Morgunblaðið - 24.10.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.10.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKT. 1967 - VIETNAM Framhald af bls. 1 innar, en handan fljótsins er Pentagon, sem í augum styrj- aldarandstæðinga er tákn aðild- ar Bandaríkjanna að stríðinu. Höfðu fundarboðendur tilkynnt að farið yrði í kröfugöngu að Pentagon að fundi loknum, og var fundarmönnum þá sagt að halda sig á bílastæði norðan- vert vi'ð stórhýsið. Fundurinn fór mjög friðsam- lega fram, nema hvað einstaka menn komu fram með athuga- semdir varðandi ummæli ræðu- manna, og nokkrir mótmæltu ræðumönnum. Meðal þeirra var einkennisbúinn hermaður með heiðursmerki á brjósti, sem lét sér ekki segjast. þegar lögreglan reyndi að þagga niður í honum og var því handtekinn. Meðal ræðumanna á Washing- tonfundinum var dr. Benjamin Spock, sem þekktur er víða um heim fyrir skrif sín um me'ð- ferð og uppeldi barna á fyrsta ári. Hann sagði m.a.: „Við trú- um því í allri einlægni að óvin- urinn sé Lyndon Johnson, er kosinn var sem frambjóðandi friðarins árið 1964 og sveik okkur þremur mánuðum síðar.“ Vitnaði dr. Sporck í að aukning herafla Bandaríkjanna í Viet- nam og loftárásirnar á Norður Vietnam hófust í janúar 1965. Hann sagði að Johnson forseti og aðrir leiðtogar stjórnarinnar hefðu reynt a'ð þagga niður í gagnrýni með því að halda því fram að gagnrýnendurnir hindr- uðu styrjaloarreksturinn. „Við erum algjörlega á öðru máli,“ sagði dr. Spock. „Við lítum svo á að styrjöldin sé að öllu leyti hörmuleg, og að við, sem mót- mælum henni, séu líklegastir til að bjarga landinu okkar, ef við getum sannfært nógu marga um að þeim beri að hugsa og grefða atkvæði eins og við.“ Eirnig tók þarna til máls Davíd Dellinger, formaður sam- takanna, er stóðu að fundinnm. Sagði hann að mótmælin gegn styrjóldinni væru nú komin á nýtt stig, og að raddir fundar- manna bærust viða. Hann sagði að Vietnamstyrjöldin væri óvin- sælasta stríð í sögu Bandaríkj- anna og að Johnson forseti hyggðist halda því áfram iafn- vel þótt bandaríska þjóðin væn því andvíg. Eftir útifundinn vi’ð Lincoln- minn'svarðann héldu fundar- menn yfir brú á Potomac-ánni og að, Pentag.m. Komu þeir saraan á bílastæðinu, eins og ákveðið hefði verið, en fjölmenn- ur her- og lögregluvörður var við sjálfa bygginguna. Segja fréttamenn að í fyrstu hafi mann fjöldinn líkzt þátttakendum í skem.mtiferð, ýmsir hafi gert að gamni sínum við hermennina, sem þarna stóðu á verði aðrir setið í minni hópum á grasbal- anum vi'ð bílastæðið, eða gengið um og ræðst við. ÓEIRÐIR HEEJAST Eftir nokkurt þóf við aðrar aðaldyrnar á Pentagon reyndu nokkrir unglingar að ryðjast gegnum fylkingar varðanna, en herlögregla hrakti þá til baka. Hófust þá víða stympingar. Nokkrir aðkomum.anna báru fána Norður-Vietnam og Viet Cong, aðrir kylfur og axarsköft, sem þeir notuðu til að reyna að stugga vörðunum úr vegi. Var vörðunum þá sendur Ifðsauki. og komu sveitir herlögreglu og ríkislögreglu, vopnaðar kylfum, og hermenn búnir rifflum og slíðruðum byssustingjum. Tókst lengi vel að halda mannfjöld- anum í skefjum, þótt hann beitti bareflum sínum og grýtti verðina með tómötum og tóm- um flöskum. Þegar hér var komið hvöttu fundarboðendur fylgismenn sína til frekari dáða, og sögðu að í næstu tilraun tækist þeim að komast inn í Pentagon. Hertu þeir þá sóknina og komust alla leið að dyrunum. en þar var sóknin stöðvuð. Munu þó þrír a’ðkomumanra hafa komizt alla leið inn, en verið hraktir fljót- lega út aftur. Reyndu nú verðirnir að hrekja Opelbíllinn eftir áreksturinn. ( Ljósm. Mbl. SV. Þ.) Horður órekstur við Ánunuust HARÐUR árekstur varð vestur við Ánanaust um klukkan fjög- ur á sunnudag. Var þrennt flutt í Slysaarðstofuna, en meiðsli þeirra mun ekki hafa verið al- varlegs eðlis. Áreksturinn varð rétt sunnan við gatnamót Mýrargötu. Opel- bíll var á leið norður götuna, en Fordbíli á suðurleið. Við gatnamótin hugðist bílstjóri Op- elsins aka fram úr öðrum bíl og beygði yfir á hægri kantinn. Allt á einu sér hann Opelbílinn koma á móti sér og skipti það engum togum að bílarnir skullu saman. í Ópelnum voru hjón og við áreksturinn kastaðist konan á framrúðuna, sem brotnaði við höggið. Halut konan nokkra á- verka á andliti og var flutt í Slysavarðstofuna. Maður hennar beið á slysstaðnum, meðan rann sókn fór fram, en að henni lok- inni fór hann einnig á Slysa- varðstofuna til athugunar. Meiðsli hans voru ekki talin al- varlegs eðlis. í Fordbílnum voru tvær stúlk ur auk ökumanns og var önnur þeirra flutt á Slysavarðstofuna, en hún hafði meiðzt á fæti og handlegg. Bílarir skemmdust báðir mikið við áreksturinn. Undir 2d mynd Kurfustedamm og að „Amerika Haus“, menningarmiðstö'ð Banda ríkjanna í Vestur-Berlín. Var reyksprengju varpað inn í húsið, sem fylltist af reyk. Kom til nokkurra átaka við lögreglu, en lögreglan sprautaði á mannfjöld- ann úr vatnsslöngum, sem tengd ar voru við kraftmiklar dælur. Nokkrir voru handteknir, renn- blautir og syngjandi „Ho-Ho- Ho Chi Minh“. Eru þetta fjöl- mennustu mótmælaaðgerðir gegn Bandaríkjunum í sögu V estur-Berlínar. Sama máli gegnir um aðgerð- ir i Stokkhólmi, sem mörg þús- und manna tóku þátt í. Var það „Vietnam-nefndin" sænska, sem stóð að svonefndum Vietnam- degi í Stokkhlómi á laugardag. Ekki kom til neinna árekstra þar, og fóru aðgerðirnar mjög friðsamlega fram. I Kaupmannahöfn stóðu æsku- lýðssamtök ýmissa flokka að mót.mælaaðgerðum, sem talið er að 15 þúsund manns hafi tekið þátt í. Kom mannfjöldinn að þinghúsinu og bandaríska sendi- ráðinu, en ekkert var um alvar- lega árekstra. Einnig var efnt til mótmælaaðg'eiða í Kalkutta á Indlandi, í Brússel og Ottawa, mannfjöldann frá Pentagon, en um i.090 aðkomumapna settust niður og lögðust og neituðu að hrey’a sig Viða voru blóðblettir á tröppun"m upp að inngöngu- dyrunum, og auðséð að margir höfðu hlotið sár í átökunum, en hve margir er ekki vita'ð Eftir þetta dró úr stymping- unum og átökum, en nokkrir fu.idarmanna voru þó um k.vrrt við Pentagon þar til á sunnu- dagsmorgun. Sátu þeir þar við varðelda, er þeir kynntu á bíla- stæðinu um nóttina, er, hurfu á brott skömmu eftir dögun. Á funnudagsmorgun tilkynntu ta.lsTrenn dómsmálaráðuneytis- ins í Washington að alls hefðu 250 aðkomumenn verið hand- teknir i átökunum við Penta- gon. Þá hefðu 6 hermern, 10 lögreglumenn og 13 borgarar hlotið sár svo vitað væri, en engin alvarleg MÓTMÆLI t EVRÓPU Víða í Evrópu kom til mót- mælaaðgerða á laugardag, og mest þatttaka var í París. Þar stóðu konimúnistar a'ð kröfu- göngu, sem þeir segja sjúlfir að 30 þúsund manns hafi tekið þátt í, þeirra á meðal um 50 Banda- ríkjamenn. Báru göngumenn sex metra borða sem á var leitr- að. ,Samstaða með friðaröílun- urr. í Bandaríkjunum“. Meðal leiðtoganna í fylkingarbr]ósti var Waldeck Rochet, aðalritari franska kommúnistaflokksins. í London og fleiri borgum Bretlands voru farnar kröfu- göngur til' að mótmæla stvrjöld- inni í 'Vietnam, Heldur var gangdn fámenn í London, enda ausandi rigning. Talið er að um 700 onanns hafi komið saman á Trafalgar-torgi, og sumir þeirra farið þa'ðan i kröfugöngu til bandaríska sendiráðsins Ein- hverjar stympingar urðu við sendnráðið milli lögreglu og göngumanna, og voru nokkrir hinna síðarneíndu handteknir. Ei.nn þeirra var á mánudag dæmdur til þriggia mánaða fangelsisvistar fyrir mótþróa sýndan lögreglunni. í Ðublin á trlandi tóku um 1.000 manns þátt í kröfugöngu til bandaríska send.ráðsins. Mannfjöldinn afhenti sendiráðs- mönnum bréf þar sem þess var krafizt að Bandankjamenn hættu loftárásum á Norður-Viet nam og kölluðu heim herlið sitt frá Suður-Vietnam. 1 Berlín tóku um 10 þúsund manns þátt í kröfugöngu um - DE GAULLE Framhald af bls. 1 og var þetta gert af ótta við, að fyrrverandi meðlimir OAS hreyfingarinnar 1 Alsír mundu freista þess að gera forsetan- um eitthvað til miska. Er talið að margir þeirra hafi búið um sig í fjöllunum Spánarmegin við Andorra. Andorra ríki tekur yfir 425 ferkilómetra. Höfuðborgin And orra-la-viella liggur í 2.400 metra hæð frá sjávarmáli. De Gaulle minntist ekki einu orði á utanrikismái í ræðunni, sem hann hélt þar, heidur ræddi að- eins um ýmsar ráðstafanir sem gera þyrfti til þess að líf íbú- anna færðist í nýtízkulegra horf. Hann hyiiti samherja sinn, spánska prinsinn, seim gat ekki verið viðstaddur og sagðist alltaf hafa gott sambánd við hann. í lok ræðunnar lét for- setinn hrópa: „Lengi lifi And- orra“ og var síðan forsöngvari er franski þjóðsöngurinn var sunginn. en þar voru þátttakendur 200— 500. ★ Meðan á öllum þessum mót- mælaaðgerðum gekk, efndu samtök, sem kenna sig við „ábyrga föðurlandsást" (Res- ponsible patriotism) til útisam-" komu í New York, og sóttu hana um 10 þúsund manns. Njóta sam tök þessi m. a. stuðnings Ric- hards Nixons, fyrrum varafor- seta, Barry Goldwaters, fram- bjóðanda repúblíkana við sfð- ustu forsetakosningar, og 32 þessar aðgerðir sínar „Operation gratitude". Fyrirhugaðir eru fjöldafundir á vegum samtak- anna í flestum stórborgum Bandaríkjanna. - NAMSKEIÐ Framhald af bls. 23. þannig, að þátttakendur koma al'l ir saman í New York og verða þar fyrst 2 daga til að fræðast um einstök atriði námskeiðsins og skoða borgina, en síðan verð ur mönnum skipt milli fimm borga Cleveland, Chicago, Minn- eapolis, St. Paul, Philadelphia og San Francisco. Þar munu þeir sækja háskólanámskeið, sem standa í sex vikur. Að því búnu mun hver þátttakandi verða um 10 vikna skeið starfsmaður amerískrar stofnunar, sem hefur æskulýðs- eða barnaverndar- störf á dagskrá sinni, og munu menn þá kynnast öllum hliðum þessara starfa vestan hafs. Um 100 amerískar stofnanir eru aðil ar að þessum þætti námsdvalar- innar. Að endingu halda þátttakend- urnir svo til Washington, þar sem þeim gefst kostur á að heim sækja sendiráð landa sinna. ræða við starfsmenn utanríkisráðuneyt is Bandaríkjanna og aðra opin- bera starfsmenn og skoða borg ina, áður en heim er haldið. Þeir. sem hafa hug á að sækja um styrki þessa, eru beðnir að hafa samabnd við Fulbright skrif stofuna, Kirkjutorgi 6, opin frá 1—6 e.h. alla daga nema laug- ardaga, og biðja um sérstök um sóknareyðublöð. Umsóknirnar skulu hafa borizt stofnuninni eigi síðar en 10. nóvember 1967. (Fréttartilkynning). Nægar birgðir kjarnorkuvopna til að útrýma mannkyni öllu New York, 23. okt. — -NTB) SÉRSTÖK kjarnorkunefnd Sameðrauðu þjóðanna, skipuð 12 sérfræðingum Hrá ýmsum löndum, skilaði í dag áliti. Seg- ir þar meðal annars, að nú þeg- ar séu fyrir hendi það miklar birgðir af kjarnorkusprengjum, að nægja mundu til að útrýma ma.nnkyni öllu. Segja sérfræð- ingarnir- að ríkin geti ekki tryggt tilverru sína í framtíðinni með því að afla sér enn fleiri sprengna, hvorki með innnflutn ingi né smíði, heldur yrði það þvert á móti til þess að auka enn spennuna í heiminum og draga úr jafnvægi. Sérfræðingunum 12 var falið að kanna á vegum Sameinuðu þjóðanna hver áhrif vaxandi birgðir kjarnorkuvopna hefðu á aliþjóða öryggi, og voru nið- urstöður nefndarinnar lagðar fyrir SÞ í dag í 102 blaðsíðna skýrslu. Sérfræðingarnir segjast ekki hafa reynt að kanna hvers virði varnarkerfi gegn eld- flaugaárásum kann að vera, en bæði Sovétríkin og Bandaríkin hafa undirbúið þessikonar varn arkerfi. „Við látum okkur nægja að lýsa því yfir, að ekki er til neitt varnarkerfi í dag, seim getur komið í veg fyrir að kjarnorkusprengjur hittd fyrir- framákveðið skotmark,“ segir í skýrslunni. Sérfræðingarnir segja, að kjarnorkuvopn séu það dýr í smíðum, að aðeins sex ríki til viðtoótar kjarnorkuveldunum fimm, hafi möguleika á að leggja út á þá braut án gjör- byltingar efnahagslífsins. Þessi ríki eru Vestur-Þýzkaland, Ind- land, Kanada, Ítalíu, Pólland og Svíþjóð. Telja sérfræðingarn ' ir, að það koisti um 170 milljón- ir dollara að smíða fyrstu kjarn orkusprengjuna. Ef eitthvert ríki ætlaði sér að koma upp einhverjum virkum kjarnorku- vörnum, s,efn sérfræðingarnir díkja við smaökkaða útgáfu af kjarnorkuvörnum Frakka, kost uðu þær 560 milljónir dollara- Sérfræðingarnir rekja nokk- uð eyðileggingarorku kjarnork- unnar. Segja þeir að ef 20 mega tonna kjarnorkusprengja yrði sprengd í loft yfir New York- borg, færust sex milljónir af 8 milljónum íbúa borgarinnar, og ein milljón íbúa nálægra út- borga. Ef sama sprengja væri sprengd á jörðu niðri, myndað- ist 75—90 metra djúpur gígur, um 800 metra í þvermál. Jafn- vel tuttugu sinnum smærri sprengja, þ.e. eitt megatonn, ylli gífurlegum glundroða í New York. Eitt megatonn samsvarar einni milljón lesta af TNT sprengiefni. f síðari heimsstyrjöldinni var varpað tveimur kjarnorku- sprengjum á Japan, annarri á borgina Hiroshima, hinni á Nagasaki. Sprengjur þessar svöruðu hivor um sig til 20 þús. tonna af TNT, og fórust rúm- lega 100 þúsund manns í borg- unum tveimur. Ut frá þessari staðreynd reyna sérfræðingarn ir að reikna út hve margir fær- ust, ef varpað væri eins. mega- tonns sprengju á borg m,eð rúm lega milljón íbúa, sem þekur 260 ferkílómetra. Hafa þeir áveðna borg í huga, sem þeir ekki vilja nafngreina. Komast þeir að þeirri niðurstöðu að 270 þúsund manns færust í sjálfri sprengingunni og meðfylgjandi torunum, 90 þúsund færust vegna of mikillar geislunar og önnur 90 þús. hlytu meiri eða minni sár vegna geislunar- innar. „Þriðjugur milljónar farast,“ segir í skýrslunni. „Það er ál'íka fjöldi borgara og fóröst í öllum kxftárásunum á Þýzkaland og Japan í síðari heimsstyrjöld- inni“ Sérfræðingarnir minna á- að ekki sé lengur reiknað með eins megatonns sprengjum. Þær eru of smáar til að teljast með. Til eru 50 megatonna sprengjur og jafnvel stærri, og virðast engin takmörk fyrir því hve stórar sprengjurnar geta orðið, að því er sprengju- orkuna varðar — það eru að- eins þyngd og ummál sprengj- unnar, sem takmörkin setja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.