Morgunblaðið - 12.11.1967, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓV. 1%7
3
} '
Jón Auðuns, dómprófastur:
OVÆNTIR GESTIR
,,OG menn munu koma frá
austri og vestri og frá norðri
og suðri, og sitja að borði í Guðs
ríki. Og sjá, tii eru síðastir, er
verða munu fyrstir, og tii eru
fyrstir, er verða munu síðastir".
Þannig segir Jesús í guðspjalli
þessa sunnudags (Lúk. 13), að
mjög muni að borðum skipað og
bekkir setnir í himnaríki á ann-
an veg en þeir búizt við, sem
ætla sér öndvegi þar að borði.
'Hörðum orðum hafði hann
farið um trúhroka og þjóðar-
dramb Gyðinga. „Drottins út-
valda lýðs“. Hann segir, að á
dómsins mikla degi verði þeir
að þola þá raun, að óvæntum
gestum úr öllum áttum verði
boðið þar til borðs, en sjálfum
verði þeim vísað burt.
>að var ekki að furða þótt
stormur stæði um mann, sem
svo var djarfur í orðum, enda
mun enginn Gyðingur hafa
hneykslað Gyðinga fyrr og síðar,
eins og Jesú hneykslaði samtíð
sína. Og hann hneykslar Gyðing
ana enn.
Við sjáum fyrir okkur skelf-
ingarsvip hinna sjálfumglöðu
Gyðinga yfir þeim orðum Jesú,
að frá austri og vestri kæmi alls
konar lýður, sem leiddur yrði
að viðhafnarsætum himnaríkis,
meðan sjálfir Gyðingar, „Guðs-
lýðurinn" yrði að standa utan
dyra. En gerðum við ekki rétt
í því, að snúa þessum orðum að
okkur sjálfum og gera okkux
ljóst, að þau kunna að eiga er-
indi við okkur enn í dag?
Ég held að okkur sé óhugn-
anlega tam/t að hugsa okkur, að
á „þeim mikla degi“ muni öðr-
um hættara en sjálfum okkur.
Heldur þú ekki að Guð muni
vera sæmilega ánægður með þig,
og vel það? Býr ekki innra með
okkuT, mér og þér, leyndur
broddur hroka yfir því, að ekki
höfum við steytt okkar fót á
þeim steinum, sem aðrir hafa
hrasað um og fallið?
Er það alveg óhugsandi, að
annarsstaðar í tilverunni ein-
hvern tíma síðar, muni dómum
okkar svo gersamlega kollvarp-
að, að æðri máttarvöld taki ein-
hvern þann, sem okkur grunaði
sízt, langt fram yfir okkuT, mig
og þig? Er það óhugsandi, að
gersamlega óvæntir gestir komi
frá austri og vestri og verði
leiddir til borðs þar, sem við
höfðum ætlað okkur sjálfum
sæti?
í>að skeður margt óvænt, bæði
þar og hér.
Sú saga er sögð, að breizkur
maður norður í landi hafi látizt
af slysförum, en vitjað nokkru
síðar vinar síns í draumi og kveð
ið til hans þessa vísu, sem vin-
urinn mundi, er hann vaknaði:
„Að margan galla ég bar og
brest,
bágt mun varla að sanna. —
En Drottinn alla dæmir bezt,
dómar falla manna“.
Hvað sem um uppruna þessar
ar draumvísu er að segja, endur-
speglar hún þann grun, að á
æðra dómþingi kunni öðru vísi
að vera dæmt um brot og bresti
manna en hér á jörðu er stund-
um gert. Þann grun vildi Jesús
vekja þeim, sem voru alltof
ánægðir með sjálfa sig, alltof
vissir um sitt eigið ágæti fram
yfir aðra- menn, alltof öruggir
um sína sáluhjálp.
Veizt þú, hvað Guð sér, þegar
hann horfir inn í hjarta manns-
ins? Eftir því mun hann dæma
en ekki ytri athöfnum einum, sem
öllum eru Ijósar. Styrkleika vilj-
ans til að standa gegn árásum
hins illa þekkir enginn nema
hann. >ess vegna kann „yfir-
sjón“ eins manns að vera alvar-
legri í augum hans en svokölluð
„stórsynd" annars mianns.
Hver sér a-lla leið inn í sálar-
djúpin? Geymum við ekki sitt-
hvað þar, sem enginn má sjá?
Hver. er munur þess, að umgang
ast lágar óhreinar hugsanir i
einrúmi og gera við þær gæiur,
þegar enginn veit, — hver er
munur á því og hinu, að gefa
þessum hugrenningum útrás í
verknaði, sem aðrir sjá?
Hvar stöndum við, ég og ■ þú,
með þetta allt? Er það óhugs-
andi, að við gerum okkur barna
legri hugmyndir um eigið ágæti
en staðizt geti fyrir dómstóli
Drottins? Er það óhugsandi, að
einhvern tíma, einhvers staðar,
verði þeim, sem við áttum allra
sízt von á, vísað þar til sætis,
sem við ætluðum okkur sjálfum
virðingarsess, ég eða þú?
Gyðingarnir skelltu skollaeyr-
um við þessum orðum Jesú. Tök
um við þau alvarlega í dag?
Það eru tvær hliðar á hjálp-
ræðisvissunni svokölluðu, sem
talin hefir verið sjálfsagt ein-
kenni kristins manns. Hún var
líka sjálfsagt einkenni á Gyð-
ingunum, — að þeirra dómi en
ekki Krists.
*
Vetur
Ég þóttist sjá, að hanin biði
min, þarna sem hann dokaði
við, hoikinn og uppburðarlítill,
rétt utan við farimn veg, en
þegar ég nálgaðist hamn varð
ég viss um, að ég bæri ekki
ketnnsl á hann. Bezt að láta
ei»s og ekkert sé og halda leið
ar sinnar. Hann hafði þá engar
vöfliur á, heXdur sneri sér um-
svifalaust að mér og ávarpaði
mig altillega. Ég anzaði dræmt.
Óðar en ég hafði tekið undir
við hann, fékk ég sterka löng-
un til að þýðast hainn. Og í
stað þess að halda leiðar miinn
ar, hlaut ég að staldra við hjá
honum.
Við urðum samferða, þó ég
vissi ekki, hvert ferðinni væri
Iheitið. Ég týndd sjálfum mér á
þessari vegalengd, tíma, rúmi,
fortíð og vissi ekkert nema and
rána, siem leið. Og ég fylltist
brennandi eftirvæntingu þess,
er koma skyldi. Mér fannst við
vera lengi í för, en var þó ekki
viss, hvað tíma leið og ekkert
kom mér lengur kunnuglega
fyrir sjónir. Allt í eimu finn ég,
að við erum kominir á leiðair-
enda, og hvarvetna er harla ný
stárlegt umhorfs. Helzt þykir
mér staðuriinn bera keim a,f
þeim, sem ég geymdi eina vis-
una mína á, þegar ég var barn.
f>ví miður hefi ég týnt vís-
unni, hvað þá að ég muni
gjörla geymslushað hennar, en
gott ef hún var ekki um tungl
eða stjörnur eða norðurljós.
Dísir og goðkynjaðar verur
svifu um undraléttum skrefum
og varð ekki betur séð en þær
bærust áfram án þess að drepa
niður fæti. Fas þeirra allt og
hreyfing var svo frjálsmann-
leg, að helzt sýndist bera keim
af þeyviindi á vordegi.
Slóðasíð skartklæði þeirra
vor.u gjörð af hýalíni hlöðnu
dýrustu gersemum. Og þvilíku
glysi var ofið í búnað þeirra,
að ofbirtu sló í augun, en lita-
dýrð svo kostuleg, að engiu var
líkara en öll tilbrigði ldtrófs-
ins svifi leiftursnöggt milli
hörpustrengja.
Lengi var ég ringlaður af
leiftrum svifléttra hreyfinga
og glitrandi litavali. Bn sem
m.estu glýjurnar hurfu mér úr
auga, hlaut á mig að leita sú
sipurn, hver væri uppr.uni svo
tiiginborimnar fegurðar og til-
komumikils þokka.
Ekki bar á öðru en goðum-
l’íkar dísirnar skynjuðu spurn
mína við fyrstu hugrennimgu.
— — Veröld norðurljósanna
er heimkynni okkar hundruð
kílómetra úti í geimnum. Fyrir
örófi ald<a vorum við ekki hér.
í»á var hvorki „sandur né sær
né svalar unnir“. En sólin er
lífgjafi okkar og móðir, og
í sveit
þeim, sem hún getur af sér er
ekki í kot vásað.
Einu sinni þekktum við hisp-
ursmey, sem eignaðist vegleg-
an spegil til að skoða i ásjónu
sína og þokkafuDan vöxt. Og
tímunum samian gat hún stað-
‘ið fraimmi fyrir mynd sinni í
■speglinum og dáðst að henni,
•og aðdáun hennar og ást á þess
aa-i mynd óx dag frá degi. En
þegar hún einn góðan veður-
dag uppgötvaði, að harðlyndur
>og ósveigjanlegur faðir sinn
myndi aldrei leyfa neinum öðr
um að verða þátttakamdi og
hamingjunautur að þessari
mynd slaknaði reisn hemnar og
tundur augnarana misstu bimtu
sinnar. Hún braut spegilinn
mjölinu smærra og byrgði
mynd sína upp frá því.
Sólin er lífgjafi okkar og
móðir, af svo göfugu ætterni
höfum við þegið tígulleika okk
ar. En hví skyldi hún hafa sóað
orku sinrni í djásn okkar af
purpura og smargöðum og
gulli, ef þið hirðið ekki um að
■neyta þeirra með því að renna
til okkar hýru auga. Og víst
er það satt, að tjáningaþörf
okkar verður svo bezt full-
rnægt, að þið njótið þess, sem
við höfum gefið ykkur í hrynj
andi lits og hreyfingar. Brag-
amdi norðurljós þóttu lömgum
þess megnug að lyfta þungum
‘sefa „duftinu frá“.
Við erum að vísiu ekki sama
eðlis og hispursmeyjan, sem
má eimskis yndis njóta af hæfni
sinni og ferskleika nema fá að
gefa það öðrum. jafnvel bruðla
því án þess það sé þegið með
lotningu. En tiginbormiar erum
við skapaðar til að samboðið
sé þeim anda, sem ætlað er að
göfgast og hefjast af samneyti
við feguirðina.
Einhvem tíma áður en ver-
öldin hefir gengið heilan hring
um mönduJ ármilljónanna,
biverfum við aftur þangað, sem
var upphaf okkar fyrr en við
urðum til. Þá er um seinan
að seilast eftir félagsskap okk-
ar.
Nú erum við hér uppi að vísu
hreykin af þvi, hvernig jörðin
■bregzt við litskrúði okkar og
íþrótt. Fjallstindar mæna til
okkar og á þeim má lesa end-
urskin þess ljóma, sem við send
um þeim. Skógar og grundir
þiggja ljósgjafir okkar á sama
hátt. Vötn og jökulbreiður
minna á vökult auga, sem þyrst
ir í litaraft bragandi norður-
Ijósa.
Við enum óánægðari með ykk
ur tvífætlingana, Ef gatt skal
segja, sýnist ofckur þið vera í
afturför. Þið eruð svo sem
nógu naskir á nýjar leáðir til
að kynnast næstu stjörnum, og
það er góðra gjalda vent. Hverj
um tíma hæfir sín tózka. En
þið eruð sem óðast að týma nið
ur mörgu því, sem þið sóttuð
hingað til okkar, meðan þið
áttuð ekki svo mikið sem
‘stjönnusjónauka. Líttu í augu
þín undir heiðum kvöldhimini,
og þú munt ekki fimna þar
neina rafmögniun af hugsun að-
dáendans. Við ætlumst ekki til,
að þið fallið fram og tilbiðjið
okkur. En okkur óar að vita
suma horfa svo látlaust á nafl-
ann á sjálfum sér, að þeir
gleymi að líta í himininn.
Við stóðum aftur við farinn
veg, förunautur minm og ég,
hvor á sinni vegferð, en hann
komst ekki hjá að lesa spurn-
'ina, sem umlukti mig. — Fyrr
var ég voldugur, og áhrif mín
stóðu víða fófcum. Höfðimgjar
kepptust um félagsskap minn,
og í höllurn og veraldargla-umi
var ég hafður í hávegum. Ég
átti trúmað snillinganna, sem
ýmist hömpuðu mér á mamn-
þingum eða sóttust eftir að
hafa mig hjá sér í einrúmi. Nú
eru stafkarlarnir einir félagar
m-íinir, og jafnvel þeir sneiða
h.iá mér. Ég er görnul og úr-
elt hugsun liðin.na daga. sem
flestir er-u hættir að umgamg-
ast og fvrirverða sig fyrir. Ég
er hugmynd um veröld, sem
er týnd og sést aldrei framar.
Jafmvel smákarlar brosa að
mér vorkunnlátir, og sjáltfur
hefi ég tekið upp stafkarls staf.
Og förunautur rninm haltrar
leiðar sinnar, en úr umkomiu-
lausum baksvip han,s má lesa:
Notandi óskaist að gömlum
hugsunum.
Bjavni Sijgurðsson.
[* snittur
smurt brauö
>
BRAUÐ
HÖLLIN
I brauðtertur
LAUGALÆK 6
opiö frá kl. 9 -23:30 Slt SÍMI 30941•éB^næg bílastæöi
*
c..