Morgunblaðið - 24.10.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUN'BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKT. 1967 Leikfélag Reykjavíkur; ndíónalei ur Péturs Einarsson (Carlos), Brynjólfur Jóhannesson (Rockefeller), Sigriður Hagalin (frú Rocke- felier), Valgerður Dan (Pamela) og Guðmundur Pálsson (Butler). Valgerður Dan (Pamela) og Guðmundur Erlendsson (Frán- auga). lokin og stundum hjá Guðmundi Pálssyni. Er 'hér enn eitt dæmi þess hve erfitt traustum og lang- reyndum íslenzkum leikurum reynist oft og einatt að beita þeiiri firringar-tækni sem fjar- stæðuleikrit nútímans útheimta. Hitt er svo annað mál, að nat- úraiísk túlkun, eins og sú ,sem boðið var upp á í Iðnó, gerir leik- inn hlýlegri og manneskjulegri, ef menn geta látið sér yfirsjást þversagnirnar og tímaskekkjurn- ar sem í honum felast. Heildar- svipur sýningarinnar á laugar- dagskvöldið var góður, en Bryn- jólfur Jóhannesson átti greini- lega erfitt með að muna text- ann, og dró það nokkuð úr hraða leiksins, þannig að hér og þar mynduðust lægðir. Vonandi stendur það til bóta. Túlkun Brynjólfs á gamla land- nemanum, John-Emery Rocke- feller, var annars skopleg og ísmeygilega gráglettin, mann- gerðin dálítið í ætt við Jón H'reggviðsson en stóð samt fýlli- lega fyrir sínu, útiínur hennar klárar. Líkamsburðir Brynjólfs eru reyndar ekki í fullu sam- ræmi við myndina sem dregin er upp af kempunni Rockefeller, en hann lék á aðra strengi og náði fram furðúblæbrigðaríkri per- sónu innan hins þrönga natúral- íska ramma. CaroJine konu hans lék Sig- ríður Hagalín af stakri nærfærni og náði sérlega skemmt.il'egum tökum á spákúluatriðunum. Túlkun hennar öll var iheil- steypt og jarðbundin. Pamelu dóttur þeirra hjóna, 17 ára óhemju, lék Valgerð-ur Dan af miklum tilþrifum og skapihita, en ég saknaði kald- hæðna strengsins hjá henni eins og flestum hinna. Tom bróður hennar lék Borg- ar Garðarsson og brá upp hnytti- legri mynd af landeyðunni. Hann komst einna næst því að rjúfa ramma hinnar natúralísku túlkunar. William Butler, drykkfelldan lækn.i, lék Guðmundur Pálsson og átti marga mjög góða spretti, lét hvað eftir annað skína í málminn sem leikurinn er gerð- ur af. Miriam, beinskyttuna úr hóru- húsinu, lék Guðrún Ásmunds- dóttir, og var margt ,vel um túlk- un 'hennar, einkanlega í atrið- unum þar sem Miriam er undir álhrifum eitursins, en hinn langi kafli í 'bundnu máli, sem lýsir skelfingunni í Pancho City, reyndist henni ofviða. Ef nokk- urs staðar var þörf á gagnsæju skopi, þá var það í þessu atriði; í staðinn var það dramatíserað og missti algerlega marks. Carlos, löggæzlumanninn hug- prúða, tvífara Gary Coopers sem hefur fengið leyfi frá að leika í kvikmynd eftir John Ford, lék Pétur Einarson hóf- samlega, en helzti hátíðiega fyr- ir minn smekk. Snarauga og Fránauga, góður og vondur indíáni, voru leiknir af Guðmundi Erlendssyni, sem gerði þeim skemmtileg skil og var í rauninni eini leikandinn sem ekki var hægt að taika al- varlega — eins og vera bar! Innan þess ramma, sem leik- stjórinn kaus að setja leiknum, var hann vandvirknislega unn- inn, staðsetningar eðiilegar og heildarblær sterkur. En fjar- stæðurnar í leiknum voru bara alltaf að trufla þessa túlkun hans. Umgerðina um grínið, bjálka- kofa Rockefeller-fjölskyldunnar, gerði Steinþór Sigurðsson af al- kunnri hugkvæmni; leikmyndin var hreinasta afbragð ekki síður en ýmis tæknibrögð sem beitt var á sviði.nu með merkilega góðum árangri. Helzt mátti finna að sumum hljóðeftirlíking- unum. Þýðin.g Sveins Einarssonar virtist mér lipur nema sum- ir Ijóðatextarnir voru dálítið stirðlegir og safalitlir. Sýningunni var vel tekið af áhorfendum, og voru leikendur, leikstjóri og leikmyndarsmiður hylltir i leikslok. Er sérstök ástæða til að óska Leikfélagi Reykjavíkur til hamingju með að hafa try.ggt sér starfskrafta Jóns Sigurbjörnssonar, þess frjóa og fjölhæfa listamanns. Sigurður A. Magnússon. Rækjubótor í Bíldudol ú veiður RÆKJUBÁTARNIR fimm, sem gerðir eru út frá Bildudal, eru ‘nú allir farnir út á veiðar, en ekki er ljóst ennþá hvort það verður til frambúðar. Sem kunnugt er, vi'ldu skip- stj,órnarmenn smábáta á Vest- 'fjörðum ekbi sætta sig við verð það, sem Verðlagsráð sjávarút- ivegsins ábvað, og ætluðu ekki að hefja veiðar fyrr en leiðrétting hefði fengizt á málum þeirra. En þar sem lítil atvinna er nú á OBíldudal, hefur það orðið úr að rækjubátar fara nú út á veiðar, en gtrt er ráð fyrir að línurnar í máli þessu skýrist eftir helg- ina. Höfundur: René de Obaldia Þýðandi: Sveinn Einarsson Leikstjéri: Jón Sigurbjörnsson Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Sýningin í Iðnó undir leik- s.tjórn Jóns Sigurbjörnssonar tókst á margan hátt mjög sóma- samlega og vakti allrr.ikla kátínu, en það var eins og frumsýning- argestir áttuðu sig ekki fyllilega á, hvað væri á seyði. Það hygg ég hafi einkum stafað a'f því, að leikendur tóku flestir hlut- verk sín helzti alvarlega, eða með öðrum orðum lifðu sig um of inn í þau, þannig að maður hafði lengst af á tilfinningunni, að þeir væru að reyna að. draga upp natúralíska myr.d úr veru- leikanum. Fyrir bragðið fór ým- Rockefeller-hjónin: Sigríður Hagalín og Brynjólfur Jóhannes- son. Indíánarnir tala um Tartuffe, Lyga-Mörð og annað ámóta. „Indíánaleikur“ er sem sé á mörkum fjarstæðunnar, en þó heldur nær því fjarstæða en því „raunsæja". Grínið er laus- beizlað, en bak við gáskann greinist broddur satíru og ádeilu, sem lyftir verkinu yfir venjulegan farsa. isl.egt af gríninu forgörðum og broddur satírunnar slævðist. Ég saknaði þess tvísæis í túlkuninni, sem í senn væri trútt fyrir- myndinni eins og við þekkjum hana úr kvikmyndunum og skopaðist að henni úr fjarlægð. Þessum leikstíl brá helzt fyrir hjá Guðmundi Erlendssyni, Borgari Garðarssyni undir LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum- sýndi á laugardagskvöldið „Indíánaleik" eftir franska höf- undinn Réné de Obaldia í þýð- ingu Sveins Einarssonar. Obald- ia er einn af „yngri“ leikskáld- um Frakka, tæplega fimmtugur að aldri, og hefur getið sér frægð víða um lönd fyrir „Indíána- leik“, enda er verkið prýðilega sviðshæft, viðlburðaríkt, fjörugt og gamansamt. „Indíánaleikur“ er í rauninni hnyttin satíra um ameríska land- nemarómantík eins og hún birt- ist í vesturheimskum kvikmynd- um, og gerir höfundurinn góð- látlegt grín að flestum þáttum þeirrar furðulegu kviikmynda- hefðar sem þróazt hefur á þess- um vettvangi og einkum miðar að því að má burt einn mesta smánarblett í sögu mannkynsins, útrýming hvíta mannsins á frumbyggjum Norður-Ameríku. Segja má að íhöfundi takist að koma á framfæri í leik sínum nálega öllum þeim hjákátlegu „klisjum" sem við höfum átt að venjast í kvikmyndum frá „villta vestrinu". Við hittum fyrir landnemann gamla sem gxobbar af gömium dáðum, lifir siða- vöndu lífi heima fyrir, á dygga og vinnusama eiginkonu og tvö erfið börn sem hann reynir að ala upp í guðsótta og góðum sið- úm. En Obaldia leyfir okkar að gægjast undir yfirborð skin- helginnar á sinn kankvísa hátt, og þá kemur ýmislegt óvænt úr kafinu. Hann sýnir okkur sem sé rómantíkina í spéspegli, þann- ig að hræsnin og hið rangsnúna siðgæðismat amerískra land- nemakvikmynda blasir við í allri sinni óhrjálegu andlegu fá- tækt: byssudellan, sériffadellan, bófaflokkadellan, hóruhúsadell- an, indíánadellan (þar sem „góðu indíánarnir“ eru þeir sem svíkja ættmenn sína, en „vondu indíánarnir" þeir sem berjast gegn yfirgangi hvíta mannsins), og þannig mætti lengi telja. Til bragðbætis er svo sett í graut- inn dálítið krydd úr James Bond og hetjudýrkun leikara- heimsins. Leikurinn gerist í byrj- un 19. aldar í Ameríku, en per- sónurnar tala um John Waihe og Gary Cooper, Örlygsstaða- bardaga, sumarfrí o. s. frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.