Morgunblaðið - 24.10.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.1967, Blaðsíða 4
■* 4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKT. 1967 IMAGNÚSAR skipholti21 sjmar 21190 eftir lokuri simi 40381' ‘ ~ Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAM - VAKUR - Sundatugaveg 12 - Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUÐARARSTÍG 31 SÍMI 22022 Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. HILMAR FOSS lögg. skjalaþ og dómt. Hafnarstræti 11. - Sími 14824. Jóhann Ragnarsson, hdl. málflutningsskrifstofa Vonarstræti 4. Sími 19085 Knútur Bruun hdl. Lögmannsskrifstofa Grettisgötu 8 II. h. Sími 24940. ★ „Að meta til verðs“ Góðvinur Velvakanda fyrir norðan, sem kallar sig nafni „Pela“, skrifar undir of- angreindri fyrirsögn: „Góði Velvakandi! Stór-reykvíkst vikublað hneykslaðist um daginn á því, að þyrla hefði farið í eftirleit á afréttir Sunnlendinga og ekki haft nema fáar kindur upp úr krafsinu. Spyr hánn, hváð kjöt- kílóið muni kosta í þeim sauð- peningi, sem fannst, ef greiða yrði það kostnaðarverði. Ég vil benda hinum hug- kvæma ritstjóra á annað dæmi, sem e. t.v. er ekki nákvæm- lega upp sett: Áhugamaður um fugladráp fer úr Stór-Reykja- vík inn í óbyggðir, skýtur 2 rjúpur og villist. Sex flugvélar og 60 manna björgunarsveitir finna skyttuna eftir tveggja sólarhringa leit með 2 rjúpur. Hvað kostar rjúpan? Peli.“ ★ Hugleiðingar hús- móður um kven- réttindaþáttinn í sjónvarpinu Frú Bjarnveig Bjama- dóttir skrifar: „Nýlega var þáttur í sjón- varpinu þar sem rædd voru hin svokölluðu kvenréttindamál. Spjallaði Haraldur J. Hamar vfð þau Magnús Óskarsson hæstaréttarlögmann og frú Láru Sigurbjömsdóttur for- mann Kvenréttindafélags Is- lands. Ýmislegt bar á fóma i þess- um umræðum, e mér fannst vera farið í kringum veigamik- ið atriði í þeim þætti umræðn- anna, þegar rætt var um kon- una og þátttöku hennar í opin- beru lífi, sem er harla lítil hér á landi. Ýmsar ástæður voru nefndar, m. a. að heimilið og uppeldi bama gerðu konum óhægt um vik að gerast þátt- takendur á þeim vettvangi, og þessvegna væri hlutur kvenna lítill sem enginn, t. d. á stjórn- málasviðinu. En mitt sjónarmið, og margra annarra kvenna, í sambandi við umrætt mál er þetta: Tímarnir hafa breytzt mjög síðustu áratugi. Nú er fólk mik- ið yngra en áður var þegar það giftir sig og ákveður að eignast bú og börn. Unga fólkið kveður því foreldra sína og htimili, þegar foreldrarnir eru á bezta aldri. Og nú er t. d. oft talað um „ungar ömmur“, og ekki óeðlilegt, því að oft eru ömm- urnar tæplega fertugar að aldri, þegar börnin hafa kvatt heimilið. Og þá gefst ýmsum konum góður tími til þess að sinna áhugamálum sínum utan heimilis, því að nú er sá tími að mestu liðinn, a’ð konan noti tómstundirnar eingöngu til „broderinga” meðan eiginmað- urinn er við vinnu sína. Marg- ar þeirra vinna ómetanleg störf við ýmiskonar líknarmál. En svo virðist að meginþorri karla hérlendis komist ekki frá því sjónarmiði, að vett- vangur konunnar eigi eingöngu að vera heimilisstjórn, barna- uppeldi, og líknarstörf þegar aldurinn færist yfir hana. En áreiðanlega væri það t. d. hollt alþingi og þjóðinni til góðs, ef nokkrar konur ættu þar sæti og létu skoðanir sínar í ljós, og ynnu að ýmsum þjó’ðmálum sem þar er fjallað um og snerta alla þegna. Og áberandi er það, hve konan er sniðgengin í sam- bandi við ýmiskonar nefndar- störf, og dettur mér í hug þjóð- hátíðarnefndin 1974, en í þá nefnd var engin kona kosin. Áreiðanlega hefði það ekki skaðað nefndina að kona ætti þar sæti, og hlutdeild að þeirri þjóðargleði sem þetta merkis- afmæli vonandi verður. Það er mjög athyglisvert, að með aukinni menntun kvenna hér á landi, verður hlutur þeirra sífellt minni í opinberu lífi, og hafa þær t. d. aldrei verið jafn fáliðaðar á alþingi og nú. Aðeins einn stjórnmála- flokkur virti konuna það mikils að setja hana í öruggt sæti á lista sinn í síðustu kosningum til alþingis. Yfirleitt er konan, höfð „upp á punt“ á framboðs- listum flokkanna. Hér stöndum við langt að baki Norðurlönd- um. Þar eru hæfileikakonur kvaddar til þátttöku í glímunni við þjóðmálin. Vel menntuð hæfileikakona, sem loki'ð hefur barnauppeldi og af hagsýni stjórnað ríki í ríkinu — heimili sínu —, hefur öðlazt mikla reynslu við hin ýmsu störf og margvísleg um- svif sem eiga sér stað innan vaggja heimilisins. Hún hefur einnig öðlazt mikla reynslu í meðferð fjármuna, og lært að skipuleggja framkvæmdir og stórf, svo að öllu megi verða sem bezt borgið í „litla ríkinu". Þetta er -lærdómsríkur skóli, og jafnframt gott veganesti við hin ýmsu störf á Öðrum vett- vangi. Það er úr hópi slíkra kvenna, sem velja á þátt- takendur í margskonar störf í opinberu lífi. Þau eru ekki einkamál karla.“ ★ Með tannpínu „Ein með skemmda tönn“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Fvrir nokkrum dögum var birt í dálkum þínum bréf frá tannlækni. Hann vildi kannske vera svo vingjarnlegur að upp- lýsa, hvernig á því stendur, áð illmögulegt er að komast að hjá tannlæknum tib að fá dregna úr sér tönn. Ég fékk heiftarlega tannpínu einn dag fyrír nokru og hringdi í marga lækna, en alls staðar fékk ég saira svar: Þér getið komið eft- ir viku. Kær kveðja, Ein með skemmda tönn“. Velvakandi veit ekki betur en fólk með kvalafulla tann- pínu („akút tilfelli”) sé tekið til meðferðar þegar í stað hjá tannlæknum borgarinnar, hvernig sem á stendur hjá þeim, — en flestir munu þeir hafa mikið að gera. ★ Ferðasaga Svanhild Guðmundsson skrifar: „í fyrra var skrifa’ð um skemmtiferðaskipið Baltika, og síðan hefur oft verið skrifað um skemmtiferðir með erlend- um skipum, en nú langar mig að breyta til og skrifa um ferð með íslenzku skipi, m.s. Gull- fossi. Lagt' var af stað frá Reykja- vík laugardaginn 15. júlí í blíð- skapar veðri. Ég fékk ágætan tveggjamanna klefa á D-þil- fari, 1. farrými, og var her- bergisfélagi minn ung og glæsi leg stúlka, Sigríður, dóttir Halldórs Kiljans Laxness. Betri ferðafélaga hefði ég ekki getáð kosið mér, stillt og prúð stúlka, og alltaf fús til að hjálpa mér, ef með þurfti. Þá vil ég ekki gleyma að geta þess, að öll þjónusta og starfslið var með ágætum, allt þjónustulið var lipurt og kurteist. Til gamans má geta þess, að bakarinn, sem var 20 ára piltur, bakaði svo góðar kökur, að farþegarnir báðu hann um kökuuppskriftir í ferðalok. Brytinn kom oft inn til okkar til þess að athuga hvernig okkur liði. Já, allir farþegarnir voru sem ein fjöl- skylda. Kvöldið áður en við komum til Leith, bauð skipstjórinn öllum farþegunum í cocktil í reyksal skipsins fyrir kvöld- mat. Gekk skipstjórinn um, skálaði og talaði við alla. Það- an var svo farið beint í kvöld- matinn, sem var veizlumatur eins og alltaf, en það sem vakti mesta athygli þetta kvöld, var ísinn. Þegar þjónarnir báru hann inn, voru öll ljósin slökkt, og var eins og þeir kæmu með logandi hraun. Eftir kvöldmat var alltaf veitt kaffi í reyk- salnum. Með skipinU var hljómsveit og spilaði hún fyrir dansi þetta kvöld. Dönsuðu jafnt ungir sem gamlir og var mikið fjör. Einnig var farþegi um borð, sem spilaði á píanó og var oft tekið undir og sungið. Til Leith komum við árla morguns 18. júlí í sólskini og blíðskapar veðri. íslenzk frú, sem býr í Edinborg tók á móti mér, og fórum við fyrst að verzla. Já, það var margt fall- elgt að sjá og langaði mig til þess að kaupa ýmislegt, en betra var að eyða ekki of miklu af gjaldeyrinum, sem átti að endast allt fer’ðalagið. Var okkur Sigríði svo boðið heim til frúarinnar og manns hennar. En þessi ágætis hjón voru Hermann Pálsson lektor og frú Guðrún. Það var tekið mjög vel á móti okkur, og litla dóttir þeirra skemmti Sig- ríði, og fór með henni í fall- egan iystigarð, sem var rétt hjá þeim, en garðar í Edin- borg eru mjög fallegir. Leið tíminn allt of fljótt og skipið átti að fara kl. 15 svo betra var að koma tímanlega úm borð, þvi a’ð leiðinlegt hefði verið að verða strandaglópur. Til Kaupmannahafnar feng- ur við sama góða veðrið og frá Reykjavík til Leith, svo sjó- veikin gerði ekki vart við sig. Ég íór einnig heim með Gull- fossi þann 20. september og var ferðin í alla staði mjög skemmtileg Ég vil að lokum senda ferða- félaga mínurn, Sigríði Hall- dórsdóttur, mínar beztu kveðj- ur og þakka henni fyrir góða samveru og skemmtilegt ferða- lag. Einnig ■ vil ég þakka her- bergisþernunni, Ester Valdi- marsdóttur fyrir alla snúning- ana og góða framkomu. Svo vil ég þakka Eimskipafélagi íslands fyrir góða þjónustu og síðast en ekki sízt skipstjóran- um á Gullfossi, Kristjáni Að- alsteinssyni, sem öll stjórn hvilír á. Barnaúlpur Nýkomnar loðfóðraðar og rósóttar barnaúlpur með loðkanti 1 —13 ára, einnig telpna- og drengjabuxur verð frá kr. 100,-— Ódýrar drengjahúfur, net- sokkabuxur, telpna- og drengjanáttföt, barnaregn- kápur 3ja—12 ára og m.fl. — Ath. niðursett verð á telpnakjólum og ýmsum fl. vörum. Barnafataverzlunin LÓAN, Laugavegi 20B, (gengið inn frá Klapparstíg á móti Hamborg). Barna og unglingakjólar Stærðir 1—16. Nýtt glæsilegt úrval. Hagstætt verð. Verzlunin IRMA, Laugavegi 40. Einn ánægður farþegi, Svanhild Guðmundsson“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.