Morgunblaðið - 24.10.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.10.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKT. 1967 13 Um skólaheimilið Bjarg DAGBLÖÐIN Þjóðviljinn og Tíminn birtu sl. föstudag grein- ar um skólaheimilið Bjarg, sem Hjálpræðisherinn rekur fyrir ungar stúlkur. Megrnbluti grein- anna er hafður eftir 16 ára gam- alli færeyskri stúlku, sem hvarf frá heimilinu sl. miðvilkudag. í greinum þessum koma fram mjög alvarlegar ásakanir á "hendur þeim, sem ráða málum Bjargs. Önnur blöð hafa getið máls þessa að nokkru. Sakir þær, sem bornar hafa verið á þá, sem að skólaheimil- inu standa, eru byggðar á röng- um og mjög villandi staðhæfing- um. Hjálpræðisherinn taldi hér vera um harla alvarleg atriði að ræða, og einnig þóttu líkur benda til þess, að utanaðkomandi fólk hefði átt hlut að hvarfi hinnar færeysku stúlku, og verð- ur slíku ekki unað. Þess vegna rituðu forráðamenn skólaheim- ilisins sýslumanni Gullbringu- og Kjósarsýslu sama dag og fyrstu greinarnar birtust um málið. Stendur nú yfir rannsókn þess. Við, sem að skólaheimilinu stöndum, teljum dagblöðin ekki heppilegan vettvang til að ræða hin viðkvæmu mái' nemenda Bjargs, en nú hafa aðrir aðilar hafið^blaðaskrif með þeim hætti að við teljum sanngjarnt vegna starfsfólks, nemenda þess fyrr og nú og ættingja þeirra, að al- menningur fái að vita hið rétta í þessu máli. Hjálpræðisherinn telur, að fram hafi verið bornar sakir, sem ekki fái staðizt en gætu orðið til að spilla starfi, sem ekki má lama. Þar sem blaða skrif 'hafa orðið um málið þrjá daga samfleytt, vil ég mega biðja Morgunblaðið fyrir nokkur orð, sem lýsa sjónarmiðum okkar. Fyrstu eru það fullyrðingarnar um starfsemina á Bjargi. í sam- bandi við þær, vildi ég að eftir- farandi mætti koma fram nú: 1. Læknisþjónustu njóta nem- endur eftir því sem þörf hefur verið talin á. Læknisskoðun fer fram, áður en nemendur koma á heimilið, og síðan árlega. Auk þess er leitað til lækna, þar á meðal sérfræðinga; þegar nokk- ur ástæða virðist vera til þess. 2. Við heimilið" starfa þrjár norskar starfskonur með langa reynslu í þjóðfélagslegu starfi. Ein þeirra er hjúkrunarkona og önnur hefur hlotið sérstaka menntun til félagslegra starfa. í stjórn heimilisins eru tvær ís- lenzkar konur. Kennarar eru Is- lendingar. 3. Allir nemendur koma á heimilið eftir beiðni viðkom- andi barnaverndarnefndar. 4. Nemendum hefur ekki verið refsað með barsmið eða ein- angrun á Bjargi. Alvarleg aga- vandamál hafa komið upp á Bjargi eins og víðar. Þegar stúlk- ur hafa horfið af heimilinu, hafa þær verið sóttar og þeim komið fyrir á upptökuheimili ríkisins í Kópavogi. Þá hefur komið fyrir, að stúlkur hafa verið sendar þangað vegna líkamlegra árása á starfskonur heimilisins eða vegna þess að stúlka hefur verið algjörlega óviðráðanleg. Þegar atvik eins og þessi hafa gerzt, er með öllu ógerlegt að halda uppi starfsemi eins og fram fer á Bjargi, nema gripið sé til sér- stakra ráðstafana, eins og þeir munu skilja, sem mannþekkingu og reynslu hafa af umgengni við erfiða unglinga. Marjun Gray frá Færeyjum kom á Bjarg að ósk f-oreldra sinna og eftir umsókn barna- verndarnefndarinnar i Þórshöfn. Hún kom á heimilið 6. febrúar 1966, þá 14 ára gömul, með nýtt læknisvottorð frá Færeyju>m, var það þess vegna ekki talið rétt, er hún sagðist vera barnshafandi. Farið var með hana til iæknis 7. júlí og barn henpar fæddist 6. október 1966. Barnið er i Fær- eyjum eftir ákvörðun barna- verndarnefndar Þórshafnar. Þangað fór barnið með sam- þykki Marjunar og það var sent þangað af ættingjum hennar hér á landi. Félagsleg hjálparstörf hafá- löngum átt erfitt uppdráttar á íslandi. Störf fólks, sem þessum málum sinna, mæta tíðum sinnu- ieysi og jafnvel ofsakenndum mótbárum, eins og ofangreind skrif í Þjóðviljanum og Tíman- um vitna um. Um margra ára skeið var oft og mikið um það rætt meðal fóiks, sem vann að félagsmálum, og áhugamanna að brýn nausðyn væri að koma upp stúlknaheim- ili hér á landi. Þegar engar úr- lausnir fundust fyrir stúlkur, sem hjálpa þurfti, var það oft afsakað með því, að ekkert skóla heimili væri til. í maí 1965 opnaði Hjálpræðis- herinn á íslandi Skólaheimilið Bjarg eftir umfangsmikið undir- búningsstarf. Ljóst var, að hér var ráðizt í verkefni, sem mjög yrði erfitt. Erfiðum stúlkum á gelgjuskeiði er ekki auðvelt að hjálpa, eins og allir vita, sem starfað hafa að málum þeirra. Ég vil benda á, að a.m.k. þrjú stúlknaheimili hafa verið starf- rækt hér á landi, áður en Bjarg tók til starfa, raunar ekki í eins náinni samvinnu við barna- verndaryfirvöid. Öll þessi heim- ili varð að leggja niður, þótt undir'búningur þeirra og starf- ræksla hafi án efa kostað mikla vinnu og baráttu. Er þetta glöggt dæmi um, hve erfitt starfsemi þessi á uppdráttar hér á landi. Ég vil lí-ka minna á, að hinar merku kónur Ólafía Jóhannes- dóttir og Ingibjörg Ólafsson fóru þáðar úr landi. Þær vildu vinna að hjálparstarfi en fundu ekki starfsgrundvöll nema er- lendis. í skrifum um stúlknaheimilið Bjarg hefur bæði nú og fyrr ver- ið vikið að því, að varasamt sé að þiggja starf af Hjálpræðis- hernum eins og gert er í sam- bandi við Bjarg. Sagt er, að við, sem á vegum Hjálpræðishersins vinnum, séum ómenntað fólk, sem látum trúarofstæki ráða starfsaðferðum okkar. Hjálpræð- herinn er alheimshreyfing, sem víða hefur þurft að berjast til að fá aðstöðu til starfa'. f fjölda landa nýfcur hann nú og hefur lengi notið Skilnings og viður- kenningar fyrir að tengja saman fálagsleg hjálparstörf og boðun fagnaðarerindisins. Við, sem að Bjargi stöndum, vissum fyrir, að þar yrði við erfiðleika að etja, en okkur þykir of langt gengið með því að bera fram ásakanir eins og þær, sem komið hafa fram að undanförnu. Við teljuih þær byggjast á röngum forsendum og vera ómaklegar. Við vitum ekki, hvort unnt reyn- ist að halda áfram starfseminni á Bjargi. Við óskum að það reyn- is>t kleift, enda væri það stórt spor aftur á bak, éf svo yrði aft- ur komið hér á landi, að ekkert skólaheimili væri til fyrir ung- ar stúlkur. Við biðjum velviljað fólk að standa vörð, hvern eftir sínum aðstæðum, um Bjarg, og þökk’um þeim, sem þegar hafa sýnt hlýhug í garð starfsins þar. 22. október 1967, Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Vegoa þren»;sla Teiknari Stúlka óskast til starfa sem teiknarí á verkfræði- skrifst.ofu. Vélritunarkunnátta æskileg. Tilboð merkt: „242“ sendist á skrifstofu blaðsins. LITAVER Vinyl — Plast — Linoleum GÓLFDÚKUR Verð frá kr. 100 per. ferm. LITAVER Grensásvegi 22—24. Símar 30280 og 32262. seijum við enskar skólatöskur og pennaveski með lækkuðu verði. Bókaverzlunin HLÍÐAR, Miklubraut 68. Atvinna óskast Reglusaman miðaldra mann vantar atvinnu. Van- ur skrifstofu- og verzlunarstörfum. Upplýsingar veittar í síma 17880 milli kl. 7 og 8 í kvöld og næstu kvöld. ELECTRIC GENERAL Ferða- útvarpstæki 8 transistora I fallegri giafapakkningu. Falleg taska og heyrnartæki fylgja með. Tilvalin tækifærisgjöf. VERÐ AÐEIIMS KR. 785.- Útsölustaðir: Radiover S/F., Skólavörðustíg 8. Rafiðjan H/F., Vesturgötu 11. Dráttarvélar H/F., Hafnarstræti 23. Vélar og Viðtæki, Laugavegi 92. Rafhabúðin v/Óðinstorg. Rafbúð, Domus Mediea. Kaupfél. Hafnfirðinga. Verzl. Vald Long, Hafnarfirði. Radíóviðgerðarstofa Stefáns Ha'igrímssonar, Akureyri. Grímur og Árni, Húsavík. Júlíus Gestsson, Grundarfirði Valfeli, Akranesi. Jóhann Jóhannesson, Siglufirði. Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli. og hjá umboðinu Electric hf. Túngötu 6. GENERAL ® ELECTRIC Skartið yðar fegursta LANCÖME fegrunarvörurnar gera fagrar konur fegurri. Fást eingöngu hjá: SÁPUHÚSIÐ, Vesturgötu 4. ÓCÚLUS, Austurstræti 7. TÍZKUSKÓLA ANDREU, Miðstræti 7. HAFNARFJARÐAR APÓTEKI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.