Morgunblaðið - 24.10.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.10.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKT. 1967 21 Aldarminning merkiskonu ÞAÐ hetfur jafnan verið gæfa íslenzku þjóðarinar hrve marg- ar ágætiskonur hún hefur alið allt frá landnámstíð. Án þeirra Verka hefði baráttan fyrir frelsi og sjálfstæði hennar, vax andi menningu og betri hag orð ið bæði lengri og örðugri, sigr- arnir orðið bæði smærri og færri. Hetfur þáttur þeirra í framförum og menningu aldrei verið metinn ,sem vert er. Ein af þessum frábæru kon- um landsins Guðrún Bjarnadótt ir fædldist fyrir réttri öld. þ.e. 24. október 1867, í Mgreistum torfbæ, Bakkakoti á Seltjarnar nesi. Er það býli nú löngu kom- ið í eyði. Guðrún var 2. barn foreldra sinna, Bjarna Kolbeinissonar og konu hans Margrétar Illuga- dóttur. Var móðir Bjarna af hinni alkunnu og þróttmiklu Engeyjarætt, en Margrét knna hans var af sterkum reykvísk- um stofni. Bakkakot var lítil jörð. Þar var ekki komist sæmilega af, nema að sækja fast sjóinn. Auk þess sem Bjaini var þar í fremstu línu, stóðu honum fáir jafnfætis í allri nýtni og hirðu- semi, og svo var einnig með kionu hans. Eígi var þó auði safnað og urðu börnin snemtra að vinna fyrir sér, svo sem var um mörg börn á þeim árum. Almenn alþýðuíræðsla var þá enn langt undan. Það, sem börn in gátu lært við móðurkné og presturinn sannprófað að nægi- lega mikið væri að' fróðleik til þess að staðfesta mætti skírn- arsáttmálann á kirkjugóifi frammi fyrir aimenningi, og þannig komist í kristinna- marina tölu, þótti þá nægilegt farar- nesti í langa og óþekkta ferð sem framundan lá, einkum er í hlut átti hið veikara kyn. Guð- rún fékk því enga skólatfræðslu áður en haldið var að heiman, frekar en flestai kynsystur henn ar á þeim tímum Til allra hamingju fundust þá þó einnig margar þjóðiegar menntastofnanir með opnar dyr, einnig fynr hina smáu þegna þjóðfélagsirus. Heimilin, sem réðu yfir fornri og nýrri menningu, bæði í sveit og við sjó, og miðluðu henni til vitstmanna sinna, Voru heimiii þessi mörg- um unglingum hoilur en harð- ur skóli. Skólagjaldið var sem oftast, langur vinnudagur, marg ar næturvökui og óteljapdi mergð atf svitadropum, sem eigi sjaldan voru blandaðir söltum tárum, þegar um óþrosk andi unglinga var að ræða. Allt um það skírðust málmarnir, sem unglingarnir oru steyptir úr, í þeim eldi og mótuðust þar hver á sinn hátt. Á fyrsta bekk í einum slík- um skóla settist Guðrún aðeins 12 ára að aldri. Fyrir þung ör- lög leysti’st æskuheimili henn- ar upp, og varð hún sjálf að sjá fyrir sér eftir þann aldur. Skólagjalidð lagðist sannarlega með öllum sínum þunga á ó- þroskaðan líkama 12 óra teip- unnar, eins og síðar kom í ljós. Heimilið, sem Guðrún vistaðist á 12 ára að aldri, var eitt af beztu mennmgarheimilum Reykjavíkurbæjar. Þótt að kraf ist væri þar mikillair vinnu af unglingi, sem enginn fram- færslueyri fylgdi með, mætti Guðrún ágætu atlægi í vistinni. Dvaldi hún þar frarn yfir ferm- ingu og lœrði þar margt, sem síðar kom að góðum notum, enda var hún bæði námsfús og fljót að tileinka sér allt, sem gagnlegt var. Eftir ferminguna ræður hún sig í aðrar vistÍT og velur sér jafnan hin beztu heim ili. Fullþroska stúlka vistar hún sig til frú Margrétar Zoega á Hótel Reykjavík. Þegar tign- argestir, útlendir sem innlend- ir, krötfðust þar fyrsta flokks þjónustu, var jafnan kallað til Guðrúnar. Henni einni var treyst að leysa þann vanda svo að vel færi. Emnig hér fékk hún harðan en góðan skóla. Seiiina gekk hún á námskeið til að nema tilsögn í blæða- skurði bæði á menn og meyj- ar, einnig þann þátt nytsamra fræða vildi hún tileinka sér, áður en hún sjálf þyrfti að stjórna heimili. Þegar Guðrún er 22 ára leit- ar ungur glæsilegur maður Þorsteinn Jónsson náðaihags við hana. Hann hefur nýlokið námi sem járnsmið'ur, og þó að ríki- dæmi sé ekki fyrir að fara, á hann alla framtíð fyrir sér. Guð- rún þartf engan að spyrja. Hún hefur sjálf orðið að sjá fyrir fyrir sér frá 12 ára aldri. Hjanta hennar hefur valið, en hún vill sita á festum í tvö ór og búa sig enn betur undir litfsstarfið. Árið 1891, þá 24 óra giftist Guðrún Þorsteini. Það eru eng- ir skildingar í kistilhandaðan- uim, svo að fara verður smáitt af stað, og það er held-ur ekki hægt að hatfa hóf og bjóða gest- um, en eitt vill Guðrún ekki neita sér um. Hún vill að at- höfnin fari fram í Guðsihúsi og sjálf vill hún ganga skartbúin til brúðgumans. Hún hefur sjálf eignast skrautbúning. Honum skal skarta á þessum dýrmæt- asta degi lífs hennar. Nakkru síðar kaupir Þor- steinn eignina Vesturgötu 33. stóð þá gamalt timburhús. Járn smiðjan er á gólfhæð, en íibúðin fyrir ofan. í þessum húsakynn- um fæðast flest börnin. Þar bjuggu einnig nemendur, sem Þorsteinn jafna kenndi og höfð.u þar einnig fæði og alla þjón- ustu ,svo sem venja var þá. Störfin voru ekki ávallt létt, og dagurinn jafnan langur. En starfsgieðin var takimarkalaus og hlutlaus húsfreyjunnar rækt svo að af bar. Árið 1903, eða tólf áruim eftir giftingu hjónanna, er reist nýtt hús á lóðinni og gamla húsið fjarlægt. Stendur þetta hús enn og ber ljósan vott um stórhug hjónanna. Á þeim árum og lengi á eftir vai skemmtanalíf bæjarins fremur fátæklegt. Ef vel átti að fara urðu heimilin sjálf að halda uppi skemmtana- lífi innbyrðis. Þorsteinn, sem var rnjög söngelskur og list- rænn hélt ávalt uppi hljómlist á heimilinu með barnahópinn umhverfis sig, þegar þau fóru að hafa vit á, og Guðrún Sá um, að sérstakur blær hvílidi jafnan yfir þeim stundum. Var það mjög rómað, að umfarendur um Vesturgötuna staðnæmdust oft fyrir utan húsið 33, til þess að njóta í ofvæni, þeirra áhritfa sem bárust á öldum ljóisvakans út um gluggana, þegar fjölskyld an sat þar inni og iðkaði listir sínar undir handleiðslu föður- ins. í hjónatoandi sínu lá Guðrún alls 14 sængurlegur. En það kom fljótt r Ijós, þegar fæðingu bar að höndum, að mjaðma- grindin hafði skekkst er hún sem barn varð að annast um og bera ósjálfbjarga ungling, bæði úti og inni. Þá þekktu men,n ekki enn hjólastóla hér ó landi. Hver fæðing reyndist af þeim ástæðum svo erfið, að aðeins helmingur reyndist af þeim ástæðum svo erfið. Um þrautir móðurinnar þarf ekki að spyrja. Það var raunverulega óskiljan- legt, að nokkur kona skyldi halda þær út. En Guðrún var gefið í vöggugjöf óvenjulegt þrek, sterkur viiji og stórbrot- in skapgerð. Hún kunni hvorki að hræðast þrautir né hættur. Og því gekk hún glöð og ánægð undir hverja fæðingu, hversu erfið sem hún kynni að reyn- ast, og enn -glaðari til starfa á ný, þegar komið var á fætur eftir fæðingu. Hún leyfði sér aldrei þann munað, að víkja sér undan skylduim um hvað sem það kynni að kosta. Þótt Guðrún væri bæði skap- heit og stórbrotin var hún jafn framt gædd óvenjulega mikilli fórnfýsi og blíðu. Engin var betri að hjúkra en hún, þegar veikindi eða slys bar að hönd- um, hvort heldur að um var að ræða börnin, bóndann eða nem endur. Og enga eik þekkti ég sterkari þá stormar lífsins æddu um krónu hennar. Hvort heldur að börnin flúðu þangað með sorgir sínar eða makinn ör- þreyttur af erfiði dagsins, var þar ávallt skjól og hvíld. Á þeim tímum var ísiand ekki há þróað í félagsmálum, so sem nú er orðið, var því víða þörf fyrir skilding á kjörum smæl- ingjanna, og enginn hafði þar meiri skilning á en Guðrún, Þeir voru ekki fáir, sem áttu því láni að fagna að njóta þess skilnings í ríkum mæli. Ég kynntits ekki heimilinu á Vesturgötu 33 fyrr en veturinn 1916, er við Bjarni elzti sonur Framlhald á bis. 22. Hvernig maður skolar kyrrstætt rafmagn úr þvottinum sínum (og gerir hann léttan, mjúkan og yndislegan) Bætið E.4 út í síðasta skolvatn- ið. 2 Látið þvottavélina þvo þvott- inn í 3 mínútur, þá drekkur það í sig þau endurbyggjandi efni, sem finnast í E.4. (Við smáþvott eigið þér aðéins að hreyfa létt við þvottinum með hendinni). Þvotturinn hefur nú verið end- urbyggður. Hver einasti þráð- ur er þakinn ótrúlega þunnri E.4 himnu, sem er á þykkt við mólekúl. Þegar þvott- urinn er þurr, „ýta“ himn- urnar hinum einstöku þráð- um hvorum frá öðrum, svo þvotturinn verður gljúpur, léttur og svalur, eins og hann væri nýr. Rafmagnið er horf- ið úr nylon-þráðunum, vegna þess að þeir snerti ekki hvern annan vegna hinnar þunnu E.4 himnu. Það er auðvelt að ganga frá strauningunni þeg- ar þvotturinn hefur verið skol- aður í E.4. E-4 er hagkvæmast Auk hinnar vinsælu 1/1 líters flösku fæst E.4 nú einnig í 2y2 lít- ers risaflösku með handarhaldi. Þegar þér kaupið hana, sparið þér 30%. Frá Dansk Droge Impört A/S, Köbenhavn — Herlev. Innflytjandi: Isienzka verzlun- arfélagið h.f., Laugavegi 23, Sími 19943.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.