Morgunblaðið - 24.10.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKT. 1967 tJtgefandi: Hf. Árvakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Simj 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. TENGSL KA UPGJALDS OG VERÐLAGS ¥ umræðum þeim, sem skap- azt hafa um efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar, hef ur nokkuð verið rætt um það ákvæði í tillögum ríkisstjórn- arinnar að sú vísitöluhækk- un, sem verður vegna verð- lagshækkana, skuli ekki koma fram í hækkuðu kaup- gjaldi. Og í ályktun skyndi- ráðstefnu Alþýðusambands íslands er lýst yfir því, að verkalýðshreyfingin standi óhagganlega gegn því, að tengslin milli kaupgjalds og verðlags verði rofin. Vísitölubinding launa var tekin upp á ný með Júní-sam komulaginu 1964, og hefur haldizt síðan. Með tillögum ríkisstjórnarinnar er ekki stefnt að því að rjúfa þessi tengsl, nema að því leyti, að þau skulu ekki virka að þessu sinni. Það hefur áður gerzt, þeg- ar efnahagserfiðleikar hafa steðjað að, að þessi tengsl hafa verið rofin í einstökum tilfellum. Það gerðist t. d. á fyrstu mánuðum vinstri stjórnarinnar, og var forseti Alþýðusambands íslands þá félagsmálaráðherra í þeirri ríkisstjórn. Að því er ekki stefnt nú að rjúfa þessi tengsl, sem upp voru tekin með júní- samkomulaginu 1964, aðeins lagt til að þau virki ekki í þetta eina sinn. En eins og margsinnis hefur verið bent a er kjaraskerðing óhjá- kvæmileg nú, vegna hinna alvarlegu efnahagserfiðleika, sem steðja að þjóðinni. Jafnframt er nauðsynlegt að leggja áherzlu á það, að ' allt tal um að júní-samkomu- lagið hafi verið svikið vegna þessara ákvæða um vísitöl- una í efnahagsfrumvarpi rík- isstjórnarinnar fær ekki stað- izt, þegar vegna þess að júní- samkomulagið var gert til að- eins eins árs, og eins og lýst var yfir af hálfu ríkisstjórn- arinnar, þegar júní-samkomu lagið var gert, höfðu allir að- ilar óbundnar hendur eftir þann tíma. Á hinn bóginn hefur vísitölubinding launa staðið síðan, og er ekki ætlun in að afnema hana, þótt lagt sé til að hún virki ekki í þessu einangraða tilfelli. FRAMSÖKNAR- MENN HRÆDDIR f'reinilegt er á forustugrein Framsóknarblaðsins s. 1. laugardag, að Framsóknar- menn eru nú orðnir hræddir um, að í þeim samningavið- ræðum, sem framundan eru um efnahagsvandamálin, muni hlutur þeirra verða lít- ill, og er í forústugrein þess- ari lögð áherzla á að ríkis- stjórnin hafi lýst sig fúsa til þess að ræða málin innan þings og utan. Það er alveg rétt, að ríkis- stjórnin lýsti sig reiðubúna til slíkra viðræðna, en jafn- framt gerði forsætisráðherra skilmerkilega grein fyrir því, að forsenda þess að slíkar við ræður gætu komið að ein- hverju gagni væri sú, að all- ir aðilar hefðu sameiginlegan skilning á eðli vandamálsins. Ljóst er hinsvegar, að Framsóknarmenn eru ekki enn komnir á það stig, að þeir hafi uppfyllt þetta skilyrði, þótt hugsanlegt sé að að því komi. Enn talar Framsóknarblað- ið um að efnahagserfiðleik- arnir séu afleiðing „rangrar stjórnarstefnu“, og að ekki megi „koma til beinnar kjara skerðingar“. Meðan enn er talað í þessum tón er lítil von til þess að viðræður við Fram sóknarmenn beri jákvæðan árangur, en e. t. v. eiga Fram sóknarmenn eftir að sjá enn betur að sér og viðurkenna, það sem raunar öllum al- menningi er ljóst, að hið stór- kostlega verðfall á mörkuð- um okkar og aflabresturinn er meginorsök þess vanda, sem nú er við að etja. NÝTING NÁTT- ÚRUAUÐLINDA í ræðu þeirri, sem Bjarni *■ Benediktsson, forsætis- ráðherra flutti við setningu 19. þings Sambands ungra Sjálfstæðismanna s.l. föstu- dagskvöld, sagði hann m.a.: „Það er þeim mun eðli- legra að við stefnum að fjöl- þættara atvinnulífi, þar sem við eigum ónotaðar náttúru- auðlindir, sem ekki gufa upp, heldur halda áfram að vera til, þ.e vatnið og hveraork- an. Við eigum að ein- beita okkur að því að nýta þessar auðlindir og renna með því fleiri stoðum undir okkar efnahag. Það tekur að vísu langan tíma að veruleg breyting verði á þessu, e.t.v. tvær kynslóðir, en þetta vinnst því aðeins, að menn snúi sér að því og geri sér grein fyrir, hvað þarf til þess að koma breytingunum á. Sú litla byrjun, sem þegar er Terry Reeves ræðir við tvo innfædda í Hombolo. Finnur sitt annað heimili á holdsveikrabúgarði TERRY Reeves er grannur, Ijóshærður, ungur Breti £ré Weymouth í Dorset, sem á- fevað fyrir nokkrum ár-um að hann langaði til að sjá sig urn í heimdnum áður en hann fengi sér fastan sama- stáð. Hann lét skrá sig til sjálfboðavinnu erlendis (Voluntary Service Over- seas), og var sendur til holdsveikrabújarðar í Mið- Tanzaniu — og etftir ásrdvöl 1 þar er hann óákveðnari en nokkru sinni. Á bænum vinnur hann „25 tíma á dag“, eins og hann sjál'fur segir — opin- berlega frá 7,30 á morgnana til 7 á kvöldin, en í raun og veru er hann alltaf til- bújinn. Líf hans er erfitt. Hinar venjulegu ánaegju- stundir 21 árs gamals manns vantar, þar sem hættur frá eitruðum gnákum, hýenum og ljónum, og það er lírtið um félagsskap æskumanna. Þrátt fyrir það hefur hann hænzt að staðnum og segir að hann gjarnan viliji dvelj asit þar. Þessi „Afríku veiki“ sem fangaði hann kom hægt. Daginn sem hann ferðaðist I hinar 350 mílur frá Dar-es- I Salaam, í nóvember 1965, var hitinn 90 gráður á Fahr enheit. Landslagið sem hann fór um var ekki heillandi, enda var komið að lokum þurrkatímans- Ekkert lauf eða gras sást, ekkert grænt að sjá í hinu hrjóstruga landslagi. Fólk og kvikfénað ur var magurt, hrunnar þurrir. Jafnvel saga héraðs- ins var hryggileg, því leiðin fylgdi nákvæmlega hinnd gömlu leið þræla fré Dar-es- Salaam til Victoria stöðu- vatnsins, ög útsýnið frá lest argluggunum sýndu jarð- veg, sem var borinn I blóði og beinum þúsunda lifand'i vera, sem höfðu dáið á leið inni. í eitt skiptið þegar hin hæiggenga lesit nam staðar voru flestir þeir, sem hóp- uðuist að henni hinir fátæku og hjásettu í þjóðfélaginu: holdsveikir, sem skriðu eft- ir brautarpallinum, fól'k selj andi allt það, sem það gat lagt hendur á, harðsoðin egg, rauða banana, sykur- reyr og tréútsk-urð. Ákefðin sýndi að með þessu eina móti feomst fólkið hjá því að svelta heilu hungri. Ekki mjög uppörvandi byrjun fyrir líflegan ungan mann, og sérstaklega þar sem hann langaði efeki til Afríku. „Þegar ég sótti um vinnu hjá VSO“, segir hann, „bað ég um að verða sendur hvert sem var nema til Afríku. Mig langaði til Suð ur-Kyrrahafsins, Jamaica / eða Indlands"- Og þrátt fyrir það hefur hann lært að elska þessar flötu, rykugu sléttur við holdsveikramiðstöðina í Ham bolo og umsjónarmann henn ar, dr. Guy Timmiis, sem er brezkur læknatrúboði og konu hans. Sjúklingarnir eru líkai orðnir vinir Terrys. Þeirt vinna á bænum, þegar þeiri eru nægilega læknaðir til að geta unnið líkamlegai vinnu, og Terry lítur eftiri miklum hluta þessarar vinnu. En vinátta varð að klífa nokkrar hindranir áð- ur en hún varð innileg, seg-i ir hann. „Dag einn var égi óþolinmóður og talaði harka lega við einn sjúkliinginn. Fljólega byrjuðu þeir allir að slæpast og unnu varla nokkuð. Þessu hélt áframi þar til ég bað manninn afsöfc unar, og þá þutu þeir til vinnu að nýju og hafa eng- in vandrgeði verið okkar í milli síðan". Eiturnöðrur hafa orsakað nokkur ævintýri. „Dag einn stökk ég næstum ofan af dráttarvélinni og lenti næst um á sjö feta langri svartri maíbbasilöngu“, segir hann. „í a-nnað sinn mætti ég allt í einu útblásinni nöðru eins þykkri og mannshandliegg. Þær eru banvænar, — þær geta spýtt eitri í allit að tíu fet. Ég hljóp og náði í byssu mína og skaut af hienni haus inn“. Hann sér tvo eða þrjá snáka á vifeu suma árstíma. Villt dýr eru stöðugt vanda miál. „Eina nótt komst þef- köttur inn í kjúklingabúr- ið- át tvo kjúklinga og drap 46 aðra. Það olli mér mifel- um harmi. Dálítið hart að vakna klukkan sjö að morgni og koma út og sjá sl'lkt", s-egir hann. Hann hefur séð hýenur og Ijón, og einstöku sinnum fara fílar fram hjá á leið sinni til nálægis vatnsbóls. Hýenurnar ásækja bæinn, og grafa upp grafir, svo það verður að búa þær sérstak- lega út til varnar. Hann hefur aðeins fengið eitt mýrarkölukast, þegár hann trassaði að taka pAllur Framhald á bls. 19. bafin, gerir okkur nú mögu- legt að standast þá örðug- íeika, sem hrjá okkar ein- hæfu atvinnuvegi miklu hetur en ella hefði orðið. Með stóriðjunni hefst nýr kafli í þjóðarsögu okkar, sambærilegur við aldamótin með upphafi togaraútgerðar bér á landi og innlendri bankastarfsemi. Nú er um samskonar byrjun að ræða, sem vegna dægurmálanna, hins daglega nags og jags, hefur fallið of mikið í skugg- ann. Með henni var ráðist x það, sem úrslitum getur ráð- íð í velfarnaði þjóðarinnar, að nokkru í bráð, en miklu meir þegar til lengdar læt- ur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.