Morgunblaðið - 18.10.1967, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKT. 1967
Afmœliskveðja:
Jón og Ásmundur
Púlssynir sextugir
ÞANN 28. sept. síðastl. áttu tví-
burabræðurnir Jón og Ásmund-
ur Pálssynir frá Garði í Fnjóska-
dal sextugsafmæii.
Þeir eru fæddir í Garði 28.
sept. 1907, synir hjónanna Elísa-
betar Árnadóttur og Páls G.
Jónssonar sem þar bjuggu lengi.
Páll faðir þeirra var með bú-
skap sínum lengi póstur þar um
slóðir og var duglegur ferða-
maður.
Elísabet og Páii eignuðust 8
börn, en fjögur komust upp til
fuliorðins ára þau eru: Garðar
lengi bóndi á Hofi í Flateyjar-
dal seinna í Garði og nú búsettur
á Akureyri, Jón og Ásmundur
búsettir á Akureyrí og Ásrún,
einnig á Akureyri.
Jón og Ásmundur ólust upp
hjá foreldrum sínum í Garði og
þegar þeim óx fiskur um hrygg
tóku þeir að mestu við forsjár
bús þar ásamt _ Ásrúnu systur
sir.ni.
Þeir bræður þóttu strax
hneigðar til bókar, en höfðu ekki
kost á menntun fram yfir barna-
t
Maðurinn minn
Böðvar Jónsson
skósmiður, Hciðarbraut 17,
Akranesi.
andaðist á Sjúkrahúsi Akra-
ness 16. þ. m.
Guðrún Jóhannesdóttir.
t
Eiginkona mín,
Kristín Jónsdóttír
frá Torfastöðum í Fljótshlíð,
lézt að heimili okkar, Njáls-
götu 84, Reykjavík, mánu-
daginn 16. októbermánaðar.
Jón Arnason frá Vatnsdal.
t
Útför eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, stjúp-
móður og ömmu
Kristínar Magncu
Halldórsdóttur
Asvallagötu 3,
fer fram frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 19. október kl.
14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Jóhannes Jóhannsson.
lærdóm, nema þess er þeir öfl-
uðu sér með sjáifsmenntun af
lestri góðra bóka.
Ekki er nú búið lengur í Garði,
en jörðin nytjuð af bændum í
dalnum en vonandi koma þeir
tímar að vinnufúsar hendur fari
þar aftur höndum um garða.
Jón og Ásmundur dvöldust í
Garði til 1945, en þá fluttu þeir
ásamt móður sinni og systur til
Akureyrar, en faðir þeirra var
þá látinn. Festu þau kaup í húsi
í Glerárþorpi, sem stóð á falleg-
um stað efst í þorpinu og nefndu
þau húsið Lundgarð og höfðu
i nokkur ár smábúskap með
annarri vinnu er til féll.
Ásmundur staðfesti ráð sitt
er hann gekk að eiga Margréti
Hallgrímsdóttur, austfirzkrar
ættar.
Jón og Ásrún festu kaup í
efri hæð í húsinu nr. 5 við Stór-
holt í Gierárhverfi og eiga þar
nú myndarlegt heimili.
Jón réði sig sem starfsmann
hjá Verzluninni Eyjafjörður og
stundaði þar verzlunarstörf í
nokkur ár, en gerðist þá sinn
eigin húsbóndi og eignaðist
verzlunina Norðurgötu 8 og
verzlaði þar í nokkur ár og árið
1960 keypti hann Verzlunina
Gierá í Glerárhverfi og rekur
hana enn við sí vaxandi vin-
sældúr.
t
Þökkum innilega allar sam
úðarkveðjur, hlýjan hug og
vináttu sem okkur var sýnd
við fráfall og jarðarför eig-
inmanns míns, föður, tengda-
föður og afa
Jónasar Sveinssonar
Mýrargötn 2, Hafnarfirði.
Gnðrún Jónsdóttir,
börn, tengdabörn, barna-
börn og systnr hins látna.
t
Okkar innilegustu þakkir
fyrir auðsýnda samúð við
fráfall og jarðarför eigin-
manns míns, föður, tengda-
föður og afa,
Sveins Kr.
V aldimarssonar
fiskeftirlitsmanns
Háteigsveg 20
Sérstakar þakkir viljum vi'ð
færa stjóm Sölumiðstöð
hraðfrystihúsa fyrir þá vin-
semd er hún hefur sýnt.
Elín Theódórsdóttir,
Halldóra L. Sveinsdóttir,
Oddgeir Þorleifsson,
Elín Oddgeirsdóttir,
Sesselja Oddgeirsdóttir.
t
Útför mó'ður okkar, tengda-
móður og ömmu
Vilborgar Brynhildar
Magnúsdóttur
Baldursgötu 24,
fer fram frá Fossvogskirkju í
dag miðvikudaginn 18. okt.
kl. 1,30. Jarðsett verður í
Keflavíkurkirkjugarði.
Rósa Jafetsdóttir,
Jón Kristjánsson,
Jóhanna Olafsdóttir Croak,
Tómas Croac,
Elsa Olafsdóttir Nielsen,
Róbert Nielsen,
Theódór Rósantsson,
Helga Pétursdóttir,
Pétur Þór Ólafsson,
og barnabörn.
t
Minningarathöfn um son,
bróður okkar og mág,
Lárus Guðmundsson
sem lézt í flugslysi 3. þ.m.
verður í Langholtskirkju
fimmtudaginn 19. okt. kl.
10,30. Athöfninni verður
útvarpað.
Regína Rist,
Guðmundur Jóhannsson,
Gíslunn Jóhannsdóttir,
Óttar Guðmundsson,
Kristín G. Isfeld,
Haukur ísfeld.
Jón er glaðsinna og skemmt-
inn og vel hagmæltur, en fer
nokkuð dult með þá gáfu sína,
en nokkuð hefur sést eftir hann
og þykir snoturt og ekki er ég
grunlaus um að hann eigi fleira
í pokahorninu.
Félagsmálum hefur Jón sinnt
nokkuð svo sem í Þingeyinga-
félaginu á Akureyri og Lestrar-
félag Glerárhverfis á honum til-
veru sína að þakka.
Jón hefur venð stuðnings-
maður Sjálfstæðisflokksins og
oft xrnnið honum vel.
Ég óska þeim bræðrum til
hamingju með þetta merkisaf-
mæli og þakka þeim fyrir góð
kynni á undanförnum árum og
vona að þeir eigi enn eftir að
starfa jafn léttir og kátir sem
þeir eru.
Þ. Hallfreðsson.
— Utan úr heimi
Framhald af bls. 14
og lagði nú land undir fót til
að færa byltinguna út. Hann
hafði ákveðnar hugmyndir
bæði um Asíu og Afriku og
í báðum þeim heimsálfum
hafa skæruliðar borið á sér
bækur með hagnýtum ieið-
beiningum hans.
En þar sem hann var arg-
entínumaður, beindist ábugi
hans sérstaklega að löndun-
um í Suður-Ameríku.
Síðan hann hélt frá Kúbu
fyrir tveimur árum hafa fregn
ir borizt af honum í ýmsum
löndum Asíu og Afríku, þar
sem hver einasti lögreglumað
ur með viti hefði átt að verða
var við ferðir hans. Trúlegra
er, að hann hafi einkum hafzt
við í Suður-Ameríku, þar sem
hann skar sig á en.gan hátt úr
fjöldanum — að minnsta
kosti ekki ef hann rakaði af
sér skeggið.
Ef gert er ráð fyrir því að
hann hafði farið frá Kúbu
með það fyrir augum að færa
út byltinguna og sömuleiðis
er gert ráð fyrir því að hann
hafi verið það skynugur að
starfa í löndum þar sem hann
þekkti sig og fólkið, sem þar
býr, má segja, að afrakstur
þessara tveggja ára hafi ekki
orðið ýkja mikill. Á fundi
Suður-Ameríkuríkja í Hav-
ana á Kúbu í júlí og ágúst
síðastliðnum var eftirtektar-
vert, að margir kommúnista-
flokkar létu hjá líða að senda
íulltrúa — þar á meðal voru
Argentína, Chile, Brasilía,
Mexíkó og Venezúela. í loka-
ræðu Fidels Castros á fundi
þessum réðst hann harkalega
að Venezúelamönnum fyrir
að svikja hugmyndir sínar og
Chés um sósíalismann.
Markmið þeirra fulltrúa,
sem viðstaddir voru virtist og
að nokkru óljóst. Kommún-
istaflokkur Uruguay sem í
raun og veru hreykir sér hátt
hugsjónalega dregur minna
taum vinstrisinnaðra í Uru-
guay en brezki kommúnista-
flokkurinn taum Breta.
Þó að Guevara væri fjar-
staddur var hann kjörinn for-
seti fundarins og skoðanir
hans samþykktar af meiri-
hluta hinna fáu, sem þarna
mættu til leiks.
Þó má telja sennilegt, að
skoðanir hans verði enn um
sinn mikils ráðandi í sumum
löndum. Ef Guevara er dá-
inn hefur hann alténd látið
eftir sig ritaða erfðaskrá, og
allt sem frá hans hendi hef-
ur komið er lesið af ákefð þar
á meðal í Vietnam, þar sem
skoðanir hans hafa mun
meira hagnýtt gildi en Rauða
kverið eftir Mao Tse-tung.
Sé Guevara á lífi mun hann
áfram eiga Kina áhangendur
og dulúðin í kringum hann,
sem ekkert nær að granda,
mun aukast. Ef hann er dá-
inn gæti hann orðið píslar-
vottur og hann lætur eftir sig
a-m.k. eina kennslubók og þar
að auki eina vel heppnaða
byltingu og það er meira en
Karl Marx gat státað af.
Hvernig sem mákxm er
háttað verður hann áfram
þyrnir í augum á kreddu-
bundnum kommúnistum og
Saab til sölu
árgerð 1964 í fyrsta flokks ásigkomulagi til sýnis
og sölu í dag.
Saab umboðið,
SVEIN NBJÖRNSSON & CO.
Skeifan 11, sími 81530.
Snjóþotur
Skíðasleðar
Magasleðar
NÝKOMIÐ
í MIKLU
ÚRVALL
t
Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin-
manns míns og föður okkar,
DAVÍÐS ÞORSTEINSSONAR,
Arnbjargarlæk.
Guðrún Erlendsdóttir og böm.
VERZLUNIN
QEíSÍRE
ekki vafi á að hann mun
kunna því vel, hvort seim hann
er þessa heims eða annars.
Haim er — eða var — einn
þeirra gæfusömu manna, sem
veit að hvað svo sem aðrir
segja, er hann sá sem allt
veit og veit allt bezt.
Og ef hann er ekki framar,
þá verður athyglisvert að
fylgjast með þvi, hvort Fidel
Castro heldur fram stefnu
Guevara í utanríkismálum,
sem þegar hefur reynzt svo
dýrkeypt og lýjandi.
— Minning
Framhald af bls. 11
ið og eru, né hve lengi þau
munu vara. Mér hefur skilizt, að
margir þeir kennarar, sem hófu
störf með honum þar (sumir al-
veg byrjendur) telji sig eiga
honum mikið að þakka.
Eftir að Gísli hætti skóla-
stjórn, kom hann oft í skólann
á starfstíma, og um nokkur ár
gegndi hann prófdómarastörfum
þar. Það var ánægjulegt, að sjá
hann koma inn ganginn og fá
hann með við kaffiborðfð á
kennarastofunni. Hann var allt-
af heimamaður í Langholtsskól-
anum. Við, sem unnum þar með
honum um lengri eða skemmri
tíma, söknum hans. Hann kem-
ur ekki oftar til okkar holdi
klæddur, hýr á svip með gam-
anyrði og spakmæli á vörum. En
andi hans svífur yfir skólastarf
inu, og mun svo lengi verða.
Með þakklátum huga vottum
við konu hans, börnum og öðr-
um nákomnum innilega samúð.
Eiríkur Stefánsson.
AU-ÐVITAÐ
ALLTAF
inm in i m m ii i i
^>nllctt
LEIKFIMI_____
JAZZ-BALLETT
Frá DANSKIN
Búningar
Sokkabuxur
Netbuxur
Dansbelti
Margir litir
•fc Allar statrðir
Frá GAMBA
Æfingaskór
Svartlr, bleikir, hvitlr
Táskór
Ballet-töskur
^Qallettlrúífin
E K 2 l
K'GBBBB
Z l U N I N
mi
I
SÍMI 1-30-76
iinwjrMir iiith iiiiiiiiiiiiiii