Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 MIAGNÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun limi 4038 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sffni 14970 Eftir íokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BILALEIGAN - VAKUR - Sundaíugaveg 12 - Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. f-]====*B/iAir/GAM RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022 Riiskinnshreinsun Hreinsum rúskinnskápur, jakka og vesti. Sérstök meðhöndlun. Efnalaugin Björg, Háaleitisbr. 58—65, sími 31380, útibú Barmahlíð 6, sími 23337. AU-ÐVITAÐ ALLTAF ★ Verndum jöklana okkar „íslendingur“ skrifax. „Heiðraði Velvakandi! Hin síðari ár hafa mörg ágæt félagssamtök orðið til í landi voru, er öll hafa það markmið að vernda eitthvað, sem okkur er kært, heilagt eða jafnvel nauðsynlegt. Hinar ís- lenzku skógarleifar eru vernd aðar, fisktegundir eru vernd- aðar, hreindýr og ernir, nátt- úran sjálf svona almennt, geð vort, húsdýrin o.s.frv.' Eitt hefur þó gleymzt, illu heilli, og má vera, að enn sé ekki of seint að hefja máls á því. Þar á ég við jökla vora. Ýmeum kann nú að þykja þetta einkennilegt tal, því að hinir köldu jöklax hafi frem- ur spillt mannabyggð og sam göngum á landi voru heldur en hitt. Satt mun það vera, að þeir hafi gert oss lífið stund um erfiðara, en þeir hafa líka hert oss, líkami forfeðra vorra og sálarþrek. Hvot tveggja höfum vér, niðjar þeirra, tek- ið að erfðum og erum • með réttu stoltir af. Hvað gerir oss að íslendingum? Hvað er það, öðru frem- ur, sem gerir oss að íslend- ingum? Það er auðvitað sam- felld byggð kynstofns vors í þessu kalda og harðbýla landi í bráðum ellefu hundruð ár. Jöklarnir framleiða kulda, og kuldinn í þessu landi hefur gert oss að því, sem vér erum. Ef hér væri hitabeltisloftslag, værum véru værukærir vesa- lingar, eins og ailt hitabeltis- fólk, sem nennir ekki einu sinni að tína ávextina upp af jörðinni, eftir að þeir hafa fall ið af trjánum, heldux betla mat og fé af fólki, sem býr norð- ar og í kaldara loftslagi. Heiti lands vors, íslands, er dregið af jöklunum, og nafn okkar sjálfra íslendingar, aft- ur dregið af því. Forsenda hvorutveggja — og um leið þjóðernis vors — mundi hverfa með jöklunum. Jöklarnir í hættu Nú er það vitað mál, og hefur lengi verið, að jöklarn- ir ganga saman með ári hverju. Sumir eru alveg horfn ir, eins og t.d. Glámujökull. Eftir standa dauð örnefni, sem minna á fornar, hvelfdar og hvítar jöulbungur. Loftslags- breyting mun að mestu valda þeasum samdrætti. Jafnvel konungur íslenzkra jökla, Vatnajökull minnkar stór- lega með hverju ári sean líður, og verður smám saman að engu, ef ekki er gripið í taumana. Viljum vér, að afkomendur vorir verði ekki færir um að skilja skáld- skap beztu stórskálda vorra, þegar þeir yrkja sum sinna fegurstu kvæða um jöklana? „Og fannhvítir jöklanna tind- ar“, — e.t.v. skilur enginn þessa setningu eftir nokkur hundruð ár. Með allri þeirri tækni, sem nútíminn á yfir að ráða, hlýt- ur að ver.a hægt að stöðva eyð- ingu íslandsjökla. Kjarnorku- knúnir ofnar við jökulrætur gætu blásið hrollköldum gustí upp á jöklana, þegar heitast er á sumrin. Með því að sáldra vissum efnum úr flugvélum mætti auka snjókomu yfir jöklunum. Jöklaverndarfélag íslands Þá þarf að stofna Jökla- verndarfélag íslands, þar sem áhugamenn knýja ríkisvald til aðgerða, en það er tiltölulega auðvelt á vorum dögum. Hneykslast er á fólki, og það með réttu, sem með ógætilegri meðferð elds veldur mosa- og skógarbrunum. En hvað um jöklafara, sem taka upp eld á jöklum og bræða með því ó- bætanleg sár í hjarnskalla jöklanna okkar? Margt smátt gerir eitt stórt, og munum, að ís, einu sinni bræddur, verð- ur aldrei aftur sami ís. Hér er enn til ís frá fyrstu öldum ís- landsbyggðar, og væri sárgræti legt til þess að vita, ef vér í efnishyggjuofsa vorum eydd- um honum. Hann kemur aldrei aftur. Góðir íslendingar! Hugleiðið varnaðarorð mín, og sivo tök- um vér ailir höndum saman, stofnum Jöklaverndanfélag ís- lands, fáum ríkisstyrk, bönn- um hitagjafa í nánd við jökla og ónauðsynlega umferð um þá. Að lokum fáum vér Al- þingi til þess að samþykkja ströng verndarlög. Hagamús í mosa eða letidýr í pílviði? Gleymum ekki, að með eyðingu jökla kemur hér hlýrra loftslag, sem mundi inn leiða hér allsherjar slappelsi og slen í andlegum_ og líkam- legum efnum. Útlendingar gætu platað oss til hvers sem vera skyldi, þegar núverandi stofuhiti er orðinn að forsælu- hita úti við um hávetur. Molla og deyfð ríkti yfir öllu. Nor- nænn gróður yrði hér aldauða, birki-dg fjalldropi hyrfu, en í staðinn kæmu orkídeur og gladíólur úti um allt. Fjalla- refurinn okkar dræpist út, svo og hagamúsin og hreindýrin. í staðinn fengjum vér risaleti dýr hangandi í pílviðargrein- um. Vill nokkur íslendingur bera ábyrgð á því, að svo færi? Nei, og aftur nei! Með kaldri kveðju. íslendingur.“ ★ Smábátaútvegur- inn Einar Thoroddsen, yfir- hafnsögumaður, skrifar: „Bátaeigandi, sem er að gef- ast upp“, skrifar Velvakanda 2. nóv. sl. um aðstöðu smábáta í Rey.kjavíkurhöfn. Telur bréf- ritari, „að hvergi á byggðu sjávarútvegsbóli þekkist ann- að eins sleifarlag á smábáta- útvegsmálum, og hér í Reykja- vík“. Bátum sé þvælt fram og a-ftur um höfnin'a, og af náð og miskunn hengdir í aumustu baujur, sem hann hefur séð, kolryðgaðar tunnur, og það fyrir 3.000,00 kr. 3 miánuði atrix verndar. fegrar JUBSCO 'BÆLURHAR með gúmmíhjólunum • Ódýrar. • Afkastamiklar. • Léttar í viðhaldi. • Með og án mótors. • Með og án kúplingar. • Stærðir %—2’ • Varahlutir jafnan fyrirliggjandi. Góðfúslega leitið upplýsinga hjá oss. &isli c7. cJoRnsan 14 UMBOflS- O G HEb DVFRZLUN SÍMAR: 12747 ■ 16047 VKTURCÖTU 45 sumarsins. Ekki er lýsingin á stigunum betri en efni standa til; að lokum segir hann, að þeir menn sem stundað hafi handfæraveiðar í sumar, hafi verið á aigerum hrakhólum með báta sín<a. Það er ekki rétt, að höfnin taki kr. 3000,00 í leigu fyrir baujurnar. Leigan er kr. 1-2000,00, en ekki fyrir 3 mán- uði, heldur allt árið. Að bauj- urnar séu óhæfar kolryðgaðar tunnur, er ekki heldur rétt. Allflestar þeirra voru teknar upp snemma á sl. vori til eftir- lits, og endurbættar það sem þurfa þótti. Fyrir nokkrum ár- um lét höfnin smíða þessar baujur fyrir bátafélagið Björg, án þes-s að greiðsla kæmi fyrir. Bátafélagið Björg átti að ann- ast víðhald þeirra og deila þeim á milli félagsmanna siinna. Þessi 'háttur var hafður á um tíma, en félagið gafst fljótlega upp, og taldi sér ekki fært að halda þeim við, vegna kos'tnað- ar. Leigjutekjur niægðu ekki f.yrix viðhaldskostnaði. Af hendi hafnarinnar var þó veitt ókeypis aðstoð við að leggja baujunum út, og taka þær upp, þegar þess þurfti með. Um gerð baujanna var haft samráð við þáverandi forystu- menn bátafélagsins, sem töldu þær góðar; síðan h'afa þær breytzt í „aumustu baujur", sem sést hafa. Nýir siðir m.eð nýjum herrum. Að bátum sé þvælt fram og aftur um h-öfnina er tilbúning- ur. Þeir bátar, sem eru at- vinnutæki, hiöfðu í sumar allir samlastað. Þeir sem ekki höfðu baujur, en sumir, bátaeigendur óskuðu ekki eftir þeirri að- stöðu,. voru staðsettir framan við hús Slysavarnafélagsins, en sá staður er öruggasta lægi fyrir smábáta í höfninni, enda eftir því sótt að vera þar. Stigarnir, sem settir voru á garðhleðslurnar (ekki bryggj- ur), niður að bá'tunum hafa ver ið undir eftirliti. Hlaifi borizt kvörtun um brotinn stiga, hef- ur verið úr því bætt. Að stig- arnir séu óhreinir er rétt, en hver treystir sér til að bæta þar um? Við leigu á baujunum hefur höfnin látið þá bátaeigendUr, sem hafa báta sína í atvinnu- skyni, ganga fyrir. Á sl. sumri, ætla ég, að allir, sem undir það falla, hafi fengið samastaða fyr ir báta sína. Hinsveg'ar varð að synja beíðnum um aðstöðu fyr- ir skemmtisiglingabáta. Nokkur brögð eru að því, að m.enn komi með báta sína í höfn ina, án þess að lá'ta nokkuð vita, og skilja þá eftir í al- gjöru reiðileysi. Einnig er ámælisvert, hversu sumir báta- eigendur eru kærulausir með báta aína. Dæmi eru til þess, að bátar hafi legið mánuðum sam- an, án þess að vart hefði orðið við, að nokkur maður kæmi nálægt þeim. Það skal tekið fram, að margir hugisa vel um báta sína, svo sómi er af, en hinir eru of margir, sem trass'a að gæta þeirra, og lítt skiljan- legt hvers vegna þeir eru að setja fleytur sínar á flot. Út í samanburð við aðra staði ætla ég ekki að fara. Til þess brestur mig kunnugleika. Ég ætla mér þó óhætt að segja, að fullyrðingar bréfritara um sleiflarlag hér sé ómaklegt, og að samianburður við aðra staði yrði Reykjavík ek.ki óihagstæð- ur, í þessu efni. Einar Thoroddsen. f} "-'T 7L í íjj! 1 fíf ínni ©pi b!| COPIHHAGEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.