Morgunblaðið - 07.11.1967, Side 19

Morgunblaðið - 07.11.1967, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 19 75 úra: Jens Andrés Guðmundsson frú Brekku JENS Andrés Guðimundsson frá Brekku er sjötíu og fimm ára í dag. Andrés faeddist að Brekku í Dýrafirði 7. nóvember 1892. Foreldrar hans voru þau hjónin Jónína Jónsdóttir og Guðmundur Jensson bóndi að Brekku. Andrés vandist snemma öllum algengum störfum í sveit þá til dags, og var hann aðeins Árið 1939 fór Andrés á dýra- lækninganámiskeið hjá Braga Steingrímss. dýralækni. Upp frá því var Andrés sí og æ að hjálpa fóiki við skepnur þess. Má geta nærri hversu tíma- frekt það hefur verið. Man hér enginn annað en Andrés hafi kornið hvernig sem á stóð á hans heimili hafi veikzt kýr eða þrettán ára gamall er hann fór kind, og veit ég að þær eru orðn fyrst á sjó til veru við þann atvinnuveg, var það á skak á skútu frá Þingeyri með föður sínum er var formaður á skút- ar margar kýrnar, sem hann hef ur bjargað um dagana. Fyrir I öll þau störf skulu honum hér i með færðar beztu þakkir og veit sá ér þetta ritar ekki til að Andrés hafi tekið eyri fyrir alla hans hjalp i þeim málum. Það er augljóst mál að íallri fjarveru Andrésar frá búskap sínum, að heima fyrir var sá haukur i horni, sem aldrei brást, er kona hans var og veit ég að hún á miklar þakkir skil- ið fyrir sín miklu störf • í þágu heimilis þeirra, enda hefur Andés verið umhyggjusamur um hana svo að af ber eftir að hún missti heilsuna fyrir tíu árum. Andrés var um langt ára- bil gjaldkeri í Búnaðarfélagi Þingeyrarhrepps og í því starfi sem öðrum reyndist hann hinn mætasti maður. Ég vil svo að lokum færa Andrési beztu af- mæliskveðjur. Þórður Jónsson. Jón M. Bjarnason á Skarði, sextugur unni Fortúnu. Það varð hlut- ■skipti Andrésar að stunda sjó fyrst á sumrum. en síðar allt árið og var Andrés á ýmsum veiðiskipum bæði við skak svo og við síldveiðar línuveiðar og á togurum allt til ársins 1938 og mun Andrés hafa þótt vera afbragðs sjómaður og eftirsótt- ur í skipsrúm. Árið 1916, þann 28. des. gekk Andrés að eiga konu sína Soffíu Ásgeirsdóttur frá Bolungarvík. Hjónaband þeirra varð hið bezta og eign- uðust þau hjón sjö börn, þau Bjarna kennara i Reykjavík, Sig riði búsetta í Bandaríkjunum, Ásgerði í Reykjavík, Axel skipa | smið í Stykkishólmi, Guðmund rafvirkjameistara í Reykjavík, Gíslínu búsetta í Bandaríkjun- um og Jón skipstjóra á Þing- eyri. Þau Andrés og Soffía hófu búskap á 14 af Brekku árið 1918 og höfðu þau mann er sinnti með Sofifíu um búskapinn er Andrés var á sjónum, og hefur hlutur Sofifíu þá ekki verið smár með hóp af smá- börnum, en bóndinn á sjón- uim. En árið 1938 hætti Andrés sjómennsku og sneri sér alveg að búskapnum. Andrés var fyrirmyndar bóndi um flest, I enda alltaf vanur að vinna. Var hann manna fyrstur að tileinka sér tækni hins nýja tíma og keypti fyrstu heimilisdráttarvél- ina hér í Dýrafirði ásamt öðrum manni svo og tæki er til henn- ar þunfti til búrekstrar. Andrés endurbætti öll hús og byggði á jörðinni í sinni búskapartíð. Andrés var hér forustumaður í framkvæmduim er til heilla máttu vera í búskapnum öll sín búskaparár. Árið 1957 varð Andrés fyrir þvi áfalli að Soffia missti heilsuna og varð hann þá að leggja niður búskap. Réðist hann þá í að byggja myndar- legt íbúðarhús á Þingeyi í fé- lagi við son sinn Guðmund og dvöldust þau Soffía á heimiii Guðmundar í nokkur ár unz þau fluttu til Jóns sonar síns og dlveljast þau þar nú. Er Andrés hætti búskap 1957 lagði hann ekki árar í bát, heldur hóf þá sjómennsku að nýju og var á Vertíð á vetrum og skaki á sumr um yfir sjötugt, og sýnir það svo ekki verður um villst, að tögg- ur var í honum. Enn stundar hann fullan vinnudag hér á Þingeyri við fiskiðnað og hefur nokkrar kindur sér til gamans. ÞAÐ var glatt á hjalla á heim- ili þeirra hjóna Jóns M. Bjarna- sonar og frú Huldu Elíasdótt- ur á Álíhólsveg 95 í Kópavogi, er ég kom þar s.l. laugardag, þann 28. október. Þar var minnst á einu bnetti 60 ára afmælis hús- bóndans, 50 ára afmæli frúar- innar og 25 ára hjúskaparaf- mæli, silfurbrúðkaup. Þarna ríkti mikil gleði, drykkja og dans. íbúðarhúsnæði þeirra hjóna er mjög rúmgott og vistlegt, og víður fjallahring- ur blaisir við út um stofuglugga. Augljóst var að vel var undir- búið, veitingar nægar og hús- móður höndin, sem vel sá fyrir öflu, var til taks, svo öllum hði vel, Það þurfti líka með, þar sem ég held að meir en 70 manns hafi þar verið saman komið í einu, kunningjar og vinir úr ýmsum áttum. Ég undraðist þetta ekki. Jón og Hufidu þekkja margir og störf þeirra óeigirfgjörn. Þeirra fallega heimili er byggt upp fyrir atorku þeirra beggja, og ekki kastað til hendinni. Ég hef ofit orðið þess var að í litum eða stórum hópi, er Jón alltaf mikill gleðigjafi, og þarna var Jón glaður. á guðastóli. Lifa- skoðanir hans eru bjartar og sjóndeildarhringurinn víður sem Jónsmessunótt á Ströndum, þar seim sólin leysir upp hvert hamragljúfur, og klæðir land og haf geislaflóði um nætur og daga. Jón á Skarði kynntist ég fyrst á fundurn Kaupfélags Stein grímistfjarðar og héraðsþingum Strandasýslu, er haldnir voru á Hólmavík. Mætti þar Jón og ýmsir fleiri ungir hugsjóna- menn er fylgja fast fram skioð- unum sínum. Þfeir voru ræðu- m-enn góðir, en þó áleit ég Jón þeirra slyngastan í orðsins fyllstu merkingu, og var þá af allur skriðiur mála Jón þok- aði ekki sínum málum fram. Jón er fæddur á Skarði í Bjarnarfirði 28. október 1907. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson bóndi þar, Elíassonar á Klúku. Jón Elíasson var af Geitey- ingaætt, frá Sigurði stúdent í Geitarey á Breiðafirði, sem er fjölimienn ætt við Breiðafjörð og á Snæfiellsn'esi. Kona Jóns Elías sonar var Guðrún Eyjólfsdóttir frá Gilsistöðum. Kona Bjarna, föður Jóns, var Valgerður Ein- arsdótitir bónda á Sandnesi, Ein- arssonar, og kona hans var Soffía Torfadóttir alþm. frá Klei'fum á Selströnd. Bróðir Torfa var Ásgeir á Þingeyrum. Runnu þarna saman sterkar ætt ir, og í orði hafit, að í þessu fólki rýkti framsýni, hyg.gindi og fjölhæfni. Jón ólst upp á Skarði ásamt systkinum sínuim. Efnin voru lítil og búskapar- hættir á annan veg en nú eru. Varð því fljótt, er kraftar leyfðu að taka virkan þátt í öllurn störf um heimilisins. Faðir hans var árum saman heilsulítill og kom því tiil kasta húsmóður og barna að sjá sér farborða. Það fiór því svo að Jón naut lítillar skólagömgu. En and'legir hætfi- leikar hans voru fjölþættir, og næmir fyrir því sem mætti verða bonum og öðrum til hag- nýtingar. Hann vildi breytingar hratt og fljótt. Hugurinn hljóp stundum, en það dugði ekki allt" af, það kom svo oft fjötur um fót. Sarot hefur honuim margt vel gengið, og tekist að leysa mörg viðtfangsefni, o.g hjálpsemi er honum í blóð borin. Það munu margir þakka atf eigin raun. Jón gekk inn í búskap for- eldra sinna er ár og aldur færðust yfir þau. Þegar hin nýju tæki komu til jarðvinnslu og sé vandamálin auðveldast að leysa, til hagsmuna fyrir fjöld- ann. Hjónin á Skarði, Hulda og Jón, héMu í heiðri hinum fornu dyg'gðum bænda, að hafa alltaf nægan heyforða, mat og eldivið, þótt vetur séu þar ótrú- ' lega l'angir. Kannski 26 vikna innistaða fyrir sauðfé. Þau unnu saman að öllurn heimiilis- störfum. Samstarf þeirra og duignaður var öllum augljós. Oft mun það hafa komið fyrir að húsimóðirin varð að vinna heimilisstörfin þegar húsbónd- ^ inn var í erindum utan heim- ilisins. Á fyrstu búskaparárum I sínum á Skarði, urðu þau fyrir því mikla óhappi, að íbúðarhús I hlaða og fjós brann til kaldra kola í norðan hríð á haustdlegi. j Varð það mikið eignatjón og naum var björgun eigin lífs. Árið 1952 flytja þau hjónin , alfarin frá Skarði. Það mun! i Jón aldrei hafa hugsað sér að ! það mundi gerast. Mennirnir á- j lykta en guð ræður, stendur einh'versstaðar. Þau filuttu að Svarfihóli í Stafiholtstiungum í' Mýrasýslu, á skemimtiLegri kosta jörð. En metnaður Jóns og mann dómur samrýmdist ekki lei-gu- liðastarfinu. 1954 flytur fjöl- skylidan frá Svarfhóli í Ytri- Njarðvík. Þar var fyrir systir hans Sofifía og hinn vel þekkti maður Borgar Sveinsson frá Drangsmesi. Með þeirra ráðum kaupa þau þar húsnæði og setj- ast að. Þar dvejast þau hjón- in i 9 ár. Enn kemur Jón við félagsmálin, ókunnugur og vina- fár. Hann er kosinn í hrepps- nefnd Njarð'víkurhrepps tvíveg- is þessi ár. Hann sameinar fé- lagsskap um byggingu á mat- vöruveríTun, sem er nú gott og vandað fyrirtæki, og þorpsibú- um til sóroa. Hann gerðist for- maður Byggingiafólags Varka- manna, og félagið byggir íbúð- ir fyrir efnalítið fólk. Hann vinnur að framkvæmd hafnar- mála í Njarðvíkum, ásamt öðr- um góðum mönnum. Hann var vel liðinn og vitur. 1963 flytja þau hjónin úr Njarðvíkum að Álflhólsveg 95 í Kópavogi, sem þau eru nú. Jón gitftist árið 1942 Huldu Svölu Elíasdóttur frá Lágafelli í Staðarsveit á Snæfellsnesi, sérstakega vei gerðri konu. Þau eru þremenn- ingar að frændsemi. Það mun Jóni minum hafa reynst bappa- fengur, það sé ég á öllu. Þegar komið er á heimili þeirra er augljóst að þar hafa sameinast góðir eiginLeikar, beggja ætta. Húsibóndinn, eiginkonan, móðir- in, húsfreyjan og börnin. öll hafa þau gert heimilið að harn- ingijureit. Nú hefur Jón í rúm fjögur ár unnið hjá Alþýðu- saimbandi íslands, á skrifstofu. Frá þeim sjónar'hól, á hann þar kost, að fá innsýn í félagssam- tök hinna vinnandi stétta, og ég veit að hann leggur þar eitt gott til mála. Þau hjónin eiga 3 uppkomna syni og eina dótt- ir. Börnin bera þess merki að þau eiga góða foreldra. Jón minn, þakka þér hand- tök þín, fræðandi og skemmti- legar viðræður, bið þér og fjöl- skyMu þinni blessunar guðs. Guðbr. Benediktsson. Bókhald - skrifstofustarf Reglusamur ungur maður með verzlunarmenntun, starfsreynslu og góð meðmæli, óskar eftir vel laun- uðu starfi. — Vanur að vinna sjálfstætt að bók- haldi og öðrum skrifstofustörfum. Til greina kem- ur starf % daginn. Vinsamlega sendið fyrirspurn- ir, sem svarað verður um hæl, á afgr. Mbl. fyrir 10. nóv. merkt: „Desember 487.“ heimiliisnota sá ha-nn filjótt að þarna voru á ferð hlutir s-em vert var að hygigja að, og var hann fyrstur sinna sveitunga ti-1 að eignast Farmal dráttavél og tæki henni tilheyrandi. Auk þess gekkst hann fyrir kaupum á stórvirkri dráttavél á vegum Ræktunarsambandsins, sem mjög reyndist hreppsbúum hjálpLeg bæði við ræktun, og þó sérstaklfega vegagerða, og eru nú allir sammála að þar hafi verið vel ráðið. í félags- málum Sundféla-gsins Grettis vann hann á þriðja ánatug. Sund- laugin á Klúku var honum á- hugamál og reist fyrir for- göng-u Sundféliagsins Grettis. Jörðina Klúku á Kaldrananes- hreppur, og nú eru gamlir fé- lagar hans að by-ggja barna- skóla þar, sem hann ásmt fé- flögurn sínum undirbjó, þó ekiki hafi verið fyrr að framkivæmd- um. Auk þess tók Jón mikinn þátt í félagsmálum hrep-ps og héraðs, og var í fremstu víg- línu. Því stærstu og feg-urstu æskuhugsjónir hans voru á vett vangi félagsmála. Hann metur fólkið míkils og féliagsmál þess, og trúir að innan þess ramima AUGLYSING varðandi gin- og klaufaveiki Vegna þess að gin- og klaufaveikifaraldur gengur nú á Bretlandseyjum, vill. land- búnaðarráðuneytið vekja athygli yfir- valda og almennings á því, að stranglega ber að fylgja reglum laga nr. 11/1928, um varnir gegn gin- og klaufaveiki. Tekið skal fram, að samkvæmt téðum lög- um og auglýsingu þessari er: Bannaður með öllu innflutningur á heyi, hálmi, alidýraáburði, sláturafurðum hvers konar, húðum, mjólk og mjólkur- afurðum sem og eggjum. Stórgripahúðir, sem nota þarf við togveið- ar hér við land, má þó flytja inn, enda séu þær sótthreinsaðar erlendis og einnig þegar þær koma hingað til lands. Frá Bretlandseyjum er ennfremur bann- aður innflutningur á lifandi jurtum, trjám, trjágreinum og könglum, .græn- meti og hvers konar garðávöxtum. Farþegar og áhafnir farartækja skulu gefa yfirlýsingu samkvæmt 4. gr. laganna um dvöl sína á Bretlandseyjum, stráx og þau koma til íslands. Brot á lögum nr. 11/1928 og auglýsingum, sem settar eru samkvæmt þeim, varða sektum. Landbúnaðarráðuneytið 4. nóvember 1967 Ingólfur Jónsson. Gunnlaugur E. Briem.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.