Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKT. 1967 Stöðvið leikinn, ef áhorf- endur slást eða láta illa — segir enska knattspyrnusamb. ÓLÆTI á knattspynruvelli er tíður viðburður og hefur á stundum haft alvarlegar afleið- ingar í för með sér. Nú hafa Englendingar hafið herferð gegn ósómanum og knattspyrnusam- bandið skrifað öllum dómurum og sagt: Ef stuðningsmenn ann- Hetjon lézt í bílslysi EINN frægasti knattspyrnumað- ur ítala, Luigi Meroni, lézt af afleiðingum meiðsl® er hann hlaut í bifreiðaslysi á sunnudag. Var hann á heimleið frá kapp- leik með liði sínu, Torino, er slysið varð. Hafði hann átt mik- inn þátt í sigrinum. Meroni var í HM-liði ítala í fyrra. Annað ítalskt lið, Juvent- us, hafði i vor boðið í hann um 50 millj. ísl. kr. en tilboðinu var hafnað. Meroni á að baki fjöl- marga landsleiki fyrir Ítalíu. gegn IR — í kvöld ÞÓ skammt sé liðið á Reykja- víkurmótið í handknattleik má telja leik Fram og ÍR í kvöld afdrifaríkan fyrir bæði liðin. Eftir sigurinn yfir Vík- !ingum hafa ÍR-ingar skipað sér á bekk með sigurstrang- legri Iiðum i mótinu. Hve 1 langt þeir ná, getur enginn spáð, en leikurinn í kvöld felur í sér eitt af svörunum. Þetta er 3. leikkvöld meist- araflokks og leikirnir sem fram fara eru: Fram — ÍR Þróttur — Valur Ármann — Víkingur Valur verður að teljast nær öruggur sigurvegari í sínum leik en það gæti orðið spenna í leik Ármanns og Víkings, þó ætla megi að Víkingur haldi ekki áfram á tapbrautinni. Staðan er nú þannig að Fram hefur 4 stig, ÍR 3, Val- ur og KR 2 stig, Ármann 1 og Víkingur og Þróttur 0 stig. Víkingur og Valur hafa aðeins leikið einn leik. ars liðsins byrja ólæti, þá stöðv- ið leikinn og lofið þeim að róast. Jafnframt hefur sambandið lagzt gegn því að dómarar hafi í hótunum um að hætta leiknum. Segir sambandið í bréfinu til dómaranna, að slíkai hótanir séu ekki líklegar til árangurs heldur æsi fólk enn meir. Sambandið hefur einnig til at- huigunar hvernig bregðast eigi við til aðgerða gegn stuðnings- fólki enska liðsins Millwall í London. í leik liðsins á sunnu- dag gegn Aston Villa réðist Jýð- urinn að dómaranium í leikslok, og var hann borinn meðVitundar laus af velli. Er í ráði — en ekki samþykkt enn — að láta liðið leika alla sína leiki á úti- velli um tíma. Slíkar aðgerðir hafa verið notaðar á Ítalíu og víðar. Áhangendur Millwall hafa nú KR og ísfiið ingar Ieika um bikarinn UM HELGINA fór fram einn leikur í úrslitum í bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins. KR vann UMF Tindastól 68-31. Úrslitaleikur keppninnair fer fram í Reykjavík um næstu helgi og leika KR og ísafjörður um bikarinn. séð lið sitt leika 6 leiki á heima- veili án sigurs og bregður í brún frá fyrri árum er liðið setti „enskt met“ með því að tapa ekki leik á heimavelli 59 sinnum í röð. Dregið hjó KFK DREGIÐ hefur verið í s'kyndi- happdrætti Knattspyrnufélags Keflavíkur. Vinningurinn, við- leguútbúnaður fyrir tvo kom á miða nr. 1567. Vinnings má vitja til Jóns Ólafs Jónssonar, sími 1502 eða 1513. -a, Stúlkurnar geta Iíka barizt af grimmd — og skotið. Mikil spenna og harka leikjum ungu piltanna — en deyfð og reynsluleysi hjá stúlkunum w I SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld fór fram að Hálogalandi fyrsta leikkvöld yngri flokkanna sam- tals 7 leikir. I öllum leikjunum var um mjög jafna og spennandi baráttu að ræða og er það leiðinlegt að ekki skuli fleiri leggja leið sína inn á Ilálogaland og horfa á yngri flokkana keppa en raun ber vitni, því þarna er um engu minni skemmtun að ræða ef ekki meiri en hjá eldri flokkunum. II. fl. kv. Fram—Valur 3—2. Fram-stúlkurnar unnu þennan fyrsta leik kvöldsins verðskuld- að og hefðu átt stærri sigur fyllilega skilið, en þær voru miklu virkari í sókninni og hafa þar unga og efnilega stúlku, Úr Ieik Fram og ÍR. Barizt af hörku á línunni. — Myndir tók Kristinn Ben. Dómaramálin rœdd hjá KSl FULLTRÚARÁÐ K.S.f. kom saman til fundar í Reykjavík laugardaginn 7. okt. sl. Mættir voru fulltrúar ýmissa kjördæma á landinu ásamt stjórn K.S.f. og formönnum nefnda knattspymu- sambandsins. Var þetta 2. fund- ur hins nýskipaða fulltrúaráðs K.S.Í. Á fundinuim var flutt skýrsla stjórnar K.S.f. og getið helztu mála, semn stjórnin heiur fjallað um á árinu og afgreiðslu þeirra. >á voru fluttar skýrslur frá ein- stökum kjördæmum og voru þær og skýrsla stjórnarinnar ræddar. Aðal mál fundarins að þessu sinni voru dómaramálin og höfðu þeir Halldóir V. Sigurðs- son og Hannes Þ. Sigiurðsson framsögu um þau. Miklar umræður urðu um þessi mál og eftirfarandi tillögur samþykktar til stjórnar K.S.Í. 1. Stjórnin hvetji unga menn til dómarastarfa með þvi að halda dómaranámskeið o.fl. 2. Stjórnin stuðli að því, að dómurum verði veitt betri að- staða til æfinga og betri aðbún- aður á íþróttavöllum. 3. Stjórnin geri starfið eftir- sóknaraverðara t.d með því að gefa dómurum kost á að fara utan með ísl. landsliðinu. 4. Að stotfna samtök dómara sem víðast á landinu. 5. að koma á nánaira samstarfi mi'lli dómara og knattspyrnu- félaganna. Að lokum voru ýmis önnur mál rædd á fundinum. Oddnýju að nafni, sem stýrði liðinu og skoraði tvö mörk. Vals-stúlkurnar voru hins veg- ar frekar feimnar við a'ð skjóta en margar virtust vera að leika sinn fyrsta leik, sem einhverja þýðingu hafði. II. fl. kv. KR—Armann 4—3. Ármanns-stúlkurnar fóru vel af stað í þessum leik; ákveðnar í vörn og sókn og komust í 3—1, en þánnig var staðan í hálfleik. í síðari hálfleik snerist taflið við, KR-stúlkurnar komu mun ákveðnari til leiks og tókst þeim að skora 3 mörk á móti engu og unnu ieikinn 4—3. Hjá Armanni bar mest á Sig- ríði Rafnsdóttur, en hún skor- aði 2 mörk og hjá KR voru Guðrún og Rósa beztar. I. fl. kv. KR—Valur 4—7. Segja má að Valur hafi unnið þennan leik nokkuð létt á móti KR. Með Val lék nú í 1. fl. hin snjalla handknattleikskona Sig- ríður Sigurðardóttir og réðu KR- stúlkurnar ekkert við hana og skaut hún þær bókstaflega í kaf, hún skoraði 5 mörk, enda snerist allt spilið hjá Val í kringum hana. KR-stúlkurnar, sem þekktar eru fyrir sitt keppnisskap, létu það ekki á sig fá þótt við ofur- efli væri að etja og tókst þeim að skora 4 mörk. Markahæst hjá KR var Sigrún með 2 stórfalleg mörk. I. fl. kv. Fram—Armann 3—2. Þarna var um jafnan leik að ræða og gat farið á hvorn veg- inn sem var. Fram-stúlkurnar voru öllu ákvéðnari í leik sínum og var staðan 1—0 fyrir þær í hálfleik en í seinni hálfleik skoruðu bæði liðin 2 mörk. III. fl. ka. KR—Víkingur 6—5. Var nú komið að drengjaflokk- unum og voru það hörkuspenn- andi og tvísýnir leikir og mátti varla á milli sjá hvert liðið sigr- aði í hverjum leik fyrir sig. KR vann Víking í hörkuleik og skemmtilegum. KR tók for- ystu strax í upphafi og hélt henni til loka, þó að Vík. tækist að jafna einu sinni. Leikmenn beggja liða virðast vera í mjög góðri æfingu og var leikið af hraða og hörku og vadð að vísa einum úr hvoru liði út af „til kælingar". KR-ingar voru betri aðilinn í leiknum, þó erfitt sé að dæma um það. Stór galli er það á Víkings- liðinu, hvað þeir gáfu á línuna í tíma og ótíma og misstu þann- ig mörg tækifæri og má vera að það hafi kostað þá sigurinn að þessu sinni. III. fl. ka. Ármann—Valur 9—8. Þetta var hörkuspennandi og skemmtilegur leikur eins og sá á undan. Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.