Morgunblaðið - 12.11.1967, Page 12

Morgunblaðið - 12.11.1967, Page 12
12 MORG-UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓV. 1967 V STÆRÐ sfldarnóta hefur verið talsvert á dagskrá að undanförnu, og þá sérstak- lega eftir frétt, sem birtist í Morgunblaðinu fyrir skömmu þar sem Hjálmar Bárðarson, skipaskoðunarstjóri, taldi þró unina á stækkun síldarnóta hættulega. Ekki eru allir á eitt sáttir um þetta atriði, en blaðamaður Morgunblaðsins brá sér í nokkrar verstöðvar og leitaði þar álits nokkurra síldarskipstjóra um þetta mál: Pálmi Karlsson, 23 ára gamall Húsvíkingur er skipstjóri á Sig- fúsi Bergmann, 200 tonna skipi. Pálmi Karlsson, skipstjóri á Sigfúsi Bergmann GK — Hvert er álit þitt á stóru síldarnótunum, Pálmi? — Ég álít að það sem gildir sé að vera með nógu stórar nætur og þá sérstaklega djúpar. f dreif- síldinni fyrir auistan, hefur síld- , in staðið mjög djúpt, á 50—60 föðmum og talsvert neðar. iÞar af leiðandi er það nauðisynlegt að Kafa næturnar djúpar og þá sterkar um leið. Ég tel að næt- urnar megi ekki vera grynnri en 100 faðma djúpar, til þess að það beri einhvern árangur að kasta á síldina, þar sem hún stendur djúpt. Svo er það nátt- úrulega annað vandamál, að um leið og næturnar eru gerðar lengri og dýpri, þá reyna auðvit- &ð minni bátarnir að fylgja þeirri þróun eftir. Nú, þegar þessar nætur eru orðnar þetta stórar, þá fer að minnba plássið á þessum bátum og í versta til- felli er hreinlega ekkert pláss. Þróunin hefur verið sú síðustu itr að næturnar hafa verið lengd ar og dýpkaðar og það er bætt á þær blýi, en það er ekki gott að segja hvað þetta heldur lengi áifram, Þetta truflar líklega eitt- ihvað stöðugleika og sjóhæfni skipanna, en þetta hefur lagazt síðan skipstjórar byrjuðu að taka nótina n-iður af bátadekki að aftan og nýtist plássið einnig foetur þar. Auðvitað er meira öryggi í því að hafa nótina niðri, bæði fyrir sjóhæfni skipsins og sVo nótina sjálfa. — En er þvi alltaf við komið? — Ég tel að það sé yfirleitt hægt á flestum bátum; bátadekk inu er þá breytt og það er skor- ið aftan af þvL Nokkrir bátar eru þó ennþá með næturnar uppi óg þeir halda því fram að þær rifni síður þar. Nótin á Sigfúsi Bergmann er 200 faðma löng, 85 faðma djúp og 8—9 kg. á faðminn, eða um 2,5 tonn. Um borð í Gisla Áma hittum við skipstjórann, Eggert Gísla- son, skipstjórann á Þorsteinl, Guðbjöm Þorsteinsson og sikip- stjórann á Arnfirðingi, Gunnar Magnússon. Þeir vora að ræða um daginn og veginn og þá sér- lega síldveiðarnar. Við spurðum þá um álit þeirra á stóru nótun- um. Guðbjörn: „Þær eru ofviða bátu'num“. Gunnar: „Ég get ekki séð að þetta sé neitt ofviða bátunum, þetta er ákaflega breytilegt og skipstjórarnir vita vel hvað þeir eru að gera“. Eggert: „Það sem hefur kom- ið fram í þessu máli í blöðum um hættuna í sambandi við stóru næturnar, er að mörgu leyti rangt. Þróunin í stækkuin síldarnóta hefur tekið mun lengri tíma, en talað er um. Það hefur verið sagt, að bátarnir al- miennt hafi nætur, sem eru 20— 26 tonn að þyngd, en, ég veit það að þyngsta nótin sem er í notkun er um borð í Jóná Garð- ari og hún vegur um 16 tonn. í þessum skrifum skipaskoðunar- stjóra hefur réttu máli verið hallað og þetta eru öfgar í skrif um. Gunnar: „Hlutföllin í stærð síldarnóta hafa farið batnandi, miðað við bátastærðir á síðustu árum, og nú eru færri bátax en áður fyrr, sem eru með nætur er geta verið ofviða bátunum". Eggert: „Miðað við hegðun síldarinnar erum við nauðbeygð ir til að hafa næturnar eins stór- ar og kostuir er. Annað væri að senda okkur út til að fá ekki bröndu.“ Guðbjöra: „Ég er með 95 faðma djúpa nót, 245 faðma langa og hún vegur um 9 tonn. Ég hef nótina niðri hjá mér og það er ekki forsvaranlegt að hafa nótina uppi á bátadekki. Ég tel, að bátar eigi ekki að fara á síldveiðar nema að hafa næturnar niðri". Gunnar: „Flestir af þessum stóru bátum eru búnir að taka nótina niðuir og það er vafalaust í flestum tilfellum til bóta. Eru einbverjir af þessum stóru bát- um með nótina uppi?“ Guðbjörn: „Já ég held að það séu nokkrir og ég tel það mjög slæmt með stóru næturnar". Eggert: „Það er auðvitað sjálf- sagt að athuga, af viðkomandi aðilurn, hvert skip fyrir sig og bera saman kjölfestuballest og nótaþunga, en vera ekki með neinar ævintýratölur út í loftið“. Gunnar: „Þetta er álkaflega misjafnt eftir skipum og það er skipstjóranna að gera sér grein fyrir þessum hlutum“. Eggert: „Okkur þætti vænt um að þegar verið er að skrifa um þetta, að það sé farið með rétt mál í þessu efni, sem öðru, því fjöldinn af stærstu bátunum eru með 13—16 tonna þungar nætur en ekki 20—26 tonn. Hver sem gæti leyst það vandamál að ná síldinni án þess að nota þess- ar stóru nætur, hann hefur efni á að segja sitthvað stórt í mál- inu“. Gunnar: „Það er mjög vafa- samt að setja reglur eftir reglur, Frá vinstri: Gunnar Magnússon, skipstjori a Arnfirðingi, Guðbjörn Þorsteinsson, skipstjon a Þorsteini, Eggert Gíslason, skipstjóri á Gísla Áma. Gunnar ©g Eggert eru með syni sína, kannski verðandi skipstjóra, ámyndinni. (Ljósm. Blm. Mbl. Árni Johnsen) sem er alls ekki alltaf hægt að fara eftir og henta ekki. Með því er farið of mikið inn á það svið skipstjóranna, sem þeir einir eiga að bera ábyrgð á“. Eggert: „Það á ekki með föst- um reglugerðum að draga úr ábyrgðartilfinningu skipstjóra og skipshafnar með því að setja reglur, sem er ekki alltaf hægt að fara eftir og það skal hafa í huga, að rétt er að hafa það sem sannara reynist". Arnfirðingur er mieð 100 faðma nót og 247 faðma langa og hún vegur um 11 tonn. Gísli Árni er með 104 faðma djúpa nót, 267 faðma langa og hún veg- ur um 14 tonn. Rafn Kristjánsson, skipstjóri á Gjafar frá Vest- mannaeyjum. Rafn Kristjánsson skipstjóri á Gjafari frá Vestmannaeyjum. — Hvert er álit þitt á stærð nóta? — Veiðarfærarúm er af skorn um skammti á nokkrum bátum af því að þeir eru byggðir þann- ig að ekki er gert ráð fyrir mikl um veiðarfærum. Þegar þessi skip voru byggð var ekki gert ráð fyrir svona stórum veið arfærum eins og nú koma til greina, en eflaust hefði mátt gera ráð fyrir þessu í upphafi. — Telurðu teljandi hættu á því að hafa stóru næturnar? — Nei, ekki beinlínis hættu, en það verður auðvitað alltaf þrengra um eftir því sem veiðar færin eru stærri. En hvað eigum við að gera? Við verðum að reyna að stækka veiðarfærin til þess að ná einhverju magni af síld á land. Það er ekki margra kosta völ, sérstaklega vegna iþess, að síldin stendux svo djúpt. Annars álít ég versta ástandið hjá bátunum núna vera það að þurfa að senda þá nokkur hundr uð míiur út í haf til veiða í mesta skammdeginu af því að tíð er mjög slæm og síðasta mán- uðinn hafa örfáir dagar verið undir 6—10 vindstigum. En þetta virðist þeir ekki skilja, sem eru í landi og eru að hneyksl ast á því að bátaflotinn sækir á suð-vesturlandsmiðin, þar sem styttra er að sækja. Sævar Brynjólfsson, skipstjóri á Erninum RE, var heima hjá sér í Keflavík þegar við hittum hann að máli, og lögðum fyrir hann spurninguna um nótastærð og fylgjandi atriði. — Það getur farið eftir mörgu og breytilegu hvaða skoðun mað ur hefur á nótastærð. Við erum með nokkuð stóra nót, sem er 119 á dýpt og 306 á lengd og ég tel að báturinn hafi ekki misst neitt í sjóhæfni, en nótin vegur um 15 tonn. Auðvitað verður nótin eitthvað þyngri þegar hún blotnar, en það er ekki mikið sem tollir í næloninu af raka, svo að það munar aldrei miklu á þyngd hennar. — Ert þú með nótina uppi eða niðri? — Ég er með hana uppi og tel enga þörf til að taka hana niður, en það er hægt með því að gera nokkra breytingu á báta dekki. Við erum með það mikla tanka fyrir vatn og olíu að við getumballestað bátinn meðþeim. Það eru tankar fyrir 30 tonn af vatni og 70 tonn af olíu'. Ég tel þessa nót ekki trufla neitt í sam Sævar Brynjólfsson, skipstjóri á Erninum RE. bandi við hleðsluna, en aftux á móti tel ég það heppilegri síldar hleðslu að það sé ekki höfð það mikil síld í lest að skipið sé nið- ur fyrir skammdekk af þeirri hleðslu, helduT álít ég að það eigi að hafa hleðslu á dekki og minna í lest. — Þú telur þá ekki ástæðu til að minnka næturnar? — Síldin virðist orðið standa miklu dýpra en fyrr og þess vegna er erfiðara að ná htenni og þess vegna er um ekkert ann- að að ræða en stórar nætur, ef einbver síld á að fást. Grímur Karlsson úr Njarðvík- um, skipstjóri á Sæþóri frá Ól- afsfirði, sagði: — Mér finnst að nætuxnar séu orðnar eins stórar og hægt er, miðað við stærri síldarskipin og stærri næturnar. Fyrst og fremst fyrirferðin á þessum nótum og þunginn valda því að þetta er vandamál og þau tæki, sem eru notuð við næturnar ráða vart við viðameiri nætur. Nótin hjá okkur er 86 á dýpt, 230 á lengd og vegur um 7 tonn. Ég tel að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.