stóðu“.
Gísli Jónasson, kennari og
skólastjóri var einn þeirra
skólamanna hér í Reykjavík,
sem um langan tíma stóðu í
fylkingarbrjósti. Hann var bor-
inn í þennan.heim á fyrsta ári
hins síðasta tugar 19. aldarinn-
ar. Sveitabarn var hann, fædd-
ur í Hróarsdal í Hegranesi, son-
ur hins gáfaða og fjölfróða
bónda þar, Jónasar Jónssonar,
og konu hans, Elísabetar Gísla-
dóttur. Hann lifði sitt mótunar-
skeið beggja megin aldamót-
anna og var síðan alla ævi alda-
mótamaður í þeirri sérstæðu
merkingu, sem síðari tímar hafa
gefið því heiti.
Hér verður æviferill hans ekki
rakinn, það mun einhver gera,
sem hefur þekkt hann lengur
og betur en ég. Ævistarf hans
var nær eingöngu helgað skóla-
málunum. Hann kenndi við
Miðbæjarskólann í 10 ár, síðan
16 ár við Austurbæjarskólann og
var meiri hluta þess tíma yfir-
kennari, en settur skólastjóri
síðasta árið. Þá varð hlé á skóla
störfum um nokkur ár þar til
árið 1952, er hann gerðist skóla
stjóri Langholtsskólans við
stofnun hans. Var það lokaþátt-
urinn í skólastörfum hans. Hann
lét af störfum fyrir aldurs sak-
ir 1931.
Ég vann við skólann undir
hans stjórn aðeins þrjú síðustu
árin hans þar. En eftir það
slitna'ði ekki samband okkar,
þótt fundum fækkaði. Og þótt
kynni okkar yrðu ekki lengri
en þetta, finnst mér, að ég hafi
þekkt hann vel. Raunar fannst
mér það þegar eftir fyrsta fund
okkar í skólanum, er ég hafði
sótt um starf þar og hann
kvaddi mig til viðtals og sýndi
mér þar hvern krók og kima.
Þarna hitti ég mann, sem vakti
traust, og ekki leyndi það sér,
að hann kunni góð skil á öllu
þvL er við kom starfi hans og
kennaranna, enda átti hann
langa reynslu að baki. En fleira
kom einnig í ljós í fari hans,
og er mér minnisstæðast, að
hann hafði sagnir og ljóð á reið-
um höndum. Víður heimur ís- .
lenzkra bókmennta virtist liggja
opinn fyrir honum. Málshættir
og spakmæli lágu honum á
tungu en þó einkum ljó’ð, og
langoftast var það Einar Bene-
diktsson, sem vitnað var til,
enda er þar um auðugan garð
að gresja. Þá voru þjóðsögurn-
ar honum handhægar að grípa
til, og þurfti hann ekki alltaf
bók. Heyrði ég hann eiitt sinn
í skemmtiferð segja stutta þjóð
sögu upp úr sér orðrétt. Ekki
fór sá bónleiður til búðar, sem
leitaði til Gísla eftir fræðslu eða
skýringum á náttúrufræðilegum
efnum. Þar var hann hinn vísi
og trausti, enda hafði hann sér-
hæft sig til kennslu í þeirri
námsgrein. Mér þykir sennilegt,
að hann hefði valið náttúru-,
fræði eða læknisfræði til að
nema í háskóla, ef hann hefði
gengið þá braut. Til þess hefði
hann verið manna bezt fallinn,
og veit enginn, hver afrek hann
kynni að hafa unnið á þeim
vettvangi. En hann hlaut kenn-
arastarfið, og kom því í hlut
hans að leggja fyrsta grunn að
langskólanámi margra efnis-
manna, er þá leið völdu.
Eins og á’ður getur, var það
síðasti þátturinn í ævistarfi
Gísla Jónassonar að móta Lang-
holtsskólann og stjórna honum.
„Varðar mest til allra orða, und-
irstaðan sé réttlig fundin“. Þessi
stofnun mun um langan tíma
bera svipmót hans. Getur eng-
inn um það sagt, hve mikil og
margvísleg áhrif hans hafa ver
Framhald á bls. 18
„Fast ég trúi: Frá oss lefð
vinur minn til vænna funda
og verka frægra, sæll að
skunda
fullkomunar fram á skeið.'1
J. H
í DAG er til moldar borinn einn
okkar ágætasti samstarfsmaður
úr kennarastéttinnL Gísli Jónas
son, skólastjóri, sem lézt þann
11. október síðástliðinn.
Kynni mín af Gísla hófust
síðla sumars árið 1952. Hann var
að hefja störf sem skólastjóri
við hinn nýstofnaða Langholts-
skóla hér í borg. Verið var að
ljúka við byggingu skólahússins
og þar sem mig langaði bæði til
að skoða húsfð og hitta minn til
vonandi skólastjóra að máli
mælti ég mér mot við Gísla í
skólanum. Þegar ég kom heim
að skólanum stóð Gísli á tröpp-
unum og tók á móti mér á þann
hátt, sem honum einum var lag-
ið. Með þeirri ró og hlýju, sem
skapaði manni sjálfstraust, en
jafnframt þeim myndugleik og
festu, sem gerði það að verkum
að menn hlutu að bera virð-
ingu og traust til hans.
Þannig átti ég oft eftir að sjá
Gísla þau árin, sem ég kenndi
undir hans stjórn. Hann var
jafnan mættur fyrstur manna á
morgnana og heilsaði okkur sem
á eftir komum og ógjarnan fór
hann heim á kvöldin fyrr en
allir höfðu lokið störfum. Virð-
ing hans fyrir starfi sínu og
samvizkusemi hans var slík, að
annað var óhugsandi. Gísla var
það mjög óljúft, ef hann þurfti
að fara úr skólanum áður en
kennslu var lokið þann daginn.
Hann vildi vera til staðar til að
grípa inn í og greiða úr þeim
mörgu og margvíslegu málum,
sem skólastjóri í stórum skóla
þarf dag hvern að gera. Hann
var sannur karlmaður í þess
orðs fyllstu merkingu og tókst
því á við viðfangsefnin, sem að
INliræð i daq:
Ragnheiður Jónsdóttir, liósmóðir
MIKIL heiðurskona, Rágnheiður
Jónsdóttir ljósmóðir fná Kjós í
Grunnavíkurhi eppi á í dag ní-
ræðisafmæli. Allt fram á s.l.
sumar hefur hún gengið til
starfa sinna. Upp á síðkastið er
ellin tekin að mæða hana, og
liggur hún nú á sjúkrahúsinu á
ísafirði. En hún er andlega
hress og þegar ég heimsótti hana
á heimili hennar að Ásbyrgi á
ísafirði s.l .súmar. var hún glöð
og reif. Hugur hennar reikaði
víða um æskuslóðir, norður um
Jökulfirði og Strendur, þar sem
hún gegndi ljósmóðurstörfum í
hálfa öld.
Þessi merka kona er fædd á
prestsetrinu Stað í Grunnavík.
Hún ólst upp í fæðingarsveit
sinni og hóf fyrst búskap að
Kollsá með fyrri eiginmanni
sínum, Guðbjarti Kristjánssyni.
Síðar bjuggu þau á Höfðaströnd
í sömu sveit. En á bezta aldri
missti Ragnheiður mann sinn.
Þá höfðu þau átt saman 2 börn,
Jónínu, sem gift er Guðbjarti
Ásgeirssyni, verkstjóra á ísa-
firði og Einar skipstjóra í
Reykjavík, sem kvæntur er
Sigrúnu Einarsdóttur frá Dynj-
anda.
Síðari maður Ragnheiðar er
Tómas Guðmundsson, fyrrv.
hreppstjóri í Grunnavíkur-1
hreppi. Bjuggu þau lengstum í
Kjós í Hrafnsfirði. Þau hafa ekki
átt börn, en fósturbörn hafa þau
alið upp.
Haustið 1952, fluttu þau
Tómas og Ragnheiður heimili
sitt frá Kjós. Var þá orðið erfitt
um byggð þar, þar sem næstu
bæirnir til beggja handa voru
komnir í eyði. En þessi dug-
miklu hjón vildu samt ekki yfir-
gefa fæðingarsveit sína og tóku
þvi það ráð að færa bú sitt út
í Grunnavík. Þar áttu þau nokk-
ur hundruð í jörðinni Sútara-
búðum. Byggðu þau upp ibúðar
hús jarðarinnar og settust þar
að. En viðstaðan í Grunnavík
varð ekki löng. Fólkið hélt
áfram að flytja úr Jökulfjörðum
og Ragnheiður og Tómas urðu
að fylgja straumnum. Þau flutt-
ust þá til ísafjarðar og hafa átt
þar heimili siðan.
Ragnheiður í Kjós var yfir
50 ár ljósmóðir í Grunnavíkur-
hreppL Mun það eitt erfiðasta
ljósmóðurumdæmi landsins. Þjón
aði hún þá oft þeim hluta
hreppsins, serc lá fyrir norðan
Skorarheiði. Voru ferðir þang-
að nokkuð erfiðar og slarksam-
ar í vondum veðrum að vetrar-
lagi. En þessi þrekmikla og
æðrulausa kona lét erfiðleikana
lítt á sig bíta Hún gegndi
skyldu sinni, hvenær sem kallið
kom. Fyrir dugnað sinn og kjark
hlaut Ragnheiðui- traust og ást-
sældir meðal sveitunga sinna.
Ragnheiður í Kjós er höfð-
ingi í sjón og raun. Hún er
frábærlega gestrisin kona og
greiðvikin. Er mér minnistætt
er hún lét eitt sinn leggja á
hest sinn til þess að fylgja mér
xanga leið út í Grunnavík. Ragn-
heiður í Kjós er ekki hálf í
neinu. Hún gengur allsstaðar
heil til starfs. Öll framkoma
hennar mótast að myndarskap
og drenglyndi. Alia æfina hefur
hún verið sívinnandi. Hún er
iistavefari og saumar einnig og
prjónar af miklum hagleik.
Jurtalitun framkvæmir hún af
smekkvísi og frábærri kunnáttu.
Það hefur engmn styrr eða
hávaði staðið um Ragnheiði í
Kjós. En þeir sem þekkja hana
vita að hún hefur orðið stór af
verkum sínum og fordæmf
kjarki sínum og atorku.
Tómas Guðmundsson, eigin-
maður Ragnheiðar er hið mesta
ljúfmenni, traustur og áreiðan-
legur maður.
Vinir Ragnheiðar í Kjós minn-
ast hennar a níræðisafmælinu
með þakklæti og virðingu, um
leið og þeir árna henni allrar
blessunar a efstu árum. S. Bj.