Morgunblaðið - 18.10.1967, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐViKUDAGUR 18. OKT. 1967
Miklar umrœður á Alþingi í gœr:
Allir verða að axla byrðarnar
i — Verðlækkunin vnrunlegri og tUiinnnnlegri en ætluð vor
MIKLAR umræður urðu enn í
fær í Neðri deild Alþingis um
stjórnarfrumvarpið u efnahags-
aðgerðir. Til máls tóku þá Ey-
steinn Jónsson, Magnús Kjartans
son, Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta-
málaráðherra, Bjarni Benedikts-
son, forsætisráðherra, Kristján
Thorlacius, Magnús Jónsson, fjár
máiaráðherra, og Eðvarð Sigurðs
son. Var utnræðum ekki lokið og
mun fram haldið að loknum
stuttum fundi í Sameinuðtu Al-
þingi í dag.
Fer hér á eftir frásögn af um-
ræðunum í gær:
Eysteinn Jónsson (F) hélt á-
fram ræðu sinni þar sem frá var
horfið er þingfundi var frestað í
gær. Undirstrikaði Eysteinn enn
á ný mikilvægi þess að breytt
yrði um stefnu í grundvallarat-
ri5um og atvinnuvegunum yrði
komið til aðstoðar. Rakti hann
síðan álit sitt á erfiðleikum at-
vinnuveganna og sagði að ein
höfuðástæða örðugleika atvinnu
fyrirtækja væri hvernig ríkis-
stjórnin hefði rekið lánapólitík
sína.
Magnús Kjartansson (K) sagði
m.a. í ræðu sinni að forsætisráð-
herra hefði nú þverbrotið þau
loforð sem hann hefði gefið, þeg-
ar hið svokallaða júnísamkomu-
lag var gert við verkalýðsfélögin.
Beindi ræðumaður síðan orðum
sínum til Alþýöuflokksins og
sagði m.a. að sífellt yrði meira
bil milli ráðherra flokksins og
launafólksins er honum fylgdi að
rmálum. Mundi það standa við
hlið Alþýðubandalagsmanna við
að koma í veg fyrir að efnahags-
ráðstafanirnar næðu fram að
ganga. Ræddi Magnús einnig um
starf skattarannsóknarnefndar.
Sagði hann að svo virtist að ein-
hverjir aðilar hefðu beitt áhrif-
um sínu.m til þess að haldið
væri hlífiskildi yfir stærri fyrir-
tækjum, eingöngu hefði verið
snúizt gegn smærri fyrirtækjum.
Nú hefði forstöðumaður skatt-
rannsóknardeildarinnar sagt upp
störfum sínum, sennilega vegna
þess að honum hefði ekki geðj-
ast að starfsaðstöðu sinni, og síð-
an hefði verið hljótt um starf-
semi deildar þessarar. Spyrja
mætti hvort ekki hefði verið nær
tækara fyrir ríkisstjórnina að
gera ráðstafanir á þessú sviði og
afla á þann hátt ríkissjóði tekna.
Að lokum vék Magnús að því,
að svo virtist sem framtíð sú er
níkisstjórnin bindi mestar vonir
við, væri bundin við erlent fjár-
magn. Að hagnýta erfiðleikana
til. að breyta tekjiuskiptingunni
og gera erlenda aðila áhrifa-
meiri í íslenzku atvinnulífL
Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptam.-
ráðherra, sagði m.a. í ræðu sinni
að útflutningsverðmætið í fyrra
hefði numið um 6 þús. milljón-
um króna. Það lægi hinsvegar
alveg ljóst fyrir að sú upphæð
yrði a.m.k. 1500 millj. kr. lægri
nú. Væri því a'ugljóst, að grípa
hefði þurft til nauðsynlegra ráð-
stafana svo fljótt sem auðið hefði
verið, og óhjákvæmilegt væri að
þær snerbu alla einstaklinga
þjóðfélagsins: Það yrði að gera
sér grein fyrir því ’hvort þessi
kjaraskerðing yrði óbærileg fyrir
Iaunþega. Við þá athugun lægi
beint fyrir að athuga þær breyt-
ingar á kaupmætti tímakaups
sem orðið hefðu á undanförnum
árum.
Sagði viðskiptam.ráðherra, að
ef miðað væri við vísitölu tíma-
kaups sem 100 stig árið 1960,
kæmi í Ijós að kaupmáttur þess
hefði hækkað í 116 stig árið 1965,
og í 125 stig árið 1966. Og fyrir
1. sept. sl. hefði það numið 128
stigum, eða verið 28% hærra en
árið 1960. Eftir allar fyrirhugað-
ar hækkanir nú, mundi það hins-
vegar lækka niður í 122,5 stig,
og væri því, eftir sem áður,
22,5% hærri en 1960, en aðeins
lægra ef miðað væri við árið
1966.
Því næst ræddi ráðherra um
breytingu hlutdeildar iaunþeg-
anna í þjóðartekjunum og sagði
að þeir hefðiu haft fulla hlut-
deild við skiptingu þeirra. Um
það lægju fyrir ótvíræðar skýrsl
ur. Reyndar væri hægt að reikna
þá aukningu út á fleiri en einn
hátt, en ef reiknað væri með
þeírri aðferð sem sýndi minnsta
hækkun yrði talan 32,2% á tíma-
bilinu 1960—1965, en ef reiknað
væri með þeirri aðferð, sem
mesta útkomu gæfi, væri hún
44,0%. Raunverulegar þjóðartekj
ur hefðu á þessaim árum aukizt
um 32%, eða 5,7% á ári. Um það
mætti vitanlega deila hvort rétt
hefði verið að láta aukninguna
dreifast á þennan hátt, en safna
ekki í þess stað í sjóði.
Viðskiptam.ráðherra sagði, að
við lausn á efnahagsvandamálun-
um nú hefði ríkisstjórnin athug-
að allar hugsanlegar leiðir.
Margt hefði vitanlega komið til
greina og m.a. þá að hækka sölu-
skattinn. Fyrirsjáanlegt hefði
verið að ef sú leið hefði verið
valin mundi hafa komið til al-
mennra verðhækkana, en mikil-
vægt væri að koma í veg fyrir
slíkt, — ekkj sízt fyrir laiunþeg-
ana. önnur leið hefði verið að
lækka útgjaldaliði fjárlaga, en
stærstu liðirnir á gjaldalið þeirra
væru framlög til almannatrygg-
inga og skólabygginga. Hefði
ekki þótt ráðlegt að taka þaðan
fjármagn. Þriðji stærsti liðurinn
væri svo niðurgreiðslur og hefði
verið farin sú leið að minnka
þær niður í sama horf og þær
voru í 1. ágúst 1966.
Að lokum tók viðskiptam.ráð-
herra undir það sem kom fram
í ræðu forsætisráðherra í gær. að
ríkisstjórnin væri reiðubúin að
ræða aðrar leiðir við stjórnarand
stöðiuna og launþegasamtökin.
Sagðj ráðherra að hér væri um
svo mikið og víðtækt vandamál
að ræða að nauðsynlegt væri að
reyna að ná um það samstarfi og
gera það sem þjóðarheildinni
vaéri fyrir beztu.
Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra, sagði, að áberandi væri
í málflutningi Eysteins Jónsson-
ar og Magnúsar Kjartanssonar,
að þeir vildu sem minnst gera úr
lækkun útflutningsteknanna og
virtist þó hinn síðarnefndi frem-
ur viðurkenna að nokkiurn vanda
hefði þar borið að höndum, en
báðir þessir þingmenn héldu því
fram, að verðlækkunin væri ekki
meiri en svo, að verðið væri nú
sambærilegt við það, sem verið
hefði í upphafi viðreisnartíma-
bilsins. Á þessari forsendu segðu
svo þessir tveir þingmenn, að
vandinn hefði verið auðleystur,
ef ríkisstjórnin hefði haldið rétt
á málum. En þessir háttvirtu
þingmenn gleymdiu aðalatriði
málsins, sem er, að þær auknu
tekjur, sem leitt hafa af hækk-
uðu afurðaverði og aukinni
veiði, hafa runnið til þess að
bæta lífskjör alls almennings.
Það er ljóst, þegar á heildina er
litið, að lífskjör almennings hafa
raunverulega batnað um a.m.k.
þriðjmng og nær helming frá árs-
lokum 1959 vegna þess, að stór-
auknar þjóðartekjur hafa runnið
til almennings.
Atvinnurekendur þyrftu vissu-
lega ekki að kvarta, ef allar þess-
ar tekjur hefðu runnið til
þeirra, en því fer fjarri, að svo
sé. Þeir hafa einnig stórbætt sinn
hag á þessu tímabili, en óhnekkj
anlegt er, að launþegar hafa feng
Bjarni Benediktsson
ið hlutfallslega meira af hinum
auknu þjóðartekjum en áður.
Atvinnurekendur hefðu iundan
engu að kvarta, ef þessir þing-
menn vilja fallast á það, sem eng
um kemur til hugar, að almenn-
ingur í þessu landi taki upp sömu
lífskjör og vonu 1959 og 1960.
Það eina, sem nú er farið fram
á er, að menn hverfi um sinn til
þess ástands, sem ríkti um ára-
mótin 1965— 1966 eftir hraðasta
lífskjarabata, sem orðið hefur í
sögu íslenzku þjóðarinnar. Auð-
vitað hefðum við allir viljað
komast hjá því að bera fram
slíkar tillögur, slíkt er hvorki
vinsælt né æskilegt, en þeir sem
bera ábyrgð á hag þjóðarheildar-
innar verða að horfa til framtíð-
arinnar og gæta þess, að þjóðar-
búið lendi ekki í þrotum. Þeim
nægir ekki útsmogin og neyðar-
leg illkvittni til þess að koma
höggi á andstæðinga sína, þeir
þurfa að ráða málum til lykta.
Það enu auðvitað ætíð til smá-
mennL sem reyna að notfæra sér
vandræði þjóðarinnar til þess að
koma höggi á þá, sem trausts
hennar njóta og ábyrgð bera. Það
eru jafnan til nokkrir níðhöggar,
sem reyna að gera lítið úr því,
sem vel er gert og það er vissu-
lega fróðlegt, að einn slíkur
skuli nú hafa bætzt í hópinn hér
í sölum Alþingis.
Báðir fyrrgreindir þingmenn
héldu því fram i ræðum sínum,
að ég tali nú mjög öðrum orðum
'Um efnahagsmálin og þann
vanda, sem okkur er á höndum
en ég hefði gert sl. vor. Af því
tilefni vil ég vitna til ræðu, sem
ég flutti í síðustu stjórnmálaum-
ræðum, sem háðar voru hér á
Alþingi fyrir kosningarnar. Þá
sagði ég m.a.:
„Síðan á miðju sl. ári hefur
hraðfrystur fiskur farið lækkandi
í verðL nú þegar yfir 10% og ótt-
ast framleiðendur, því miður að
því er virðist ekki af ástæðu-
lausu, að lækkun kunni að verða
mun meiri. Á síðasta ári tóku
síldarlýsi og síldarmjöl einnig
stórkostlegum verðsveiflum,
þannig að síldarlýsi lækkaði um
37V2% frá því það var hæst á
árinu, en síldarmjöi um 36% og
er þá rétt að geta þess, að lækk-
unin frá því verði, sem lagt var
til grundvallar um vorið, var
nokkru minni, eða 29% og 15%.
Hvar sem væri mundu þvílíkar
verðlækkanir á aðalútflutnings-
vöru þjóðar vera taldar alvöru-
efni og raunar meÍTa en það.
Hér er um að ræða atvik, sem
engin íslenzk stjórn getur ráðið
við. Markaðsverð erlendis er 'Ut-
an valdsviðs okkar og er þó einn
ig í þessu efni rétt að hugleiða
skammsýni stjórnarandstæðinga.
Þeir létu eins og þessar verð-
lækkanir skiptu ýmist litlu máli
eða mundu vera vel viðráðanleg-
ar, ef armarri efnahagsstefnu
hefði verið hér fylgt. Ekki hafa
þeir þó hér einu sinni haft til-
burði í þá átt að gera grein fyrir
með hvaða undrum það hefði
átt að verða. Samtímis tala þeir
með ítrusbu fyrirlitningu og
stöðugum aðvörunum um þátt-
töku íslands í hinum miklu mark
aðsbandalögum, sem nú starfa
hér í álfu. Rikisstj. þarf engr-
ar áminningar við um að gæta
fyllstm aðgæzlu í þeim efnum,
því að slíka aðgæzlu hefur
stjórnin sannarlega sýnt. Fram-
hjá hinu verður ekki komizt til
lengdar, að ein af orsökunum
fyrir hinu lága verði á síldarlýsi
og því, að háar sölur á ísfiski
nýtast ekki sem skyldi er, að við
erum utan þessara fríðinda af
veru þar. Þessi vandi blasir nú
þegar við og fer fyrirsjáanlega
vaxandi."
Síðan minni ég á, að vöruút-
fliutningur er rúmlega 14 hluti af
þjóðartekjum okkar og nær verð
fallið til rúmlega % hluta af öll-
um okkar útflutningsvörum. Ef
hið gífurlega aflamagn af síld-
veiðunum bætti ekki úr skák,
mundi vandinn vera miklu meiri
en hann þó er. Undir ræðulokin
sagði ég síðan:
„Á meðan vi'ð erum svo háðir
sveiflum vegna afla og verðlags,
sem raiun ber vitni, er ógerlegt
að segja fyrir um það, hverjum
úrræðum þurfi að beita á hverri
stúndu, en frelsið mun lengst af
reynast bezta leiðarstjarnan.
Jafnframt ber að keppa eftir að
draga úr óvissu og sveiflum og
verður það ekki sízt gert með
því að skjóta fLeíri stoðum undir
efnahaginn, hagnýta allar auð-
lindir landsins“.
Þetta er í höfuðatriðum hið
sama og við höfum verið að
segja nú. Munurinn er aðeins sá,
að vandinn hefur reynzt meiri
en við gerðum ráð fyrir í vor,
verðfallið varanlegra og tilfinn-
anlegra. Þá var enn reiknað með
að síldarlýsisverðið væri 50—60
sterlingspund, nú er það komið
í 37 sterlingspund og engan veg-
inn víst að það staðnæmist þar.
Verðlækkun á hraðfrystum fiski
er talin nema meiru en 10%,
framleiðendur telja lækkunina
nær 20%. Til viðbótar kemur
svo hin erfiða síldarvertíð og tjá
ir þá ekki að vitna til mikils
síldarmagns, sem á land hefur
borizt í sumar, það verður vitan-
lega að miða við tækin og kostn-
aðinn. Og m.a. hefur Björn Jóns-
son nýlega skrifað undir bréf til
ríkisstjórnarinnar frá Atvinnu-
málanefnd Norðurlands, þar sem
talað er um aflabrest á sildveið-
um og hygg ég, að þeir sem til
almennings þekkja en eru ekki
tilbúnir málsvarar verkalýðs og
alþýðu þessa lands, líti þetta
sömiu augum og Björn Jónsson.
Magnús Kjartansson hélt því
fram, að ég hefði brugðizt loforð-
um, sem ég hefði gefið verka-
lýðnum í hinu svokallaða júní-
samkomulagi. Það lætur að vísu
einkennilega í eyrum okkar,
sem höfum fylgzt með blaða-
skrifum hans, að hann skuli nú
meta júnísamkomulagið svo mik-
ils. Enginn hefiur hatrammlegar
barizt gegn þeirri samningsgerð
og síðan hefur hann átt í kapp-
hlaupi við Þórarinn Þórarinsson
og Eystein Jónsson um að gera
lítið úr þýðingu þess fyrir laun-
þega og jafnframt hefur það ver-
ið eitt aðalárásarefni hans á
Hannibal Valdimarsson að hann
beri ábyrgð á júnísamkomulag-
inu.
Þessi þingmaður heldur að
vísu enn að stjórnmál séu stráks-
skapur og leikaraskapur. Hann á
eftir að læra betur af setu sinni
á þingi, sem ég vona að vísu að
verði ekki alltof löng, en hann
getur lært mikið á stuttum tíma,
a.m.k. ef hann lendir í góðum
félagsskap. En ég segi þessum
þingmanni í fullri alvöru, að það
eykur ekki tiltrú að bera and-
stæðinga sína svikabrigzlium.
Hvað sem um viðskipti mín við
verkalýðshreyfinguna má segja,
eftir að ég tók við því starfi, sem
ég nú gegni, þá hef ég reynt að
gæta þess vandlega, að það yrði
ekki með réttu á mig borið, að
ég brygðist í einu né neinu þeim
skuldbindingum, sem ég hef þar
gengist undir eða átt þátt í því
að gerðar væru. Og það eru ger-
samlega haldlausar ásakanir,
sem hljóta að vera byggðar á
misskilningi — því að ekki trúi
ég því að þingmaðurinn hefji
þingferil sinn með vísvitandi
ósannindium — að ég bregðist
verkalýðshreyfingunni með því
að leggja til að áhrifum verð-
tryggingar verði frestað um sinn.
Við lestur júnísamkomulags-
ins kemur glögglega fram, að
það er tímabundið og ekki ætl-
unin að skuldbinda ríkisvaldið
eða aðila til fastrar vísitölu-
greiðsl,u, nema þann tíma, sem
þeir samningar gllda, sem þá
var vgrið að greiða fyrir og raun
ar ekki nema því aðeins, að þeir
samningar takist án þess að
gnunnkaupshækkun verði. Slíkur
er fyrirvarinn skv. sjálfu júní-
samkomulaginu og þegar ég lagðj
frv. fyrir Alþingi sagði ég hinn
20. október 1964: Um einstakar
greinar frv. sé ég ekki á þessu
stigi ástæðu til að fjölyrða. Ég
Framhald af bls. 17
Varð á í
messunni
Á RÆÐU sinni um efnahags-
málin á Alþingi í gœr vitn-
aði Kristján Thorlacius til
leiðara Morgunblaðsins s.l.
sunnudag, en þar sitendur
m.a.:
„Þegar fólk vegur og met-
ur aðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar í e'fnahagsmálum þessa dag
ana, er gagnlegt fyrir hvern
og einn að spyrja sjálfan sig
þessarar spurningar: Hvernig
mundi ég bregðast við, ef
tekjur mínar stórlækkuðu
skyndilega á einu ári? Mundi
ég halda áfram sömu eyðslu
og áður? Mundi ég lifa um
efni fram og safna skuld-
um?
Síðan sagði Kristján á þá
leið að Morgunblaðið kæimi-
ist að þeirri niðurstöðu að
auðvitað mundiu allir svara
þessari spurnlngu neitandi.
„Auðvitað mundu allir draga
úr neyzlu sinni“, sagði
Kristján. Er hann háfði mælf
þessi orð varð homum litið
til Eysteins Jónssonar. Kom
eftir það nokkuð hik á ræðu
manninn, en síðan sótti hann
þó í sig veðrið og sagði að
ríkisstjórnin þyrfti vitanlega
einnig að draga úr sinni
neyzlu. Þóttist hann sýni-
lega þannig hafa bjargað sínu
skinni.