Morgunblaðið - 24.10.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.10.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKT. 1967 17 ÞÓT'T hvert stórmálið á tfætur öðru hafi komið til umræðu á Afþingi síðan þingið var sett fyrir hálfum mán. er ekki hægt að segja, að stormasamt hafi ver ið í þingsölum af þeim sökum, þótt umiræður hafi verið miklar um öll þessi mál. Fyrsta málið, sem kom til kasta hins nýja Alþingis var hið umdeilda kjörbréf Stein- gríms Pálssonar, sem gefið var út af landsikjörstjórn, samkv. þeirri ákvörðun hennar að reikna atkvæði I-listans í Reykjavik til atkvæða Alþýðu- bandálagsins við úthlutun upp- bótarsæta. Umræðurnar um málið voru að vísu harla einkennilegar. Af hálfu talsmanna stjórnarflokk- anna var lögð áherzla á afstöðu bæði Þjóðviljans og Magnúsar Kjartanssonar fyrir kosningarn- ar og ibent á, að með því að breyta þeirri afstöðu nú heifði þessi þingmaður og aðrir, sem tilheyra hans ihópi innan Alþýðu bandalagsins framið hrein svik við kijósendur. Af há'lfu þessara Alþýðulbandalagsmanna var því hins vegar haldið fram, að stjórn aröokkarnir hefðu fyrir kosn- ingar viðurkennt úrskurð lands- kjörstjórnar og þess vegna væri eðlilegt, að kjörbréfið yrði sam- þykkt. Hvernig sem menn líta á mál þetta að öðru leyti, var þó aug- ljóst, að mjög hallaði á A'lþýðu- bandalagsmennina í umræðun- um, og þá sérstaklega Magnús Kjartansson og hin endanlega niðurstaða var sú, að Magnús Kjartansson, alþingismaður, tók aðra afstöðu til málsins eftir kosningar en Magnús Kjartans- son, ritstjóri, tók til málsins fyr- ir kosningar. Á þriðja degi þingsins flutti forsætisráðherra stefnuyfirlýs- ingu ríkisst'jórnarinnar, svo sem venja er nú orðin um og var þessi yfirlýsing ekki sízt mikil- væg vegna þess, að í henni fö'lst nýr málefnagrundvöllur, sam- stjórnar Sjálfstæðisfloikksins og Alþýðuflokksins. Af eðlilegum ástæðum hefur athygli manna fyrst og fremst beinzt að þeim efnahagsaðgerðum, sem þar voru boðaðar, en minna hefur farið fyrir ýmsum öðrum atriðum í þessari stefnuyfiriýsingu. En ástæða er til að vekja atlhygli á þv'í, að rikisstjórnin heitir því m.a. að hraða endurskoðun fræðsilukerfisins og sérstaklega er fram tekið í stefnuyfirlýs- ingunni að stefna beri að því að vaxandi hlutfallstala hvers ald- ursárgangs íslenzkra æsku- manna stuindi langskólanáim. Er þetta atriði í yfirlýsingu r'íkis- stjórnarinnar mjög mikilvægur árangur þeirra miklu umræðna sem staðið hafa um skólamálin að undanförnu. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar er einnig rætt um þann mögu leika, að Alþingi verði gert að einni málstofu. Þetta kann að þykja yfirlætislaus yfirlýsing .við fyrstu sýn, en í henni felst þó það þýðingarmikla atriði að ef af þessu verður, er ríkisstjórn nægi'Iegt að hafa 31 þingmann á Alþingi en með þeirri deildar- skiptingu sem nú er, er hauðsyn- legt að stjórnarmeirihluti hafi 32 þingmenn. Forsætisráðherra gerði mál þetta að umtalseifni í upphafi kosningabaráttunnar sl. vor, og nú er það komið nokk uð á rekspöl. Þá má einnig nefna það atriði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar, að þjáLfaðir verði inn- lendir menn sem geti gert til- lögur um það, hversu hátta skuii framtíðarskipulagi á vörnum ís- lands. Þessi liður yfirlýsingar- innar lætur einnig lítið yfir sér en getur þó skipt verulegu máli þegar fram í sækir. Ekki verður sagt, að þær um- ræður, sem fylgdu í kjölfar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar- innar haifi verið ýkja uppbyggi- legar eða merki'legar. Að venju töluðu leiðtogar stjórnarandstöð uhnar og kom ekkert nýtt fram í ræðum þeirra, en sannast sagna vakti ræða Eysteins Jóns- sonar við þessa umiræðu svo og aðrar ræður, sem hann hefur flutt í þingbyrjun, furðu þeirra sem á hlýddu, svo gjör- samlega málefnalausar hafa þær verið og ekkert annað en upptugga á því sem málsvarar Framsóknarflokksins ihafa áður sagt. Þriðju stórumræðurnar á þessum fyrstu döguim þingsins hófust svo á mánud. sl. viku um frv. ríkisstjórnarinnar um efna hagsaðgerðir, en það- er lagt fram til þess að lögfesta þau atriði, sem forsætisráðherra hafði boðað í stefnuyfirlýsingu sinni og ríkisstjórnin þarf laga- heimildir till að framkvæma. Þessar umræður stóðu í 3 daga, hófust með mjög ítarlegri ræðu forsætisráðherra, en síðan fylgdu aðrir í kjölfarið. Ekki er hægt að segja að margt frétt- næmt hafi komið fram í þessum umræðum, einna helzt skarst í odda milli Magnúsar Kjartans- sonar og talsmanna stjórnar- flokkanna, en mikla athygli vakti ræða Eðvarðs Sigurðsson- ar, sem var með allt ö ðrum hætti en ræður annarra stjórn- arandstkðinga. Um miðjan dag á miðviku- dag, síðasta dag umræðnanna, mátti sjá Hannibal Valdimars- son ganga til forsætisráðherra, sem síðan kallaði á Emil Jöns- son, utanríkisráðherra, og hurfu ráðherrarnir og iHannibal skömmu síðar úr þingsölum. Það kvisaðist fljótt í þinghúsinu, að þeir væru á fundi með stjórn- armönnum A'lþýðusambands ís- lands í flokksíhertoergi Sjálfstæð isflokksins og að þeim viðræð- um loknum voru kallaðir sam- an fundir í þingflokkum st'jórn- arfl'okkanna. Það sem síðar gerðist er öllum kunnugt. Miðstjórn Alþýðusam- bandsins óskaði viðræðna við ríkisstjórnina og frestunar á um- ræðum um málið í þinginu og er gert ráð fyrir að fjártoagsnefnd neðri dei'ld'ar fjalli um efnahags málafrumvarpið næstu 10 daga, þar til í Ijós kemur, hver niður- staðan verður af viðræðum rík- isstjórnarinnar og fulltrúa Al- þýðusam'bandsins. Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, flutti svo fjárlagaræðu sína sl. fimmtudagskvöld. Ræð- an var að vanda mjög ítarleg og af henni Ijóst, að fjármálaráð- herra, sem hafur nú gegnt starfi sínu um rúmlega tveggja ára skeið, býr yfir víðtækri þekk- ingu á fjármálum ríkisins og jafnframt að hann hefur haft frumkvæði að meiri breytingum í fjármála- og hagsýslustjórn rík isins en menn hafa almennt gert sér grein fyrir fram til þessa. Þingofrsetar voru kjörnir á fyrstu dögum þingsins og var Birgir Finnsson end- unk'jörinn forseti Sameinaðs þings, en hann gegndi því stanfi sl. kjörtímabil, og Sigurður Bjarnason forseti Neðri deildar, en ihann hafur verið þingforseti í 11 ár. Nýr deildarforseti var kjörinn í Efri deild og hlaut þá kosningu Jónas G. Rafnar, sem á að baki langan þinmennsku- feril, eða allt frá 1949, þegar hann, sem ungur maður, var kjörinn á þing af Akurayring- um, en með forsetakjöri er þing- mönnum mikill sómi sýndur. Nýliðar í þinginu hafa ekki látið mikið að sér kveða fram til þessa. Þó vakti það almenna athygli, þegar Pétur Benedikts- son greiddi atkvæði gegn kjör- bréfi Síeingríms Pálssonar með- an aðrir þingmenn stj'órnarfloikk anna sátu hjá við þá atkvæða- greiðslu og Magnús Kjartansson helfur hafið Iþátttöku í umræð- um strax í byrjun þingsins eins og gamalreyndur þingmaður væri, þótt ekki séu menn á einu máli um það, hvort málflutning- ur hans hafi allúr verið honum eða þinginu til sóma. Ein ræða, sem flutt var í um- ræðunum um efnatoagsmálin vakti óiS'kipta kátínu þingheims. Skúli Guðmundsson flutti sem sé stutta og gagnorða ræðu, þar sem hann leiddi rök að því að „niðurgreiðslur" á áfengi og tóbaki vegna ráðherra og þing- forseta væri þungbær útgjalda- liður á ríkissjóði og fremur ástæða til að ríkið gæfi ráðherr- um og þingforsetum lýsi, sem hefði fallið mikið í verði að und anförnu enda væri það IhoLlt hei'Isu manna, sem hefðu svo umfangsmikLum störfum að gegna. Nýr varaþingmaður Framsókn. arfiokksins hefur tekið sæti á A1 þingi myndarbóndinn Guð- mundur Jónsson á Ási í Vatns- dal, sem kom inn á þing í stað Björns Pálssonar og í gær Guðmundur H. Garðarsson sæti á Alþingi í fyrsta skipti. Hann skipaði 10. sæti á framiboðslista Sjiálfstæðisiflokks- in-s í Reykjavík við alþingis- kosningarnar í vor. Kemur hann inn í stað Jóhanns Hafsteins, sem verður erlendis næstu 2—3 vikur en annars varamaður flokksins í Reykjavík, Þorstó'nn Gíslason, skipstjóri, -gat exki tekið sæti á Alþingi að þessu sinni. Styrmir Gunnarsson. ASOKUNUM SVARAÐ MIÐVIKUDAGINN 18. oiktóber birtist í Mbl. grein eftir dr. Finn Guðmundsson, Grein þessi var svar við athugasemd, sem náttúruverndarnefnd Hins ís- lenzka Náttúrufræðifélags gerði við ummæli dr. S. Dillon RipLey, forstjóra Smithsonian stofnunar innar í Washington, sem höfð voru eftir honum í bl'öðum og útvarpi. Sama dag birtist í Tímanum sams konar svargrein eftir dr. Guðmund Sigvaidason. Það var ekki og er ekki ætlun okkar að stofna tix blaðadeiLna, en í ri'tsmíðuni sínuim bera greinarhöfundar okkur svo þungum sökum, að við teljum okkur skylt að svara þeim. Þeir reyna jafnvel að gera nefndina tortryggnislega í augum al- mennings, og virðast ekki telja okkur hafa „víðsni, reynslu né aðstöðu" til að gera athuga- semdir við ummæii dr. Ripleys. Finnur telur ástæðu til „að taka til nánari athugunar máistað og málflutning“ nefndarinnar. Hann telur vinnubrögð hennar „óverjandi og, að þau skapi nöldurseggjum tilvalið tækifæri til að gera mönnum upp skoð- anir.“ Ókurteisi er í augum Finns einn ljóðurinn á ráði nefndarinnár. „Gesti sem dr. Ripley, ber því að taka með til- hlýðilegri kurteisi, en ekki með smásmugulegu nöldri um alger aukaatriði.“ Greinar þeirra Finns og Guð- mundar eru efnislega eins og samhljóða um fl-est. í sumum til- vikuim er orðalagið jafnvel hið sama. Það fer því vel á því, að fjalla um greinar þeirra beggja saman. Þeir Finnur og Guðmundur eru hjartanlega sammála um, að við höfum ekki vitnað í rétt ar heimildir í athugasemdum okkar. Þeir eru hins vegar ekki sammála um í hvað heimildir við hefðum átt að viitna. Eins og þegar er komið fram gerðum við athugaisemd við ummæli, er höfð voru eftir dr. Ripley í blöð- um og ú'tvarpi. Finnuir heldur því fram, að það sé eikki unnt að taka ma.rk á slíkum heim- ildum. „Þessi vinnubrögð nefndar- innar eru út af fyrir sig með öllu óverjandi", segir Finnur „að hafa ekkert annað fyrir sér en það sem fréttamenn segja að dr. Ripley hafi sagzt ætla að segja við tiltekið tækifæri.“ Hér á Finnur við ræðu, sem dr. Ripley hélt í hófi að Hótel Sögu — „en hún var og er eina örugga heimildin um það, sem dr. Ripley kiom til íslands til að segja.“ Um þetta atriði seg- ir Guðmundur: „Hæpið er að unnt sé, að gera sömu kröfu til borðræðu og til vísindalegs fyr- irlösturs.“ Er við gerðum attougasemdir ið þau uimmæli dr. Ripleys „áð hér hefði haidizt náttúrulegt jafnvægi svo undr-un sætti vegna skildnings íslendinga á því fyrr og síðar,“ vakti það fyrir okkur að fyrirbyggja, að ummæli þessi yrðu skilin á þann veg, að ástandið í þess- um málum væri betra en það er í raun og veru. Einnig verð- ur að hafa í huga, að til eru þeir hagsmunaaðilar á íslandi, sem sýna of lítinn skilning á verndun náttúruauðæfa og telja slíkt skerðingu á hagsmun um sínum. Við óttuðumst, að slíkir aðilar kynnu að henda ummæli dr. Rileys á Lofti og notá þau sér tii framdráttar. Það er eitt af meginverkefnum nefndarinnar að inna að fræðslu almennings um þessi mál, og því töldum við það skyidu okk ar að gera athugasemd við þau ummæii dr. Ripieys, sem birt- ustu almenningi, en ekki það sem hann sagði í þröngum hópi úti í bæ. Finnur getur þess réttilega, að dir. Ripley sé víðföruli mað- ur. „Það er því ekki óiílklegt að hann hafi betri aðstöðu til að gera samanburð á ástandinu í þessum efnum í hinum ýmsu hlutum heims en suimir af hin- um mætu (sic.) mönnum, sem eiga sæti í náttúruverndar- nefnd Hins íslenzka Náttúru- fræðifélags." Guðmundur þræð- ir sömu slóð, en gengur þeim ,mun iengra." Dr. Ripley er mað- ur, sem sennilega hefur víðari sjónarhring — en þorri íslenzkra náttúrufræðinga og ummæli hans um ísland hljóta að mótast af þeim saman- burði, sem hann er fær að gera á íslenzkri náttúru, og náttúru þeirra landa, sem hann þekkir.“ í gnein Finns stendur „dr. Ripley kom til iandlsins föstu- daginn 6. þ.m. og ki. 16.09 sama dag átti hann viðtal við frétta- menn blaða og útvarps." En dr. Ripley hafði aldrei komið til Islands áður. Tveir nefndarmanna í nátt- úruverndarnefnd Hins íslenzka Náttúrufræðiféiags höfðu þá ánægju að kynnast dr. Ripley lítillega á meðan á dvöl hans stóð hér. Framkoma hans ein- kenndist af ijúfmennsku og hógværð hins sannmentaða vís indamanns. Við leyfum okkur að draga í efa, að honum sé þægð í þvi, að hann sé talinn færari um að dæma ástand nátt úru en ísienzkir náttúrufræð- ingar, sem margir hverjir hafa starfað hér árum saman. Finnur segir það skoðun dr. Ripleys „að íslendingar hafi öðr um þjóðum fremur sýnt skiln- ing á nauðsyn þess að varðveita jafnvægi náttúrunnair. Þessu er ég sammála og ég sé ekki, að þessu verði andmælt með rök- um.‘ Guðmundur fylgir enn í fót- spor Finns og segir „Hann (dr. Ripley) sýnir með mörgum dæmum, að skilningur feðira okk ar á nauðsyn þess að viðhaLda jafnvægi í náttúrunni sé sögu- legt eindæmis, og hann bend- ir á, að enn þann dag í dag er að finna jafnvægi í íslenzkri náttúru, .sem óvíða sé fyrir hendi annars staðar.“ f einni málsgrein eftir ofan- greind ummæii í grein Finns stendur „en því verður ekki á móti mælt, að náttúra íslands er enn tiltölulega óspjölluð, það sé ekki að litlu leyti okkur sjálf uim að þakka.“ Hvað varð um skilningin á jafnvæginu? Finnur belur, að með athuga- semdum okkar séurn við að begða fæti fyrir stofnun alþjóð- legrar rannsóknarstöðvar í nátt- úruvísindum á íslandi. Guðmund ur er auðvitað á sama málL Þetta er fjarstæða og ekki svara verð. Við höfum að sjálfsögðu full- an áhuga á, að slíkt samstarf megi takast, en í þeim tilgangi er þarflaust að rangtúlka eða breiða yfir staðreyndir um hið raunverulega ástand. Slíkt sam starf þarf að byggjast á réttum forsemdum og skilningi þeirra, sem að því standa. Finnur ávítar nefndina fyrir að sýna dr. Riplev ekki tilhlýði lega kurteisi. Guðmundur tek- ur auðvitað í sama streng. Það hvarflar hins vegar ekki að okkur, að dr. Ripley misvirði athugasemdir okkar sem við höfum þegar þýtt og sent hon- uim. Við teljum það ekki heldur neina ókurteisi að leiðrétta um- mæli, sam að okkar dómi kynnu að leiða til misskilnings eða rangtúlkunar, hvort sem að þeim standa íslendingar eða er- iendir menn. Ekki þarf að taka fram, að það er fjarri náttúruverndarnefnd Hins íslenzka Náttúrufræðifé- lags „að andmæla lofsamlegum uimmælum um ísiand og íslend- inga“ eins og Finnur vill vera lá'ta, svo fremi, sem lofið er verðskuldað. Það viðist ótrúiegt, að til skuli vera þeir íslenzkir náttúrufræð ingar, sem gera sér ekki grein fyrir þeim geysilegu spjölium sem orðið hafa á náttúru lands- ins m.a. vegna handahóíslegrar meðferðar. Á síðustu árum hef- ur mikið verið gert til þess að reyna að glæða skilning manna á þessari öfugþróun. Hafi þeir Finnur og Guðmundur talið þann áróður rangin, hefur sú skoðun þeirra aldrei komið fram áður. Þó, er þessi skoð- anamunur hvorki „alger auka- atriði“ né „smávægileg óná- kvæmni" eins og þeir segja. Skrif Finns og Guðmundar gegn athugaseindum okkar við ummælum dr. Ripleys hljóta því að stafa af því, að þeir hafa misskilið tilgang okkar með þeim. Ef þeir telja þörf á frek- ari umræðum um þetta mái, erum við reiðubúnir að ræða v:ð þá á nefndarfund:. en blaða skrifum hér með iokið af okk- ar hálfu. NáUúruverndarnefnd Hins íslenzka Náti.úrufræðiféiags. Jón B. Sigurðsson. Björn Guðbrandsson. . Eiður Guðnason. Gestur Guðfinnssn. Ingvi Þorsteinsson. Tómas Ilelgason. Eiain umsækj- andi um Hóls- prestakall UMSÓKN ARFRESTUR um Hólmapresitakall rann úit hinn 15. þ.m. Einn umsækjandd sótti um prestakallið og er það Kol 'beinn Þorleifsson, cand. theol.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.